Vegna viðtals um kampavínsklúbba Steinunn Gyðu- og Guðjónsson skrifar 25. júlí 2013 07:00 Þann 19. júlí sl. var birt á forsíðu Fréttablaðsins frétt undir fyrirsögninni „Bera mörg merki mansals“ þar sem m.a. er vitnað í orð mín. Því miður er viðtalið eins og það birtist ónákvæmt og beinar tilvitnanir í mig ekki réttar. Það sem mér og blaðakonu fór á milli er rakið hér. Þann 18. júlí sl. hringdi blaðakona Fréttablaðsins í mig til að kanna hvort ég hefði séð nýlega umfjöllun blaðsins um starfsemi svokallaðra kampavínsklúbba í Reykjavík og spurði hvað ég hefði um þessa umfjöllun að segja út frá starfi mínu í Kristínarhúsi. Umfjöllunina hafði ég séð og svaraði því til að kampavínsklúbbarnir hefðu ekki komið til umræðu í Kristínarhúsi og ég vissi því ekkert meira um þá en það sem ég hafði lesið á vef Vísis. Innt eftir viðbrögðum við umfjölluninni sagði ég að fyrst og fremst þætti mér að blaðið ætti að hafa samband við lögreglu, sem eftirlitsaðila með starfseminni, og óska eftir viðbrögðum hennar. Vegna starfa minna þekki ég vel til þekktra einkenna mansals og vændis og ýmissa vísbendinga sem geta bent til þess að slíkt eigi sér stað. Ég sagði blaðakonu almennt frá einkennum vændis og mansals og benti á ákveðnar hliðstæður sem hægt var að sjá með lýsingu Fréttablaðsins á starfsemi hinna svonefndu kampavínsklúbba og þekktra vísbendinga um vændi og mansal. Fullyrti ekki um vændi eða mansal Þar ber fyrst að nefna að skv. umfjöllun blaðsins væri hægt að fara afsíðis með konu í tíu mínútur fyrir 20.000 krónur. Ég benti á að það væri vel þekkt gangverð fyrir vændi á Íslandi í dag. Þá hjó ég eftir því í umfjölluninni að starfskonur að minnsta kosti annars klúbbsins væru flestar erlendar og hefðu aðeins verið í mjög stuttan tíma á Íslandi. Ég benti á að það væru þekkt einkenni mansals að staða kvenna sem standa höllum fæti væri misnotuð og að konur sem seldar væru mansali væru oft á eilífu flakki milli landa. Í umfjöllun Fréttablaðsins hafði auk þess komið fram að konurnar virtust lúta stjórn einnar konu inni á staðnum og byggju allar á sama stað utan vinnu. Aftur benti ég á að þekkt vísbending um mansal er skertur yfirráðaréttur yfir eigin lífi, m.a. búsetu, auk þess sem konur geta stýrt mansali og gert út aðrar konur líkt og karlar. Í lok viðtals ítrekaði ég mikilvægi þess að kalla eftir viðbrögðum lögreglu. Ég fullyrti hins vegar ekki í viðtalinu að á umræddum stöðum væri stundað vændi og/eða mansal. Þau einkenni mansals og vændis sem ég tiltók eru öll vel þekkt og í samræmi við alþjóðlegar skilgreiningar og gátlista um mansal. Ég þekki ekki persónulega til starfsemi kampavínsklúbbanna og gat því ekki fullyrt um hvers kyns starfsemi fer þar fram. Því byggðust svör mín einvörðungu á því að bera saman þekktar vísbendingar um mansal við lýsingar blaðamanns á starfseminni án þess að draga ályktanir af því. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Mest lesið Síðasti naglinn í líkkistuna? Ragnheiður Stephensen Skoðun Mýtan um óumflýjanlegan rússneskan sigur Erlingur Erlingsson Skoðun Börn í vanda Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir Skoðun Magnús Karl verður rektor fyrir okkur öll Guðjón Reykdal Óskarsson Skoðun Af töppum Einar Bárðarson Skoðun Hinir mannlegu englar Landspítalans Sveinn Hjörtur Guðfinnsson Skoðun Mannauður er lykilfjárfesting sveitarfélaga Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Við höfum tækifæri, sjálfstæðismenn! Kristín Linda Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Trú- og lífsskoðunarfélög í landi sammannlegs stjórnskipulags – er samt hætta á óeiningu? Svanur Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Hvers á Öskjuhlíðin að gjalda? Eyþór Máni Steinarsson skrifar Skoðun Karlveldið hefur enn ansi mörg andlit Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stjórnarskráin Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun „Þetta er atriðið þar sem þið takið til fótanna…” Marta Wieczorek skrifar Skoðun Barátta hafnarverkamanna: Leiðin að viðurkenningu sem samningsaðili Sverrir Fannberg Júlíusson skrifar Skoðun Börn í vanda Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir skrifar Skoðun Mýtan um óumflýjanlegan rússneskan sigur Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Hinir mannlegu englar Landspítalans Sveinn Hjörtur Guðfinnsson skrifar Skoðun Magnús Karl verður rektor fyrir okkur öll Guðjón Reykdal Óskarsson skrifar Skoðun Leiðtoga- og stjórnendavandi: Af hverju meðalmennska í stjórnun skaðar skipulagsheildir og hvernig á að bæta úr? Berglind Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um akademískt frelsi Björn Þorsteinsson skrifar Skoðun Samræmd próf jafna stöðuna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun VR og við sem erum miðaldra Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Áslaug Arna - minn formaður Katrín Atladóttir skrifar Skoðun Mannauður er lykilfjárfesting sveitarfélaga Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Vandi Háskóla Íslands og lausnir – II – ákvörðun launa Pétur Henry Petersen skrifar Skoðun Djarfar áherslur – sterkara VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Við höfum tækifæri, sjálfstæðismenn! Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind í læknisfræði: Nýjustu tækniframfarirnar sem gætu bjargað mannslífum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Síðasti naglinn í líkkistuna? Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Af töppum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Plasttappamálið og skrækjandi þingmenn Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins? Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Stétt með stétt? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Áfram kennarar! Kristbjörg Þórisdóttir,Bragi Reynir Sæmundsson skrifar Skoðun Landshornalýðurinn á Hálsunum Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Minni kvenna - lofræða gervigreindar til hinnar íslensku konu Steinar Birgisson skrifar Skoðun Forvarnarsamtök óska skýringa á seinagangi Árni Einarsson skrifar Sjá meira
Þann 19. júlí sl. var birt á forsíðu Fréttablaðsins frétt undir fyrirsögninni „Bera mörg merki mansals“ þar sem m.a. er vitnað í orð mín. Því miður er viðtalið eins og það birtist ónákvæmt og beinar tilvitnanir í mig ekki réttar. Það sem mér og blaðakonu fór á milli er rakið hér. Þann 18. júlí sl. hringdi blaðakona Fréttablaðsins í mig til að kanna hvort ég hefði séð nýlega umfjöllun blaðsins um starfsemi svokallaðra kampavínsklúbba í Reykjavík og spurði hvað ég hefði um þessa umfjöllun að segja út frá starfi mínu í Kristínarhúsi. Umfjöllunina hafði ég séð og svaraði því til að kampavínsklúbbarnir hefðu ekki komið til umræðu í Kristínarhúsi og ég vissi því ekkert meira um þá en það sem ég hafði lesið á vef Vísis. Innt eftir viðbrögðum við umfjölluninni sagði ég að fyrst og fremst þætti mér að blaðið ætti að hafa samband við lögreglu, sem eftirlitsaðila með starfseminni, og óska eftir viðbrögðum hennar. Vegna starfa minna þekki ég vel til þekktra einkenna mansals og vændis og ýmissa vísbendinga sem geta bent til þess að slíkt eigi sér stað. Ég sagði blaðakonu almennt frá einkennum vændis og mansals og benti á ákveðnar hliðstæður sem hægt var að sjá með lýsingu Fréttablaðsins á starfsemi hinna svonefndu kampavínsklúbba og þekktra vísbendinga um vændi og mansal. Fullyrti ekki um vændi eða mansal Þar ber fyrst að nefna að skv. umfjöllun blaðsins væri hægt að fara afsíðis með konu í tíu mínútur fyrir 20.000 krónur. Ég benti á að það væri vel þekkt gangverð fyrir vændi á Íslandi í dag. Þá hjó ég eftir því í umfjölluninni að starfskonur að minnsta kosti annars klúbbsins væru flestar erlendar og hefðu aðeins verið í mjög stuttan tíma á Íslandi. Ég benti á að það væru þekkt einkenni mansals að staða kvenna sem standa höllum fæti væri misnotuð og að konur sem seldar væru mansali væru oft á eilífu flakki milli landa. Í umfjöllun Fréttablaðsins hafði auk þess komið fram að konurnar virtust lúta stjórn einnar konu inni á staðnum og byggju allar á sama stað utan vinnu. Aftur benti ég á að þekkt vísbending um mansal er skertur yfirráðaréttur yfir eigin lífi, m.a. búsetu, auk þess sem konur geta stýrt mansali og gert út aðrar konur líkt og karlar. Í lok viðtals ítrekaði ég mikilvægi þess að kalla eftir viðbrögðum lögreglu. Ég fullyrti hins vegar ekki í viðtalinu að á umræddum stöðum væri stundað vændi og/eða mansal. Þau einkenni mansals og vændis sem ég tiltók eru öll vel þekkt og í samræmi við alþjóðlegar skilgreiningar og gátlista um mansal. Ég þekki ekki persónulega til starfsemi kampavínsklúbbanna og gat því ekki fullyrt um hvers kyns starfsemi fer þar fram. Því byggðust svör mín einvörðungu á því að bera saman þekktar vísbendingar um mansal við lýsingar blaðamanns á starfseminni án þess að draga ályktanir af því.
Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir Skoðun
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Trú- og lífsskoðunarfélög í landi sammannlegs stjórnskipulags – er samt hætta á óeiningu? Svanur Sigurbjörnsson skrifar
Skoðun Barátta hafnarverkamanna: Leiðin að viðurkenningu sem samningsaðili Sverrir Fannberg Júlíusson skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir skrifar
Skoðun Leiðtoga- og stjórnendavandi: Af hverju meðalmennska í stjórnun skaðar skipulagsheildir og hvernig á að bæta úr? Berglind Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í læknisfræði: Nýjustu tækniframfarirnar sem gætu bjargað mannslífum Sigvaldi Einarsson skrifar
Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir Skoðun
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun