Ríkari en Norðmenn? Jón Steinsson skrifar 6. júní 2013 08:49 Hugarfar margra á Íslandi fram á síðustu ár hefur verið að ágóðinn af nýtingu orkuauðlinda þjóðarinnar sé að mestu fólginn í þeim störfum sem skapast við byggingu virkjana og álvera. Þetta er afskaplega kostnaðarsamur misskilningur. Þessi hugsunarháttur er eins og ef Norðmenn seldu olíuna á kostnaðarverði einungis til þess að fá að byggja olíuborpallana. Ef sá hugsunarháttur væri ríkjandi í Noregi væru Norðmenn mun fátækari en þeir eru í dag. Að sama skapi, ef hugsunarháttur okkar Íslendinga gagnvart orkuauðlindum þjóðarinnar breytist, getum við orðið mun efnaðri en við erum í dag. Hinn stóri ágóði þegar kemur að orkuauðlindum þjóðarinnar er salan á orkunni. Þar liggja stóru peningarnir. En er ekki einum of mikið að vera að líkja orkuauðlindum Íslendinga við olíuauð Norðmanna? Nei. Stærðargráðan er ekki ósvipuð, að minnsta kosti ef mark er takandi á Herði Arnarsyni, forstjóra Landsvirkjunar. Hörður sagði nýlega að hann teldi raunhæft að hagnaður Landsvirkjunar gæti numið 100 ma.kr. árlega eftir 15 til 20 ár. Það eru u.þ.b. 6% af VLF, sem er svipað hlutfall og Norðmenn eru að taka út úr olíusjóðnum þar í landi árlega.Viðskiptasjónarmið Þessi ágóði byggist hins vegar á því að við seljum orkuna dýrt. Til þess að svo megi vera þarf að tryggja að viðskiptasjónarmið ráði því hverjum Landsvirkjun selur orkuna. Fram að þessu hafa stjórnmálamenn allt of oft sett þrýsting á Landsvirkjun að selja orku í ákveðin verkefni. Slíkur þrýstingur grefur undan samningsstöðu Landsvirkjunar og leiðir því til lægra orkuverðs en ella. Það sem gerist við slíkt er að auðlindaarðurinn rennur til erlendra álfyrirtækja í stað þess að renna til okkar Íslendinga. Freistingin er sterk fyrir stjórnmálamenn sem þurfa að ná kjöri fjórða hvert ár að þrýsta á um ákveðin verkefni í mikilvægum kjördæmum. En kostnaðurinn af slæmum samningum til 30 ára við risastórt álver er óheyrilegur. Almenningur þarf að veita stjórnmálamönnum stíft aðhald hvað þetta varðar. Líklega væri best að það væri algjörlega tabú fyrir stjórnmálamenn að beita Landsvirkjun þrýstingi varðandi það hverjum hún selur orku. Þannig væri best tryggt að viðskiptaleg sjónarmið ráði ríkjum við sölu á orku. Í dag hefur myndast sterk hefð á Íslandi fyrir því að ráðherra fylgi aflareglu varðandi úthlutun á þorskkvóta. Fyrir tíma aflareglunnar létu ráðherrar freistast ár eftir ár að úthluta of miklum kvóta og þorskstofninn minnkaði og minnkaði. Sú sóun var líka óheyrileg. En á þeim vettvangi hefur okkur tekist að koma böndum á freistni stjórnmálamanna. Vonandi tekst okkur það líka þegar kemur að orkuauðlindunum. Ef það tekst getum við ef til vill orðið ríkari en Norðmenn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Steinsson Mest lesið Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Það sem má alls ekki tala um... Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad skrifar Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson skrifar Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ný gömul menntastefna Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn fjölskyldunnar Heiða Ingimarsdóttir skrifar Sjá meira
Hugarfar margra á Íslandi fram á síðustu ár hefur verið að ágóðinn af nýtingu orkuauðlinda þjóðarinnar sé að mestu fólginn í þeim störfum sem skapast við byggingu virkjana og álvera. Þetta er afskaplega kostnaðarsamur misskilningur. Þessi hugsunarháttur er eins og ef Norðmenn seldu olíuna á kostnaðarverði einungis til þess að fá að byggja olíuborpallana. Ef sá hugsunarháttur væri ríkjandi í Noregi væru Norðmenn mun fátækari en þeir eru í dag. Að sama skapi, ef hugsunarháttur okkar Íslendinga gagnvart orkuauðlindum þjóðarinnar breytist, getum við orðið mun efnaðri en við erum í dag. Hinn stóri ágóði þegar kemur að orkuauðlindum þjóðarinnar er salan á orkunni. Þar liggja stóru peningarnir. En er ekki einum of mikið að vera að líkja orkuauðlindum Íslendinga við olíuauð Norðmanna? Nei. Stærðargráðan er ekki ósvipuð, að minnsta kosti ef mark er takandi á Herði Arnarsyni, forstjóra Landsvirkjunar. Hörður sagði nýlega að hann teldi raunhæft að hagnaður Landsvirkjunar gæti numið 100 ma.kr. árlega eftir 15 til 20 ár. Það eru u.þ.b. 6% af VLF, sem er svipað hlutfall og Norðmenn eru að taka út úr olíusjóðnum þar í landi árlega.Viðskiptasjónarmið Þessi ágóði byggist hins vegar á því að við seljum orkuna dýrt. Til þess að svo megi vera þarf að tryggja að viðskiptasjónarmið ráði því hverjum Landsvirkjun selur orkuna. Fram að þessu hafa stjórnmálamenn allt of oft sett þrýsting á Landsvirkjun að selja orku í ákveðin verkefni. Slíkur þrýstingur grefur undan samningsstöðu Landsvirkjunar og leiðir því til lægra orkuverðs en ella. Það sem gerist við slíkt er að auðlindaarðurinn rennur til erlendra álfyrirtækja í stað þess að renna til okkar Íslendinga. Freistingin er sterk fyrir stjórnmálamenn sem þurfa að ná kjöri fjórða hvert ár að þrýsta á um ákveðin verkefni í mikilvægum kjördæmum. En kostnaðurinn af slæmum samningum til 30 ára við risastórt álver er óheyrilegur. Almenningur þarf að veita stjórnmálamönnum stíft aðhald hvað þetta varðar. Líklega væri best að það væri algjörlega tabú fyrir stjórnmálamenn að beita Landsvirkjun þrýstingi varðandi það hverjum hún selur orku. Þannig væri best tryggt að viðskiptaleg sjónarmið ráði ríkjum við sölu á orku. Í dag hefur myndast sterk hefð á Íslandi fyrir því að ráðherra fylgi aflareglu varðandi úthlutun á þorskkvóta. Fyrir tíma aflareglunnar létu ráðherrar freistast ár eftir ár að úthluta of miklum kvóta og þorskstofninn minnkaði og minnkaði. Sú sóun var líka óheyrileg. En á þeim vettvangi hefur okkur tekist að koma böndum á freistni stjórnmálamanna. Vonandi tekst okkur það líka þegar kemur að orkuauðlindunum. Ef það tekst getum við ef til vill orðið ríkari en Norðmenn.
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun