Er barnið þitt gangandi tímasprengja? Guðni Ágústsson skrifar 28. júní 2013 06:00 Í stórmerkilegu viðtali í sunnudagsblaði Morgunblaðsins vekur Þorgrímur Þráinsson rithöfundur athygli á miklu heilbrigðisvandamáli í samtíð okkar og sennilega risavöxnu í framtíðinni verði ekki brugðist við í tíma. Hann segir: „Sonur minn tólf ára þurfti í vetur að lesa 10 blaðsíður í bók áður en hann fékk að fara í tölvuna. Símar, sjónvarp og tölvur geta verið miklir tímaþjófar og alið á leti sem fer að verða landlæg. Við sjáum á rannsóknum að 23 ára gamalt fólk hreyfir sig jafnlítið og áttræð gamalmenni. Það kæmi mér ekki á óvart að sjá „afvötnunardeildir,“ eftir nokkur ár fyrir þá sem orðnir eru fíklar á facebook, twitter, candy crush, sjónvarpsþætti og svo framvegis. Fjöldi fólks er með frestunaráráttu, er alltaf alveg að fara að breyta til betri vegar en svo er sófinn bara svo rosalega þægilegur. Ég þekki fólk sem hefur aldrei tíma til að hreyfa sig en þekkir allar persónur í öllum sjónvarpsþáttum.“ Svo mörg voru þau orð. Þarna talar maður sem hefur haft það verkefni að berjast gegn reykingum og óreglu með miklum árangri meðal barna og unglinga um leið og hann hefur skrifað metsölubækur. Það er myndarlegt framtak hjá Bónus og Hagkaup að styrkja fyrirlesarastarf Þorgríms þar sem hann hittir nemendur tíundabekkjar grunnskólanna og ræðir við þá um lífið og tilveruna. Þorgrímur segir ennfremur í viðtalinu: „Það segir sig sjálft að börn sem alast upp við erfiða neyslu foreldra, afskiftaleysi eða agaleysi eiga erfiðara með að fóta sig en önnur. Það læra börnin sem fyrir þeim er haft,“ bætir hann við. Ég hygg að þessi vandi sé til staðar í hverri einustu fjölskyldu á Íslandi. Mig langaði bara að vekja athygli lesenda Fréttablaðsins á þessu viðtali við Þorgrím Þráinsson um leið og ég spyr er ekki rétt að spyrna við fæti? Hvernig er það hægt? Það verður ekki gert nema í samstarfi skólanna og heimilanna. Er það ekki rosalegt að börn sitji stóran hluta vökutímans á rassi sínum og leiki við tölvuna eins og hún sé eina viðræðuhæfa veran í veröldinni sem talandi sé við? Er það ásættanlegt að tvítugur einstaklingur hreyfi sig álíka mikið og áttrætt fólk? Hvernig verður sá tvítugi ef hann nær áttræðisaldri? Mjög stór hluti eldri kynslóðarinnar með erfiðisvinnu að baki er það vel á sig kominn að heilbrigðiskerfið hefur ekki þurft að hafa mikinn kostnað af þeirri kynslóð. Hvað kostar þetta hreyfingarlausa fólk heilbrigðiskerfið upp úr fertugu eða fimmtugu um miðja þessa öld? Ég veit að sem betur fer eru undantekningarnar margar og ætla ekki að alhæfa, því væri gott að rannsaka vandamálið, finna út hversu stór hluti ungs fólks glímir við þetta vandamál. Eru það 5%, 10% eða 20%? Alveg sama hversu talan er stór mun margt af þessu fólki fara á mis við eðlilegt líf verði ekkert gert. Tökum mark á varnaðarorðum Þorgríms Þráinssonar og gerum eitthvað strax. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðni Ágústsson Mest lesið Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði Ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Sjá meira
Í stórmerkilegu viðtali í sunnudagsblaði Morgunblaðsins vekur Þorgrímur Þráinsson rithöfundur athygli á miklu heilbrigðisvandamáli í samtíð okkar og sennilega risavöxnu í framtíðinni verði ekki brugðist við í tíma. Hann segir: „Sonur minn tólf ára þurfti í vetur að lesa 10 blaðsíður í bók áður en hann fékk að fara í tölvuna. Símar, sjónvarp og tölvur geta verið miklir tímaþjófar og alið á leti sem fer að verða landlæg. Við sjáum á rannsóknum að 23 ára gamalt fólk hreyfir sig jafnlítið og áttræð gamalmenni. Það kæmi mér ekki á óvart að sjá „afvötnunardeildir,“ eftir nokkur ár fyrir þá sem orðnir eru fíklar á facebook, twitter, candy crush, sjónvarpsþætti og svo framvegis. Fjöldi fólks er með frestunaráráttu, er alltaf alveg að fara að breyta til betri vegar en svo er sófinn bara svo rosalega þægilegur. Ég þekki fólk sem hefur aldrei tíma til að hreyfa sig en þekkir allar persónur í öllum sjónvarpsþáttum.“ Svo mörg voru þau orð. Þarna talar maður sem hefur haft það verkefni að berjast gegn reykingum og óreglu með miklum árangri meðal barna og unglinga um leið og hann hefur skrifað metsölubækur. Það er myndarlegt framtak hjá Bónus og Hagkaup að styrkja fyrirlesarastarf Þorgríms þar sem hann hittir nemendur tíundabekkjar grunnskólanna og ræðir við þá um lífið og tilveruna. Þorgrímur segir ennfremur í viðtalinu: „Það segir sig sjálft að börn sem alast upp við erfiða neyslu foreldra, afskiftaleysi eða agaleysi eiga erfiðara með að fóta sig en önnur. Það læra börnin sem fyrir þeim er haft,“ bætir hann við. Ég hygg að þessi vandi sé til staðar í hverri einustu fjölskyldu á Íslandi. Mig langaði bara að vekja athygli lesenda Fréttablaðsins á þessu viðtali við Þorgrím Þráinsson um leið og ég spyr er ekki rétt að spyrna við fæti? Hvernig er það hægt? Það verður ekki gert nema í samstarfi skólanna og heimilanna. Er það ekki rosalegt að börn sitji stóran hluta vökutímans á rassi sínum og leiki við tölvuna eins og hún sé eina viðræðuhæfa veran í veröldinni sem talandi sé við? Er það ásættanlegt að tvítugur einstaklingur hreyfi sig álíka mikið og áttrætt fólk? Hvernig verður sá tvítugi ef hann nær áttræðisaldri? Mjög stór hluti eldri kynslóðarinnar með erfiðisvinnu að baki er það vel á sig kominn að heilbrigðiskerfið hefur ekki þurft að hafa mikinn kostnað af þeirri kynslóð. Hvað kostar þetta hreyfingarlausa fólk heilbrigðiskerfið upp úr fertugu eða fimmtugu um miðja þessa öld? Ég veit að sem betur fer eru undantekningarnar margar og ætla ekki að alhæfa, því væri gott að rannsaka vandamálið, finna út hversu stór hluti ungs fólks glímir við þetta vandamál. Eru það 5%, 10% eða 20%? Alveg sama hversu talan er stór mun margt af þessu fólki fara á mis við eðlilegt líf verði ekkert gert. Tökum mark á varnaðarorðum Þorgríms Þráinssonar og gerum eitthvað strax.
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar