LÍN-grín Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar 11. júlí 2013 06:00 Nýlega kom út skýrsla sem sýnir að Íslendingar eru elstir allra til að útskrifast úr háskóla. Sama skýrsla segir líka að við séum eina þjóðin sem styrkir grunnskólanemendur meira en háskólanema. Nú hefur stjórn Lánasjóðs íslenskra námsmanna ákveðið að námsmenn þurfi að hafa 75% námsframvindu til að geta fengið námslán. Fyrsta hugsun mín þegar ég heyrði um tillögu LÍN var eftirfarandi: Veruleikafirring. Fólkið sem stendur að þessari breytingu hefur ekki þurft að lifa á námslánum á sínum námsárum, hvað þá erlendis. Ég skrifaði um LÍN í Fréttablaðið í fyrra til að vonast eftir umbótum á öðrum hlægilegum LÍN-reglum, en ekki batnar ástandið. Það versnar. 75% nám þýðir 22,5 einingar, í flestum háskólum Evrópu eru fögin 10 einingar og 100% nám því 30 einingar, svo í rauninni þýðir þetta að maður verði að vera í 100% námi og ná öllum prófunum til að geta fengið krónu í námslán. Í mörgum af nágrannalöndum okkar eru hluti peninganna styrkur, jafnvel allt saman. Við erum að tala um lán en nú á að hefta enn frekar möguleika fólks til að geta tekið þetta lán. Í hvernig aðstæður setur þetta fólk sem fær tímabundið lán þangað til að námslánin koma eftir prófin? Það þurfa margir að gera því ekki er hægt að lifa á lofti fyrstu önn háskólanámsins. Þetta eykur á kvíða og stillir fólki upp við vegg.Töpum öll Ég tel mig vera góðan námsmann. Ég tók bachelor-gráðuna mína erlendis og útskrifaðist á réttum tíma með góðum árangri. Samt hafði ég þörf fyrir að taka tvö fög (67% nám) en ekki þrjú eitt misserið, sem ég svo náði upp með því að taka fjögur fög (133 % nám) önnina eftir. Ég get kallast dæmi gegn orðum Illuga Gunnarssonar menntamálaráðherra um að þetta sé eðlileg krafa sem að þeir sem séu í námi af fullri alvöru ættu að ráða við. Ég þurfti svigrúm þrátt fyrir að hafa tekið mitt nám mjög alvarlega. Það er mannlegt, æfingin skapar meistarann og það sýndi ég önnina eftir þegar mér tókst að taka 133% með góðum árangri, enda aðstæður aðrar. Hefði ég ekki fengið krónu þetta sérstaka misseri sem var undartekning frá reglunni, hefði minn persónulegi fjárhagur farið í rúst. Til hvers? Er það hvatning til frekara náms?Háskólamenntun vanmetin Allt bendir í sömu átt. Háskólamenntun er vanmetin á Íslandi sem hefur neikvæðar afleiðingar. Það er erfitt að vera í námi á íslenskum námslánum án þess að vinna með. Þess vegna er ekki skrítið að fólki seinki í námi, enda er nám full vinna og ósanngjörn krafa að fólk geti unnið meira en 100% með góðum árangri. Það væri réttara að byrja á að vinna gegn þessum vanda áður en hægt er að íhuga að krefjast enn meiri námsframvindu. Þessi nýja regla mun auka enn á vandamálin. Fólk hefur ekki tíma til eða efni á að mennta sig og hættir því námi eða kemst seint út á vinnumarkaðinn. Við töpum öll á því. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dóra Björt Guðjónsdóttir Mest lesið Snorri og Donni Andri Þorvarðarson Skoðun EM í handbolta og lestrarkennsla. Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Að þurfa eða þurfa ekki raforku Robert Magnus Skoðun Ekki ný hugsun heldur ábyrgðarleysi Anna Björg Jónsdóttir,Berglind Magnúsdóttir Skoðun Er tæknin til að skipta yfir í hreina orku til staðar? Gunnar Einarsson Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Alvöru aðför að einkabílnum Búi Bjarmar Aðalsteinsson Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun Hvað er ég að vilja upp á dekk Signý Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun EM í handbolta og lestrarkennsla. Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Að þurfa eða þurfa ekki raforku Robert Magnus skrifar Skoðun Snorri og Donni Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Ekki ný hugsun heldur ábyrgðarleysi Anna Björg Jónsdóttir,Berglind Magnúsdóttir skrifar Skoðun Er tæknin til að skipta yfir í hreina orku til staðar? Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Hvað er ég að vilja upp á dekk Signý Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvers virði er líf? Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson skrifar Skoðun Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason skrifar Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Um peninga annarra Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir skrifar Skoðun Erum við að reyna að láta rangan hóp leysa húsnæðisvandann? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher skrifar Skoðun Sjálfskaparvíti meirihlutans í Reykjavík Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Öxlum ábyrgð og segjum satt Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Einföldum lífið í úthverfunum Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason skrifar Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Án tónlistar væri lífið mistök Unnur Malín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Sjá meira
Nýlega kom út skýrsla sem sýnir að Íslendingar eru elstir allra til að útskrifast úr háskóla. Sama skýrsla segir líka að við séum eina þjóðin sem styrkir grunnskólanemendur meira en háskólanema. Nú hefur stjórn Lánasjóðs íslenskra námsmanna ákveðið að námsmenn þurfi að hafa 75% námsframvindu til að geta fengið námslán. Fyrsta hugsun mín þegar ég heyrði um tillögu LÍN var eftirfarandi: Veruleikafirring. Fólkið sem stendur að þessari breytingu hefur ekki þurft að lifa á námslánum á sínum námsárum, hvað þá erlendis. Ég skrifaði um LÍN í Fréttablaðið í fyrra til að vonast eftir umbótum á öðrum hlægilegum LÍN-reglum, en ekki batnar ástandið. Það versnar. 75% nám þýðir 22,5 einingar, í flestum háskólum Evrópu eru fögin 10 einingar og 100% nám því 30 einingar, svo í rauninni þýðir þetta að maður verði að vera í 100% námi og ná öllum prófunum til að geta fengið krónu í námslán. Í mörgum af nágrannalöndum okkar eru hluti peninganna styrkur, jafnvel allt saman. Við erum að tala um lán en nú á að hefta enn frekar möguleika fólks til að geta tekið þetta lán. Í hvernig aðstæður setur þetta fólk sem fær tímabundið lán þangað til að námslánin koma eftir prófin? Það þurfa margir að gera því ekki er hægt að lifa á lofti fyrstu önn háskólanámsins. Þetta eykur á kvíða og stillir fólki upp við vegg.Töpum öll Ég tel mig vera góðan námsmann. Ég tók bachelor-gráðuna mína erlendis og útskrifaðist á réttum tíma með góðum árangri. Samt hafði ég þörf fyrir að taka tvö fög (67% nám) en ekki þrjú eitt misserið, sem ég svo náði upp með því að taka fjögur fög (133 % nám) önnina eftir. Ég get kallast dæmi gegn orðum Illuga Gunnarssonar menntamálaráðherra um að þetta sé eðlileg krafa sem að þeir sem séu í námi af fullri alvöru ættu að ráða við. Ég þurfti svigrúm þrátt fyrir að hafa tekið mitt nám mjög alvarlega. Það er mannlegt, æfingin skapar meistarann og það sýndi ég önnina eftir þegar mér tókst að taka 133% með góðum árangri, enda aðstæður aðrar. Hefði ég ekki fengið krónu þetta sérstaka misseri sem var undartekning frá reglunni, hefði minn persónulegi fjárhagur farið í rúst. Til hvers? Er það hvatning til frekara náms?Háskólamenntun vanmetin Allt bendir í sömu átt. Háskólamenntun er vanmetin á Íslandi sem hefur neikvæðar afleiðingar. Það er erfitt að vera í námi á íslenskum námslánum án þess að vinna með. Þess vegna er ekki skrítið að fólki seinki í námi, enda er nám full vinna og ósanngjörn krafa að fólk geti unnið meira en 100% með góðum árangri. Það væri réttara að byrja á að vinna gegn þessum vanda áður en hægt er að íhuga að krefjast enn meiri námsframvindu. Þessi nýja regla mun auka enn á vandamálin. Fólk hefur ekki tíma til eða efni á að mennta sig og hættir því námi eða kemst seint út á vinnumarkaðinn. Við töpum öll á því.
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Skoðun Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson skrifar
Skoðun Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason skrifar
Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei skrifar
Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun