Tökum á París norðursins að ljúka Freyr Bjarnason skrifar 26. júní 2013 10:00 g Þremur dögum er ólokið í tökum á kvikmyndinni París norðursins í leikstjórn Hafsteins Gunnars Sigurðssonar. „Við erum í smá fríi núna en þetta hefur bara gengið vel,“ segir hann, spurður hvort tökurnar hafi gengið vel. Þær hafa staðið yfir síðan í lok maí og hafa aðallega farið fram á Flateyri. Tveir tökudagar hafa verið á Ísafirði en einn dagur er eftir á Þingeyri. Aðspurður segir leikstjórinn að myndin verði frumsýnd á næsta ári. „Ég verð með tilbúna mynd fljótlega eftir áramót og svo fer það eftir hátíðum og öðru hvenær hún verður sýnd.“ París norðursins fjallar um ungan mann sem býr í smábæ á Vestfjörðum og fær föður sinn sem hann þekkir lítið í heimsókn. Hollywood-myndin Prince Avalanche, sem er endurgerð síðustu myndar Hafsteins Gunnars, Á annan veg, fer í almennar sýningar vestanhafs í ágúst. Stefnt er á frumsýningu hér á landi í byrjun september. Að sögn Hafsteins er verið að vinna í því að fá leikara myndarinnar, Paul Rudd og Emile Hirsch, til að koma hingað til að vera viðstadda frumsýninguna, auk leikstjórans Davids Gordon Green. Mest lesið Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Menning „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ Lífið Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Lífið Valdi hættur að spila í neðri deildunum Lífið Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Lífið Heillandi arkitektúr í Garðabæ Lífið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum Lífið Stöðugt á ferð og flugi með sterkari skrokk Lífið samstarf Fleiri fréttir Auglýsa eftir innsendingum til íslensku sjónvarpsverðlaunanna Nýr Rambo fundinn Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Óþekkjanleg stjarna Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Sjá meira
Þremur dögum er ólokið í tökum á kvikmyndinni París norðursins í leikstjórn Hafsteins Gunnars Sigurðssonar. „Við erum í smá fríi núna en þetta hefur bara gengið vel,“ segir hann, spurður hvort tökurnar hafi gengið vel. Þær hafa staðið yfir síðan í lok maí og hafa aðallega farið fram á Flateyri. Tveir tökudagar hafa verið á Ísafirði en einn dagur er eftir á Þingeyri. Aðspurður segir leikstjórinn að myndin verði frumsýnd á næsta ári. „Ég verð með tilbúna mynd fljótlega eftir áramót og svo fer það eftir hátíðum og öðru hvenær hún verður sýnd.“ París norðursins fjallar um ungan mann sem býr í smábæ á Vestfjörðum og fær föður sinn sem hann þekkir lítið í heimsókn. Hollywood-myndin Prince Avalanche, sem er endurgerð síðustu myndar Hafsteins Gunnars, Á annan veg, fer í almennar sýningar vestanhafs í ágúst. Stefnt er á frumsýningu hér á landi í byrjun september. Að sögn Hafsteins er verið að vinna í því að fá leikara myndarinnar, Paul Rudd og Emile Hirsch, til að koma hingað til að vera viðstadda frumsýninguna, auk leikstjórans Davids Gordon Green.
Mest lesið Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Menning „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ Lífið Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Lífið Valdi hættur að spila í neðri deildunum Lífið Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Lífið Heillandi arkitektúr í Garðabæ Lífið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum Lífið Stöðugt á ferð og flugi með sterkari skrokk Lífið samstarf Fleiri fréttir Auglýsa eftir innsendingum til íslensku sjónvarpsverðlaunanna Nýr Rambo fundinn Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Óþekkjanleg stjarna Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Sjá meira