„Wall Street“ og kauphallirnar Baldur Thorlacius skrifar 21. ágúst 2013 07:00 Á undanförnum árum hafa nokkrar erlendar kvikmyndir verið sýndar hér á landi sem fjalla, með beinum eða óbeinum hætti, um alþjóðlegu fjármálakrísuna 2007-2008. Flestar þeirra hafa fyrst og fremst tekið mið af bandarískum aðstæðum, vandamálum sem komu þar upp og áhrifum þeirra á alþjóðlega fjármálamarkaði. Eitt af því sem vakti athygli undirritaðs við áhorf á þessar myndir er að orðið „Wall Street“ hefur stundum verið þýtt sem „Kauphöllin“. Wall Street er nafn á götu í fjármálahverfi New York borgar og er yfirleitt notað sem samheiti yfir fjármálageirann í Bandaríkjunum. Að nota orðið kauphöll yfir alla starfsemi sem fer fram innan Wall Street er aftur á móti ekki góð hugtakanotkun og á í reynd sérstaklega illa við þegar fjallað er um tildrög og orsakir fjármálakrísunnar í Bandaríkjunum. Endurspeglar hún jafnframt ákveðinn misskilning um starfsemi kauphalla sem virðist ríkja nokkuð víða. Til þess að skýra þetta nánar er gott að rifja upp hvaða atriði það eru sem almennt eru talin hafa orsakað fjármálakrísuna í Bandaríkjunum. Má þar helst nefna þenslu í útlánum og of mikla skuldsetningu, sem má svo að hluta til rekja til viðskipta með skuldabréfavafninga, skuldatryggingar og svokallaðar „OTC“ (over-the-counter) afleiður. Aukin skuldsetning tengist kauphöllum ekki beint, en getur vissulega haft áhrif á viðskipti í kauphöllum og telja margir að hún geti jafnvel valdið óhóflegum verðhækkunum á markaði. Síðarnefndu atriðin eiga það svo öll sameiginlegt að þau snúa að viðskiptum með fjármálagerninga og gæti því mörgum fundist við hæfi að tengja þau við kauphallir. Þætti það jafnvel eðlileg ályktun, ef það væri ekki fyrir þá staðreynd að þessir tilteknu fjármálagerningar voru nær einungis óskráðir, þ.e. ekki skráðir í kauphallir, og nánast öll viðskipti með þá fóru fram utan kauphalla. Flestir þekkja einnig til umræðunnar um að aukin frjálshyggja og afreglun (e. deregulation) fjármálakerfisins hafi skapað það umhverfi sem síðar leiddi til fjármálakrísunnar. Færri eru þó meðvitaðir um að mjög ofarlega á lista fræðimanna yfir mögulegar umbætur sem gera þurfi á regluverkinu er einmitt að skikka fjármálafyrirtæki til þess að færa viðskipti með afleiður og aðra flókna fjármálagerninga inn á skipulega markaði eins og kauphallir. Þeirra á meðal eru t.d. menn eins og Nóbelsverðlaunahafinn Joseph Stiglitz, sem er ekki þekktur fyrir annað en að veita Wall Street strangt aðhald í skrifum sínum og tala gegn afreglun á fjármálamörkuðum. Þetta kann að koma þeim á óvart sem telja kauphallir vera eins konar musteri frjálshyggju og fjárglæfrastarfsemi. Til þess að skilja betur hvers vegna þetta er þarf að þekkja muninn á viðskiptum með fjármálagerninga sem skráðir eru í kauphöll og viðskiptum með þá sem eru það ekki. Fjármálagerningar munu alltaf ganga kaupum og sölum á markaði, óháð því hvort kauphallir eru til staðar. Tilgangur kauphalla er fyrst og fremst að mynda skipulega umgjörð utan um slík viðskipti innan ramma laga og reglna, með það að markmiði að tryggja jafnræði fjárfesta og koma í veg fyrir óæskilega viðskiptahegðun. Í tilviki verðbréfa (þ.e. hluta- og skuldabréfa), þýðir skráning í kauphöll að fyrirtækin fella sig sjálfviljug undir lög og reglur sem gilda um verðbréfaviðskipti, sem og reglur viðkomandi kauphallar, og skuldbinda sig þar með til þess að veita almenningi aðgang að öllum upplýsingum sem kunna að skipta máli við mat á virði bréfanna. Í tilviki afleiðna og annarra sérhæfðra fjármálagerninga þýðir skráning í kauphöll að þeir þurfi að vera staðlaðir, upplýsingar um þá gerðar opinberar og jafnvel strangar kröfur gerðar um veð til þess að lágmarka áhættu. Í öllum tilvikum fara kauphallarviðskipti fram á miðlægum vettvangi þar sem upplýsingar um viðskipti, kaup- og söluáhuga og viðskiptastrauma eru opinberar. Lykilatriðið hér er gagnsæi. Hefðu öll viðskipti með fjármálagerninga eins og skuldabréfavafninga, skuldatryggingar og OTC-afleiður farið fram í kauphöllum í aðdraganda fjármálakrísunnar í Bandaríkjunum hefðu ítarlegar rauntímaupplýsingar legið fyrir um umfang markaðsins, útistandandi áhættu og viðskiptastrauma. Svo var því miður ekki og þegar vandinn fór að verða ljós á árunum 2007 og 2008 virtust fáir, ef einhverjir, gera sér grein fyrir raunverulegu umfangi hans. Með skráningu þessara fjármálagerninga hefðu eftirlitsaðilar, fjárfestar og sjálf fjármálafyrirtækin haft betri tök á því að taka tillit til, og jafnvel draga úr, áhættunni sem hafði myndast á þessum árum, auk þess sem margir af áhættusömustu fjármálagerningunum hefðu líklega aldrei litið dagsins ljós. Kauphallarviðskipti eru síður en svo gallalaus og geta t.a.m. verið áhættusöm fyrir þá sem til þeirra stofna. Þau geta aftur á móti ekki ein og sér skapað kerfisáhættu (e. systemic risk) og orðið hagkerfum að falli. Þar sem kauphallir eru sá hluti fjármálamarkaðanna sem hvað mest gagnsæi ríkir um getur þróun viðskipta í þeim engu að síður orðið eins konar birtingarmynd hagsveiflna, þar sem hlutabréfaverð endurspeglar undirliggjandi áhrifaþætti. Þetta kann að hafa valdið því að fólk tengir kauphallir við allt sem gerist á fjármálamörkuðum, sbr. ofangreinda þýðingu á hugtakinu Wall Street. Í Bandaríkjunum, sem og hér á Íslandi, má telja nokkuð víst að sterkustu áhrifaþætti fjármálakrísunnar hafi fyrst og fremst mátt rekja til lausafjárgnóttar og þenslu í útlánum. Þetta virðast ráðamenn víða vera meðvitaðir um og má sem dæmi nefna að hin alþjóðlega Basel-nefnd um bankaeftirlit vinnur nú að tillögum sem fyrirséð er að munu þrengja enn frekar að útlánamöguleikum banka í framtíðinni. Þetta mun að öllum líkindum draga úr kerfisáhættu en að sama skapi verður fyrirtækjum og einstaklingum gert erfiðara fyrir að fá lán úr bankakerfinu. Munu fyrirtæki í leit að fjármagni því eðlilega líta til útgáfu hlutabréfa eða skuldabréfa í meiri mæli og er nokkuð líklegt að kauphallir verði þar í lykilhlutverki. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Baldur Thorlacius Mest lesið Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Á að kjósa það sama og síðast? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Setjum söguna í samhengi við nútímann Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsi 2024 Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Samgöngur eru heilbrigðismál Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Vegferð í þágu barna skilar árangri Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Þjóðarátak í sölu á klósettpappír Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Skínandi skær í skammdeginu Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rasismi Einar Helgason skrifar Skoðun Kæru ungu foreldrar Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson skrifar Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Orðfimi ungra menningarsinna Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar Skoðun Frambjóðendur, gerið betur Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Greiðar samgöngur í Norðvesturkjördæmi Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ný og fersk örmyndskýrsla um hvalveiðar Rán Flygenring skrifar Skoðun Stuldur um hábjartan dag Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að kreista mjólkurkúna Björg Ágústsdóttir skrifar Skoðun Efnahagsmál eru loftslagsmál Steinunn Kristín Guðnadóttir skrifar Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Flug til framtíðar Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn boðar jafnvægi, forgangsröðun og ábyrgð Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Sjá meira
Á undanförnum árum hafa nokkrar erlendar kvikmyndir verið sýndar hér á landi sem fjalla, með beinum eða óbeinum hætti, um alþjóðlegu fjármálakrísuna 2007-2008. Flestar þeirra hafa fyrst og fremst tekið mið af bandarískum aðstæðum, vandamálum sem komu þar upp og áhrifum þeirra á alþjóðlega fjármálamarkaði. Eitt af því sem vakti athygli undirritaðs við áhorf á þessar myndir er að orðið „Wall Street“ hefur stundum verið þýtt sem „Kauphöllin“. Wall Street er nafn á götu í fjármálahverfi New York borgar og er yfirleitt notað sem samheiti yfir fjármálageirann í Bandaríkjunum. Að nota orðið kauphöll yfir alla starfsemi sem fer fram innan Wall Street er aftur á móti ekki góð hugtakanotkun og á í reynd sérstaklega illa við þegar fjallað er um tildrög og orsakir fjármálakrísunnar í Bandaríkjunum. Endurspeglar hún jafnframt ákveðinn misskilning um starfsemi kauphalla sem virðist ríkja nokkuð víða. Til þess að skýra þetta nánar er gott að rifja upp hvaða atriði það eru sem almennt eru talin hafa orsakað fjármálakrísuna í Bandaríkjunum. Má þar helst nefna þenslu í útlánum og of mikla skuldsetningu, sem má svo að hluta til rekja til viðskipta með skuldabréfavafninga, skuldatryggingar og svokallaðar „OTC“ (over-the-counter) afleiður. Aukin skuldsetning tengist kauphöllum ekki beint, en getur vissulega haft áhrif á viðskipti í kauphöllum og telja margir að hún geti jafnvel valdið óhóflegum verðhækkunum á markaði. Síðarnefndu atriðin eiga það svo öll sameiginlegt að þau snúa að viðskiptum með fjármálagerninga og gæti því mörgum fundist við hæfi að tengja þau við kauphallir. Þætti það jafnvel eðlileg ályktun, ef það væri ekki fyrir þá staðreynd að þessir tilteknu fjármálagerningar voru nær einungis óskráðir, þ.e. ekki skráðir í kauphallir, og nánast öll viðskipti með þá fóru fram utan kauphalla. Flestir þekkja einnig til umræðunnar um að aukin frjálshyggja og afreglun (e. deregulation) fjármálakerfisins hafi skapað það umhverfi sem síðar leiddi til fjármálakrísunnar. Færri eru þó meðvitaðir um að mjög ofarlega á lista fræðimanna yfir mögulegar umbætur sem gera þurfi á regluverkinu er einmitt að skikka fjármálafyrirtæki til þess að færa viðskipti með afleiður og aðra flókna fjármálagerninga inn á skipulega markaði eins og kauphallir. Þeirra á meðal eru t.d. menn eins og Nóbelsverðlaunahafinn Joseph Stiglitz, sem er ekki þekktur fyrir annað en að veita Wall Street strangt aðhald í skrifum sínum og tala gegn afreglun á fjármálamörkuðum. Þetta kann að koma þeim á óvart sem telja kauphallir vera eins konar musteri frjálshyggju og fjárglæfrastarfsemi. Til þess að skilja betur hvers vegna þetta er þarf að þekkja muninn á viðskiptum með fjármálagerninga sem skráðir eru í kauphöll og viðskiptum með þá sem eru það ekki. Fjármálagerningar munu alltaf ganga kaupum og sölum á markaði, óháð því hvort kauphallir eru til staðar. Tilgangur kauphalla er fyrst og fremst að mynda skipulega umgjörð utan um slík viðskipti innan ramma laga og reglna, með það að markmiði að tryggja jafnræði fjárfesta og koma í veg fyrir óæskilega viðskiptahegðun. Í tilviki verðbréfa (þ.e. hluta- og skuldabréfa), þýðir skráning í kauphöll að fyrirtækin fella sig sjálfviljug undir lög og reglur sem gilda um verðbréfaviðskipti, sem og reglur viðkomandi kauphallar, og skuldbinda sig þar með til þess að veita almenningi aðgang að öllum upplýsingum sem kunna að skipta máli við mat á virði bréfanna. Í tilviki afleiðna og annarra sérhæfðra fjármálagerninga þýðir skráning í kauphöll að þeir þurfi að vera staðlaðir, upplýsingar um þá gerðar opinberar og jafnvel strangar kröfur gerðar um veð til þess að lágmarka áhættu. Í öllum tilvikum fara kauphallarviðskipti fram á miðlægum vettvangi þar sem upplýsingar um viðskipti, kaup- og söluáhuga og viðskiptastrauma eru opinberar. Lykilatriðið hér er gagnsæi. Hefðu öll viðskipti með fjármálagerninga eins og skuldabréfavafninga, skuldatryggingar og OTC-afleiður farið fram í kauphöllum í aðdraganda fjármálakrísunnar í Bandaríkjunum hefðu ítarlegar rauntímaupplýsingar legið fyrir um umfang markaðsins, útistandandi áhættu og viðskiptastrauma. Svo var því miður ekki og þegar vandinn fór að verða ljós á árunum 2007 og 2008 virtust fáir, ef einhverjir, gera sér grein fyrir raunverulegu umfangi hans. Með skráningu þessara fjármálagerninga hefðu eftirlitsaðilar, fjárfestar og sjálf fjármálafyrirtækin haft betri tök á því að taka tillit til, og jafnvel draga úr, áhættunni sem hafði myndast á þessum árum, auk þess sem margir af áhættusömustu fjármálagerningunum hefðu líklega aldrei litið dagsins ljós. Kauphallarviðskipti eru síður en svo gallalaus og geta t.a.m. verið áhættusöm fyrir þá sem til þeirra stofna. Þau geta aftur á móti ekki ein og sér skapað kerfisáhættu (e. systemic risk) og orðið hagkerfum að falli. Þar sem kauphallir eru sá hluti fjármálamarkaðanna sem hvað mest gagnsæi ríkir um getur þróun viðskipta í þeim engu að síður orðið eins konar birtingarmynd hagsveiflna, þar sem hlutabréfaverð endurspeglar undirliggjandi áhrifaþætti. Þetta kann að hafa valdið því að fólk tengir kauphallir við allt sem gerist á fjármálamörkuðum, sbr. ofangreinda þýðingu á hugtakinu Wall Street. Í Bandaríkjunum, sem og hér á Íslandi, má telja nokkuð víst að sterkustu áhrifaþætti fjármálakrísunnar hafi fyrst og fremst mátt rekja til lausafjárgnóttar og þenslu í útlánum. Þetta virðast ráðamenn víða vera meðvitaðir um og má sem dæmi nefna að hin alþjóðlega Basel-nefnd um bankaeftirlit vinnur nú að tillögum sem fyrirséð er að munu þrengja enn frekar að útlánamöguleikum banka í framtíðinni. Þetta mun að öllum líkindum draga úr kerfisáhættu en að sama skapi verður fyrirtækjum og einstaklingum gert erfiðara fyrir að fá lán úr bankakerfinu. Munu fyrirtæki í leit að fjármagni því eðlilega líta til útgáfu hlutabréfa eða skuldabréfa í meiri mæli og er nokkuð líklegt að kauphallir verði þar í lykilhlutverki.
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar
Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun