Gibson leist ekki á hestaklámið Hanna Ólafsdóttir skrifar 19. ágúst 2013 10:00 Benedikt Erlingsson og Mel Giibson bregða á leik en Mel var staddur hér á landi sumarið 2008. „Ég reyndi að fá Mel Gibson til að leika í myndinni en hann varð því miður af þessu frábæra tækifæri, “ segir Benedikt Erlingsson, leikari og leikstjóri myndarinnar Hross í oss. Benedikt og Mel hittust þegar Benedikt var beðinn um að vera leiðsögumaður fyrir Mel sumarið 2008 þegar hann var staddur hér á landi ásamt tveimur sonum sínum. Að sögn Benedikts var Mel hér í sumarfríi en notaði einnig tímann til að fara á víkingaslóðir og skoða mögulega tökustaði fyrir kvikmynd sem hann var að vinna að. „Ég var rétt byrjaður að segja honum söguþráðinn þegar hann stoppaði mig af og sagði: „No Benni, this is horse porn,“ sem útleggst á íslensku sem nei Benni, þetta er hestaklám.“ Benedikt segir ekki hafa komið að sök að Hollywood- stjarnan hafi hafnað hlutverkinu enda hafi hann fengið frábæran mann í hlutverkið. „Það hefði kannski hjálpað upp á fjármögnum að gera að hafa Mel í myndinni en ég fékk frábæran mann að nafni Juan Camillo til að leika hlutverkið. Ég þurfti því ekki stjörnu heldur bjó ég til stjörnu í staðinn.“ Hross í oss verður frumsýnd þann 28. ágúst í Háskólabíó. „En Mel Gibson verður fjarri góður gamni, “ segir Benedikt. Mest lesið Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Menning „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ Lífið Valdi hættur að spila í neðri deildunum Lífið Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Lífið Heillandi arkitektúr í Garðabæ Lífið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Lífið Velti mér ekki upp úr vandamálum Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Fleiri fréttir Auglýsa eftir innsendingum til íslensku sjónvarpsverðlaunanna Nýr Rambo fundinn Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Óþekkjanleg stjarna Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Sjá meira
„Ég reyndi að fá Mel Gibson til að leika í myndinni en hann varð því miður af þessu frábæra tækifæri, “ segir Benedikt Erlingsson, leikari og leikstjóri myndarinnar Hross í oss. Benedikt og Mel hittust þegar Benedikt var beðinn um að vera leiðsögumaður fyrir Mel sumarið 2008 þegar hann var staddur hér á landi ásamt tveimur sonum sínum. Að sögn Benedikts var Mel hér í sumarfríi en notaði einnig tímann til að fara á víkingaslóðir og skoða mögulega tökustaði fyrir kvikmynd sem hann var að vinna að. „Ég var rétt byrjaður að segja honum söguþráðinn þegar hann stoppaði mig af og sagði: „No Benni, this is horse porn,“ sem útleggst á íslensku sem nei Benni, þetta er hestaklám.“ Benedikt segir ekki hafa komið að sök að Hollywood- stjarnan hafi hafnað hlutverkinu enda hafi hann fengið frábæran mann í hlutverkið. „Það hefði kannski hjálpað upp á fjármögnum að gera að hafa Mel í myndinni en ég fékk frábæran mann að nafni Juan Camillo til að leika hlutverkið. Ég þurfti því ekki stjörnu heldur bjó ég til stjörnu í staðinn.“ Hross í oss verður frumsýnd þann 28. ágúst í Háskólabíó. „En Mel Gibson verður fjarri góður gamni, “ segir Benedikt.
Mest lesið Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Menning „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ Lífið Valdi hættur að spila í neðri deildunum Lífið Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Lífið Heillandi arkitektúr í Garðabæ Lífið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Lífið Velti mér ekki upp úr vandamálum Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Fleiri fréttir Auglýsa eftir innsendingum til íslensku sjónvarpsverðlaunanna Nýr Rambo fundinn Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Óþekkjanleg stjarna Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Sjá meira