Sveigjanlegar forsendur fyrir sanngirni Kristinn H. Gunnarsson skrifar 26. apríl 2013 06:00 Kveðið hefur verið upp úr með það að almenn niðurfærsla allra húsnæðisskulda eigi að bæta rýrnun sem orðið hafi á eignarhlut í íbúðarhúsnæði vegna hækkunar skulda og lækkunar á íbúðaverði frá 2008. Svo mikil hafi röskunin orðið að forsendur hafi brostið og réttur skapast á bótum fyrir atbeina ríkisvaldsins. Þarna er augljóst ósamræmi milli vandans og lausnarinnar. Eignarhluti ræðst bæði af íbúðarverðinu og skuldinni. Þess vegna þarf bæði að líta á skuldina til þess að ákveða hvort forsendur hafi í raun brostið og athuga þróunina á verði íbúðarinnar frá kaupdegi. Með því að einblína á skuldina verður háum fjárhæðum varið til niðurfærslu skuldar hjá mörgum íbúðareigendum sem engu hafa tapað af sínum eignarhlut. Um 30% heimilanna eiga meira en 30 m.kr. í eigið fé hvert, en bera samtals tæplega helming allra skuldanna. Þessi hópur mun fá úr ríkissjóði allt að 70 milljörðum króna í hreint gjafafé. Árin 2008-2010 hækkuðu lánin um 30% og verð íbúða á höfuðborgarsvæðinu lækkaði um 15%. Þetta er forsendubresturinn svonefndi. En árin 2004-2007 varð þróunin á annan veg. Þá hækkaði íbúðaverð um 92% og neysluverðsvísitalan aðeins um 22%. Þetta er í raun jafnmikil forsendubreyting. Önnur bjó til eignarhluta og hin minnkaði hann. Þegar litið er til þróunarinnar frá 2000-2012 hefur verðþróunin búið til eign, íbúðaverð hefur hækkað um 150% en skuldir um 98%. Vegna þess hvernig verðþróunin hefur verið undanfarin ár mun almenn lækkun skulda dreifast þannig að þeir íbúðareigendur fá mesta lækkun skulda sem keyptu stórt og hafa notið mestrar hækkunar á verði íbúðar sinnar. Margir þeirra hafa engu tapað og niðurfærslan yrði þeim hreinn gróði. Þeir íbúðareigendur sem keyptu seint á þensluárunum og skömmu fyrir hrun munu fá minnst, m.a. af því að þeir hafa þegar fengið lækkun skulda vegna 110% leiðarinnar. Forsendubrestur annarra, svo sem þeirra tugþúsunda sem hafa misst atvinnuna eða hafa mátt þola sérstaka skerðingu á tekjum sínum eins og ellilífeyrisþegar, er léttvægur fundinn og til einskis metinn. Tugþúsundir heimila aldraðra og leigjenda í brýnni þörf eru sniðgengnar. Sanngirnin á sér greinilega sveigjanlegar forsendur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2013 Skoðun Kristinn H. Gunnarsson Mest lesið Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Óður til hneykslunar Arnar Sveinn Geirsson Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn, the party of hungry children Ian McDonald Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid Skoðun Halldór 19.07.2025 Halldór Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Ekki sprengja börn! Ellen Calmon Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Sjá meira
Kveðið hefur verið upp úr með það að almenn niðurfærsla allra húsnæðisskulda eigi að bæta rýrnun sem orðið hafi á eignarhlut í íbúðarhúsnæði vegna hækkunar skulda og lækkunar á íbúðaverði frá 2008. Svo mikil hafi röskunin orðið að forsendur hafi brostið og réttur skapast á bótum fyrir atbeina ríkisvaldsins. Þarna er augljóst ósamræmi milli vandans og lausnarinnar. Eignarhluti ræðst bæði af íbúðarverðinu og skuldinni. Þess vegna þarf bæði að líta á skuldina til þess að ákveða hvort forsendur hafi í raun brostið og athuga þróunina á verði íbúðarinnar frá kaupdegi. Með því að einblína á skuldina verður háum fjárhæðum varið til niðurfærslu skuldar hjá mörgum íbúðareigendum sem engu hafa tapað af sínum eignarhlut. Um 30% heimilanna eiga meira en 30 m.kr. í eigið fé hvert, en bera samtals tæplega helming allra skuldanna. Þessi hópur mun fá úr ríkissjóði allt að 70 milljörðum króna í hreint gjafafé. Árin 2008-2010 hækkuðu lánin um 30% og verð íbúða á höfuðborgarsvæðinu lækkaði um 15%. Þetta er forsendubresturinn svonefndi. En árin 2004-2007 varð þróunin á annan veg. Þá hækkaði íbúðaverð um 92% og neysluverðsvísitalan aðeins um 22%. Þetta er í raun jafnmikil forsendubreyting. Önnur bjó til eignarhluta og hin minnkaði hann. Þegar litið er til þróunarinnar frá 2000-2012 hefur verðþróunin búið til eign, íbúðaverð hefur hækkað um 150% en skuldir um 98%. Vegna þess hvernig verðþróunin hefur verið undanfarin ár mun almenn lækkun skulda dreifast þannig að þeir íbúðareigendur fá mesta lækkun skulda sem keyptu stórt og hafa notið mestrar hækkunar á verði íbúðar sinnar. Margir þeirra hafa engu tapað og niðurfærslan yrði þeim hreinn gróði. Þeir íbúðareigendur sem keyptu seint á þensluárunum og skömmu fyrir hrun munu fá minnst, m.a. af því að þeir hafa þegar fengið lækkun skulda vegna 110% leiðarinnar. Forsendubrestur annarra, svo sem þeirra tugþúsunda sem hafa misst atvinnuna eða hafa mátt þola sérstaka skerðingu á tekjum sínum eins og ellilífeyrisþegar, er léttvægur fundinn og til einskis metinn. Tugþúsundir heimila aldraðra og leigjenda í brýnni þörf eru sniðgengnar. Sanngirnin á sér greinilega sveigjanlegar forsendur.
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar