Brauðmolum kastað inn í framtíðina Sif Sigmarsdóttir skrifar 8. maí 2013 07:00 „Sagan mun fara um mig mjúkum höndum því ég hyggst skrifa hana sjálfur.“ Tilvitnun þessi, sem gjarnan er eignuð Winston Churchill, virðist mörgum mektarmönnum hugleikin nú í umróti eftirhrunsáranna. Fyrrverandi forsætisráðherra og seðlabankastjóri situr í hásæti sínu í Hádegismóum og endurskrifar söguna skorpnum áskrifendahópi Morgunblaðsins til mismikillar skemmtunar, almannatenglar og lögfræðingar reyna að endurbyggja orðstír útrásarvíkinga eins og háhýsi úr Legókubbum um leið og forseti Íslands endurhannar ímynd sína jafnoft og aðrir skipta um sokka. Sá sögulegi atburður á sér nú stað að fyrsti kvenforsætisráðherra landsins lætur af störfum. Jóhanna Sigurðardóttir settist á þing sama ár og ég fæddist og þekki ég því ekki Alþingi án glóandi kolls hennar og stálharðrar einurðarinnar. Síðan ég lærði að sitja á koppi hef ég fylgst með Jóhönnu skjóta karlkyns kollegum ref fyrir rass. Viðtal við Jóhönnu í Sjónvarpinu á kosninganótt varð þó til þess að ég hóf að velta fyrir mér hvort nú, við sögulok, væri körlunum loks að takast að hafa hana undir.Annie Leifs Fyrir rúmum tíu árum skrifaði ég lokaritgerð í sagnfræði sem fjallaði um hið umdeilda tónskáld Jón Leifs. Við ritgerðarsmíðina vakti þó meiri áhuga minn saga fyrstu eiginkonu Jóns, Anniear Leifs, hámenntaðrar evrópskrar tónlistarkonu af auðugu fólki. Í kjölfar hjónabands hennar og Jóns dagaði hana uppi blásnauða á Íslandi eftir að hafa misst manninn sem hún elskaði, dætur sínar tvær – aðra í hafið, hina í svartnætti geðsjúkdóms – fjölskyldu sína í gyðingaofsóknum nasista, heimkynni, eigur og loks ástkæran píanóleikinn er hún hlaut skaða á hendi. Mér fannst þurfa að gera ævi þessarar merku konu skil í ævisögu. Í rykmettuðu herbergi handritadeildar Landsbókasafnsins varð mér hins vegar fljótt ljóst að svo mætti líklega aldrei verða.Snara fyrir bráð Eitt þeirra vandamála er þeir sem fást við kvennasögu standa andspænis varðar heimildirnar. Heimildir um líf, atferli og skoðanir kvenna eru oft af skornum skammti. Ástæðurnar eru margar. Ein skýringin er vafalítið hugarfar viðfangsefnanna sjálfra eins og sést glögglega þegar saga hjónanna Anniear og Jóns Leifs er skoðuð. Jón fer ungur að leggja heimildir fyrir sagnfræðinga framtíðarinnar eins og veiðimaður snöru fyrir bráð. Í formála dagbókar sem hann hóf að halda á sextánda aldursári ritar hann: „Þetta, sem eg hér mun skrifa, ætlast eg ekki til að nokkur maður sjái. … [Þ]að sem hér er ritað er frá mér og til mín … En þegar dagar mínir eru liðnir, kunna, ef til vill, einhverjir að „gægjast inn í hið allra helgasta“.“ Eftir Jón liggur mikið af persónulegum heimildum sem hann hélt sjálfur til haga af mikilli natni. Hann passaði vel upp á öll bréf sem honum bárust og tók afrit af bréfum til varðveislu sem hann sjálfur skrifaði öðrum. Hann bað foreldra sína um að geyma bréfin sem hann sendi þeim er hann var í námi í Leipzig og lagði mikið á sig til að endurheimta kistil sem innihélt heimildir um líf hans eftir að hann yfirgaf Þýskaland í síðari heimsstyrjöld. Segja má að Jón Leifs hafi greypt sig inn í söguna með því að sjá til þess að nægar heimildir væru til um hann. Því er hins vegar öfugt farið með Annie. Þótt á heimili hjónanna hafi ríkt kúltúr „sjálfsvarðveislu“ þegar kom að Jóni virðist ekki hafa verið talin þörf á því að varðveita sögu Anniear. Þau tiltölulega fáu bréf til Anniear sem til eru á Landsbókasafni tengjast flest störfum Jóns og eru viðbrögð við tilraunum hennar til að koma honum og list hans á framfæri. Í ævisögu sinni um Jón Leifs vekur sænski tónlistarblaðamaðurinn Carl-Gunnar Åhlén jafnframt máls á úrklippubók tónskáldsins sem geymd er á Landsbókasafni. Hann segir „leiðinlegt að sjá leifarnar af þeim fáu umsögnum sem Annie fékk um tónleikana [í Magdeburg árið 1923]. Þær hafa verið klipptar niður og fátt eitt geymt nema það sem sagt var um tónlist Jóns. … [Tónleikahaldi hennar var] gjörsamlega ýtt til hliðar miðað við hve gríðarlega umfangsmikil heimildasöfnunin var um iðju Jóns.“Kvenleg heimildahógværð Mér varð hugsað til skortsins á heimildum um líf Anniear Leifs sem veldur því að ævisaga hennar verður sennilega aldrei rituð þegar ég sá Jóhönnu Sigurðardóttur í fyrrnefndu viðtali á kosninganótt. Í viðtalinu virtist Jóhanna ekki á þeim buxunum að upphefja og endurskrifa hlutverk sitt eftir á líkt og aðrar persónur og leikendur í þeim epíska farsa sem fyrsti áratugur 21. aldarinnar er. „Þjóðin hefur valið,“ sagði hún einfaldlega þegar ljóst var að flokkur hennar hafði goldið afhroð í kosningunum, rétt eins og hún hygðist möglunarlaust láta dóm þjóðarinnar og sögunnar yfir sig ganga. Þótt sagnfræðingurinn í mér sé lítt hrifinn af sögulegum endurskoðunartilburðum á við þá sem skuggaformaðurinn í Hádegismóum og sá þaulsetni á Bessastöðum stunda vona ég að Jóhanna láti ekki sitt eftir liggja. Jóhanna lét þessa ágætu herramenn ekki vaða yfir sig á Alþingi. Ég neita að trúa því að hún hyggist taka upp á kvenlegri hógværð þegar kemur að keppninni um að kasta brauðmolum fyrir sagnfræðinga framtíðarinnar. Sem stjórnmálamaður hefur Jóhanna Sigurðardóttir verið mörgum konum fyrirmynd – óháð því hvar þær stóðu í pólitík. Sagnfræðingurinn í mér gefur lítið fyrir sjálfsævisögur og rýrt heimildargildi þeirra. En sem ein þeirra kvenna sem ötul framganga Jóhönnu Sigurðardóttur veitti innblástur vildi ég enga bók heldur lesa um næstu jól en brauðmola þann sem sjálfsævisaga fráfarandi forsætisráðherra væri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sif Sigmarsdóttir Mest lesið Halldór 19.07.2025 Halldór Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Sjá meira
„Sagan mun fara um mig mjúkum höndum því ég hyggst skrifa hana sjálfur.“ Tilvitnun þessi, sem gjarnan er eignuð Winston Churchill, virðist mörgum mektarmönnum hugleikin nú í umróti eftirhrunsáranna. Fyrrverandi forsætisráðherra og seðlabankastjóri situr í hásæti sínu í Hádegismóum og endurskrifar söguna skorpnum áskrifendahópi Morgunblaðsins til mismikillar skemmtunar, almannatenglar og lögfræðingar reyna að endurbyggja orðstír útrásarvíkinga eins og háhýsi úr Legókubbum um leið og forseti Íslands endurhannar ímynd sína jafnoft og aðrir skipta um sokka. Sá sögulegi atburður á sér nú stað að fyrsti kvenforsætisráðherra landsins lætur af störfum. Jóhanna Sigurðardóttir settist á þing sama ár og ég fæddist og þekki ég því ekki Alþingi án glóandi kolls hennar og stálharðrar einurðarinnar. Síðan ég lærði að sitja á koppi hef ég fylgst með Jóhönnu skjóta karlkyns kollegum ref fyrir rass. Viðtal við Jóhönnu í Sjónvarpinu á kosninganótt varð þó til þess að ég hóf að velta fyrir mér hvort nú, við sögulok, væri körlunum loks að takast að hafa hana undir.Annie Leifs Fyrir rúmum tíu árum skrifaði ég lokaritgerð í sagnfræði sem fjallaði um hið umdeilda tónskáld Jón Leifs. Við ritgerðarsmíðina vakti þó meiri áhuga minn saga fyrstu eiginkonu Jóns, Anniear Leifs, hámenntaðrar evrópskrar tónlistarkonu af auðugu fólki. Í kjölfar hjónabands hennar og Jóns dagaði hana uppi blásnauða á Íslandi eftir að hafa misst manninn sem hún elskaði, dætur sínar tvær – aðra í hafið, hina í svartnætti geðsjúkdóms – fjölskyldu sína í gyðingaofsóknum nasista, heimkynni, eigur og loks ástkæran píanóleikinn er hún hlaut skaða á hendi. Mér fannst þurfa að gera ævi þessarar merku konu skil í ævisögu. Í rykmettuðu herbergi handritadeildar Landsbókasafnsins varð mér hins vegar fljótt ljóst að svo mætti líklega aldrei verða.Snara fyrir bráð Eitt þeirra vandamála er þeir sem fást við kvennasögu standa andspænis varðar heimildirnar. Heimildir um líf, atferli og skoðanir kvenna eru oft af skornum skammti. Ástæðurnar eru margar. Ein skýringin er vafalítið hugarfar viðfangsefnanna sjálfra eins og sést glögglega þegar saga hjónanna Anniear og Jóns Leifs er skoðuð. Jón fer ungur að leggja heimildir fyrir sagnfræðinga framtíðarinnar eins og veiðimaður snöru fyrir bráð. Í formála dagbókar sem hann hóf að halda á sextánda aldursári ritar hann: „Þetta, sem eg hér mun skrifa, ætlast eg ekki til að nokkur maður sjái. … [Þ]að sem hér er ritað er frá mér og til mín … En þegar dagar mínir eru liðnir, kunna, ef til vill, einhverjir að „gægjast inn í hið allra helgasta“.“ Eftir Jón liggur mikið af persónulegum heimildum sem hann hélt sjálfur til haga af mikilli natni. Hann passaði vel upp á öll bréf sem honum bárust og tók afrit af bréfum til varðveislu sem hann sjálfur skrifaði öðrum. Hann bað foreldra sína um að geyma bréfin sem hann sendi þeim er hann var í námi í Leipzig og lagði mikið á sig til að endurheimta kistil sem innihélt heimildir um líf hans eftir að hann yfirgaf Þýskaland í síðari heimsstyrjöld. Segja má að Jón Leifs hafi greypt sig inn í söguna með því að sjá til þess að nægar heimildir væru til um hann. Því er hins vegar öfugt farið með Annie. Þótt á heimili hjónanna hafi ríkt kúltúr „sjálfsvarðveislu“ þegar kom að Jóni virðist ekki hafa verið talin þörf á því að varðveita sögu Anniear. Þau tiltölulega fáu bréf til Anniear sem til eru á Landsbókasafni tengjast flest störfum Jóns og eru viðbrögð við tilraunum hennar til að koma honum og list hans á framfæri. Í ævisögu sinni um Jón Leifs vekur sænski tónlistarblaðamaðurinn Carl-Gunnar Åhlén jafnframt máls á úrklippubók tónskáldsins sem geymd er á Landsbókasafni. Hann segir „leiðinlegt að sjá leifarnar af þeim fáu umsögnum sem Annie fékk um tónleikana [í Magdeburg árið 1923]. Þær hafa verið klipptar niður og fátt eitt geymt nema það sem sagt var um tónlist Jóns. … [Tónleikahaldi hennar var] gjörsamlega ýtt til hliðar miðað við hve gríðarlega umfangsmikil heimildasöfnunin var um iðju Jóns.“Kvenleg heimildahógværð Mér varð hugsað til skortsins á heimildum um líf Anniear Leifs sem veldur því að ævisaga hennar verður sennilega aldrei rituð þegar ég sá Jóhönnu Sigurðardóttur í fyrrnefndu viðtali á kosninganótt. Í viðtalinu virtist Jóhanna ekki á þeim buxunum að upphefja og endurskrifa hlutverk sitt eftir á líkt og aðrar persónur og leikendur í þeim epíska farsa sem fyrsti áratugur 21. aldarinnar er. „Þjóðin hefur valið,“ sagði hún einfaldlega þegar ljóst var að flokkur hennar hafði goldið afhroð í kosningunum, rétt eins og hún hygðist möglunarlaust láta dóm þjóðarinnar og sögunnar yfir sig ganga. Þótt sagnfræðingurinn í mér sé lítt hrifinn af sögulegum endurskoðunartilburðum á við þá sem skuggaformaðurinn í Hádegismóum og sá þaulsetni á Bessastöðum stunda vona ég að Jóhanna láti ekki sitt eftir liggja. Jóhanna lét þessa ágætu herramenn ekki vaða yfir sig á Alþingi. Ég neita að trúa því að hún hyggist taka upp á kvenlegri hógværð þegar kemur að keppninni um að kasta brauðmolum fyrir sagnfræðinga framtíðarinnar. Sem stjórnmálamaður hefur Jóhanna Sigurðardóttir verið mörgum konum fyrirmynd – óháð því hvar þær stóðu í pólitík. Sagnfræðingurinn í mér gefur lítið fyrir sjálfsævisögur og rýrt heimildargildi þeirra. En sem ein þeirra kvenna sem ötul framganga Jóhönnu Sigurðardóttur veitti innblástur vildi ég enga bók heldur lesa um næstu jól en brauðmola þann sem sjálfsævisaga fráfarandi forsætisráðherra væri.
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun