Laufléttur lögguhasar Kristjana Arnardóttir skrifar 11. júlí 2013 10:15 Gamanmyndin The Heat var frumsýnd hér á landi í gærkvöld en myndin skartar leikkonunum Söndru Bullock og Melissu McCarthy í aðalhlutverkum. Myndin segir frá lögreglukonunum Söruh og Shannon sem eru þvingaðar til að starfa saman þrátt fyrir að eiga nánast ekkert sameiginlegt. Shannon, sem leikin er af McCarthy, er hörð í horn að taka og fer óhefðbundnar leiðir í við yfirheyrslur glæpamanna. Stöllurnar finna þó leiðir til þess að starfa saman þegar þær fá það verkefni að stöðva hættulegan eiturlyfjabarón, og útkoman verður vægast sagt skrautleg. Myndinni leikstýrði bandaríski leikstjórinn Paul Feig en hann hefur getið sér gott orð sem leikstjóri. Feig leikstýrði meðal annars hinni stórskemmtilegu gamanmynd Bridesmaids, sem kom út árið 2011 og uppskar Melissa McCarthy tilnefningu til Óskarsverðlauna fyrir leik sinn í myndinni. Feig hefur einnig leikstýrt nokkrum þáttum af Arrested Development og The Office, sem og völdum þáttum af 30 Rock, Parks and Recreation og Mad Men. Melissa McCarthy skaust hratt fram á sjónarsviðið en hjólin fóru almennilega að snúast hjá leikkonunni í kjölfar Bridesmaids-myndarinnar. McCarthy lék aðalhlutverkið í kvikmyndinni Identity Thief sem kom út fyrr á árinu en hún leikur einnig í þriðju Hangover-myndinni sem var frumsýnd í vor. Sandra Bullock hefur lengi vel verið ein launahæsta leikkonan í Hollywood. Henni mun þó aðeins bregða fyrir í tveimur kvikmyndum á árinu, The Heat og vísindatryllinum Gravity. Bullock fer með aðalhlutverkið í vísindatryllinum ásamt hjartaknúsaranum George Clooney. Mest lesið Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ Tónlist Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá Lífið „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Lífið „Eins nakin og ég kemst upp með“ Tíska og hönnun Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann Lífið „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Lífið Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe Lífið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Stjörnulífið: Ár gellunnar Lífið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Fleiri fréttir Maðurinn sem vann með Elton John, ABBA og Donnu Summer Fáum við einn þátt í viðbót af Stranger Things? Blaðri því út um allan bæ að hann sé næsti Bond Béla Tarr er látinn Óttast að kvikmyndahús endi eins og djassklúbbar Játaði ást sína á Jenner Marvel-stjarna varð fyrir heilaskaða Enduðu Stranger Things í Þjórsárdal Fyrsta stiklan úr Íslandsstórvirki Nolan mætt á netið Wire-stjarna látin langt fyrir aldur fram Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2025 Framhald af Napóleonsskjölunum í vinnslu Enginn Óskar til Íslands 2026 Bestu myndir Robs Reiner Dick van Dyke á hundrað ára afmæli Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Nágrannar kveðja endanlega í dag Lawrence og Hutcherson snúa aftur í Hungurleikana Ósáttur við framhaldið: „Skildu ekki hvað gerði þá fyrstu sérstaka“ „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Yrsa, Hannes og Björg í eina sæng með Thule Sjá meira
Gamanmyndin The Heat var frumsýnd hér á landi í gærkvöld en myndin skartar leikkonunum Söndru Bullock og Melissu McCarthy í aðalhlutverkum. Myndin segir frá lögreglukonunum Söruh og Shannon sem eru þvingaðar til að starfa saman þrátt fyrir að eiga nánast ekkert sameiginlegt. Shannon, sem leikin er af McCarthy, er hörð í horn að taka og fer óhefðbundnar leiðir í við yfirheyrslur glæpamanna. Stöllurnar finna þó leiðir til þess að starfa saman þegar þær fá það verkefni að stöðva hættulegan eiturlyfjabarón, og útkoman verður vægast sagt skrautleg. Myndinni leikstýrði bandaríski leikstjórinn Paul Feig en hann hefur getið sér gott orð sem leikstjóri. Feig leikstýrði meðal annars hinni stórskemmtilegu gamanmynd Bridesmaids, sem kom út árið 2011 og uppskar Melissa McCarthy tilnefningu til Óskarsverðlauna fyrir leik sinn í myndinni. Feig hefur einnig leikstýrt nokkrum þáttum af Arrested Development og The Office, sem og völdum þáttum af 30 Rock, Parks and Recreation og Mad Men. Melissa McCarthy skaust hratt fram á sjónarsviðið en hjólin fóru almennilega að snúast hjá leikkonunni í kjölfar Bridesmaids-myndarinnar. McCarthy lék aðalhlutverkið í kvikmyndinni Identity Thief sem kom út fyrr á árinu en hún leikur einnig í þriðju Hangover-myndinni sem var frumsýnd í vor. Sandra Bullock hefur lengi vel verið ein launahæsta leikkonan í Hollywood. Henni mun þó aðeins bregða fyrir í tveimur kvikmyndum á árinu, The Heat og vísindatryllinum Gravity. Bullock fer með aðalhlutverkið í vísindatryllinum ásamt hjartaknúsaranum George Clooney.
Mest lesið Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ Tónlist Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá Lífið „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Lífið „Eins nakin og ég kemst upp með“ Tíska og hönnun Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann Lífið „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Lífið Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe Lífið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Stjörnulífið: Ár gellunnar Lífið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Fleiri fréttir Maðurinn sem vann með Elton John, ABBA og Donnu Summer Fáum við einn þátt í viðbót af Stranger Things? Blaðri því út um allan bæ að hann sé næsti Bond Béla Tarr er látinn Óttast að kvikmyndahús endi eins og djassklúbbar Játaði ást sína á Jenner Marvel-stjarna varð fyrir heilaskaða Enduðu Stranger Things í Þjórsárdal Fyrsta stiklan úr Íslandsstórvirki Nolan mætt á netið Wire-stjarna látin langt fyrir aldur fram Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2025 Framhald af Napóleonsskjölunum í vinnslu Enginn Óskar til Íslands 2026 Bestu myndir Robs Reiner Dick van Dyke á hundrað ára afmæli Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Nágrannar kveðja endanlega í dag Lawrence og Hutcherson snúa aftur í Hungurleikana Ósáttur við framhaldið: „Skildu ekki hvað gerði þá fyrstu sérstaka“ „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Yrsa, Hannes og Björg í eina sæng með Thule Sjá meira