Auðlindanýting eða skapandi greinar Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar 9. júlí 2013 06:00 Við Íslendingar virðumst seint þreytast á að draga menn í andstæðar fylkingar til að tryggja deilur og rifrildi í umræðum. Ein deilan sem nú er í gangi snýst um hvaða störf og starfsemi eigi að verða ráðandi næstu árin hér á landinu góða. Annar hópurinn keppist við að fordæma störf við auðlindanýtingu, eins og vinnu í stóriðjum á meðan hinn hópurinn reynir að gera lítið úr störfum í skapandi greinum. Sameiginlega stefið er að þetta fari engan veginn saman þ.e. að ekki sé hægt að reka álver og hönnunarstofu með góðu móti á sama tíma. Þá er líka gjarnan fullyrt að skapandi greinar skapi í raun engar tekjur og séu því óþarfa punt. Nú er ég ekki hagfræðingur og sú einfalda mynd sem ég hef af hagkerfinu hér er mögulega óraunhæf. Að mínu mati er þetta ekki svo flókið og snýst aðallega um að umsýslu verðmæta megi skipta í tvennt þ.e. framleiðslu og veltu, sem eru svo aftur samofin fyrirbæri.Einfalt dæmi: Tvær eyjar Eyja A og eyja B hafa sömu íbúasamsetningu. Á hvorri eyju fyrir sig búa þrjár manneskjur: sjómaður, ljóðskáld og skákkennari. Eitt árið veiddu sjómennirnir hvor sinn fiskinn sem þeir seldu til útlanda og nú eru til 100 alvöru krónur, bæði á eyju A og B. Eftir eitt ár er fjárhagsleg staða eyjanna borin saman og niðurstaðan er sú sama, plús 100 kr. Þetta skilja allir en þetta segir hins vegar ekki alla söguna því að á eyju A setti sjómaðurinn 100 kr. beint í baukinn en á eyju B keypti sjómaðurinn skákkennslu. Í kjölfarið borgaði skákkennarinn svo listamanninum laun fyrir að semja gríðarlega fallegan óð um töfra skáklistarinnar. Staða eyjanna er því í raun ekki sú sama því á eyju B nýtti sjómaðurinn skapandi greinar til að velta krónunum áfram og kaupa sér í leiðinni nýja færni. Krónan valt áfram og eftir árið höfðu allir á eyju B 100 kr. í árslaun í samanburði við eyju A þar sem tveir þriðju íbúa voru algerlega tekjulausir. Staða eyjanna eftir árið er því gerólík, á eyju A voru heildartekjur íbúa 100 kr. og lítið að frétta. Á eyju B voru heildartekjur íbúa hins vegar 300 kr. og sjómaðurinn þar öruggur með að máta sjómann A í næstu brælu. Að auki varð til frægt ljóð um skáklistina sem hefur aukið hróður eyju B víða og gert alla íbúa hennar stolta. Vissulega er ofangreint dæmi mikil einföldun en sýnir samt sem áður hvernig grunnframleiðsla og skapandi greinar geta spilað saman. Það er, að mínu mati, ótrúlegur hroki að gera lítið úr skapandi greinum sem eru svo mikilvægar til að skapa grundvöll til að velta verðmætum áfram svo að sem flestir fái að njóta þeirra. Á sama tíma er jafn óskiljanlegur hroki þegar menn leyfa sér að gera lítið úr góðum og gildum verksmiðju- og fiskvinnslustörfum sem skapa grunnverðmæti þjóðfélagsins. Annaðhvort/eða-umræða hefur alltaf truflað mig enda skil ég ekki hvernig starf í álveri fyrir austan rýrir möguleika Reykvíkings á að semja listdans. Í einfeldni minni hélt ég alltaf að þetta færi saman þ.e. álverið skapar grunnverðmæti sem eru að hluta til nýtt til að greiða starfsmanni laun. Þessi sami starfsmaður getur svo mögulega nýtt þessi laun til að brenna suður og borga sig inn á þessa mögnuðu danslistsýningu. Oft skapar mannauðurinn einn og sér bein verðmæti eins og þegar íslenskur tölvuleikur er seldur erlendis, skáldverk eru þýdd og íslenskar kvikmyndir seldar á breiðtjöld framandi landa. Allir þessir stórkostlegu hlutir tengjast þó því að grunnverðmætasköpun eins og fiskveiðar og orkunýting hefur skapað tekjur til að smíða gott menntakerfi og standa undir nýsköpunarsjóðum, listamannalaunum og Kvikmyndasjóði. Þetta eru skynsamlegar fjárfestingar sem skapa möguleika á að margnýta sömu krónuna og jafnvel stuðla að enn frekari útflutningi. Hættum að garga og berum virðingu fyrir störfum hvert annars, því mikið væri Ísland aumt ef öll grunnframleiðsla festist í vasa fárra eða færi beint í erlend vörukaup. Er ekki betra að stuðla að aukinni verðmætasköpun og láta svo skapandi greinar velta þeim um hagkerfið svo að sem flestir njóti? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurður Ingi Friðleifsson Mest lesið Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Byrlunar- og símamálið: þáttur blaðamanna féll á fyrningu Eva Hauksdóttir Skoðun Hver er ábyrgð barna? Anna Laufey Stefánsdóttir Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Rauð viðvörun í íslenska menntakerfinu Tinna Steindórsdóttir skrifar Skoðun Varasjóður VR Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Byrlunar- og símamálið: þáttur blaðamanna féll á fyrningu Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Allar konur eru konur. Punktur. Auður Önnu Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hver er ábyrgð barna? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Rafbílar eru ódýrari Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Af hverju endurhæfing fyrir krabbameinsgreinda? Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Viljum við semja frið við náttúruna? Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Hinn dökki fíll í rými jafnréttis Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar Skoðun Keyrt í gagnstæðar áttir við Vonarstræti Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Rannsóknir í Hvalfirði skapa enga hættu Salome Hallfreðsdóttir skrifar Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Litla flugan Rebekka Hlín Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Um jarðgöng, ráðherra og blaðamenn Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Elskar þú að taka til? Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind, fordómar og siðferði – nýir tímar, ný viðmið Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vigdís og Súðavík Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Heimskan í Hvíta húsinu – forðumst smit Halldór Reynisson skrifar Sjá meira
Við Íslendingar virðumst seint þreytast á að draga menn í andstæðar fylkingar til að tryggja deilur og rifrildi í umræðum. Ein deilan sem nú er í gangi snýst um hvaða störf og starfsemi eigi að verða ráðandi næstu árin hér á landinu góða. Annar hópurinn keppist við að fordæma störf við auðlindanýtingu, eins og vinnu í stóriðjum á meðan hinn hópurinn reynir að gera lítið úr störfum í skapandi greinum. Sameiginlega stefið er að þetta fari engan veginn saman þ.e. að ekki sé hægt að reka álver og hönnunarstofu með góðu móti á sama tíma. Þá er líka gjarnan fullyrt að skapandi greinar skapi í raun engar tekjur og séu því óþarfa punt. Nú er ég ekki hagfræðingur og sú einfalda mynd sem ég hef af hagkerfinu hér er mögulega óraunhæf. Að mínu mati er þetta ekki svo flókið og snýst aðallega um að umsýslu verðmæta megi skipta í tvennt þ.e. framleiðslu og veltu, sem eru svo aftur samofin fyrirbæri.Einfalt dæmi: Tvær eyjar Eyja A og eyja B hafa sömu íbúasamsetningu. Á hvorri eyju fyrir sig búa þrjár manneskjur: sjómaður, ljóðskáld og skákkennari. Eitt árið veiddu sjómennirnir hvor sinn fiskinn sem þeir seldu til útlanda og nú eru til 100 alvöru krónur, bæði á eyju A og B. Eftir eitt ár er fjárhagsleg staða eyjanna borin saman og niðurstaðan er sú sama, plús 100 kr. Þetta skilja allir en þetta segir hins vegar ekki alla söguna því að á eyju A setti sjómaðurinn 100 kr. beint í baukinn en á eyju B keypti sjómaðurinn skákkennslu. Í kjölfarið borgaði skákkennarinn svo listamanninum laun fyrir að semja gríðarlega fallegan óð um töfra skáklistarinnar. Staða eyjanna er því í raun ekki sú sama því á eyju B nýtti sjómaðurinn skapandi greinar til að velta krónunum áfram og kaupa sér í leiðinni nýja færni. Krónan valt áfram og eftir árið höfðu allir á eyju B 100 kr. í árslaun í samanburði við eyju A þar sem tveir þriðju íbúa voru algerlega tekjulausir. Staða eyjanna eftir árið er því gerólík, á eyju A voru heildartekjur íbúa 100 kr. og lítið að frétta. Á eyju B voru heildartekjur íbúa hins vegar 300 kr. og sjómaðurinn þar öruggur með að máta sjómann A í næstu brælu. Að auki varð til frægt ljóð um skáklistina sem hefur aukið hróður eyju B víða og gert alla íbúa hennar stolta. Vissulega er ofangreint dæmi mikil einföldun en sýnir samt sem áður hvernig grunnframleiðsla og skapandi greinar geta spilað saman. Það er, að mínu mati, ótrúlegur hroki að gera lítið úr skapandi greinum sem eru svo mikilvægar til að skapa grundvöll til að velta verðmætum áfram svo að sem flestir fái að njóta þeirra. Á sama tíma er jafn óskiljanlegur hroki þegar menn leyfa sér að gera lítið úr góðum og gildum verksmiðju- og fiskvinnslustörfum sem skapa grunnverðmæti þjóðfélagsins. Annaðhvort/eða-umræða hefur alltaf truflað mig enda skil ég ekki hvernig starf í álveri fyrir austan rýrir möguleika Reykvíkings á að semja listdans. Í einfeldni minni hélt ég alltaf að þetta færi saman þ.e. álverið skapar grunnverðmæti sem eru að hluta til nýtt til að greiða starfsmanni laun. Þessi sami starfsmaður getur svo mögulega nýtt þessi laun til að brenna suður og borga sig inn á þessa mögnuðu danslistsýningu. Oft skapar mannauðurinn einn og sér bein verðmæti eins og þegar íslenskur tölvuleikur er seldur erlendis, skáldverk eru þýdd og íslenskar kvikmyndir seldar á breiðtjöld framandi landa. Allir þessir stórkostlegu hlutir tengjast þó því að grunnverðmætasköpun eins og fiskveiðar og orkunýting hefur skapað tekjur til að smíða gott menntakerfi og standa undir nýsköpunarsjóðum, listamannalaunum og Kvikmyndasjóði. Þetta eru skynsamlegar fjárfestingar sem skapa möguleika á að margnýta sömu krónuna og jafnvel stuðla að enn frekari útflutningi. Hættum að garga og berum virðingu fyrir störfum hvert annars, því mikið væri Ísland aumt ef öll grunnframleiðsla festist í vasa fárra eða færi beint í erlend vörukaup. Er ekki betra að stuðla að aukinni verðmætasköpun og láta svo skapandi greinar velta þeim um hagkerfið svo að sem flestir njóti?
Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun
Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar
Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar
Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar
Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar
Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar
Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar
Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun
Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun