Laufléttur lögguhasar Kristjana Arnardóttir skrifar 11. júlí 2013 10:15 Gamanmyndin The Heat var frumsýnd hér á landi í gærkvöld en myndin skartar leikkonunum Söndru Bullock og Melissu McCarthy í aðalhlutverkum. Myndin segir frá lögreglukonunum Söruh og Shannon sem eru þvingaðar til að starfa saman þrátt fyrir að eiga nánast ekkert sameiginlegt. Shannon, sem leikin er af McCarthy, er hörð í horn að taka og fer óhefðbundnar leiðir í við yfirheyrslur glæpamanna. Stöllurnar finna þó leiðir til þess að starfa saman þegar þær fá það verkefni að stöðva hættulegan eiturlyfjabarón, og útkoman verður vægast sagt skrautleg. Myndinni leikstýrði bandaríski leikstjórinn Paul Feig en hann hefur getið sér gott orð sem leikstjóri. Feig leikstýrði meðal annars hinni stórskemmtilegu gamanmynd Bridesmaids, sem kom út árið 2011 og uppskar Melissa McCarthy tilnefningu til Óskarsverðlauna fyrir leik sinn í myndinni. Feig hefur einnig leikstýrt nokkrum þáttum af Arrested Development og The Office, sem og völdum þáttum af 30 Rock, Parks and Recreation og Mad Men. Melissa McCarthy skaust hratt fram á sjónarsviðið en hjólin fóru almennilega að snúast hjá leikkonunni í kjölfar Bridesmaids-myndarinnar. McCarthy lék aðalhlutverkið í kvikmyndinni Identity Thief sem kom út fyrr á árinu en hún leikur einnig í þriðju Hangover-myndinni sem var frumsýnd í vor. Sandra Bullock hefur lengi vel verið ein launahæsta leikkonan í Hollywood. Henni mun þó aðeins bregða fyrir í tveimur kvikmyndum á árinu, The Heat og vísindatryllinum Gravity. Bullock fer með aðalhlutverkið í vísindatryllinum ásamt hjartaknúsaranum George Clooney. Mest lesið Svona verður röð laganna á laugardaginn Lífið Einhleypir þokkasveinar Lífið Segist ástæða þess að Taylor Swift sé ekki lengur „heit“ Lífið Koníakstofa á þakinu og stórbrotið útsýni Lífið „Erfitt að vera á heimilinu því það var svo mikið sorg“ Lífið Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Lífið Einhleypir auglýstir á óhefðbundnum stefnumótaviðburði Lífið Vinsælir í Basel en hversu hátt ná þeir? Lífið Bieber segist ekki á meðal þeirra sem Diddy braut á Lífið Framtíðin óljós hjá Sigrúnu Ósk Lífið Fleiri fréttir Joe Don Baker látinn Frumsýning: Ólafur Darri og Hera Hilmar í glænýrri seríu Óskarsverðlaunaleikstjórinn Robert Benton látinn Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Sjá meira
Gamanmyndin The Heat var frumsýnd hér á landi í gærkvöld en myndin skartar leikkonunum Söndru Bullock og Melissu McCarthy í aðalhlutverkum. Myndin segir frá lögreglukonunum Söruh og Shannon sem eru þvingaðar til að starfa saman þrátt fyrir að eiga nánast ekkert sameiginlegt. Shannon, sem leikin er af McCarthy, er hörð í horn að taka og fer óhefðbundnar leiðir í við yfirheyrslur glæpamanna. Stöllurnar finna þó leiðir til þess að starfa saman þegar þær fá það verkefni að stöðva hættulegan eiturlyfjabarón, og útkoman verður vægast sagt skrautleg. Myndinni leikstýrði bandaríski leikstjórinn Paul Feig en hann hefur getið sér gott orð sem leikstjóri. Feig leikstýrði meðal annars hinni stórskemmtilegu gamanmynd Bridesmaids, sem kom út árið 2011 og uppskar Melissa McCarthy tilnefningu til Óskarsverðlauna fyrir leik sinn í myndinni. Feig hefur einnig leikstýrt nokkrum þáttum af Arrested Development og The Office, sem og völdum þáttum af 30 Rock, Parks and Recreation og Mad Men. Melissa McCarthy skaust hratt fram á sjónarsviðið en hjólin fóru almennilega að snúast hjá leikkonunni í kjölfar Bridesmaids-myndarinnar. McCarthy lék aðalhlutverkið í kvikmyndinni Identity Thief sem kom út fyrr á árinu en hún leikur einnig í þriðju Hangover-myndinni sem var frumsýnd í vor. Sandra Bullock hefur lengi vel verið ein launahæsta leikkonan í Hollywood. Henni mun þó aðeins bregða fyrir í tveimur kvikmyndum á árinu, The Heat og vísindatryllinum Gravity. Bullock fer með aðalhlutverkið í vísindatryllinum ásamt hjartaknúsaranum George Clooney.
Mest lesið Svona verður röð laganna á laugardaginn Lífið Einhleypir þokkasveinar Lífið Segist ástæða þess að Taylor Swift sé ekki lengur „heit“ Lífið Koníakstofa á þakinu og stórbrotið útsýni Lífið „Erfitt að vera á heimilinu því það var svo mikið sorg“ Lífið Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Lífið Einhleypir auglýstir á óhefðbundnum stefnumótaviðburði Lífið Vinsælir í Basel en hversu hátt ná þeir? Lífið Bieber segist ekki á meðal þeirra sem Diddy braut á Lífið Framtíðin óljós hjá Sigrúnu Ósk Lífið Fleiri fréttir Joe Don Baker látinn Frumsýning: Ólafur Darri og Hera Hilmar í glænýrri seríu Óskarsverðlaunaleikstjórinn Robert Benton látinn Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Sjá meira