Er nýr Landspítali of stór biti? Ólafur Ólafsson og Lýður Árnason skrifar 26. apríl 2013 06:00 Flest viljum við standa vörð um heilbrigðiskerfið. Við viljum eiga kost á sérhæfðum meðferðarrúrræðum ásamt góðri grunnþjónustu fyrir alla. Aðkallandi er að efla heimahjúkrun og hlúa betur að eldri borgurum. Einnig er nauðsynlegt að stjórnvöld standi við gefin loforð varðandi lífeyri og almannatryggingar. Það nægir ekki að sauma vasa á líkklæðin. Hingað til höfum við skartað góðri heilbrigðisþjónustu. Erum á heimsmælikvarða í sumu eins og meðhöndlun kransæðasjúkdóma og krabbameina. Einnig er ungbarnadauði með því minnsta sem þekkist í heiminum. En nú eru blikur á lofti. Skuldir íslenzka ríkisins eru rúmlega 2000 milljarðar. Þannig geta flestir landsmenn vitnað um að verulega hafi kvarnast úr grunnþjónustunni, stofnanir lagðar niður, landflótti heilbrigðisstarfsmanna er orðið vandamál og öryggisnetið missir æ fleiri niður í dýrari meðferðarúrræði. Samfara öllu þessu eldist þjóðin hratt. Nýtt stöðumat er því nauðsynlegt. Að mati greinarhöfunda er kostnaður við nýjan Landspítala of hár. Þeir áttatíu milljarðar sem áætlaðir eru í þessa framkvæmd eru ekki til og hagkvæmnissparnaður upp á þrjá milljarða á ári nemur ekki einu sinni vöxtunum, hvað þá ef þessi kostnaðaráætlun verði eins og aðrar, stórlega vanmetin. Dæmi um slíkt er bygging Borgarspítalans og viðbygging Landspítala, í báðum tilvikum fór kostnaður langt úr böndum. Bendum einnig á þá staðreynd að óskynsamlegt er að byggja nýtt sjúkrahús sem samsvarar helmingi stærri þjóð á meðan fyrirliggjandi grunnþjónusta samsvarar helmingi minni þjóð. Sem sakir standa teljum við því rétt að endurmeta þessa risaframkvæmd og haga henni betur að efnum og ástæðum þjóðarbúsins. Núna verðum við að beina sjónum að sjálfu starfsfólkinu sem er að þrotum komið. Í því liggja mestu verðmætin. Byggingarævintýri í líkingu við Hörpuna á samúð okkar alla en ætti að vera víti til varnaðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2013 Skoðun Mest lesið Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson Skoðun Skoðun Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Ruben Amorim og sveigjanleiki – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn í samgöngumálum er mosavaxin Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Fimmta iðnbyltingin krefst svara – strax Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Er hurð bara hurð? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Reykjavíkurmódel á kvennaári Sóley Tómasdóttir skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Valerio Gargiulo skrifar Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson skrifar Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson skrifar Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson skrifar Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson skrifar Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson skrifar Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Gildra dómarans Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Sjá meira
Flest viljum við standa vörð um heilbrigðiskerfið. Við viljum eiga kost á sérhæfðum meðferðarrúrræðum ásamt góðri grunnþjónustu fyrir alla. Aðkallandi er að efla heimahjúkrun og hlúa betur að eldri borgurum. Einnig er nauðsynlegt að stjórnvöld standi við gefin loforð varðandi lífeyri og almannatryggingar. Það nægir ekki að sauma vasa á líkklæðin. Hingað til höfum við skartað góðri heilbrigðisþjónustu. Erum á heimsmælikvarða í sumu eins og meðhöndlun kransæðasjúkdóma og krabbameina. Einnig er ungbarnadauði með því minnsta sem þekkist í heiminum. En nú eru blikur á lofti. Skuldir íslenzka ríkisins eru rúmlega 2000 milljarðar. Þannig geta flestir landsmenn vitnað um að verulega hafi kvarnast úr grunnþjónustunni, stofnanir lagðar niður, landflótti heilbrigðisstarfsmanna er orðið vandamál og öryggisnetið missir æ fleiri niður í dýrari meðferðarúrræði. Samfara öllu þessu eldist þjóðin hratt. Nýtt stöðumat er því nauðsynlegt. Að mati greinarhöfunda er kostnaður við nýjan Landspítala of hár. Þeir áttatíu milljarðar sem áætlaðir eru í þessa framkvæmd eru ekki til og hagkvæmnissparnaður upp á þrjá milljarða á ári nemur ekki einu sinni vöxtunum, hvað þá ef þessi kostnaðaráætlun verði eins og aðrar, stórlega vanmetin. Dæmi um slíkt er bygging Borgarspítalans og viðbygging Landspítala, í báðum tilvikum fór kostnaður langt úr böndum. Bendum einnig á þá staðreynd að óskynsamlegt er að byggja nýtt sjúkrahús sem samsvarar helmingi stærri þjóð á meðan fyrirliggjandi grunnþjónusta samsvarar helmingi minni þjóð. Sem sakir standa teljum við því rétt að endurmeta þessa risaframkvæmd og haga henni betur að efnum og ástæðum þjóðarbúsins. Núna verðum við að beina sjónum að sjálfu starfsfólkinu sem er að þrotum komið. Í því liggja mestu verðmætin. Byggingarævintýri í líkingu við Hörpuna á samúð okkar alla en ætti að vera víti til varnaðar.
Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar
Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar
Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar