Orðsending til borgarstjórnar Auður Guðjónsdóttir skrifar 28. maí 2013 07:00 Borgarstjórn til upprifjunar birti ég hér hluta fyrstu greinar reglugerðar um ferðaþjónustu fatlaðs fólks í Reykjavík: Ferðaþjónusta fatlaðs fólks er ætluð til afnota fyrir þá íbúa Reykjavíkur sem uppfylla eitt eða fleiri eftirfarandi skilyrða: a) Hjólastólanotendur b) Blindir og geta eigi notað önnur farartæki c) Ófærir um að nota almenningsvagnaþjónustu vegna annarra langvarandi fötlunar og hafa ekki aðgang að eigin farartæki. Þeir sem hafa fengið styrk til bifreiðakaupa frá Tryggingastofnun ríkisins og þeir sem njóta bensínstyrks skulu alla jafna ekki njóta réttar til ferðaþjónustu samkvæmt reglum þessum. Fötluðum stillt upp við vegg Það vekur furðu mína að samkvæmt lögum og reglugerðum skuli fatlað fólk í Reykjavík ekki hafa jafnan aðgang og ófatlað að almannasamgöngum. Þrátt fyrir að úrræðið sé til staðar, þ.e. ferðaþjónusta fatlaðra, er fötluðu fólki meinaður aðgangur að þjónustunni samkvæmt ofangreindum reglum ef það nýtur tólf þúsund króna bensínstyrks á mánuði og styrks til bifreiðakaupa á einhverra ára fresti. Undantekningar eru gerðar tímabundið ef fólk getur sannað með læknisvottorði og öðrum rökstuðningi að það þurfi nauðsynlega á þjónustunni að halda. Margt ófatlað fólk nýtir Strætó í fastar ferðir, s.s. í og úr vinnu eða í skóla, en notar einkabifreið sína í öðrum erindagjörðum. Slíkt val hefur fatlað fólk ekki. Annaðhvort þiggur það bensínstyrkinn og fær ekki aðgang að ferðaþjónustunni nema í undantekningartilfellum eða afþakkar styrkinn og fær þá úthlutað vissum ferðum í mánuði. Að takmarka svo alvarlega aðgang fatlaðs fólks að sambærilegri opinberri þjónustu og ófatlaðir hafa óheftan aðgang að er óboðlegt og samrýmist ekki hugmyndum okkar Íslendinga um jafnrétti. Ég fer því vinsamlegast fram á það við borgarstjórn að hún nemi málsgreinina sem vitnað er í hér að ofan á brott úr reglugerð um ferðaþjónustu fatlaðra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Auður Guðjónsdóttir Mest lesið Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Sjá meira
Borgarstjórn til upprifjunar birti ég hér hluta fyrstu greinar reglugerðar um ferðaþjónustu fatlaðs fólks í Reykjavík: Ferðaþjónusta fatlaðs fólks er ætluð til afnota fyrir þá íbúa Reykjavíkur sem uppfylla eitt eða fleiri eftirfarandi skilyrða: a) Hjólastólanotendur b) Blindir og geta eigi notað önnur farartæki c) Ófærir um að nota almenningsvagnaþjónustu vegna annarra langvarandi fötlunar og hafa ekki aðgang að eigin farartæki. Þeir sem hafa fengið styrk til bifreiðakaupa frá Tryggingastofnun ríkisins og þeir sem njóta bensínstyrks skulu alla jafna ekki njóta réttar til ferðaþjónustu samkvæmt reglum þessum. Fötluðum stillt upp við vegg Það vekur furðu mína að samkvæmt lögum og reglugerðum skuli fatlað fólk í Reykjavík ekki hafa jafnan aðgang og ófatlað að almannasamgöngum. Þrátt fyrir að úrræðið sé til staðar, þ.e. ferðaþjónusta fatlaðra, er fötluðu fólki meinaður aðgangur að þjónustunni samkvæmt ofangreindum reglum ef það nýtur tólf þúsund króna bensínstyrks á mánuði og styrks til bifreiðakaupa á einhverra ára fresti. Undantekningar eru gerðar tímabundið ef fólk getur sannað með læknisvottorði og öðrum rökstuðningi að það þurfi nauðsynlega á þjónustunni að halda. Margt ófatlað fólk nýtir Strætó í fastar ferðir, s.s. í og úr vinnu eða í skóla, en notar einkabifreið sína í öðrum erindagjörðum. Slíkt val hefur fatlað fólk ekki. Annaðhvort þiggur það bensínstyrkinn og fær ekki aðgang að ferðaþjónustunni nema í undantekningartilfellum eða afþakkar styrkinn og fær þá úthlutað vissum ferðum í mánuði. Að takmarka svo alvarlega aðgang fatlaðs fólks að sambærilegri opinberri þjónustu og ófatlaðir hafa óheftan aðgang að er óboðlegt og samrýmist ekki hugmyndum okkar Íslendinga um jafnrétti. Ég fer því vinsamlegast fram á það við borgarstjórn að hún nemi málsgreinina sem vitnað er í hér að ofan á brott úr reglugerð um ferðaþjónustu fatlaðra.
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar