Poulter auglýsir eftir nýjum pútter á Twitter Stefán Árni Pálsson skrifar 11. júlí 2013 16:00 Ian Poulter mun mæta til leiks með nýjan pútter á Opna breska eftir viku. Kylfingurinn auglýsti eftir nýjum pútter á Twitter. Nordicphotos/getty Englendingurinn Ian Poulter ætlar að skipta um pútter eftir að kylfingurinn hafnaði í 25. sæti á Opna franska meistaramótinu um síðustu helgi. Kylfingurinn vill ekki meina að slæmt gengi sé alfarið pútternum að kenna en Poulter ætlar samt sem áður að vera með nýja kylfu í pokanum á næsta stórmóti en Opna breska meistaramótið hefst eftir viku. Poulter fer óhefðbundnar leiðir í því að auglýsa eftir nýjum pútter en hann setti inn auglýsingu á samskiptamiðlinum Twitter þar sem hann fór þess á leit við kylfuframleiðendur að senda sér nýjan pútter til þess að prófa. „Ég hef núna ákveðið að reka pútterinn minn og ætla mér að finna nýjan fyrir opna breska. Kylfuframleiðendur mega því endilega senda mér púttera á skrifstofu IJP [Ian James Poulter]. Ég vil ekki kenna pútternum um slæmt gengi en ég vil samt sem áður prófa nýja kylfu,“ skrifaði Poulter á Twitter-síðu sinni. Ian Poulter hefur að undanförnu notað pútterinn Odyssey XG númer sjö. „Breytingar eru oft góðar í golfi. Það hefur hentað mér vel á ferlinum að skipta um kylfur. Stundum þarf maður bara að sjá eitthvað nýtt þegar maður lítur niður. Það er komin tími á hvíld fyrir gamla pútterinn,“ sagði Poulter. Það má fastlega gera ráð fyrir því að kylfingurinn eigi eftir að fá þónokkuð marga púttera senda á skrifstofuna og hann verður líklega kominn með nýja kylfu þegar Opna breska meistaramótið hefst þann 14. júlí á Muirfield-vellinum. Golf Mest lesið Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti Þjálfari Eriku Nóttar meyr eftir að hann sendi hana af stað í ævintýraferð Sport Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Enski boltinn Hákon fiskaði víti og rautt í slökum leik Fótbolti Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Handbolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn Það er ekki flugeldasýning í hverjum leik“ Sport Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Körfubolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti Fleiri fréttir Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Englendingurinn Ian Poulter ætlar að skipta um pútter eftir að kylfingurinn hafnaði í 25. sæti á Opna franska meistaramótinu um síðustu helgi. Kylfingurinn vill ekki meina að slæmt gengi sé alfarið pútternum að kenna en Poulter ætlar samt sem áður að vera með nýja kylfu í pokanum á næsta stórmóti en Opna breska meistaramótið hefst eftir viku. Poulter fer óhefðbundnar leiðir í því að auglýsa eftir nýjum pútter en hann setti inn auglýsingu á samskiptamiðlinum Twitter þar sem hann fór þess á leit við kylfuframleiðendur að senda sér nýjan pútter til þess að prófa. „Ég hef núna ákveðið að reka pútterinn minn og ætla mér að finna nýjan fyrir opna breska. Kylfuframleiðendur mega því endilega senda mér púttera á skrifstofu IJP [Ian James Poulter]. Ég vil ekki kenna pútternum um slæmt gengi en ég vil samt sem áður prófa nýja kylfu,“ skrifaði Poulter á Twitter-síðu sinni. Ian Poulter hefur að undanförnu notað pútterinn Odyssey XG númer sjö. „Breytingar eru oft góðar í golfi. Það hefur hentað mér vel á ferlinum að skipta um kylfur. Stundum þarf maður bara að sjá eitthvað nýtt þegar maður lítur niður. Það er komin tími á hvíld fyrir gamla pútterinn,“ sagði Poulter. Það má fastlega gera ráð fyrir því að kylfingurinn eigi eftir að fá þónokkuð marga púttera senda á skrifstofuna og hann verður líklega kominn með nýja kylfu þegar Opna breska meistaramótið hefst þann 14. júlí á Muirfield-vellinum.
Golf Mest lesið Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti Þjálfari Eriku Nóttar meyr eftir að hann sendi hana af stað í ævintýraferð Sport Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Enski boltinn Hákon fiskaði víti og rautt í slökum leik Fótbolti Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Handbolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn Það er ekki flugeldasýning í hverjum leik“ Sport Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Körfubolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti Fleiri fréttir Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira