Að henda hæfileikum Heimir Eyvindarson skrifar 27. apríl 2013 06:00 Eitt af því sem Björt framtíð setur á oddinn er minni sóun. Þar er ekki aðeins horft til þess að fáar þjóðir henda jafn miklum mat og Íslendingar, heldur einnig annarskonar sóunar. Sóunar á tíma, peningum og hæfileikum. Ég hef starfað við stuðnings- og sérkennslu í grunnskóla s.l. átta ár og horft þar upp á mikla sóun. Séð marga hæfileikaríka krakka fara í gegnum skólakerfið án þess að vera metnir að verðleikum. Bara af því að hæfileikar þeirra eru einhverjir aðrir en að taka til láns, kunna lotukerfið, pýþagóras og vita hvað fem og halv fems þýðir. En í menntakerfinu er ekki bara verið að sóa hæfileikum þeirra nemenda sem ekki passa inn í „bóknámsboxið”. Fjöldinn allur af sérfræðingum; kennurum, sérkennurum, kennsluráðgjöfum o.s.frv. eyðir líka dýrmætum hæfileikum sínum og vinnustundum í að troða blessuðum börnunum inn í boxið sem þau augljóslega passa ekki inn í. Fyrstu árin er bisað við að fá þau til að taka til láns, jafnvel þótt reiknivélar séu allt í kring. Því næst hefst orðflokkagreiningin, þá leitin að frumlaginu og andlaginu og þannig koll af kolli. Er alveg nauðsynlegt að allir viti að þegar Jón meiddi Palla þá sé Jón frumlagið en Palli andlagið? Ég vil samt taka það fram að margt í íslensku menntakerfi er gott. Margir kennarar eru hugmyndaríkir og duglegir við að koma til móts við ólíka nemendur og gera þeim skólagönguna bærilegri. Vinna starf sitt af alúð og fagmennsku, við erfiðar aðstæður. En það er ekki nóg að kennarar sýni sveigjanleika og skilning. Og það er heldur ekki nóg að þörfin á sveigjanleika sé staðfest í lögum og reglugerðum. Það hefur ekki breytt því að enn þann dag í dag virðist það ríkjandi viðhorf innan skólakerfisins að bóknám sé best og allt annað sé einhverskonar óæðri menntun. Brottfall nemenda úr framhaldsskóla á Íslandi jaðrar við heimsmet. Við því verður að sporna. Það verður ekki gert með gamaldags ráðum eins og því einu að stytta nám til stúdentsprófs. Við þurfum að búa til raunhæfar námsleiðir fyrir þá sem búa yfir öðrum hæfileikum en skólakerfinu þóknast. Námsleiðir sem skila þessum einstaklingum raunverulegum réttindum þegar grunn- og framhaldsnámi lýkur. Við getum ekki haldið áfram að henda hæfileikum þeirra sem ekki eru góðir á bókina. Það er hrein og klár sóun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2013 Skoðun Mest lesið Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ruben Amorim og sveigjanleiki – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn í samgöngumálum er mosavaxin Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Fimmta iðnbyltingin krefst svara – strax Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Er hurð bara hurð? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Reykjavíkurmódel á kvennaári Sóley Tómasdóttir skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Valerio Gargiulo skrifar Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson skrifar Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson skrifar Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson skrifar Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson skrifar Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson skrifar Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Gildra dómarans Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Eitt af því sem Björt framtíð setur á oddinn er minni sóun. Þar er ekki aðeins horft til þess að fáar þjóðir henda jafn miklum mat og Íslendingar, heldur einnig annarskonar sóunar. Sóunar á tíma, peningum og hæfileikum. Ég hef starfað við stuðnings- og sérkennslu í grunnskóla s.l. átta ár og horft þar upp á mikla sóun. Séð marga hæfileikaríka krakka fara í gegnum skólakerfið án þess að vera metnir að verðleikum. Bara af því að hæfileikar þeirra eru einhverjir aðrir en að taka til láns, kunna lotukerfið, pýþagóras og vita hvað fem og halv fems þýðir. En í menntakerfinu er ekki bara verið að sóa hæfileikum þeirra nemenda sem ekki passa inn í „bóknámsboxið”. Fjöldinn allur af sérfræðingum; kennurum, sérkennurum, kennsluráðgjöfum o.s.frv. eyðir líka dýrmætum hæfileikum sínum og vinnustundum í að troða blessuðum börnunum inn í boxið sem þau augljóslega passa ekki inn í. Fyrstu árin er bisað við að fá þau til að taka til láns, jafnvel þótt reiknivélar séu allt í kring. Því næst hefst orðflokkagreiningin, þá leitin að frumlaginu og andlaginu og þannig koll af kolli. Er alveg nauðsynlegt að allir viti að þegar Jón meiddi Palla þá sé Jón frumlagið en Palli andlagið? Ég vil samt taka það fram að margt í íslensku menntakerfi er gott. Margir kennarar eru hugmyndaríkir og duglegir við að koma til móts við ólíka nemendur og gera þeim skólagönguna bærilegri. Vinna starf sitt af alúð og fagmennsku, við erfiðar aðstæður. En það er ekki nóg að kennarar sýni sveigjanleika og skilning. Og það er heldur ekki nóg að þörfin á sveigjanleika sé staðfest í lögum og reglugerðum. Það hefur ekki breytt því að enn þann dag í dag virðist það ríkjandi viðhorf innan skólakerfisins að bóknám sé best og allt annað sé einhverskonar óæðri menntun. Brottfall nemenda úr framhaldsskóla á Íslandi jaðrar við heimsmet. Við því verður að sporna. Það verður ekki gert með gamaldags ráðum eins og því einu að stytta nám til stúdentsprófs. Við þurfum að búa til raunhæfar námsleiðir fyrir þá sem búa yfir öðrum hæfileikum en skólakerfinu þóknast. Námsleiðir sem skila þessum einstaklingum raunverulegum réttindum þegar grunn- og framhaldsnámi lýkur. Við getum ekki haldið áfram að henda hæfileikum þeirra sem ekki eru góðir á bókina. Það er hrein og klár sóun.
Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar
Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar