Af velferð þjóða Þröstur Ólafsson skrifar 16. ágúst 2013 07:00 Hagfræðingar og aðrir áhugamenn um hagi þjóða hafa löngum velt því fyrir sér hver skýringin sé á því hve misvel þjóðum gengur að verða bjargálna og tryggja velferð sína. Engin einhlít útskýring hefur fundist og ekki eru líkur á að hægt verði að finna einhlítt svar við því í bráð. Hugmyndir þjóða um hlutverk sitt og hæfni, söguleg reynsla þeirra og hugmyndafræðilegt harðlífi, ásamt hæfni forystumanna þeirra á hverjum tíma, vefa þann þráð sem leiðir ýmist til örbirgðar eða velferðar. Þjóðir vefa sér sjálfar sína eigin værðarvoð. Sumar eru forsjálar og framsýnar; aðrar sigla úr einum pyttinum í annan. Hér verður ekki gerð tilraun til að finna töfralykil að velferð þjóða. Það er hins vegar þess virði að skoða þá tíma sem okkur eru næstir og bera saman mismunandi hagstjórnaraðferðir nokkurra þjóða fyrir hrun og sjá hvernig þjóðunum hefur vegnað. Hér eru eingöngu skoðaðar þjóðir í nágrenni við okkur. Allt eru þetta þroskaðar lýðræðisþjóðir með þróaða hagsögu að baki. Rínverski kapítalisminn Það fer ekki á milli mála að Þýskaland er það land á Vesturlöndum sem best hefur komið út úr hruninu. Segja má að það standi uppi sem sigurvegari þess tímabils. Ef ræða Obamas í Berlín er skoðuð í kjölinn gaf hann í skyn að Þýskaland væri á eftir Bandaríkjunum og Kína þriðja mikilvægasta land heims. Hvað skyldi það nú vera sem breytt hefur stöðu þess lands svo kirfilega á skömmum tíma? Ekki er það hernaðarmátturinn. Her Þýskalands er ekki nema í besta falli þriðja flokks. Hernaðar- og árásarhyggja þjóðernissinnaðra Þjóðverja var jörðuð 1945. Það er efnahagslegur árangur þeirra og staða innan evrusvæðisins sem gert hefur þá svo áhrifaríka. Við stofnun þýska sambandsríkisins var farin sú útfærsla kapítalísks hagkerfis sem fékk nafngiftina félagslega markaðskerfið (Soziale Markwirtschaft). Þar voru meginþættir virk markaðssamkeppni og félagslegt jafnvægi, barátta gegn hringamyndun, þátttaka verkalýðsfélaga í stjórnun fyrirtækja og samvinna ríkisvalds, atvinnuveitenda og verkalýðshreyfingar við lausn meiriháttar samfélagsvanda. Pólitíkin miðlaði samtakahugsun til samfélagsins í stað átakahugsunar. Þótt ýmislegt hafi breyst með árunum var þetta og er enn grundvöllur þýsks samfélags. Samráð um að deila byrðum Þetta var veganestið sem gerði Þjóðverjum kleift að gera mikilsvægar breytingar á innviðum rínverska kapítalismans þegar síðasta kreppa reið yfir 2008. Róttækar áherslubreytingar voru gerðar á menntun og áhrifastöðu fagfólks í iðnaði og víðfræg fjölskyldufyrirtæki létu ekki, að neinu marki, lokka sig í svikulan faðm frjálshyggjunnar. Þá var gerður mikill uppskurður á háum launatengdum gjöldum fyrirtækja og margar sársaukafullar endurbætur knúnar í gegn í miklum samfélagslegum mótvindi. En aðalatriðið var að ábyrgðin á þjóðarsamstöðu var í höndum kanslarans, sem átti reglulega fundi með forystu verkalýðs, atvinnurekenda og fjármálafyrirtækja og náði sameiginlegri niðurstöðu um að allir yrðu að fórna einhverju. Þýskalandi tókst að komast út úr erfiðustu kreppu eftirstríðsáranna og beitti hvorki afreglun né skattalækkun til stórríkra í anda nýfrjálshyggjunnar, hvað þá harðlífi nýklassískrar hagfræði. Leiðarljós stjórnmálanna var og er praktískt, frjótt og reglubundið samráð stærstu hagsmunasamtaka með ríkisvaldinu. Hagstjórnarfyrirmyndir annarra Leiðarljós annarra vestrænna þjóða fyrir og eftir hrun var með öðrum hætti. Bretar t.d. héldu og lögðu áherslu á að hagkerfi framtíðarinnar væri þjónustuhagkerfi þar sem óheftur fjármálageirinn væri kjarninn. Iðnaðurinn flúði til Kína og fjármálageirinn hrundi. Bandaríkjamenn treystu því að óhemju mikil aukning á skuldsetningu (lántöku) einkaaðila myndi skapa mikla eftirspurn í hagkerfinu og þar með hagvöxt og velferð til frambúðar. Frakkar héldu fast við sterkt ríkisstýrt samfélag og hagkerfi, sem leiða átti til friðar meðal stétta og afkastamikils atvinnulífs. Þetta leiddi til stöðnunar og aukinna ríkisskulda. Skandinavískar þjóðir trúðu því hins vegar að hægt væri að hvetja einkaframtak og ábyrgðartilfinningu einstaklinga með því að útvíkka skattlagningu ríkisins til flestra sviða. Hér er ekki staður til að fara í nákvæmari samanburð fyrrnefndra hagstjórnarleiðarljósa. Eflaust hafa þær sitthvað til síns ágætis. Hitt fer ekki á milli mála að þýska módelið hefur skilað því landi sterkara og öflugra út úr kreppunni en nokkurt annað vestrænt land getur státað sig af. Hérlendis mun framhald heiftúðugra átakastjórnmála í bland við sérhagsmunagæslu ekki vísa okkur áfram veginn til samfélagslegrar velferðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þröstur Ólafsson Mest lesið Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Skoðun Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Sjá meira
Hagfræðingar og aðrir áhugamenn um hagi þjóða hafa löngum velt því fyrir sér hver skýringin sé á því hve misvel þjóðum gengur að verða bjargálna og tryggja velferð sína. Engin einhlít útskýring hefur fundist og ekki eru líkur á að hægt verði að finna einhlítt svar við því í bráð. Hugmyndir þjóða um hlutverk sitt og hæfni, söguleg reynsla þeirra og hugmyndafræðilegt harðlífi, ásamt hæfni forystumanna þeirra á hverjum tíma, vefa þann þráð sem leiðir ýmist til örbirgðar eða velferðar. Þjóðir vefa sér sjálfar sína eigin værðarvoð. Sumar eru forsjálar og framsýnar; aðrar sigla úr einum pyttinum í annan. Hér verður ekki gerð tilraun til að finna töfralykil að velferð þjóða. Það er hins vegar þess virði að skoða þá tíma sem okkur eru næstir og bera saman mismunandi hagstjórnaraðferðir nokkurra þjóða fyrir hrun og sjá hvernig þjóðunum hefur vegnað. Hér eru eingöngu skoðaðar þjóðir í nágrenni við okkur. Allt eru þetta þroskaðar lýðræðisþjóðir með þróaða hagsögu að baki. Rínverski kapítalisminn Það fer ekki á milli mála að Þýskaland er það land á Vesturlöndum sem best hefur komið út úr hruninu. Segja má að það standi uppi sem sigurvegari þess tímabils. Ef ræða Obamas í Berlín er skoðuð í kjölinn gaf hann í skyn að Þýskaland væri á eftir Bandaríkjunum og Kína þriðja mikilvægasta land heims. Hvað skyldi það nú vera sem breytt hefur stöðu þess lands svo kirfilega á skömmum tíma? Ekki er það hernaðarmátturinn. Her Þýskalands er ekki nema í besta falli þriðja flokks. Hernaðar- og árásarhyggja þjóðernissinnaðra Þjóðverja var jörðuð 1945. Það er efnahagslegur árangur þeirra og staða innan evrusvæðisins sem gert hefur þá svo áhrifaríka. Við stofnun þýska sambandsríkisins var farin sú útfærsla kapítalísks hagkerfis sem fékk nafngiftina félagslega markaðskerfið (Soziale Markwirtschaft). Þar voru meginþættir virk markaðssamkeppni og félagslegt jafnvægi, barátta gegn hringamyndun, þátttaka verkalýðsfélaga í stjórnun fyrirtækja og samvinna ríkisvalds, atvinnuveitenda og verkalýðshreyfingar við lausn meiriháttar samfélagsvanda. Pólitíkin miðlaði samtakahugsun til samfélagsins í stað átakahugsunar. Þótt ýmislegt hafi breyst með árunum var þetta og er enn grundvöllur þýsks samfélags. Samráð um að deila byrðum Þetta var veganestið sem gerði Þjóðverjum kleift að gera mikilsvægar breytingar á innviðum rínverska kapítalismans þegar síðasta kreppa reið yfir 2008. Róttækar áherslubreytingar voru gerðar á menntun og áhrifastöðu fagfólks í iðnaði og víðfræg fjölskyldufyrirtæki létu ekki, að neinu marki, lokka sig í svikulan faðm frjálshyggjunnar. Þá var gerður mikill uppskurður á háum launatengdum gjöldum fyrirtækja og margar sársaukafullar endurbætur knúnar í gegn í miklum samfélagslegum mótvindi. En aðalatriðið var að ábyrgðin á þjóðarsamstöðu var í höndum kanslarans, sem átti reglulega fundi með forystu verkalýðs, atvinnurekenda og fjármálafyrirtækja og náði sameiginlegri niðurstöðu um að allir yrðu að fórna einhverju. Þýskalandi tókst að komast út úr erfiðustu kreppu eftirstríðsáranna og beitti hvorki afreglun né skattalækkun til stórríkra í anda nýfrjálshyggjunnar, hvað þá harðlífi nýklassískrar hagfræði. Leiðarljós stjórnmálanna var og er praktískt, frjótt og reglubundið samráð stærstu hagsmunasamtaka með ríkisvaldinu. Hagstjórnarfyrirmyndir annarra Leiðarljós annarra vestrænna þjóða fyrir og eftir hrun var með öðrum hætti. Bretar t.d. héldu og lögðu áherslu á að hagkerfi framtíðarinnar væri þjónustuhagkerfi þar sem óheftur fjármálageirinn væri kjarninn. Iðnaðurinn flúði til Kína og fjármálageirinn hrundi. Bandaríkjamenn treystu því að óhemju mikil aukning á skuldsetningu (lántöku) einkaaðila myndi skapa mikla eftirspurn í hagkerfinu og þar með hagvöxt og velferð til frambúðar. Frakkar héldu fast við sterkt ríkisstýrt samfélag og hagkerfi, sem leiða átti til friðar meðal stétta og afkastamikils atvinnulífs. Þetta leiddi til stöðnunar og aukinna ríkisskulda. Skandinavískar þjóðir trúðu því hins vegar að hægt væri að hvetja einkaframtak og ábyrgðartilfinningu einstaklinga með því að útvíkka skattlagningu ríkisins til flestra sviða. Hér er ekki staður til að fara í nákvæmari samanburð fyrrnefndra hagstjórnarleiðarljósa. Eflaust hafa þær sitthvað til síns ágætis. Hitt fer ekki á milli mála að þýska módelið hefur skilað því landi sterkara og öflugra út úr kreppunni en nokkurt annað vestrænt land getur státað sig af. Hérlendis mun framhald heiftúðugra átakastjórnmála í bland við sérhagsmunagæslu ekki vísa okkur áfram veginn til samfélagslegrar velferðar.
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun