Hrunið og heimskan Sighvatur Björgvinsson skrifar 19. júní 2013 06:00 Hrunið olli öllum Íslendingum miklum skaða. Það varð „forsendubrestur“ hjá allri þjóðinni. Sumir misstu atvinnuna – og eru atvinnulausir enn. Aðrir urðu fyrir stórfelldu eignatapi. Sumir misstu allt sem þeir áttu. Greiðslubyrði námslána stórhækkaði. Kaupmáttur launafólks hrundi. Aldrað fólk og öryrkjar urðu fyrir mikilli lífskjaraskerðingu. Bætur aldraða fólksins voru t.d. skertar um 17 milljarða króna á sl. fjórum árum, auk minnkunar kaupmáttar lífeyris- og bótagreiðslna. Og fólk sem skuldaði húsnæðis- og bílalán auk neyslulána varð fyrir miklu áfalli – líka sá mikli fjöldi sem kominn var í greiðsluþrot af eigin völdum löngu fyrir hrun. Svona var þetta. Samt hefur orðræða öll síðustu fjögur ár svo til einvörðungu snúist um vanda þeirra síðasttöldu, skuldara húsnæðis-, bíla- og neyslulána. Og kosningarnar snerust líka aðeins um þá og þeirra vanda. Lofað var að leysa hann. Lítið talað um aðra. Skautað yfir þá. Að sæmilega vel upplýst fólk skuli fást til þess að trúa að í skuldugu samfélagi á vonarvöl sé hægt að rétta einum hópi fólks fjárhæðir milli tvö hundruð og þrjú hundruð milljarða króna án þess að það komi við nokkurn annan í samfélaginu sem á í vök að verjast; ríkissjóð, skattborgara eða hina tjónsþolana?! Alltaf munu verða til einhverjir þeir sem láta til þess leiðast að lofa í kosningum meiru en hægt er að efna . En þarna var lofað svo miklu meiru en hægt er að efna. Meiru en nokkur dæmi eru til um í gervallri sögu kosninga á Íslandi. Hættan er ekki bara sú að meðvituð sjálfsblekking hafi tekið völdin af heilbrigðri skynsemi fólks; jafnvel að heimskan hafi borið hyggjuvitið ofurliði. Hættan er fordæmið sem verið er að setja. Ef hægt er að stefna til sín fjöldafylgi með því að lofa fólki miklu meiru en nokkur skynsemi segir að hægt sé að efna hvernig mun þá næsta kosningabarátta líta út? Endurheimt heilbrigðrar skynsemi er þjóðþrifamál en líkast til fást ekki mörg atkvæði út á slíka stefnu. A.m.k. ekki eins og sakir standa.Meðvituð sjálfsblekking Meðvituð sjálfsblekking virðist fjarska lífseig á Íslandi. Eins og þegar ágætlega greint og gáfað fólk eins og Þorsteinn Pálsson og Benedikt hjá Talnakönnun ásamt fleirum láta sér til hugar koma að fyrir tilstilli þjóðaratkvæðagreiðslu þá sé hægt að halda áfram eins og ekkert hafi í skorist aðildarviðræðum við Evrópusambandið undir forystu ríkisstjórnar þar sem allir ráðherrar og báðir stjórnarflokkar hafa lýst djúpri andstöðu sinni við hvort tveggja; aðildarviðræðurnar og inngöngu í ESB. Hvernig heldur þú, lesandi góður, að viðbrögðin yrðu úti í heimi ef ætti að halda viðræðum áfram af hálfu Íslands undir forystu ríkisstjórnar sem ekki aðeins lýsir sig algerlega andvíga sjálfum efnisatriðum viðræðnanna heldur telur Ísland ekkert erindi eiga í ESB?! Sá utanríkisráðherra sem mætti til leiks í Brussel með þannig veganesti yrði réttilega aðhlátursefni umheimsins – og sjálf íslenska þjóðin þar með. Við kæmumst enn og aftur í heimsfréttirnar. Afreksfólk í aðhlátri! Auðvitað vita þeir Þorsteinn og Benedikt þetta mætavel. Ég trúi því ekki að líka þarna hafi heimskan borið hyggjuvitið ofurliði. Held frekar að greindir og góðviljaðir sjálfstæðismenn eins og Þorsteinn Pálsson og Benedikt hjá Talnakönnun leggi þarna sérstakt kapp á meðvitaða sjálfsblekkingu til þess að þurfa ekki að horfast í augu við þá staðreynd, að ef þeir hefðu viljað áframhald viðræðnanna hefðu þeir þurft að kjósa eitthvað annað en Sjálfstæðisflokkinn. Sem sé ekki heimska heldur meðvituð sjálfsblekking af ærnu tilefni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sighvatur Björgvinsson Mest lesið Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Alvotech og Arion banki stofna grunnskóla Haraldur Freyr Gíslason Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Skoðun Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Hrunið olli öllum Íslendingum miklum skaða. Það varð „forsendubrestur“ hjá allri þjóðinni. Sumir misstu atvinnuna – og eru atvinnulausir enn. Aðrir urðu fyrir stórfelldu eignatapi. Sumir misstu allt sem þeir áttu. Greiðslubyrði námslána stórhækkaði. Kaupmáttur launafólks hrundi. Aldrað fólk og öryrkjar urðu fyrir mikilli lífskjaraskerðingu. Bætur aldraða fólksins voru t.d. skertar um 17 milljarða króna á sl. fjórum árum, auk minnkunar kaupmáttar lífeyris- og bótagreiðslna. Og fólk sem skuldaði húsnæðis- og bílalán auk neyslulána varð fyrir miklu áfalli – líka sá mikli fjöldi sem kominn var í greiðsluþrot af eigin völdum löngu fyrir hrun. Svona var þetta. Samt hefur orðræða öll síðustu fjögur ár svo til einvörðungu snúist um vanda þeirra síðasttöldu, skuldara húsnæðis-, bíla- og neyslulána. Og kosningarnar snerust líka aðeins um þá og þeirra vanda. Lofað var að leysa hann. Lítið talað um aðra. Skautað yfir þá. Að sæmilega vel upplýst fólk skuli fást til þess að trúa að í skuldugu samfélagi á vonarvöl sé hægt að rétta einum hópi fólks fjárhæðir milli tvö hundruð og þrjú hundruð milljarða króna án þess að það komi við nokkurn annan í samfélaginu sem á í vök að verjast; ríkissjóð, skattborgara eða hina tjónsþolana?! Alltaf munu verða til einhverjir þeir sem láta til þess leiðast að lofa í kosningum meiru en hægt er að efna . En þarna var lofað svo miklu meiru en hægt er að efna. Meiru en nokkur dæmi eru til um í gervallri sögu kosninga á Íslandi. Hættan er ekki bara sú að meðvituð sjálfsblekking hafi tekið völdin af heilbrigðri skynsemi fólks; jafnvel að heimskan hafi borið hyggjuvitið ofurliði. Hættan er fordæmið sem verið er að setja. Ef hægt er að stefna til sín fjöldafylgi með því að lofa fólki miklu meiru en nokkur skynsemi segir að hægt sé að efna hvernig mun þá næsta kosningabarátta líta út? Endurheimt heilbrigðrar skynsemi er þjóðþrifamál en líkast til fást ekki mörg atkvæði út á slíka stefnu. A.m.k. ekki eins og sakir standa.Meðvituð sjálfsblekking Meðvituð sjálfsblekking virðist fjarska lífseig á Íslandi. Eins og þegar ágætlega greint og gáfað fólk eins og Þorsteinn Pálsson og Benedikt hjá Talnakönnun ásamt fleirum láta sér til hugar koma að fyrir tilstilli þjóðaratkvæðagreiðslu þá sé hægt að halda áfram eins og ekkert hafi í skorist aðildarviðræðum við Evrópusambandið undir forystu ríkisstjórnar þar sem allir ráðherrar og báðir stjórnarflokkar hafa lýst djúpri andstöðu sinni við hvort tveggja; aðildarviðræðurnar og inngöngu í ESB. Hvernig heldur þú, lesandi góður, að viðbrögðin yrðu úti í heimi ef ætti að halda viðræðum áfram af hálfu Íslands undir forystu ríkisstjórnar sem ekki aðeins lýsir sig algerlega andvíga sjálfum efnisatriðum viðræðnanna heldur telur Ísland ekkert erindi eiga í ESB?! Sá utanríkisráðherra sem mætti til leiks í Brussel með þannig veganesti yrði réttilega aðhlátursefni umheimsins – og sjálf íslenska þjóðin þar með. Við kæmumst enn og aftur í heimsfréttirnar. Afreksfólk í aðhlátri! Auðvitað vita þeir Þorsteinn og Benedikt þetta mætavel. Ég trúi því ekki að líka þarna hafi heimskan borið hyggjuvitið ofurliði. Held frekar að greindir og góðviljaðir sjálfstæðismenn eins og Þorsteinn Pálsson og Benedikt hjá Talnakönnun leggi þarna sérstakt kapp á meðvitaða sjálfsblekkingu til þess að þurfa ekki að horfast í augu við þá staðreynd, að ef þeir hefðu viljað áframhald viðræðnanna hefðu þeir þurft að kjósa eitthvað annað en Sjálfstæðisflokkinn. Sem sé ekki heimska heldur meðvituð sjálfsblekking af ærnu tilefni.
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun