Að skjóta sig í fótinn Kristján E. Guðmundsson skrifar 27. apríl 2013 06:00 Að skjóta sig í fótinn er orðatiltæki sem stundum er notað yfir það er menn eru með orðum sínum og athöfnum að skaða sjálfan sig meira en ef þeir hefðu gert hið gagnstæða. Mér hefur stundum dottið þetta orðatiltæki í hug þegar Evrópusambandsaðild Íslands ber á góma og ég sé að andstaða við aðild Íslands er hvað mest á landsbyggðinni því allt bendir til þess að þeir sem hvað mest myndu græða á ESB-aðild eru einmitt hinar dreifðu byggðir landsins. Byggðaröskun er ekki séríslenskt fyrirbæri. Um alla Evrópu á sama þróun sér stað. Ástæður þessa liggja í breyttum atvinnuháttum og vélvæðingu þar sem minni mannafla er krafist þó að framleiðsla aukist verulega. Þetta á við um landbúnað, fiskveiðar og fiskvinnslu. En þessi snögga röskun hefur í för með sér ýmsar efnahagslegar afleiðingar sem eru óhagkvæmar samfélaginu í heild. Þegar Efnahagsbandalag Evrópu varð til (síðar ESB) var strax reynt að taka á þessu vandamáli byggðaröskunar með því að hjálpa byggðum sem voru að verða illa úti vegna hennar að breyta atvinnuháttum og auka endurmenntun sem því fylgdi. Til þessa var komið á fót öflugum þróunarsjóðum sem styrkja atvinnuþróun í hinum dreifðari byggðum aðildarlandanna. Þessir sjóðir eru fjölmargir en hér skulu aðeins nefndir tveir þeir helstu. 1. Byggðasjóður Evrópu (ERDF – European Regional Development Fund). Hann styrkir nýsköpun í atvinnulífi og innviði (s.s. samgöngukerfi) í strjálli byggðum og náttúruvernd. 2. Félagsmálasjóður Evrópu (ESF – European Social Fund) með styrkjum til endurmenntunar auk aðstoðar vegna atvinnuleysis t.d. ákveðinna félagshópa, s.s. kvenna, ungs fólks o.s.frv.Meira fé til byggðamála Auk þess hafa mörg aðildarríki fengið inn í aðildarsamning sinn sérstakan stuðning við svæði sem búa við erfið náttúruleg skilyrði vegna landfræðilegrar legu og strjálbýlis. Þannig fengu Svíar og Norðmenn það inn í aðildarsamning sinn að allur landbúnaður norðan 62. breiddar gráðu væri skilgreindur sem „heimskautalandbúnaður“ (arctic agriculture) og þeim heimilað að styrkja hann langt umfram styrki ESB. Undir þetta fellur allt Finnland og stærstur hluti Svíþjóðar. Ísland liggur allt norðan 62. breiddargráðu og ætti því ekki að vera erfitt að fá sömu ákvæði inn í íslenskan aðildarsamning. Einnig fengu Bretar inn í sinn samning sérstakan stuðning við strjálbýlli svæði (Less Favoured Area Support Scheme, LFASS). Spánverjar fengu inn í sinn samning sérstakan stuðning við eyjar þeirra í Atlantshafi. Allt á þetta við um Ísland. Hvergi er meira strjálbýli en hér og samgöngukerfi frumstætt og erfitt. Það eru því töluverðar líkur til þess að verulega meira fé verði varið til byggðamála á Íslandi en nú er gert ef Ísland gerist aðili að ESB. En það vitum við auðvitað ekki fyrr en samningur liggur fyrir. Væri nú ekki skynsamlegt fyrir þá er bera hag landsbyggðarinnar fyrir brjósti að skoða hann en byrja ekki á því að skjóta sig í fótinn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2013 Skoðun Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon Skoðun Skoðun Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aðgerðarleysi er það sem kostar ungt fólk Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Að gera eða vera? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Skattablæti sem bitnar harðast á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Málfrelsi ungu kynslóðarinnar – og ábyrgðin sem bíður okkar Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Ísland: Meistari orkuþríþrautarinnar – sem stendur Jónas Hlynur Hallgrímsson skrifar Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Þegar líf liggur við Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson skrifar Skoðun Út með slæma vana, inn með gleði og frið Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson skrifar Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason skrifar Skoðun Mannréttindi í mótvindi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Sjá meira
Að skjóta sig í fótinn er orðatiltæki sem stundum er notað yfir það er menn eru með orðum sínum og athöfnum að skaða sjálfan sig meira en ef þeir hefðu gert hið gagnstæða. Mér hefur stundum dottið þetta orðatiltæki í hug þegar Evrópusambandsaðild Íslands ber á góma og ég sé að andstaða við aðild Íslands er hvað mest á landsbyggðinni því allt bendir til þess að þeir sem hvað mest myndu græða á ESB-aðild eru einmitt hinar dreifðu byggðir landsins. Byggðaröskun er ekki séríslenskt fyrirbæri. Um alla Evrópu á sama þróun sér stað. Ástæður þessa liggja í breyttum atvinnuháttum og vélvæðingu þar sem minni mannafla er krafist þó að framleiðsla aukist verulega. Þetta á við um landbúnað, fiskveiðar og fiskvinnslu. En þessi snögga röskun hefur í för með sér ýmsar efnahagslegar afleiðingar sem eru óhagkvæmar samfélaginu í heild. Þegar Efnahagsbandalag Evrópu varð til (síðar ESB) var strax reynt að taka á þessu vandamáli byggðaröskunar með því að hjálpa byggðum sem voru að verða illa úti vegna hennar að breyta atvinnuháttum og auka endurmenntun sem því fylgdi. Til þessa var komið á fót öflugum þróunarsjóðum sem styrkja atvinnuþróun í hinum dreifðari byggðum aðildarlandanna. Þessir sjóðir eru fjölmargir en hér skulu aðeins nefndir tveir þeir helstu. 1. Byggðasjóður Evrópu (ERDF – European Regional Development Fund). Hann styrkir nýsköpun í atvinnulífi og innviði (s.s. samgöngukerfi) í strjálli byggðum og náttúruvernd. 2. Félagsmálasjóður Evrópu (ESF – European Social Fund) með styrkjum til endurmenntunar auk aðstoðar vegna atvinnuleysis t.d. ákveðinna félagshópa, s.s. kvenna, ungs fólks o.s.frv.Meira fé til byggðamála Auk þess hafa mörg aðildarríki fengið inn í aðildarsamning sinn sérstakan stuðning við svæði sem búa við erfið náttúruleg skilyrði vegna landfræðilegrar legu og strjálbýlis. Þannig fengu Svíar og Norðmenn það inn í aðildarsamning sinn að allur landbúnaður norðan 62. breiddar gráðu væri skilgreindur sem „heimskautalandbúnaður“ (arctic agriculture) og þeim heimilað að styrkja hann langt umfram styrki ESB. Undir þetta fellur allt Finnland og stærstur hluti Svíþjóðar. Ísland liggur allt norðan 62. breiddargráðu og ætti því ekki að vera erfitt að fá sömu ákvæði inn í íslenskan aðildarsamning. Einnig fengu Bretar inn í sinn samning sérstakan stuðning við strjálbýlli svæði (Less Favoured Area Support Scheme, LFASS). Spánverjar fengu inn í sinn samning sérstakan stuðning við eyjar þeirra í Atlantshafi. Allt á þetta við um Ísland. Hvergi er meira strjálbýli en hér og samgöngukerfi frumstætt og erfitt. Það eru því töluverðar líkur til þess að verulega meira fé verði varið til byggðamála á Íslandi en nú er gert ef Ísland gerist aðili að ESB. En það vitum við auðvitað ekki fyrr en samningur liggur fyrir. Væri nú ekki skynsamlegt fyrir þá er bera hag landsbyggðarinnar fyrir brjósti að skoða hann en byrja ekki á því að skjóta sig í fótinn.
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon Skoðun
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar
Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar
Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon Skoðun