Verðtrygginguna burt? Pétur Blöndal skrifar 26. apríl 2013 06:00 Fólk borgar af verðtryggðu láni og verðtryggðar eftirstöðvar hækka. Það lítur ekki vel út og er illskiljanlegt. Þegar fólk er svo búið að borga miklar og vaxandi greiðslur af láninu og alltaf hækka verðtryggðar eftirstöðvar þá brestur þolinmæðin og fólk segir burt með þessa verðtryggingu. Lánin sýnast hækka en í raun eru það krónurnar sem minnka. Verðtryggingu er ætlað að viðhalda verðgildi kröfu eða inneignar þannig að sá sem fékk lánað pakka af haframjöli 2008 skili líka fullum pakka af haframjöli í dag en ekki rúmlega hálfum pakka. Sjúkdómurinn er verðbólgan en ekki verðtryggingin. Auðvitað væri best að verðlag væri alltaf stöðugt, haframjölspakkinn kostaði alltaf það sama og ekki þyrfti að grípa til verðtryggingar. Nú kveður við sá tónn að afnema eigi verðtryggingu. Ekki er sagt hvernig. Þá koma þrír möguleikar til greina. 1. Banna verðtryggingu á ný lán. Þetta er nokkuð einfalt en við þurfum að gera okkur grein fyrir afleiðingunum. Fólk með lágar tekjur mun ekki geta keypt sér íbúð vegna þess að greiðslubyrðin verður of há með núverandi verðbólgu. Sá hópur fólks mun því ekki eignast íbúðina sína á 25 árum eða 40 árum eins og hinir, sem ráða við fyrstu greiðslurnar, sem lækka svo hratt vegna verðbólgunnar. 2. Banna verðtryggingu á þeim lánum sem nú eru í gildi. Þar er verið að grípa inn í gildandi samninga, sem ekki fær staðist nema með skaðabótum. En ef það næðist í gegn og fólk fengi óverðtryggða vexti í staðinn þá myndu margir ekki ráða við hækkun greiðslubyrðarinnar og lenda í miklum vandræðum. 3. Banna verðtryggingu aftur í tímann (annaðhvort aftur fyrir hrun eða alveg frá upphafi). Þar er verið að grípa inn í gildandi samninga og myndi kosta ríkissjóð verulega fjármuni. Það verður ekki gert nema með miklum skattahækkunum sem lendir verst á leigjendum sem ekki fá niðurfellingu lána til baka. Rétt er að geta þess að 60% nýrra íbúðalána eru óverðtryggð. Þess vegna leggjum við sjálfstæðismenn til að almenningur hafi val. Líka hjá Íbúðalánasjóði. Og svo þarf að lækna verðbólguna. Sjúkdóminn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2013 Skoðun Mest lesið Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Fræðsluskylda í stað skólaskyldu Eldur Smári Kristinsson Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal Skoðun Skoðun Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh skrifar Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Skoðun Atvinna handa öllum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Sjá meira
Fólk borgar af verðtryggðu láni og verðtryggðar eftirstöðvar hækka. Það lítur ekki vel út og er illskiljanlegt. Þegar fólk er svo búið að borga miklar og vaxandi greiðslur af láninu og alltaf hækka verðtryggðar eftirstöðvar þá brestur þolinmæðin og fólk segir burt með þessa verðtryggingu. Lánin sýnast hækka en í raun eru það krónurnar sem minnka. Verðtryggingu er ætlað að viðhalda verðgildi kröfu eða inneignar þannig að sá sem fékk lánað pakka af haframjöli 2008 skili líka fullum pakka af haframjöli í dag en ekki rúmlega hálfum pakka. Sjúkdómurinn er verðbólgan en ekki verðtryggingin. Auðvitað væri best að verðlag væri alltaf stöðugt, haframjölspakkinn kostaði alltaf það sama og ekki þyrfti að grípa til verðtryggingar. Nú kveður við sá tónn að afnema eigi verðtryggingu. Ekki er sagt hvernig. Þá koma þrír möguleikar til greina. 1. Banna verðtryggingu á ný lán. Þetta er nokkuð einfalt en við þurfum að gera okkur grein fyrir afleiðingunum. Fólk með lágar tekjur mun ekki geta keypt sér íbúð vegna þess að greiðslubyrðin verður of há með núverandi verðbólgu. Sá hópur fólks mun því ekki eignast íbúðina sína á 25 árum eða 40 árum eins og hinir, sem ráða við fyrstu greiðslurnar, sem lækka svo hratt vegna verðbólgunnar. 2. Banna verðtryggingu á þeim lánum sem nú eru í gildi. Þar er verið að grípa inn í gildandi samninga, sem ekki fær staðist nema með skaðabótum. En ef það næðist í gegn og fólk fengi óverðtryggða vexti í staðinn þá myndu margir ekki ráða við hækkun greiðslubyrðarinnar og lenda í miklum vandræðum. 3. Banna verðtryggingu aftur í tímann (annaðhvort aftur fyrir hrun eða alveg frá upphafi). Þar er verið að grípa inn í gildandi samninga og myndi kosta ríkissjóð verulega fjármuni. Það verður ekki gert nema með miklum skattahækkunum sem lendir verst á leigjendum sem ekki fá niðurfellingu lána til baka. Rétt er að geta þess að 60% nýrra íbúðalána eru óverðtryggð. Þess vegna leggjum við sjálfstæðismenn til að almenningur hafi val. Líka hjá Íbúðalánasjóði. Og svo þarf að lækna verðbólguna. Sjúkdóminn.
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar