Skattalækkanir – mikilvægasta verkefni nýrrar ríkisstjórnar Vilhjálmur Þór Svansson skrifar 26. apríl 2013 06:00 Eftir tæpa eina viku fara fram kosningar til Alþingis. Eitt allra brýnasta verkefni nýrrar ríkisstjórnar verður að lækka skatta fyrir heimilin og fyrirtækin í landinu. Ekki þarf að hafa mörg orð um stefnu núverandi vinstristjórnar í skattamálum sem þarf að breyta, og þessar breytingar hefur Sjálfstæðisflokkurinn boðað. Með hækkandi skattlagningu myndast vinnuletjandi starfsumhverfi, það ýtir undir svarta atvinnustarfsemi og lækkar þar með tekjur ríkissjóðs. Þess háttar atvinnustarfsemi hefur aukist gríðarlega eftir hrun og þá leiða þrálátar skattahækkanir til þess að ráðstöfunartekjur almennings lækka. Þvert gegn þessu hefur Sjálfstæðisflokkurinn lagt áherslu á og boðað skattalækkanir komist flokkurinn í ríkissjórn. Tekjutap ríkissjóðs í stuttan tíma getur ekki komið í veg fyrir að menn grípi til skynsamlegra aðgerða sem borga sig margfalt til baka til samfélagsins með meiri fjárfestingum og fjölgun starfa. Afraksturinn af skattalækkunum mun koma í ljós þegar umsvifin aukast í samfélaginu.Lækka þarf álögur Íslenskt atvinnulíf byggist að meginstefnu til af litlum og meðalstórum fyrirtækjum. Þessum fyrirtækjum hefur ekki verið hlúið nægjanlega vel að undanfarin ár með tilheyrandi skattlagningu, en staðreyndin er sú að í dag kostar það atvinnurekendur of mikið að halda úti fyrirtæki. Lækka þarf álögur á fyrirtæki og örva þannig atvinnulífið, en með því fjölgar störfum og svigrúm skapast til að hækka laun og bæta þannig lífskjör. Hafa verður í huga að aukin verðmætasköpun í atvinnulífinu eru almannahagsmunir, en forsenda fyrir því að hagur heimilanna batni er að auka tekjurnar í samfélaginu. Hlutverk ríkisins er margþætt, t.a.m. getur það gert einstaklingnum kleift að afla sér fróðleiks og menntunar og þá réttir það einstaklingnum hjálparhönd í ýmsum efnum þegar á bjátar. En þegar ríkisvaldið fer út fyrir sín settu takmörk, fer að seilast inn á umráðasvið einstaklingsins, þá stígur þjóðin spor aftur á bak. Doði í atvinnulífinu í tíð núverandi ríkisstjórnar hefur þegar staðið nógu lengi, en nú er komið til kasta nýrrar ríkisstjórnar að blása nýjum lífsanda í atvinnulífið með skattalækkunum. Tryggjum auknar ráðstöfunartekjur fyrir fjölskyldurnar í landinu og leyfum einstaklingnum að fá að njóta þess sem hann aflar hverju sinni. Tryggjum hagkvæmari skilyrði fyrir fyrirtækin í landinu. Kjölfesta sjálfstæðisstefnunnar er trúin á manninn. Trúum á mannauðinn í landinu. Kjósum Sjálfstæðisflokkinn í alþingiskosningunum 27. apríl næstkomandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2013 Skoðun Mest lesið Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad skrifar Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson skrifar Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ný gömul menntastefna Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn fjölskyldunnar Heiða Ingimarsdóttir skrifar Sjá meira
Eftir tæpa eina viku fara fram kosningar til Alþingis. Eitt allra brýnasta verkefni nýrrar ríkisstjórnar verður að lækka skatta fyrir heimilin og fyrirtækin í landinu. Ekki þarf að hafa mörg orð um stefnu núverandi vinstristjórnar í skattamálum sem þarf að breyta, og þessar breytingar hefur Sjálfstæðisflokkurinn boðað. Með hækkandi skattlagningu myndast vinnuletjandi starfsumhverfi, það ýtir undir svarta atvinnustarfsemi og lækkar þar með tekjur ríkissjóðs. Þess háttar atvinnustarfsemi hefur aukist gríðarlega eftir hrun og þá leiða þrálátar skattahækkanir til þess að ráðstöfunartekjur almennings lækka. Þvert gegn þessu hefur Sjálfstæðisflokkurinn lagt áherslu á og boðað skattalækkanir komist flokkurinn í ríkissjórn. Tekjutap ríkissjóðs í stuttan tíma getur ekki komið í veg fyrir að menn grípi til skynsamlegra aðgerða sem borga sig margfalt til baka til samfélagsins með meiri fjárfestingum og fjölgun starfa. Afraksturinn af skattalækkunum mun koma í ljós þegar umsvifin aukast í samfélaginu.Lækka þarf álögur Íslenskt atvinnulíf byggist að meginstefnu til af litlum og meðalstórum fyrirtækjum. Þessum fyrirtækjum hefur ekki verið hlúið nægjanlega vel að undanfarin ár með tilheyrandi skattlagningu, en staðreyndin er sú að í dag kostar það atvinnurekendur of mikið að halda úti fyrirtæki. Lækka þarf álögur á fyrirtæki og örva þannig atvinnulífið, en með því fjölgar störfum og svigrúm skapast til að hækka laun og bæta þannig lífskjör. Hafa verður í huga að aukin verðmætasköpun í atvinnulífinu eru almannahagsmunir, en forsenda fyrir því að hagur heimilanna batni er að auka tekjurnar í samfélaginu. Hlutverk ríkisins er margþætt, t.a.m. getur það gert einstaklingnum kleift að afla sér fróðleiks og menntunar og þá réttir það einstaklingnum hjálparhönd í ýmsum efnum þegar á bjátar. En þegar ríkisvaldið fer út fyrir sín settu takmörk, fer að seilast inn á umráðasvið einstaklingsins, þá stígur þjóðin spor aftur á bak. Doði í atvinnulífinu í tíð núverandi ríkisstjórnar hefur þegar staðið nógu lengi, en nú er komið til kasta nýrrar ríkisstjórnar að blása nýjum lífsanda í atvinnulífið með skattalækkunum. Tryggjum auknar ráðstöfunartekjur fyrir fjölskyldurnar í landinu og leyfum einstaklingnum að fá að njóta þess sem hann aflar hverju sinni. Tryggjum hagkvæmari skilyrði fyrir fyrirtækin í landinu. Kjölfesta sjálfstæðisstefnunnar er trúin á manninn. Trúum á mannauðinn í landinu. Kjósum Sjálfstæðisflokkinn í alþingiskosningunum 27. apríl næstkomandi.
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun