Gagnrýnir græðgi og spillingu á Íslandi Freyr Bjarnason skrifar 21. ágúst 2013 10:00 Hörður Arnarson á Emmy-verðlaunahátíðinni árið 2011 ásamt eiginkonu sinni, dr. Dana Del George. Hörður Arnarson hefur gefið út á mynddiski heimildarmynd sína Decoding Iceland. Hún fjallar um Decode-ævintýrið og tímabilið frá komu fyrirtækisins til landsins allt fram að bankahruninu. Myndin var sýnd á RIFF-hátíðinni og á Los Angeles Scandinavian Film Festival árið 2010. Þessi nýja DVD-útgáfa er 54 mínútna löng en sú fyrri var 94 mínútur. „Mig langaði að einfalda söguna og gera hana aðgengilegri,“ segir Hörður, sem hefur búið í Los Angeles í 25 ár. Hann hefur mest unnið við sjónvarpsframleiðslu og verið tilnefndur fjórum sinnum til Emmy-verðlaunanna fyrir klippingu á svokölluðu „non-scripted TV“, eða handritslausu sjónvarpi eins og t.d. Survivor. Aðspurður hvort Decoding Iceland hafi fengið svipuð viðbrögð og hann bjóst við segist hann hafa talið að Sjónvarpið myndi taka henni fagnandi og birta hana samkvæmt stefnuskrá sinni. „En þar sem efnið og efnistökin eru umdeilanleg held ég að þeir hafi ekki þorað að taka á henni,“ segir Hörður. „Enda er það kannski ekki furða, því myndin gagnrýnir græðgi og spillingu á Íslandi og sýnir fram á meðvirkni fjölmiðla í aðdragandanum að hruninu mikla árið 2008. Þar fyrir utan má nefna að Páll Magnússon, núverandi útvarpsstjóri Rúv, var áður stjórnandi almenningstengsla hjá Decode.“ Spurður hvort Íslendingar hefðu ekki gott af því að sjá myndina segir Hörður: „Ég tel myndina hið ágætasta fræðsluefni um eðli hins frjálsa markaðar án eftirlits og hvernig græðgi og spilling á auðvelt uppdráttar í litlu og óreyndu samfélagi eins og Íslandi. Sérstaklega tel ég innihaldið mikilvægt í tengslum við umræðu um hvernig skuli haga tekjuöflun og eignarrétti á náttúrulegum auðlindum Íslendinga. Gen Íslendinga, læknaskrár þeirra hundrað ár aftur í tímann og gagnasafn Decode sem byggir á því er klárlega náttúruauðlind,“ segir hann. „Svo stór er þessi auðlind að hún er kölluð „Big Data“ af sérfræðingum. Þar eru svo miklar hráar upplýsingar saman komnar að núverandi eigandi þessa sýnasafns, bandaríski lyfjarisinn Amgen, kemur til með að njóta forskots vegna þeirra í áratugi án þess að nokkur Íslendingur fyrir utan Kára Stefánsson fái krónu fyrir og hvað þá galtómur ríkissjóður.“ Decoding Iceland Trailer 2103 from H.A. Arnarson on Vimeo. Mest lesið Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ Tónlist Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá Lífið „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Lífið Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe Lífið Stjörnulífið: Ár gellunnar Lífið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Leikirnir sem beðið er eftir Leikjavísir Fannar og Jói böðuðu hvor annan Lífið „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Lífið Fleiri fréttir Maðurinn sem vann með Elton John, ABBA og Donnu Summer Fáum við einn þátt í viðbót af Stranger Things? Blaðri því út um allan bæ að hann sé næsti Bond Béla Tarr er látinn Óttast að kvikmyndahús endi eins og djassklúbbar Játaði ást sína á Jenner Marvel-stjarna varð fyrir heilaskaða Enduðu Stranger Things í Þjórsárdal Fyrsta stiklan úr Íslandsstórvirki Nolan mætt á netið Wire-stjarna látin langt fyrir aldur fram Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2025 Framhald af Napóleonsskjölunum í vinnslu Enginn Óskar til Íslands 2026 Bestu myndir Robs Reiner Dick van Dyke á hundrað ára afmæli Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Nágrannar kveðja endanlega í dag Lawrence og Hutcherson snúa aftur í Hungurleikana Ósáttur við framhaldið: „Skildu ekki hvað gerði þá fyrstu sérstaka“ „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Yrsa, Hannes og Björg í eina sæng með Thule Sjá meira
Hörður Arnarson hefur gefið út á mynddiski heimildarmynd sína Decoding Iceland. Hún fjallar um Decode-ævintýrið og tímabilið frá komu fyrirtækisins til landsins allt fram að bankahruninu. Myndin var sýnd á RIFF-hátíðinni og á Los Angeles Scandinavian Film Festival árið 2010. Þessi nýja DVD-útgáfa er 54 mínútna löng en sú fyrri var 94 mínútur. „Mig langaði að einfalda söguna og gera hana aðgengilegri,“ segir Hörður, sem hefur búið í Los Angeles í 25 ár. Hann hefur mest unnið við sjónvarpsframleiðslu og verið tilnefndur fjórum sinnum til Emmy-verðlaunanna fyrir klippingu á svokölluðu „non-scripted TV“, eða handritslausu sjónvarpi eins og t.d. Survivor. Aðspurður hvort Decoding Iceland hafi fengið svipuð viðbrögð og hann bjóst við segist hann hafa talið að Sjónvarpið myndi taka henni fagnandi og birta hana samkvæmt stefnuskrá sinni. „En þar sem efnið og efnistökin eru umdeilanleg held ég að þeir hafi ekki þorað að taka á henni,“ segir Hörður. „Enda er það kannski ekki furða, því myndin gagnrýnir græðgi og spillingu á Íslandi og sýnir fram á meðvirkni fjölmiðla í aðdragandanum að hruninu mikla árið 2008. Þar fyrir utan má nefna að Páll Magnússon, núverandi útvarpsstjóri Rúv, var áður stjórnandi almenningstengsla hjá Decode.“ Spurður hvort Íslendingar hefðu ekki gott af því að sjá myndina segir Hörður: „Ég tel myndina hið ágætasta fræðsluefni um eðli hins frjálsa markaðar án eftirlits og hvernig græðgi og spilling á auðvelt uppdráttar í litlu og óreyndu samfélagi eins og Íslandi. Sérstaklega tel ég innihaldið mikilvægt í tengslum við umræðu um hvernig skuli haga tekjuöflun og eignarrétti á náttúrulegum auðlindum Íslendinga. Gen Íslendinga, læknaskrár þeirra hundrað ár aftur í tímann og gagnasafn Decode sem byggir á því er klárlega náttúruauðlind,“ segir hann. „Svo stór er þessi auðlind að hún er kölluð „Big Data“ af sérfræðingum. Þar eru svo miklar hráar upplýsingar saman komnar að núverandi eigandi þessa sýnasafns, bandaríski lyfjarisinn Amgen, kemur til með að njóta forskots vegna þeirra í áratugi án þess að nokkur Íslendingur fyrir utan Kára Stefánsson fái krónu fyrir og hvað þá galtómur ríkissjóður.“ Decoding Iceland Trailer 2103 from H.A. Arnarson on Vimeo.
Mest lesið Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ Tónlist Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá Lífið „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Lífið Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe Lífið Stjörnulífið: Ár gellunnar Lífið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Leikirnir sem beðið er eftir Leikjavísir Fannar og Jói böðuðu hvor annan Lífið „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Lífið Fleiri fréttir Maðurinn sem vann með Elton John, ABBA og Donnu Summer Fáum við einn þátt í viðbót af Stranger Things? Blaðri því út um allan bæ að hann sé næsti Bond Béla Tarr er látinn Óttast að kvikmyndahús endi eins og djassklúbbar Játaði ást sína á Jenner Marvel-stjarna varð fyrir heilaskaða Enduðu Stranger Things í Þjórsárdal Fyrsta stiklan úr Íslandsstórvirki Nolan mætt á netið Wire-stjarna látin langt fyrir aldur fram Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2025 Framhald af Napóleonsskjölunum í vinnslu Enginn Óskar til Íslands 2026 Bestu myndir Robs Reiner Dick van Dyke á hundrað ára afmæli Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Nágrannar kveðja endanlega í dag Lawrence og Hutcherson snúa aftur í Hungurleikana Ósáttur við framhaldið: „Skildu ekki hvað gerði þá fyrstu sérstaka“ „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Yrsa, Hannes og Björg í eina sæng með Thule Sjá meira