Einvígið ræðst í þessum leik Henry Birgir Gunnarsson skrifar 1. maí 2013 07:00 Jóhann Gunnar Einarsson átti fínan leik með Fram í fyrsta leiknum og skoraði fimm mörk. fréttablaðið/daníel Fram og Haukar mætast öðru sinni í úrslitum N1-deildar karla í kvöld. Kristinn Guðmundsson, þjálfari HK, auglýsir eftir frumkvæði hjá leikmönnum Hauka og spáir því að einvígið ráðist á útkomu leiksins í kvöld. Þriðji leikur Fram og Stjörnunnar í úrslitum fer fram í Safamýri í kvöld. Fram hefur náð frumkvæðinu í einvígi sínu gegn Haukum um Íslandsmeistaratitil karla. Fram „stal“ fyrsta leiknum í Hafnarfirði og verður Íslandsmeistari með því að vinna heimaleikina sína en vinna þarf þrjá leiki til þess að tryggja sér titilinn. Framarar unnu sanngjarnan sigur í fyrsta leiknum og Fréttablaðið fékk Kristin Guðmundsson, þjálfara Íslandsmeistara HK, til þess að rýna í spilin. „Þessi leikur segir okkur að það sé ákveðnum spurningum ósvarað hjá Haukunum. Þeir virðast ekki enn hafa fundið mann til þess að taka frumkvæði og höggva á hnútana er á þarf að halda. Stefán Rafn gerði það fyrir þá áður en hann fór út og þeim hefur ekki tekist að leysa þann hausverk. Ég lýsi eftir því að einhver leikmaður Haukanna taki á sig ábyrgð og fari að sýna einhverja stjörnuleiki,“ sagði Kristinn ákveðinn. Sigurbergur Sveinsson skoraði sex mörk í fyrsta leiknum en næstu menn voru með tvö mörk. „Það er enginn að taka frumkvæði í sóknarleiknum. Tjörvi er týndur sem og Sigurbergur. Elías Már er ekki að ógna markinu og svona mætti áfram telja. Mér fannst menn vera að fela sig í sókninni. Þeir voru gjaldþrota á þeim enda. Við skulum hafa það alveg á hreinu. Ef þeir finna ekki lausnir á þessu eru Haukarnir í erfiðum málum. Stóra spurningin er hver ætlar sér að stíga upp?“ sagði Kristinn og bætti við að Haukarnir hefðu unnið sig út úr vandamálum áður og því vildi hann ekki afskrifa þá strax. „Ég saknaði þess líka að menn væru að berja á garðinum. Jóhann Gunnar er til að mynda að spila í bæði sókn og vörn. Við vitum að hann er kannski ekki í besta formi af öllum leikmönnum deildarinnar. Hann þarf aðstoð og fékk það í gær. Það reynir samt á hann og Haukarnir ættu að setja fleiri árásir á hann sem og Róbert Aron. Þreyta þá. Það kom mér á óvart að Haukarnir væru ekki með fleiri svör.“ Maðurinn sem tók frumkvæðið hjá Fram var Sigurður Eggertsson en frammistaða hans undir lokin gerði gæfumuninn. „Siggi var frábær og hann hjó á hnútana. Jóhann Gunnar var að finna Harald á línunni en Framarar eiga síðan Róbert Aron Hostert algjörlega inni. Það er maður sem getur heldur betur klárað leiki. Það er meiri pungur í Frömurunum núna. Þeir eru markvissari og sókndjarfari en áður. Til þess að vinna titilinn þurfa menn að vera farnir að trúa því í hausnum að þeir geti unnið og mér sýnist Framararnir hafa bullandi trú á því að þeir geti orðið meistarar,“ sagði Kristinn en hann segir Haukana vera komna upp að vegg. Það sé ekkert grín að lenda 2-0 undir í svona einvígi. „Bæði lið eru að spila góða vörn en eftir því sem líður á einvígið fjölgar mörkunum því það kemur meiri þreyta í varnarleikinn. Þetta verður refskák og nú er spurning hvort Haukarnir sýni frumkvæði eður ei,“ sagði Kristinn en hann segir leikinn í dag vera algjöran lykilleik. „Þetta eru tvö frábær lið sem spiluðu flottan varnarleik í fyrsta leiknum. Þetta er lykilleikur og ef Fram vinnur þennan leik þá verða þeir meistarar. Ef Haukar vinna leikinn þá verða þeir meistarar. Einvígið ræðst í þessum leik. Það er mín spá.“ Íslenski handboltinn Mest lesið „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Íslenski boltinn Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Enski boltinn Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Fótbolti Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Formúla 1 Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Fótbolti Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Evrópumeistararnir fóru hamförum Fótbolti Fleiri fréttir Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Sjá meira
Fram og Haukar mætast öðru sinni í úrslitum N1-deildar karla í kvöld. Kristinn Guðmundsson, þjálfari HK, auglýsir eftir frumkvæði hjá leikmönnum Hauka og spáir því að einvígið ráðist á útkomu leiksins í kvöld. Þriðji leikur Fram og Stjörnunnar í úrslitum fer fram í Safamýri í kvöld. Fram hefur náð frumkvæðinu í einvígi sínu gegn Haukum um Íslandsmeistaratitil karla. Fram „stal“ fyrsta leiknum í Hafnarfirði og verður Íslandsmeistari með því að vinna heimaleikina sína en vinna þarf þrjá leiki til þess að tryggja sér titilinn. Framarar unnu sanngjarnan sigur í fyrsta leiknum og Fréttablaðið fékk Kristin Guðmundsson, þjálfara Íslandsmeistara HK, til þess að rýna í spilin. „Þessi leikur segir okkur að það sé ákveðnum spurningum ósvarað hjá Haukunum. Þeir virðast ekki enn hafa fundið mann til þess að taka frumkvæði og höggva á hnútana er á þarf að halda. Stefán Rafn gerði það fyrir þá áður en hann fór út og þeim hefur ekki tekist að leysa þann hausverk. Ég lýsi eftir því að einhver leikmaður Haukanna taki á sig ábyrgð og fari að sýna einhverja stjörnuleiki,“ sagði Kristinn ákveðinn. Sigurbergur Sveinsson skoraði sex mörk í fyrsta leiknum en næstu menn voru með tvö mörk. „Það er enginn að taka frumkvæði í sóknarleiknum. Tjörvi er týndur sem og Sigurbergur. Elías Már er ekki að ógna markinu og svona mætti áfram telja. Mér fannst menn vera að fela sig í sókninni. Þeir voru gjaldþrota á þeim enda. Við skulum hafa það alveg á hreinu. Ef þeir finna ekki lausnir á þessu eru Haukarnir í erfiðum málum. Stóra spurningin er hver ætlar sér að stíga upp?“ sagði Kristinn og bætti við að Haukarnir hefðu unnið sig út úr vandamálum áður og því vildi hann ekki afskrifa þá strax. „Ég saknaði þess líka að menn væru að berja á garðinum. Jóhann Gunnar er til að mynda að spila í bæði sókn og vörn. Við vitum að hann er kannski ekki í besta formi af öllum leikmönnum deildarinnar. Hann þarf aðstoð og fékk það í gær. Það reynir samt á hann og Haukarnir ættu að setja fleiri árásir á hann sem og Róbert Aron. Þreyta þá. Það kom mér á óvart að Haukarnir væru ekki með fleiri svör.“ Maðurinn sem tók frumkvæðið hjá Fram var Sigurður Eggertsson en frammistaða hans undir lokin gerði gæfumuninn. „Siggi var frábær og hann hjó á hnútana. Jóhann Gunnar var að finna Harald á línunni en Framarar eiga síðan Róbert Aron Hostert algjörlega inni. Það er maður sem getur heldur betur klárað leiki. Það er meiri pungur í Frömurunum núna. Þeir eru markvissari og sókndjarfari en áður. Til þess að vinna titilinn þurfa menn að vera farnir að trúa því í hausnum að þeir geti unnið og mér sýnist Framararnir hafa bullandi trú á því að þeir geti orðið meistarar,“ sagði Kristinn en hann segir Haukana vera komna upp að vegg. Það sé ekkert grín að lenda 2-0 undir í svona einvígi. „Bæði lið eru að spila góða vörn en eftir því sem líður á einvígið fjölgar mörkunum því það kemur meiri þreyta í varnarleikinn. Þetta verður refskák og nú er spurning hvort Haukarnir sýni frumkvæði eður ei,“ sagði Kristinn en hann segir leikinn í dag vera algjöran lykilleik. „Þetta eru tvö frábær lið sem spiluðu flottan varnarleik í fyrsta leiknum. Þetta er lykilleikur og ef Fram vinnur þennan leik þá verða þeir meistarar. Ef Haukar vinna leikinn þá verða þeir meistarar. Einvígið ræðst í þessum leik. Það er mín spá.“
Íslenski handboltinn Mest lesið „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Íslenski boltinn Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Enski boltinn Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Fótbolti Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Formúla 1 Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Fótbolti Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Evrópumeistararnir fóru hamförum Fótbolti Fleiri fréttir Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Sjá meira