Auður er lítils virði ef hann er ekki nýttur skynsamlega! Sólrún Jóhannesdóttir skrifar 26. apríl 2013 06:00 Auðlegð Íslendinga liggur í landinu okkar og fólkinu sem það byggir. Kostirnir sem prýða þetta land og íbúa þess eru margir en til að þeir nýtist okkur til góðs verðum við nýta þá á skynsaman hátt. Gildir einu hvort um ræðir náttúruauðlindir eða þann auð sem býr í þekkingu og færni landsmanna. Náttúruauðlindirnar er mikilvægt að nýta en um leið án þess að valda óafturkræfum spjöllum þannig að þær gagnist einnig komandi kynslóðum. Á sama hátt er mikilvægt að koma í veg fyrir stöðnun og landflótta því án mannauðsins má landið sín lítils. Þegar að kreppir eins og núna ríður á að forgangsraða þannig að auður Íslands hjálpi okkur yfir erfiðasta hjallann og skili okkur á endanum viðunandi lífsskilyrðum. Samanburður við frændþjóðir okkar sýna að við höfum dregist hressilega aftur úr hvað varðar lífskjör og við verðum að finna leiðir til að stöðva þá þróun svo ungt fólk sjái ástæðu til að búa hér. Það er óásættanlegt að búa við tvöfalt verð á húsnæði og mun hærra matvælaverð en þekkist í nágrannalöndunum. Með allar okkar náttúruauðlindir og mannauð erum við í þessari stöðu sem segir okkur að við höfum ekki haldið rétt á spilunum. Mistök fyrri ráðamanna eiga að vera námskrá dagsins í dag. Við viljum nefnilega ekki alltaf velja íslenskt, hver vill íslenskt vaxtastig, íslenskar efnashagssveiflur og hverjir vilja áfram notast við íslenskar skammtímalausnir? Verðugir fulltrúar fólksins taka þjóðarhag fram yfir einkahagsmuni, það er hið eiginlega lýðræði sem þjóðin á skilið.Aukin aðkoma íbúa Við frambjóðendur Lýðræðisvaktarinnar viljum bæta íslenskt samfélag og um leið íslensk stjórnmál. Forsenda þess að íslenskt samfélag fái notið sín er einfaldlega sú að að farið sé að vilja almennings. Svikin kosningaloforð eru samofin þeirri vanvirðingu lýðræðisins sem við búum við. Nú er lag að hverfa frá stjórnkerfi þar sem sérþarfir valdamikilla þrönghagsmunahópa eru teknar fram yfir hagsmuni hins almenna borgara. Það getum við gert með aukinni aðkomu íbúanna að ákvarðanatökum í þeim málum sem skipta þjóðina og framtíð hennar mestu. Þjóðaratkvæðagreiðslur eru gott verkfæri í slíkri vegferð. Náttúra landsins, allt frá nytjafiskum, loft- og vatnsgæðum til okkar fjölbreytta og fallega lands, er bankainnistæða landsmanna, auður sem nota þarf á sjálfbæran og skynsaman máta. Á sama hátt þarf að skapa starfsskilyrði þannig að mannauður þjóðarinnar nýtist og viðhaldist. Það gerum við með því að styrkja atvinnugreinar sem geta leyst af hólmi stóriðjustefnuna sem er gengin sér til húðar. Mikil sóknarfæri liggja í uppbyggingu á þekkingariðnaði og nýsköpun sem tengist sjávarútvegi, landbúnaði og ferðaþjónustu. Vonandi ber okkur gæfa til að nýta það sem okkur er gefið og leiðin að því marki felst í skynsamlegum langtímalausnum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2013 Skoðun Mest lesið Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson skrifar Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad skrifar Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson skrifar Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ný gömul menntastefna Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Sjá meira
Auðlegð Íslendinga liggur í landinu okkar og fólkinu sem það byggir. Kostirnir sem prýða þetta land og íbúa þess eru margir en til að þeir nýtist okkur til góðs verðum við nýta þá á skynsaman hátt. Gildir einu hvort um ræðir náttúruauðlindir eða þann auð sem býr í þekkingu og færni landsmanna. Náttúruauðlindirnar er mikilvægt að nýta en um leið án þess að valda óafturkræfum spjöllum þannig að þær gagnist einnig komandi kynslóðum. Á sama hátt er mikilvægt að koma í veg fyrir stöðnun og landflótta því án mannauðsins má landið sín lítils. Þegar að kreppir eins og núna ríður á að forgangsraða þannig að auður Íslands hjálpi okkur yfir erfiðasta hjallann og skili okkur á endanum viðunandi lífsskilyrðum. Samanburður við frændþjóðir okkar sýna að við höfum dregist hressilega aftur úr hvað varðar lífskjör og við verðum að finna leiðir til að stöðva þá þróun svo ungt fólk sjái ástæðu til að búa hér. Það er óásættanlegt að búa við tvöfalt verð á húsnæði og mun hærra matvælaverð en þekkist í nágrannalöndunum. Með allar okkar náttúruauðlindir og mannauð erum við í þessari stöðu sem segir okkur að við höfum ekki haldið rétt á spilunum. Mistök fyrri ráðamanna eiga að vera námskrá dagsins í dag. Við viljum nefnilega ekki alltaf velja íslenskt, hver vill íslenskt vaxtastig, íslenskar efnashagssveiflur og hverjir vilja áfram notast við íslenskar skammtímalausnir? Verðugir fulltrúar fólksins taka þjóðarhag fram yfir einkahagsmuni, það er hið eiginlega lýðræði sem þjóðin á skilið.Aukin aðkoma íbúa Við frambjóðendur Lýðræðisvaktarinnar viljum bæta íslenskt samfélag og um leið íslensk stjórnmál. Forsenda þess að íslenskt samfélag fái notið sín er einfaldlega sú að að farið sé að vilja almennings. Svikin kosningaloforð eru samofin þeirri vanvirðingu lýðræðisins sem við búum við. Nú er lag að hverfa frá stjórnkerfi þar sem sérþarfir valdamikilla þrönghagsmunahópa eru teknar fram yfir hagsmuni hins almenna borgara. Það getum við gert með aukinni aðkomu íbúanna að ákvarðanatökum í þeim málum sem skipta þjóðina og framtíð hennar mestu. Þjóðaratkvæðagreiðslur eru gott verkfæri í slíkri vegferð. Náttúra landsins, allt frá nytjafiskum, loft- og vatnsgæðum til okkar fjölbreytta og fallega lands, er bankainnistæða landsmanna, auður sem nota þarf á sjálfbæran og skynsaman máta. Á sama hátt þarf að skapa starfsskilyrði þannig að mannauður þjóðarinnar nýtist og viðhaldist. Það gerum við með því að styrkja atvinnugreinar sem geta leyst af hólmi stóriðjustefnuna sem er gengin sér til húðar. Mikil sóknarfæri liggja í uppbyggingu á þekkingariðnaði og nýsköpun sem tengist sjávarútvegi, landbúnaði og ferðaþjónustu. Vonandi ber okkur gæfa til að nýta það sem okkur er gefið og leiðin að því marki felst í skynsamlegum langtímalausnum.
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun