Kýs í fyrsta sinn í dag 27. apríl 2013 18:30 Hverjir eiga að ráða? Alma Ágústsdóttir veltir fyrir sér hverjir eigi erindi á þing. Mynd/Daníel „Ég er alin upp í kringum pólitík og hef mikinn áhuga á stjórnmálum. Ég hef samt hálfkviðið því að kjósa því ég vil ekki þurfa að sjá eftir því hvaða flokk ég vel. Svona til þess að reyna að forðast það hef ég tekið mér mikinn tíma í að kynna mér málefni stjórnmálaflokkanna og er búin að fara á nokkrar kosningaskrifstofur til að kynna mér flokkanna og hvað þeir standa fyrir. Svo hef ég líka lesið síðurnar þeirra á netinu. Mig langar til að taka upplýsta afstöðu,“ segir Alma Ágústsdóttir menntaskólanemi, sem í dag kýs í fyrsta sinn. Alma, sem átti átján ára afmæli í gær er dóttir Kolbrúnar Halldórsdóttur, fyrrverandi umhverfisráðherra, og Ágústs Pétursonar. „Ég hef ákveðið að taka ekki öllu því sem foreldrar mínir hafa sagt sem heilögum sannleika, því hef ég legið yfir þessu sjálf. En það er samt gott að geta spurt mömmu út í ýmis málefni þegar ég er að kynna mér stefnu flokkanna. Ég er mikið að pæla í umhverfis- og menntamálum og hef því sérstaklega skoðað afstöðu flokkanna í þeim málum.“ Alma segir vini sína misáhugasama um stjórnmál og kosningar. „Þeir vinir mínir sem eiga afmæli síðar á árinu og geta því ekki kosið eru ekki spenntir. Þó taka flestir þeirra sem eru með kosningarétt sér nægan tíma til að gera upp hug sinn og eru að velta möguleikunum fyrir sér.“ Sjálf átti Alma afmæli í gær, varð átján ára og slapp því rétt inn á kjörskrá. Skóli og kóræfing voru á dagskrá á afmælisdaginn og vinkonunum var boðið í sushi á sumardaginn fyrsta. Alma segist samt ekki vera neitt sérlega mikið afmælisbarn. „Ég er ekkert sérstaklega mikið fyrir það að eiga afmæli. Ég væri alveg til í að vera áfram sautján. Átján ára afmælinu fylgja alls konar fullorðinslegar skyldur og ég þarf líka að borga fullt gjald alls staðar núna,“ segir Alma, sem er nemi í Menntaskólanum við Hamrahlíð. Hún er líka í tveimur kórum, kór MH og Stúlknakór Reykjavíkur og leggur stund á söngnám. Hún segir leiklistina þó frekar heilla sem framtíðarstarf en sönginn. En aftur að kosningunum. Eftir allan undirbúninginn, ertu búin að ákveða hvað þú ætlar að kjósa? „Nei ég er ekki búin að því en ætla að sjálfsögðu að mæta á kjörstað og kjósa, mér finnst það vera skylda. Ætli ég ákveði mig ekki bara í kjörklefanum,“ segir Alma að lokum. Kosningar 2013 Mest lesið Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Erlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent Enginn læknir á vaktinni Innlent Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Fleiri fréttir Súðavíkurhlíð lokað vegna snjóflóðahættu „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Sjá meira
„Ég er alin upp í kringum pólitík og hef mikinn áhuga á stjórnmálum. Ég hef samt hálfkviðið því að kjósa því ég vil ekki þurfa að sjá eftir því hvaða flokk ég vel. Svona til þess að reyna að forðast það hef ég tekið mér mikinn tíma í að kynna mér málefni stjórnmálaflokkanna og er búin að fara á nokkrar kosningaskrifstofur til að kynna mér flokkanna og hvað þeir standa fyrir. Svo hef ég líka lesið síðurnar þeirra á netinu. Mig langar til að taka upplýsta afstöðu,“ segir Alma Ágústsdóttir menntaskólanemi, sem í dag kýs í fyrsta sinn. Alma, sem átti átján ára afmæli í gær er dóttir Kolbrúnar Halldórsdóttur, fyrrverandi umhverfisráðherra, og Ágústs Pétursonar. „Ég hef ákveðið að taka ekki öllu því sem foreldrar mínir hafa sagt sem heilögum sannleika, því hef ég legið yfir þessu sjálf. En það er samt gott að geta spurt mömmu út í ýmis málefni þegar ég er að kynna mér stefnu flokkanna. Ég er mikið að pæla í umhverfis- og menntamálum og hef því sérstaklega skoðað afstöðu flokkanna í þeim málum.“ Alma segir vini sína misáhugasama um stjórnmál og kosningar. „Þeir vinir mínir sem eiga afmæli síðar á árinu og geta því ekki kosið eru ekki spenntir. Þó taka flestir þeirra sem eru með kosningarétt sér nægan tíma til að gera upp hug sinn og eru að velta möguleikunum fyrir sér.“ Sjálf átti Alma afmæli í gær, varð átján ára og slapp því rétt inn á kjörskrá. Skóli og kóræfing voru á dagskrá á afmælisdaginn og vinkonunum var boðið í sushi á sumardaginn fyrsta. Alma segist samt ekki vera neitt sérlega mikið afmælisbarn. „Ég er ekkert sérstaklega mikið fyrir það að eiga afmæli. Ég væri alveg til í að vera áfram sautján. Átján ára afmælinu fylgja alls konar fullorðinslegar skyldur og ég þarf líka að borga fullt gjald alls staðar núna,“ segir Alma, sem er nemi í Menntaskólanum við Hamrahlíð. Hún er líka í tveimur kórum, kór MH og Stúlknakór Reykjavíkur og leggur stund á söngnám. Hún segir leiklistina þó frekar heilla sem framtíðarstarf en sönginn. En aftur að kosningunum. Eftir allan undirbúninginn, ertu búin að ákveða hvað þú ætlar að kjósa? „Nei ég er ekki búin að því en ætla að sjálfsögðu að mæta á kjörstað og kjósa, mér finnst það vera skylda. Ætli ég ákveði mig ekki bara í kjörklefanum,“ segir Alma að lokum.
Kosningar 2013 Mest lesið Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Erlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent Enginn læknir á vaktinni Innlent Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Fleiri fréttir Súðavíkurhlíð lokað vegna snjóflóðahættu „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Sjá meira