Oflátungsskapur treður illsakir Þröstur Ólafsson skrifar 5. júlí 2013 08:00 Margir höfðu vonast til að forsætisráðherra myndi nota tækifærið við hátíðarræðu sína 17. júní sl. til að slá á sáttatóna bæði út á við sem og inn á við til þjóðarinnar. Það hefði getað auðveldað honum eftirleikinn og gert þjóðina sáttari við það afturhvarf til fortíðar og sérgæslu sem nýkjörinn meirihluti á Alþingi hefur lofað að standa vörð um og ráðherrar útfæra nú kappsamlega. Einnig hefði sú söguskoðun að sættir og samlyndi hafi ríkt hjá þjóðinni á krepputímum síðustu aldar, mátt bera vott um meiri þekkingu á þeim tíma. Sögufölsun er vandmeðfarið valdatæki, sem hefur alltaf verið notað af sigurvegurum allra tíma, sjálfum sér til upphafningar. Aftenging við vinaþjóðir Sjaldan hafa átakalínur í íslenskum stjórnmálum verið skýrari. Hvort sem horft er inn á við, til skattlagningar auðlindanýtinga, ríkisfjármála, umhverfismála, atvinnuuppbyggingar eða skipulagi stjórnsýslu, svo ekki sé minnst á stjórnarskrármálið sjálft. Alls staðar eru nú stigin föst skref til að snúa við þeim ákvörðunum sem teknar voru á síðasta kjörtímabili, og viðmið sett á löngu liðna tíð. Meðan stjórnvöld í nágrannaríkjum eru að kortleggja framtíðina fetum við í fótspor fortíðar. Þetta seinkar því að við Íslendingar getum orðið samhliða öðrum nágrannaþjóðum í samfélagsþróuninni. En kannski er það einmitt tilgangurinn, því í utanríkismálum er snúið við af þeirri braut sem mótuð var eftir stríð, þar sem framtíð og örlög þjóðarinnar voru fasttengd í bandalögum með vestrænum ríkjum við inngönguna í NATO. Þetta meginstef íslenskrar utanríkisstefnu var endurtekið um 1970, við þátttöku í EFTA og síðan aftur með EES-samningnum 1993. Nú er sá dýrmæti meginþráður rofinn, vík verður á milli vina. Kannski þau rof verði enn dýpri. Miðað við þær yfirlýsingar að forseti landsins fari með fullveldismálin f.h. ríkisstjórnarinnar, þá má vænta þess að hér gætu orðið frekari breytingar á. Hann hefur aldrei verið mikill vinur vestrænnar samvinnu. Og nú bætir forsætisráðherra um betur. Illsakir eru troðnar við ríkjasamband nágrannaþjóða okkar og þar alið á tortryggni og fjandskap. Sjálfbirgingsháttur forsætisráðherrans 17. júní var með ólíkindum. Málflutningurinn minnti á belging stjórnar Norður-Kóreu í garð Bandaríkjanna. Íslenskt samfélag í fjötrum Síðbúin samfélagsþróun er ekki ný af nálinni hérlendis. Við erum og vorum það sem kalla má seinkuð þjóð. Bjuggum við innlenda kúgun, sem sambærileg var við bændaánauð lénstímans í Evrópu, nema hér voru það stórbændur sem héldu þróun samfélagsins í heljargreipum með vistarbandi og margvíslegum álögum á leiguliða. Þetta var ekki afnumið fyrr en skömmu eftir að bændaánauðin var aflögð í flestum Evrópuríkum. Við þurftum enga útlendinga til að kúga okkur. Það gerðu samlandar okkar. Frelsisboðskapurinn kom með sunnanvindinum yfir höfin. Þegar fullveldi var fengið vorum við vanþróuð þjóð bæði í pólitískum, búsetulegum sem og atvinnulegum skilningi. En dugleg vorum við og fljót að tileinka okkur erlenda verkkunnáttu. Umbylting varð í atvinnuháttum sem sumir stjórnmálamenn óttuðust. Atkvæðin fluttu á mölina í gin nýrra og óþekktra áhrifavalda. Þegar þjóðir eru staddar á milli þekktrar fortíðar og óvissrar framtíðar, bregðast þær oft við með sterkri löngun til að hverfa aftur til liðinna tíma, eins og best kom fram í stefnu Jónasar frá Hriflu um nýbýlavæðingu sveitanna. Bændasamfélagið átti áfram að vera undirstaða þjóðlífsins. Nú virðumst við aftur vera komin á sama pólitíska reit. Þeir tveir atvinnuvegir sem fæstum veita atvinnu og minnsta þróunarmöguleika eiga að bera uppi framtíðar atvinnuþróunina. Landbúnaðarstefnan tryggir stórum hluta bænda hörmungarkjör, enda er kindakjötsframleiðsla næst geitabúskap ein óhagkvæmasta atvinnugrein á heimsvísu. Óhagkvæmar atvinnugreinar geta aldrei leitt til skaplegra lífskjara. En vissulega er hefðbundinn landbúnaður afar þjóðlegur og því skal hlúa að honum. Oflátungsskapur og gorgeir Enduruppvakning þjóðernisdrambsins, sem nú er óspart sungið lof, er varhugaverðasti boðskapurinn sem ríkisstjórnin leggur að þjóðinni að tileinka sér. Ekkert er hættulegra farsælli þróun samfélaga en ofuráhersla á þjóðerni, trúarstefnur eða hugmyndafræði og hefur alltaf leitt til ógæfu. Það er ekki gæfulegt að þrengja sýn okkar til umhverfisins og framtíðarinnar. Nesjamennska Heimssýnar er slæmt leiðarljós lítilli þjóð. Fyrir um öld síðan voru sambærileg átök milli fortíðar og framtíðar og nú, sem meðal annars kom fram í mótmælum bænda gegn símanum. Síminn þótti ekki þjóðlegt fyrirbæri. Við mærðum yfirburði víkingaeðlisins íslenska á upphafsárum núverandi aldar, með kunnum afleiðingum. Nú virðist holur oflátungsskapur og gorgeir aftur orðin þjóðleg einkenni. Seiður þjóðrembunnar er rammur afskekktri þjóð. Vonandi stendur þetta gjörningaveður stutt yfir í þetta sinn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þröstur Ólafsson Mest lesið Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Skoðun Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Á að kjósa það sama og síðast? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Setjum söguna í samhengi við nútímann Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsi 2024 Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Samgöngur eru heilbrigðismál Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Vegferð í þágu barna skilar árangri Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Þjóðarátak í sölu á klósettpappír Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Skínandi skær í skammdeginu Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rasismi Einar Helgason skrifar Skoðun Kæru ungu foreldrar Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson skrifar Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Orðfimi ungra menningarsinna Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar Skoðun Frambjóðendur, gerið betur Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Greiðar samgöngur í Norðvesturkjördæmi Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ný og fersk örmyndskýrsla um hvalveiðar Rán Flygenring skrifar Skoðun Stuldur um hábjartan dag Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að kreista mjólkurkúna Björg Ágústsdóttir skrifar Skoðun Efnahagsmál eru loftslagsmál Steinunn Kristín Guðnadóttir skrifar Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Flug til framtíðar Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn boðar jafnvægi, forgangsröðun og ábyrgð Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Sjá meira
Margir höfðu vonast til að forsætisráðherra myndi nota tækifærið við hátíðarræðu sína 17. júní sl. til að slá á sáttatóna bæði út á við sem og inn á við til þjóðarinnar. Það hefði getað auðveldað honum eftirleikinn og gert þjóðina sáttari við það afturhvarf til fortíðar og sérgæslu sem nýkjörinn meirihluti á Alþingi hefur lofað að standa vörð um og ráðherrar útfæra nú kappsamlega. Einnig hefði sú söguskoðun að sættir og samlyndi hafi ríkt hjá þjóðinni á krepputímum síðustu aldar, mátt bera vott um meiri þekkingu á þeim tíma. Sögufölsun er vandmeðfarið valdatæki, sem hefur alltaf verið notað af sigurvegurum allra tíma, sjálfum sér til upphafningar. Aftenging við vinaþjóðir Sjaldan hafa átakalínur í íslenskum stjórnmálum verið skýrari. Hvort sem horft er inn á við, til skattlagningar auðlindanýtinga, ríkisfjármála, umhverfismála, atvinnuuppbyggingar eða skipulagi stjórnsýslu, svo ekki sé minnst á stjórnarskrármálið sjálft. Alls staðar eru nú stigin föst skref til að snúa við þeim ákvörðunum sem teknar voru á síðasta kjörtímabili, og viðmið sett á löngu liðna tíð. Meðan stjórnvöld í nágrannaríkjum eru að kortleggja framtíðina fetum við í fótspor fortíðar. Þetta seinkar því að við Íslendingar getum orðið samhliða öðrum nágrannaþjóðum í samfélagsþróuninni. En kannski er það einmitt tilgangurinn, því í utanríkismálum er snúið við af þeirri braut sem mótuð var eftir stríð, þar sem framtíð og örlög þjóðarinnar voru fasttengd í bandalögum með vestrænum ríkjum við inngönguna í NATO. Þetta meginstef íslenskrar utanríkisstefnu var endurtekið um 1970, við þátttöku í EFTA og síðan aftur með EES-samningnum 1993. Nú er sá dýrmæti meginþráður rofinn, vík verður á milli vina. Kannski þau rof verði enn dýpri. Miðað við þær yfirlýsingar að forseti landsins fari með fullveldismálin f.h. ríkisstjórnarinnar, þá má vænta þess að hér gætu orðið frekari breytingar á. Hann hefur aldrei verið mikill vinur vestrænnar samvinnu. Og nú bætir forsætisráðherra um betur. Illsakir eru troðnar við ríkjasamband nágrannaþjóða okkar og þar alið á tortryggni og fjandskap. Sjálfbirgingsháttur forsætisráðherrans 17. júní var með ólíkindum. Málflutningurinn minnti á belging stjórnar Norður-Kóreu í garð Bandaríkjanna. Íslenskt samfélag í fjötrum Síðbúin samfélagsþróun er ekki ný af nálinni hérlendis. Við erum og vorum það sem kalla má seinkuð þjóð. Bjuggum við innlenda kúgun, sem sambærileg var við bændaánauð lénstímans í Evrópu, nema hér voru það stórbændur sem héldu þróun samfélagsins í heljargreipum með vistarbandi og margvíslegum álögum á leiguliða. Þetta var ekki afnumið fyrr en skömmu eftir að bændaánauðin var aflögð í flestum Evrópuríkum. Við þurftum enga útlendinga til að kúga okkur. Það gerðu samlandar okkar. Frelsisboðskapurinn kom með sunnanvindinum yfir höfin. Þegar fullveldi var fengið vorum við vanþróuð þjóð bæði í pólitískum, búsetulegum sem og atvinnulegum skilningi. En dugleg vorum við og fljót að tileinka okkur erlenda verkkunnáttu. Umbylting varð í atvinnuháttum sem sumir stjórnmálamenn óttuðust. Atkvæðin fluttu á mölina í gin nýrra og óþekktra áhrifavalda. Þegar þjóðir eru staddar á milli þekktrar fortíðar og óvissrar framtíðar, bregðast þær oft við með sterkri löngun til að hverfa aftur til liðinna tíma, eins og best kom fram í stefnu Jónasar frá Hriflu um nýbýlavæðingu sveitanna. Bændasamfélagið átti áfram að vera undirstaða þjóðlífsins. Nú virðumst við aftur vera komin á sama pólitíska reit. Þeir tveir atvinnuvegir sem fæstum veita atvinnu og minnsta þróunarmöguleika eiga að bera uppi framtíðar atvinnuþróunina. Landbúnaðarstefnan tryggir stórum hluta bænda hörmungarkjör, enda er kindakjötsframleiðsla næst geitabúskap ein óhagkvæmasta atvinnugrein á heimsvísu. Óhagkvæmar atvinnugreinar geta aldrei leitt til skaplegra lífskjara. En vissulega er hefðbundinn landbúnaður afar þjóðlegur og því skal hlúa að honum. Oflátungsskapur og gorgeir Enduruppvakning þjóðernisdrambsins, sem nú er óspart sungið lof, er varhugaverðasti boðskapurinn sem ríkisstjórnin leggur að þjóðinni að tileinka sér. Ekkert er hættulegra farsælli þróun samfélaga en ofuráhersla á þjóðerni, trúarstefnur eða hugmyndafræði og hefur alltaf leitt til ógæfu. Það er ekki gæfulegt að þrengja sýn okkar til umhverfisins og framtíðarinnar. Nesjamennska Heimssýnar er slæmt leiðarljós lítilli þjóð. Fyrir um öld síðan voru sambærileg átök milli fortíðar og framtíðar og nú, sem meðal annars kom fram í mótmælum bænda gegn símanum. Síminn þótti ekki þjóðlegt fyrirbæri. Við mærðum yfirburði víkingaeðlisins íslenska á upphafsárum núverandi aldar, með kunnum afleiðingum. Nú virðist holur oflátungsskapur og gorgeir aftur orðin þjóðleg einkenni. Seiður þjóðrembunnar er rammur afskekktri þjóð. Vonandi stendur þetta gjörningaveður stutt yfir í þetta sinn.
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar
Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun