Rullan sem mun gera Tatum að stjörnu Sara McMahon skrifar 27. júní 2013 07:00 Tatum leikur lögreglumanninn John Cale sem hefur verið neitað um vinnu við gæslustörf í Hvíta húsinu. Cale ákveður þó að heimsækja forsetabústaðinn ásamt dóttur sinni og á meðan á heimsókn þeirra stendur ráðast vopnaðir menn undir stjórn Emils Stenz inn í húsið. Ætlun hópsins er að taka forseta landsins höndum og skapa glundroða innan samfélagsins og fellur það í skaut Cale að bjarga forsetanum og um leið lífi dóttur sinnar. White House Down skartar Channing Tatum í hlutverki lögreglumannsins Johns Cale og Jamie Foxx í hlutverki Bandaríkjaforseta. Með önnur hlutverk fara Maggie Gyllenhaal, Jason Clarke og Joey King, sem leikur Emily, dóttur Cale. Kvikmyndahúsagestir kannast ef til vill við hinn ástralska Clarke úr kvikmyndum á borð við Lawless, Zero Dark Thirty og The Great Gatsby. Emily King á einnig langan kvikmyndaferil að baki þrátt fyrir ungan aldur og hefur meðal annars leikið í kvikmyndum á borð við Crazy, Stupid, Love, The Dark Knight Rises og Oz the Great and Powerful. Leikstjóri myndarinnar er hinn þýski Roland Emmerich. Hann hefur áður leikstýrt stórmyndum á borð við Independence Day, The Day After Tomorrow, Godzilla og 2012. Emmerich hóf nám við University of Television and Film í München árið 1977 og ætlaði fyrst að gerast framleiðandi. Eftir að hafa séð kvikmyndina Star Wars snerist honum þó hugur og ákvað hann að læra leikstjórn í staðinn. White House Down hefur fengið þokkalega dóma og hafa sumir látið þau orð falla að þetta sé kvikmyndin sem muni festa Channing Tatum í sessi sem stórstjörnu. Mest lesið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Lífið Bönnuð innan 12 af ástæðu Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Heimili Hanks rétt slapp Lífið Fleiri fréttir Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
Tatum leikur lögreglumanninn John Cale sem hefur verið neitað um vinnu við gæslustörf í Hvíta húsinu. Cale ákveður þó að heimsækja forsetabústaðinn ásamt dóttur sinni og á meðan á heimsókn þeirra stendur ráðast vopnaðir menn undir stjórn Emils Stenz inn í húsið. Ætlun hópsins er að taka forseta landsins höndum og skapa glundroða innan samfélagsins og fellur það í skaut Cale að bjarga forsetanum og um leið lífi dóttur sinnar. White House Down skartar Channing Tatum í hlutverki lögreglumannsins Johns Cale og Jamie Foxx í hlutverki Bandaríkjaforseta. Með önnur hlutverk fara Maggie Gyllenhaal, Jason Clarke og Joey King, sem leikur Emily, dóttur Cale. Kvikmyndahúsagestir kannast ef til vill við hinn ástralska Clarke úr kvikmyndum á borð við Lawless, Zero Dark Thirty og The Great Gatsby. Emily King á einnig langan kvikmyndaferil að baki þrátt fyrir ungan aldur og hefur meðal annars leikið í kvikmyndum á borð við Crazy, Stupid, Love, The Dark Knight Rises og Oz the Great and Powerful. Leikstjóri myndarinnar er hinn þýski Roland Emmerich. Hann hefur áður leikstýrt stórmyndum á borð við Independence Day, The Day After Tomorrow, Godzilla og 2012. Emmerich hóf nám við University of Television and Film í München árið 1977 og ætlaði fyrst að gerast framleiðandi. Eftir að hafa séð kvikmyndina Star Wars snerist honum þó hugur og ákvað hann að læra leikstjórn í staðinn. White House Down hefur fengið þokkalega dóma og hafa sumir látið þau orð falla að þetta sé kvikmyndin sem muni festa Channing Tatum í sessi sem stórstjörnu.
Mest lesið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Lífið Bönnuð innan 12 af ástæðu Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Heimili Hanks rétt slapp Lífið Fleiri fréttir Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira