Mikilvægum áfanga náð með samstöðu um lagningu sæstrengs Hörður Arnarson skrifar 29. júní 2013 07:00 Ráðgjafahópur um lagningu sæstrengs til Evrópu hefur skilað tillögum sínum í skýrslu til iðnaðar- og viðskiptaráðherra. Tillögur ráðgjafahópsins eru mikilvægur áfangi í þeirri vegferð sem Landsvirkjun hefur verið í að kanna möguleika og hagkvæmni þess að tengjast evrópskum orkumörkuðum með lagningu sæstrengs. Það er sérstaklega ánægjulegt fyrir Landsvirkjun, sem hefur alla tíð lagt áherslu á nauðsyn breiðrar sáttar um svo stórt verkefni, hversu góð samstaða varð í ráðgjafahópnum og að enginn hafi skilað séráliti. Rannsóknum verði haldið áfram Í skýrslunni kemur fram að vísbendingar eru um að lagning sæstrengs milli Íslands og Bretlands geti reynst þjóðhagslega arðsöm að nokkrum skilyrðum uppfylltum, meðal annars ef tækist að semja við gagnaðila um hagstæð kjör á seldri orku með tiltölulega miklu öryggi og til nokkuð langs tíma. Ráðgjafahópurinn var samhljóða í ályktun sinni að leggja til að haldið yrði áfram að kortleggja alla þætti verkefnisins um leið og leitað yrði svara um möguleg rekstrar- og eignarhaldsmódel hjá viðsemjendum í Bretlandi. Einstakt viðskiptatækifæri Landsvirkjun hefur unnið að því að meta sæstreng um nokkurt skeið og höfum við kynnt almenningi afrakstur þeirrar vinnu á árs- og haustfundum okkar. Tenging við evrópska raforkumarkaði eins og breskan markað getur verið einstakt tækifæri fyrir Íslendinga til að hámarka afraksturinn af orkuauðlindunum. Við getum selt þá umframorku sem er alla jafna í kerfinu en iðnaður getur ekki nýtt, orkuöflunarmöguleikum getur fjölgað, sveigjanleiki vatnsaflsins yrði nýttur betur, áhættudreifing aukin og orkuöryggi Íslands betur tryggt með því að rjúfa einangrun raforkukerfisins. Fjölmörg ný og spennandi störf og tækifæri geta skapast. Verðmætasköpunin getur orðið umtalsverð. Samkeppnishæf kjör á Íslandi Fyrir utan breiða sátt um verkefnið hefur Landsvirkjun lagt áherslu á að tvennt komi til lagningar sæstrengs. Annars vegar að iðnfyrirtækjum verði áfram tryggð samkeppnishæf kjör á raforku þannig að þau geti áfram vaxið á Íslandi. Hins vegar að raforkuverð til almennings hækki ekki óhóflega. Engar líkur eru til þess að raforkuverð til almennings margfaldist eins og stundum er haldið fram, enda er munur milli landa ekki margfaldur í dag. Norðmönnum hefur tekist vel til við að sætta sjónarmið hagsmunaaðila og nýta þau tækifæri sem felast í raforkusölu á evrópska markaði. Það er gert án þess að tilveru iðnaðar í Noregi sé ógnað. Ákvörðun möguleg eftir nokkur ár Iðnaðar- og viðskiptaráðherra mun nú fara yfir tillögur hópsins og ákveða næstu skref en íslensk stjórnvöld þurfa að móta sér afstöðu til verkefnisins. Landsvirkjun hefur miðað við að niðurstöður frummats liggi fyrir í lok þessa árs og að þá getum við verið tilbúin að leggja til næsta skref af okkar hálfu, hvort ráðist verði í dýrar og umfangsmeiri rannsóknir á verkefninu. Ákvörðun um að leggja sæstreng er síðan í fyrsta lagi möguleg eftir nokkur ár og er mikilvægt að um slíka ákvörðun náist sem breiðust sátt í samfélaginu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hörður Arnarson Mest lesið Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir Skoðun Blóðpeningar vestrænna yfirvalda Bergljót T. Gunnlaugsdóttir Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. Skoðun Berum virðingu fyrir börnunum okkar Þorvaldur Davíð Kristjánsson Skoðun Listin að vera ósammála Huld Hafliðadóttir Skoðun Börn í fangelsi við landamærin Inger Erla Thomsen Skoðun „Refsipólitísk áhrif“ Alma Mjöll Ólafsdóttir Skoðun Ísland fyrst Kjartan Magnússon Skoðun Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Blóðpeningar vestrænna yfirvalda Bergljót T. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eigindlegar rannsóknir og umræðan um jafnrétti Stefan C. Hardonk skrifar Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í fangelsi við landamærin Inger Erla Thomsen skrifar Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Með góðri menntun eru börn líklegri til að ná árangri Sigurður Sigurjónsson skrifar Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. skrifar Skoðun Komum í veg fyrir að áföll erfist á milli kynslóða Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um varasjóð VR – framtíðarlausn fyrir félagsfólk Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Listin að vera ósammála Huld Hafliðadóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun „Refsipólitísk áhrif“ Alma Mjöll Ólafsdóttir skrifar Skoðun Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Ný og góð veröld í Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Krónupíning foreldra er engin lausn Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Köld kveðja á kvennaári Stefanía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland fyrst Kjartan Magnússon skrifar Skoðun Gagnaver í leit að orku Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Varði Ísland ólíkt sumum öðrum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Berum virðingu fyrir börnunum okkar Þorvaldur Davíð Kristjánsson skrifar Skoðun Í Hafnarfirði finnur unga fólkið rými, rödd og raunveruleg tækifæri Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Það er pólitískt val að uppræta fátækt Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Bankarnir og þjáningin Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Tryggja þarf öfluga endurhæfingu fyrir einstaklinga með krabbamein Ragna Kristín Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með Ljósinu! Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Við þurfum að tala um Heiðmörk Guðmundur Hörður Guðmundsson skrifar Skoðun Aðild Íslands að ESB: Vegvísir til velsældar? Gunnar Pálsson skrifar Sjá meira
Ráðgjafahópur um lagningu sæstrengs til Evrópu hefur skilað tillögum sínum í skýrslu til iðnaðar- og viðskiptaráðherra. Tillögur ráðgjafahópsins eru mikilvægur áfangi í þeirri vegferð sem Landsvirkjun hefur verið í að kanna möguleika og hagkvæmni þess að tengjast evrópskum orkumörkuðum með lagningu sæstrengs. Það er sérstaklega ánægjulegt fyrir Landsvirkjun, sem hefur alla tíð lagt áherslu á nauðsyn breiðrar sáttar um svo stórt verkefni, hversu góð samstaða varð í ráðgjafahópnum og að enginn hafi skilað séráliti. Rannsóknum verði haldið áfram Í skýrslunni kemur fram að vísbendingar eru um að lagning sæstrengs milli Íslands og Bretlands geti reynst þjóðhagslega arðsöm að nokkrum skilyrðum uppfylltum, meðal annars ef tækist að semja við gagnaðila um hagstæð kjör á seldri orku með tiltölulega miklu öryggi og til nokkuð langs tíma. Ráðgjafahópurinn var samhljóða í ályktun sinni að leggja til að haldið yrði áfram að kortleggja alla þætti verkefnisins um leið og leitað yrði svara um möguleg rekstrar- og eignarhaldsmódel hjá viðsemjendum í Bretlandi. Einstakt viðskiptatækifæri Landsvirkjun hefur unnið að því að meta sæstreng um nokkurt skeið og höfum við kynnt almenningi afrakstur þeirrar vinnu á árs- og haustfundum okkar. Tenging við evrópska raforkumarkaði eins og breskan markað getur verið einstakt tækifæri fyrir Íslendinga til að hámarka afraksturinn af orkuauðlindunum. Við getum selt þá umframorku sem er alla jafna í kerfinu en iðnaður getur ekki nýtt, orkuöflunarmöguleikum getur fjölgað, sveigjanleiki vatnsaflsins yrði nýttur betur, áhættudreifing aukin og orkuöryggi Íslands betur tryggt með því að rjúfa einangrun raforkukerfisins. Fjölmörg ný og spennandi störf og tækifæri geta skapast. Verðmætasköpunin getur orðið umtalsverð. Samkeppnishæf kjör á Íslandi Fyrir utan breiða sátt um verkefnið hefur Landsvirkjun lagt áherslu á að tvennt komi til lagningar sæstrengs. Annars vegar að iðnfyrirtækjum verði áfram tryggð samkeppnishæf kjör á raforku þannig að þau geti áfram vaxið á Íslandi. Hins vegar að raforkuverð til almennings hækki ekki óhóflega. Engar líkur eru til þess að raforkuverð til almennings margfaldist eins og stundum er haldið fram, enda er munur milli landa ekki margfaldur í dag. Norðmönnum hefur tekist vel til við að sætta sjónarmið hagsmunaaðila og nýta þau tækifæri sem felast í raforkusölu á evrópska markaði. Það er gert án þess að tilveru iðnaðar í Noregi sé ógnað. Ákvörðun möguleg eftir nokkur ár Iðnaðar- og viðskiptaráðherra mun nú fara yfir tillögur hópsins og ákveða næstu skref en íslensk stjórnvöld þurfa að móta sér afstöðu til verkefnisins. Landsvirkjun hefur miðað við að niðurstöður frummats liggi fyrir í lok þessa árs og að þá getum við verið tilbúin að leggja til næsta skref af okkar hálfu, hvort ráðist verði í dýrar og umfangsmeiri rannsóknir á verkefninu. Ákvörðun um að leggja sæstreng er síðan í fyrsta lagi möguleg eftir nokkur ár og er mikilvægt að um slíka ákvörðun náist sem breiðust sátt í samfélaginu.
Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun
Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um varasjóð VR – framtíðarlausn fyrir félagsfólk Bjarni Þór Sigurðsson skrifar
Skoðun Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar
Skoðun Í Hafnarfirði finnur unga fólkið rými, rödd og raunveruleg tækifæri Valdimar Víðisson skrifar
Skoðun Tryggja þarf öfluga endurhæfingu fyrir einstaklinga með krabbamein Ragna Kristín Guðbrandsdóttir skrifar
Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun