Golf

Westwood vinnur í veikleika sínum

Stefán Árni Pálsson skrifar
Helsti veikleiki Westwood er púttin.
Helsti veikleiki Westwood er púttin. nordicphotos/getty
Englendingurinn Lee Westwood hefur fengið til liðs við sig nýjan þjálfara sem á að aðstoða hann við púttin en Ian Baker–Finch mun undirbúa kylfinginn fyrir átökin á Opna breska meistaramótinu.

Opna breska meistaramótið hefst á Muirfield-vellinum í Skotlandi eftir eina viku en mótið telst vera eitt allra erfiðasta golfmót ársins.

Baker–Finch fór með sigur af hólmi á Opna breska mótinu árið 1991 en hans aðalsmerki á golfvellinum hefur í gegnum tíðina verið frábær spilamennska á flötunum. Westwood hefur aftur á móti átt erfitt uppdráttar á flötunum á sínum ferli.

„Við hittumst í síðustu viku og lékum saman nokkrar holur. Maður sér strax af hverju hann [Ian Baker–Finch] hefur alltaf verið kallaður galdramaður á flötunum. Hann hjálpaði mér mikið og mun gera á næstu dögum. Þetta er að mestu leyti andlegt vandamál hjá mér sem ég verð að vinna í,“ sagði Westwood.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×