Að henda hæfileikum Heimir Eyvindarson skrifar 27. apríl 2013 06:00 Eitt af því sem Björt framtíð setur á oddinn er minni sóun. Þar er ekki aðeins horft til þess að fáar þjóðir henda jafn miklum mat og Íslendingar, heldur einnig annarskonar sóunar. Sóunar á tíma, peningum og hæfileikum. Ég hef starfað við stuðnings- og sérkennslu í grunnskóla s.l. átta ár og horft þar upp á mikla sóun. Séð marga hæfileikaríka krakka fara í gegnum skólakerfið án þess að vera metnir að verðleikum. Bara af því að hæfileikar þeirra eru einhverjir aðrir en að taka til láns, kunna lotukerfið, pýþagóras og vita hvað fem og halv fems þýðir. En í menntakerfinu er ekki bara verið að sóa hæfileikum þeirra nemenda sem ekki passa inn í „bóknámsboxið”. Fjöldinn allur af sérfræðingum; kennurum, sérkennurum, kennsluráðgjöfum o.s.frv. eyðir líka dýrmætum hæfileikum sínum og vinnustundum í að troða blessuðum börnunum inn í boxið sem þau augljóslega passa ekki inn í. Fyrstu árin er bisað við að fá þau til að taka til láns, jafnvel þótt reiknivélar séu allt í kring. Því næst hefst orðflokkagreiningin, þá leitin að frumlaginu og andlaginu og þannig koll af kolli. Er alveg nauðsynlegt að allir viti að þegar Jón meiddi Palla þá sé Jón frumlagið en Palli andlagið? Ég vil samt taka það fram að margt í íslensku menntakerfi er gott. Margir kennarar eru hugmyndaríkir og duglegir við að koma til móts við ólíka nemendur og gera þeim skólagönguna bærilegri. Vinna starf sitt af alúð og fagmennsku, við erfiðar aðstæður. En það er ekki nóg að kennarar sýni sveigjanleika og skilning. Og það er heldur ekki nóg að þörfin á sveigjanleika sé staðfest í lögum og reglugerðum. Það hefur ekki breytt því að enn þann dag í dag virðist það ríkjandi viðhorf innan skólakerfisins að bóknám sé best og allt annað sé einhverskonar óæðri menntun. Brottfall nemenda úr framhaldsskóla á Íslandi jaðrar við heimsmet. Við því verður að sporna. Það verður ekki gert með gamaldags ráðum eins og því einu að stytta nám til stúdentsprófs. Við þurfum að búa til raunhæfar námsleiðir fyrir þá sem búa yfir öðrum hæfileikum en skólakerfinu þóknast. Námsleiðir sem skila þessum einstaklingum raunverulegum réttindum þegar grunn- og framhaldsnámi lýkur. Við getum ekki haldið áfram að henda hæfileikum þeirra sem ekki eru góðir á bókina. Það er hrein og klár sóun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2013 Skoðun Mest lesið Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen Skoðun Skoðun Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Eitt af því sem Björt framtíð setur á oddinn er minni sóun. Þar er ekki aðeins horft til þess að fáar þjóðir henda jafn miklum mat og Íslendingar, heldur einnig annarskonar sóunar. Sóunar á tíma, peningum og hæfileikum. Ég hef starfað við stuðnings- og sérkennslu í grunnskóla s.l. átta ár og horft þar upp á mikla sóun. Séð marga hæfileikaríka krakka fara í gegnum skólakerfið án þess að vera metnir að verðleikum. Bara af því að hæfileikar þeirra eru einhverjir aðrir en að taka til láns, kunna lotukerfið, pýþagóras og vita hvað fem og halv fems þýðir. En í menntakerfinu er ekki bara verið að sóa hæfileikum þeirra nemenda sem ekki passa inn í „bóknámsboxið”. Fjöldinn allur af sérfræðingum; kennurum, sérkennurum, kennsluráðgjöfum o.s.frv. eyðir líka dýrmætum hæfileikum sínum og vinnustundum í að troða blessuðum börnunum inn í boxið sem þau augljóslega passa ekki inn í. Fyrstu árin er bisað við að fá þau til að taka til láns, jafnvel þótt reiknivélar séu allt í kring. Því næst hefst orðflokkagreiningin, þá leitin að frumlaginu og andlaginu og þannig koll af kolli. Er alveg nauðsynlegt að allir viti að þegar Jón meiddi Palla þá sé Jón frumlagið en Palli andlagið? Ég vil samt taka það fram að margt í íslensku menntakerfi er gott. Margir kennarar eru hugmyndaríkir og duglegir við að koma til móts við ólíka nemendur og gera þeim skólagönguna bærilegri. Vinna starf sitt af alúð og fagmennsku, við erfiðar aðstæður. En það er ekki nóg að kennarar sýni sveigjanleika og skilning. Og það er heldur ekki nóg að þörfin á sveigjanleika sé staðfest í lögum og reglugerðum. Það hefur ekki breytt því að enn þann dag í dag virðist það ríkjandi viðhorf innan skólakerfisins að bóknám sé best og allt annað sé einhverskonar óæðri menntun. Brottfall nemenda úr framhaldsskóla á Íslandi jaðrar við heimsmet. Við því verður að sporna. Það verður ekki gert með gamaldags ráðum eins og því einu að stytta nám til stúdentsprófs. Við þurfum að búa til raunhæfar námsleiðir fyrir þá sem búa yfir öðrum hæfileikum en skólakerfinu þóknast. Námsleiðir sem skila þessum einstaklingum raunverulegum réttindum þegar grunn- og framhaldsnámi lýkur. Við getum ekki haldið áfram að henda hæfileikum þeirra sem ekki eru góðir á bókina. Það er hrein og klár sóun.
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun