Breiðholtið mun breytast á næstu tíu árum og fasteignaverð hækka Sunna Valgerðardóttir skrifar 10. júní 2013 06:00 Gísli telur að Breiðholtið verði dýrara. Fréttablaðið/Vilhelm „Ég hef spáð því í nokkurn tíma að Breiðholtið muni breytast mikið á næstu tíu árum. Ég hugsa að hingað muni flytjast fólk sem blöskrar íbúðaverð vestar og langar að gera eitthvað sniðugt,“ segir Gísli Marteinn Baldursson, borgarfulltrúi og Breiðhyltingur. Hann segir margt benda til þess að þróunin hér verði eins og í borgarhverfum víða erlendis. „Hingað mun koma ungt og flott fólk sem verða ákveðnir „trendsetterar“ og gera spennandi hluti hérna eins og opna búðir sem selja lífrænt, koma með borgargarðyrkju og þess háttar. Hér er fasteignaverð lágt, hverfið er vel skipulagt, Hólabrekkuskóli og Fellaskóli eru yfirburðagóðir skólar og allir innviðir hverfisins eru mjög sterkir,“ segir hann og undirstrikar að með þessu muni fasteignaverð vissulega hækka í hverfinu, sem segi sig sjálft ef það verður vinsælla. Gísli ólst upp í Hólunum og gekk í Hólabrekkuskóla. Hann segist vera Breiðhyltingur í húð og hár og ber enn sterkar taugar til hverfisins. Hann gerir sér þó grein fyrir því að vandamálin hafi verið meiri í Breiðholti en víða annars staðar og telur að mistökin hafi gerst í byrjun, þegar heilu blokkirnar voru byggðar undir félagslegar íbúðir. „Það er of hátt hlutfall af félagslegum íbúðum í Fellahverfi en það var byggt á þeim tíma sem menn héldu að það væri góð hugmynd að gera það svoleiðis,“ segir hann. "Breiðhyltingar eru að taka völdin smám saman."Fréttablaðið/Vilhelm „Samt var blöndunin góð að mestu leyti, þótt það hafi auðvitað verið mesta vesenið í Fellahverfinu og ég tel að borgin eigi að reyna að dreifa íbúðum meira um borgina, enda er það stefnan núna. En það tekur tíma því það eru ekkert voðalega mörg ár síðan stjórnvöld byrjuðu að snúa þessu olíuskipi í þá átt og það er erfitt.“ Varðandi ímynd síns gamla hverfis segir hann að hún hafi breyst til batnaðar á síðustu tíu árum. Fjölmiðlar hafi á tímum verið afar uppteknir af því sem gerðist í Breiðholtinu og fréttir af ólátum í strætóferðum Breiðhyltinga um helgar voru tíðar. Ímyndin hafi þó breyst til batnaðar. „Ég hitti reyndar fólk enn sem hefur fordóma gangvart hverfinu eða hreinlega hefur aldrei komið hingað,“ segir Gísli. „En eftir því sem fleiri koma, eftir því sem Leikni gengur betur í fótbolta, eftir því sem fleiri krakkar standa sig vel í samfélaginu sem hafa alist upp hérna breytist ímyndin hér til hins betra. Breiðhyltingar eru að taka völdin smám saman.“ Innlent Tengdar fréttir Brýnt að rannsaka skipulagsmálin Guðrún Jónsdóttir arkitekt er 78 ára gömul og á að baki glæstan feril. Hún er ein þeirra sem áttu hvað mestan þátt í að skipuleggja Seljahverfið í Breiðholti og notaði til þess margar nýstárlegar aðferðir. Hún segir sárvanta rannsóknir á sviðum skipulagsm 10. júní 2013 06:00 Gengjastríðunum í Breiðholti er lokið Gengjamyndun í Breiðholti heyrir sögunni til og hefur lögreglan ekki haft afskipti af slíku síðan árið 2005. Afbrotatíðni í þessu næstfjölmennasta hverfi Reykjavíkurborgar heldur áfram að lækka á milli ára. 6. júní 2013 07:00 Vinirnir þorðu ekki upp í Breiðholt Þegar Ingvar Sverrisson fór í MR smalaði hann bekkjarfélögum sínum í Tólfuna til að kynna Breiðholtið fyrir þeim. Mörg höfðu aldrei komið í hverfið. Hann segir að þótt vandamálin þar hafi verið meiri en annars staðar hafi hann ekki getað átt betri uppvaxt 8. júní 2013 07:00 Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Fleiri fréttir Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Sjá meira
„Ég hef spáð því í nokkurn tíma að Breiðholtið muni breytast mikið á næstu tíu árum. Ég hugsa að hingað muni flytjast fólk sem blöskrar íbúðaverð vestar og langar að gera eitthvað sniðugt,“ segir Gísli Marteinn Baldursson, borgarfulltrúi og Breiðhyltingur. Hann segir margt benda til þess að þróunin hér verði eins og í borgarhverfum víða erlendis. „Hingað mun koma ungt og flott fólk sem verða ákveðnir „trendsetterar“ og gera spennandi hluti hérna eins og opna búðir sem selja lífrænt, koma með borgargarðyrkju og þess háttar. Hér er fasteignaverð lágt, hverfið er vel skipulagt, Hólabrekkuskóli og Fellaskóli eru yfirburðagóðir skólar og allir innviðir hverfisins eru mjög sterkir,“ segir hann og undirstrikar að með þessu muni fasteignaverð vissulega hækka í hverfinu, sem segi sig sjálft ef það verður vinsælla. Gísli ólst upp í Hólunum og gekk í Hólabrekkuskóla. Hann segist vera Breiðhyltingur í húð og hár og ber enn sterkar taugar til hverfisins. Hann gerir sér þó grein fyrir því að vandamálin hafi verið meiri í Breiðholti en víða annars staðar og telur að mistökin hafi gerst í byrjun, þegar heilu blokkirnar voru byggðar undir félagslegar íbúðir. „Það er of hátt hlutfall af félagslegum íbúðum í Fellahverfi en það var byggt á þeim tíma sem menn héldu að það væri góð hugmynd að gera það svoleiðis,“ segir hann. "Breiðhyltingar eru að taka völdin smám saman."Fréttablaðið/Vilhelm „Samt var blöndunin góð að mestu leyti, þótt það hafi auðvitað verið mesta vesenið í Fellahverfinu og ég tel að borgin eigi að reyna að dreifa íbúðum meira um borgina, enda er það stefnan núna. En það tekur tíma því það eru ekkert voðalega mörg ár síðan stjórnvöld byrjuðu að snúa þessu olíuskipi í þá átt og það er erfitt.“ Varðandi ímynd síns gamla hverfis segir hann að hún hafi breyst til batnaðar á síðustu tíu árum. Fjölmiðlar hafi á tímum verið afar uppteknir af því sem gerðist í Breiðholtinu og fréttir af ólátum í strætóferðum Breiðhyltinga um helgar voru tíðar. Ímyndin hafi þó breyst til batnaðar. „Ég hitti reyndar fólk enn sem hefur fordóma gangvart hverfinu eða hreinlega hefur aldrei komið hingað,“ segir Gísli. „En eftir því sem fleiri koma, eftir því sem Leikni gengur betur í fótbolta, eftir því sem fleiri krakkar standa sig vel í samfélaginu sem hafa alist upp hérna breytist ímyndin hér til hins betra. Breiðhyltingar eru að taka völdin smám saman.“
Innlent Tengdar fréttir Brýnt að rannsaka skipulagsmálin Guðrún Jónsdóttir arkitekt er 78 ára gömul og á að baki glæstan feril. Hún er ein þeirra sem áttu hvað mestan þátt í að skipuleggja Seljahverfið í Breiðholti og notaði til þess margar nýstárlegar aðferðir. Hún segir sárvanta rannsóknir á sviðum skipulagsm 10. júní 2013 06:00 Gengjastríðunum í Breiðholti er lokið Gengjamyndun í Breiðholti heyrir sögunni til og hefur lögreglan ekki haft afskipti af slíku síðan árið 2005. Afbrotatíðni í þessu næstfjölmennasta hverfi Reykjavíkurborgar heldur áfram að lækka á milli ára. 6. júní 2013 07:00 Vinirnir þorðu ekki upp í Breiðholt Þegar Ingvar Sverrisson fór í MR smalaði hann bekkjarfélögum sínum í Tólfuna til að kynna Breiðholtið fyrir þeim. Mörg höfðu aldrei komið í hverfið. Hann segir að þótt vandamálin þar hafi verið meiri en annars staðar hafi hann ekki getað átt betri uppvaxt 8. júní 2013 07:00 Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Fleiri fréttir Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Sjá meira
Brýnt að rannsaka skipulagsmálin Guðrún Jónsdóttir arkitekt er 78 ára gömul og á að baki glæstan feril. Hún er ein þeirra sem áttu hvað mestan þátt í að skipuleggja Seljahverfið í Breiðholti og notaði til þess margar nýstárlegar aðferðir. Hún segir sárvanta rannsóknir á sviðum skipulagsm 10. júní 2013 06:00
Gengjastríðunum í Breiðholti er lokið Gengjamyndun í Breiðholti heyrir sögunni til og hefur lögreglan ekki haft afskipti af slíku síðan árið 2005. Afbrotatíðni í þessu næstfjölmennasta hverfi Reykjavíkurborgar heldur áfram að lækka á milli ára. 6. júní 2013 07:00
Vinirnir þorðu ekki upp í Breiðholt Þegar Ingvar Sverrisson fór í MR smalaði hann bekkjarfélögum sínum í Tólfuna til að kynna Breiðholtið fyrir þeim. Mörg höfðu aldrei komið í hverfið. Hann segir að þótt vandamálin þar hafi verið meiri en annars staðar hafi hann ekki getað átt betri uppvaxt 8. júní 2013 07:00