Til þjóðar sem á betra skilið Sölvi Björn Sigurðsson skrifar 26. apríl 2013 06:00 Fjögur ár eru liðin frá síðustu kosningum og þegar litið er yfir farinn veg má sjá að ýmislegt hefur breyst en kannski minna en margir vildu. Vinstra fólk situr eftir með vonbrigði þess að ýmsar samfélagsúrbætur eins og ákvæði um þjóðareign grunnauðlinda hafi ekki verið styrktar í nýrri stjórnarskrá. Margt jafnaðarfólk er svekkt yfir því að aðildarviðræður um Evrópusambandið skuli ekki vera lengra á veg komnar. Sjálfstæðismönnum er létt yfir kvótanum sínum en svolítið titrandi yfir ýmsu öðru. Og Framsóknarmenn … ég veit svo sem ekki hvað þeim finnst um nokkra hluti yfir höfuð, nema þeir eru kátir með Ólaf Ragnar og Icesave. Einu getum við öll í hjarta okkar glaðst yfir og það er að Ísland skuli ekki hafa farið alveg á hausinn; hér eru enn reknir spítalar, grunnskólar, fjölbrautaskólar og háskólar. Íþróttahúsin og leikhúsin eru í daglegri notkun. Það hefur eiginlega ekkert svo mikið breyst, ekki þannig. Og fólk er bara nokkuð sátt. Vor ástkæra þjóðaríþrótt, að hafa allt á hornum sér og horfa ekki út fyrir ljórann á kofanum sínum, er líka enn í fullu fjöri.Smælingjar samfélagsins Alveg er ég viss um að formaður Framsóknarflokksins hefur einhvern tíma hlustað á Megas. „Ef þú smælar framan í heiminn, þá smælar heimurinn framan í þig.“ Flokkurinn hans hefur aldrei mælst með meira fylgi en einmitt núna, nokkrum dögum fyrir kosningar. Hann smælar framan í heiminn, og heimurinn smælar framan í hann. Smælingjarnir eru næstum þriðjungur þjóðarinnar ef marka má nýjustu skoðanakannanir og er freistandi að skipta atkvæðum þeirra í grófum dráttum í þrennt: 10% eru gamalgróið kjörfylgi, 10% óánægjufylgi úr Sjálfstæðisflokknum og afgangurinn stuðningur frá fólki sem trúir því í raun og veru að það fái margar milljónir að gjöf í umboði Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar. Um fyrstu tíu prósentin er lítið hægt að segja, þau munu fylgja þessari þjóð þar til geimverur nema jörðina, og er þá enn óvíst hvort þeim muni nokkuð fækka. Næstu tíu prósent eru skiljanleg í ljósi vandræðanna hjá Sjálfstæðismönnum en það eru síðustu tíu prósentin sem eru langathyglisverðust í mikilli fylgisaukningu Framsóknar.Óræð kosningaloforð Sigmundur Davíð Gunnlaugsson hefur í langan tíma talað fyrir niðurfellingu skulda. Í nýlegu viðtali í Fréttatímanum, þar sem hann impraði á útfærslum í þessu máli, var ekki hægt að sjá að þær væru langt á veg komnar eða skýrt væri hvernig framkvæma ætti herlegheitin, hverjir fengju hvað og svo framvegis. Peningarnir eiga að koma frá útlendingum sem hljóta að bíða í röðum eftir að gefa peningana sína skuldugri millistétt Íslendinga sem búa í dýrum húsum. Flöt niðurfelling allra húsnæðisskulda, hugsanlega tekjutengd eða með einhvers konar hámarki, virðist ekki í deiglunni. Enda væri hún kannski svolítið klikkuð þegar litið er til aðstæðna í samfélaginu, fjársveltis spítalanna, lágra tekna og hárra skatta. Það kann að vera lýðræðismál í hugum einhverra að fjölskyldur með 10-15 milljóna árstekjur fái samsvarandi upphæð að gjöf frá ríkinu svo þær geti haldið áfram að búa í einbýlishúsi, en ef málið snýst um hvort heldur eigi að greiða niður skuldir ríkisins, styrkja heilbrigðiskerfið og hækka vaxtabætur – sem allir skuldarar myndu græða á – þá kysi ég seinni kostinn. Ég get auðvitað í hinu heiða skini fyrri kostsins alið í brjósti mér von um að verðtryggðu lánin mín frá 2003 yrðu „leiðrétt“ og þannig myndi ég græða nokkrar milljónir í einum grænum, sem er nákvæmlega það sem mig vantar. Alveg nákvæmlega. En hvað með alla hina, fólkið sem á bara skuldir en ekkert húsnæði, fólk sem eygir aðeins fjarlæga von um að geta eignast húsnæði vegna þess hversu allt er dýrt og tekjurnar lágar? Eða sjúklingana sem bíða lengur en oftast áður eftir læknisþjónustu, vegna þess að peningar finnast ekki til að sinna þeim? Málið lítur raunar allt þannig út, verði Framsóknarflokkurinn sigurvegari kosninganna, að næstu fjögur ár fari í að ræða stóra Niðurfellingarmálið inni á þinginu á meðan önnur og brýnni mál fyrir samtíðina sitja á hakanum. Við fengjum nýtt Icesave-mál. Á meðan gæti stjórnmálaflokkurinn sem eyðilagði Lagarfljót, studdi innrásina í Írak og átti ásamt Sjálfstæðisflokknum stærstan þátt í mestu lífskjaraskerðingu almennings í sögu lýðveldisins að nýju farið að dunda sér við að koma áhugamálum sínum á koppinn. Í þessu birtist ekki fögur framtíðarsýn, heldur fimbulköld gusa framan í þjóð sem á betra skilið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2013 Skoðun Mest lesið Hin dásamlega sturlun: Umræðan á Íslandi Davíð Bergmann Skoðun Við getum öll bjargað lífi Kristófer Kristófersson Skoðun Fyrir hvern erum við að byggja? Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir Skoðun Opið bréf til innviðaráðherra Eyjólfur Þorkelsson Skoðun Það er heldur betur vitlaust gefið á Íslandi Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson Skoðun „Hristir í stoðum“ RÚV? Hermann Stefánsson Skoðun Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Hugleiðing um rauð epli og skynjun veruleikans Gauti Páll Jónsson Skoðun Að bera harm sinn í hljóði Gunnhildur Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Að bjarga þjóð Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Háskóli Íslands. Opinn og alþjóðlegur? Styrmir Hallsson,Abdullah Arif skrifar Skoðun Nýtt örorkulífeyriskerfi Inga Sæland skrifar Skoðun Það er heldur betur vitlaust gefið á Íslandi Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Að bera harm sinn í hljóði Gunnhildur Ólafsdóttir skrifar Skoðun Velferð sem virkar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Gleðileg ný fiskveiðiáramót …von eða ótti? Arnar Laxdal skrifar Skoðun „Hristir í stoðum“ RÚV? Hermann Stefánsson skrifar Skoðun Opið bréf til innviðaráðherra Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Hin dásamlega sturlun: Umræðan á Íslandi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Áhrif, evran, innviðir, öryggi Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Hugleiðing um rauð epli og skynjun veruleikans Gauti Páll Jónsson skrifar Skoðun Tumi þumall og blaðurmaðurinn Kristján Logason skrifar Skoðun Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Stefnum á að veita 1000 börnum innblástur fyrir framtíðina Dr. Bryony Mathew skrifar Skoðun Samgönguáætlun – skuldbinding, ekki kosningaloforð skrifar Skoðun Menntun til framtíðar Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Við getum öll bjargað lífi Kristófer Kristófersson skrifar Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Menntastefna stjórnvalda – ferð án fyrirheits? Sigvaldi Egill Lárusson skrifar Skoðun Fyrir hvern erum við að byggja? Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Beint og milliliðalaust Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Áfengissala: Þrýstingur úr tveimur áttum Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Ég er íslensk – en samt séð sem eitthvað annað Sóley Lóa Smáradóttir skrifar Skoðun Hin yndislega aðlögun Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Kristrún slær á puttana á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Að gefast upp er ekki valkostur Jóna Guðbjörg Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Að gefast upp er ekki valkostur Jóna Guðbjörg Ingólfsdóttir skrifar Sjá meira
Fjögur ár eru liðin frá síðustu kosningum og þegar litið er yfir farinn veg má sjá að ýmislegt hefur breyst en kannski minna en margir vildu. Vinstra fólk situr eftir með vonbrigði þess að ýmsar samfélagsúrbætur eins og ákvæði um þjóðareign grunnauðlinda hafi ekki verið styrktar í nýrri stjórnarskrá. Margt jafnaðarfólk er svekkt yfir því að aðildarviðræður um Evrópusambandið skuli ekki vera lengra á veg komnar. Sjálfstæðismönnum er létt yfir kvótanum sínum en svolítið titrandi yfir ýmsu öðru. Og Framsóknarmenn … ég veit svo sem ekki hvað þeim finnst um nokkra hluti yfir höfuð, nema þeir eru kátir með Ólaf Ragnar og Icesave. Einu getum við öll í hjarta okkar glaðst yfir og það er að Ísland skuli ekki hafa farið alveg á hausinn; hér eru enn reknir spítalar, grunnskólar, fjölbrautaskólar og háskólar. Íþróttahúsin og leikhúsin eru í daglegri notkun. Það hefur eiginlega ekkert svo mikið breyst, ekki þannig. Og fólk er bara nokkuð sátt. Vor ástkæra þjóðaríþrótt, að hafa allt á hornum sér og horfa ekki út fyrir ljórann á kofanum sínum, er líka enn í fullu fjöri.Smælingjar samfélagsins Alveg er ég viss um að formaður Framsóknarflokksins hefur einhvern tíma hlustað á Megas. „Ef þú smælar framan í heiminn, þá smælar heimurinn framan í þig.“ Flokkurinn hans hefur aldrei mælst með meira fylgi en einmitt núna, nokkrum dögum fyrir kosningar. Hann smælar framan í heiminn, og heimurinn smælar framan í hann. Smælingjarnir eru næstum þriðjungur þjóðarinnar ef marka má nýjustu skoðanakannanir og er freistandi að skipta atkvæðum þeirra í grófum dráttum í þrennt: 10% eru gamalgróið kjörfylgi, 10% óánægjufylgi úr Sjálfstæðisflokknum og afgangurinn stuðningur frá fólki sem trúir því í raun og veru að það fái margar milljónir að gjöf í umboði Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar. Um fyrstu tíu prósentin er lítið hægt að segja, þau munu fylgja þessari þjóð þar til geimverur nema jörðina, og er þá enn óvíst hvort þeim muni nokkuð fækka. Næstu tíu prósent eru skiljanleg í ljósi vandræðanna hjá Sjálfstæðismönnum en það eru síðustu tíu prósentin sem eru langathyglisverðust í mikilli fylgisaukningu Framsóknar.Óræð kosningaloforð Sigmundur Davíð Gunnlaugsson hefur í langan tíma talað fyrir niðurfellingu skulda. Í nýlegu viðtali í Fréttatímanum, þar sem hann impraði á útfærslum í þessu máli, var ekki hægt að sjá að þær væru langt á veg komnar eða skýrt væri hvernig framkvæma ætti herlegheitin, hverjir fengju hvað og svo framvegis. Peningarnir eiga að koma frá útlendingum sem hljóta að bíða í röðum eftir að gefa peningana sína skuldugri millistétt Íslendinga sem búa í dýrum húsum. Flöt niðurfelling allra húsnæðisskulda, hugsanlega tekjutengd eða með einhvers konar hámarki, virðist ekki í deiglunni. Enda væri hún kannski svolítið klikkuð þegar litið er til aðstæðna í samfélaginu, fjársveltis spítalanna, lágra tekna og hárra skatta. Það kann að vera lýðræðismál í hugum einhverra að fjölskyldur með 10-15 milljóna árstekjur fái samsvarandi upphæð að gjöf frá ríkinu svo þær geti haldið áfram að búa í einbýlishúsi, en ef málið snýst um hvort heldur eigi að greiða niður skuldir ríkisins, styrkja heilbrigðiskerfið og hækka vaxtabætur – sem allir skuldarar myndu græða á – þá kysi ég seinni kostinn. Ég get auðvitað í hinu heiða skini fyrri kostsins alið í brjósti mér von um að verðtryggðu lánin mín frá 2003 yrðu „leiðrétt“ og þannig myndi ég græða nokkrar milljónir í einum grænum, sem er nákvæmlega það sem mig vantar. Alveg nákvæmlega. En hvað með alla hina, fólkið sem á bara skuldir en ekkert húsnæði, fólk sem eygir aðeins fjarlæga von um að geta eignast húsnæði vegna þess hversu allt er dýrt og tekjurnar lágar? Eða sjúklingana sem bíða lengur en oftast áður eftir læknisþjónustu, vegna þess að peningar finnast ekki til að sinna þeim? Málið lítur raunar allt þannig út, verði Framsóknarflokkurinn sigurvegari kosninganna, að næstu fjögur ár fari í að ræða stóra Niðurfellingarmálið inni á þinginu á meðan önnur og brýnni mál fyrir samtíðina sitja á hakanum. Við fengjum nýtt Icesave-mál. Á meðan gæti stjórnmálaflokkurinn sem eyðilagði Lagarfljót, studdi innrásina í Írak og átti ásamt Sjálfstæðisflokknum stærstan þátt í mestu lífskjaraskerðingu almennings í sögu lýðveldisins að nýju farið að dunda sér við að koma áhugamálum sínum á koppinn. Í þessu birtist ekki fögur framtíðarsýn, heldur fimbulköld gusa framan í þjóð sem á betra skilið.
Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson Skoðun
Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Skoðun Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir skrifar
Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson Skoðun
Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun