Leikmenn eru keyptir hægri vinstri Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 29. ágúst 2013 07:30 Guðbjörg hefur ekki þurft að hirða boltann oft úr netinu undanfarnar vikur. MynD/Guðmundur Svansson Guðbjörg Gunnarsdóttir fór mikinn í marki íslenska landsliðsins á Evrópumótinu í Svíþjóð. Guðbjörg spilar með Avaldsnes í norsku úrvalsdeildinni en liðinu hefur vegnað vel undanfarnar vikur. Liðið hefur unnið fimm leiki af síðustu sex og aðeins fengið á sig tvö mörk. Liðið er komið í 5. sæti eftir erfiða byrjun. „Við höfum verið öflugar fram á við allt tímabilið og alltaf líklegar til að skora. Skipulag í vörninni hefur ekki gengið jafnvel, sem er kannski skiljanlegt með svona marga útlendinga og ólíkan fótboltakúltúr,“ segir Guðbjörg. Auk Guðbjargar leika Hólmfríður Magnúsdóttir, Mist Edvardsdóttir og Þórunn Helga Jónsdóttir með liðinu, sem er nýliði í efstu deild. Greinilegt er að liðið ætlar sér stóra hluti enda fjöldi erlendra leikmanna mikill. „Ég held að það séu sautján útlendingar í liðinu,“ segir Guðbjörg en einnig eru norskar landsliðsstelpur í liðinu. „Það hefur verið erfitt að púsla þessu saman en við verðum betri með hverjum leiknum.“ Eins og gefur að skilja er mikil samkeppni um stöðu í byrjunarliðinu. „Við erum nýbúin að fá kanadískan markvörð þannig að ég er með jafnmikla samkeppni og aðrir. Það eru allir á tánum og ekki gefið að neinn spili,“ segir Guðbjörg. Máli sínu til stuðnings bendir hún á að ástralskur landsliðsmaður hafi ekki komist í leikmannahópinn á dögunum. Sú hafi þurft að gera sér sæti í stúkunni að góðu. „Það er mjög gaman að taka þátt í þessu og þetta er spennandi. Ég hef aldrei orðið vitni að jafnmiklu veldi í kvennafótbolta. Leikmenn eru keyptir hægri vinstri,“ segir Guðbjörg. Liðið fékk sex nýja leikmenn til liðsins í félagaskiptaglugganum. Þrjár landsliðskonur frá Brasilíu, tvo Þjóðverja og fyrrnefndan kanadískan markvörð. Sá hefur ekki enn spilað enda sjálfstraust Guðbjargar mikið í markinu eftir EM í Svíþjóð. Hún þekkir þó vel það hlutskipti að þurfa að dúsa á bekknum, sem er aldrei skemmtilegt. „Ég tek að sjálfsögðu mjög vel á móti henni. Ég er náttúrulega fyrirliði og reyni að koma fram við alla eins. Hún hefur tekið þessu ágætlega og væntanlega vitað út í hvað hún var að fara.“ Fótbolti Íslenski boltinn Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið „Engar svakalegar reglur hér“ Fótbolti Treyjan hans Bjarka í góðum höndum hjá Mainoo Fótbolti Lokaæfing fyrir EM tekin í þrumum og eldingum Fótbolti „Þetta er svekkjandi“ Fótbolti Biðjast afsökunar á kynningarmyndbandi Fótbolti „Vonbrigði að komast ekki í úrslitin í fyrra“ Fótbolti „Mitt persónulega markmið að kveikja í stuðningsmönnum Vals“ Fótbolti Trent lagði upp er Madrídingar komust í átta liða úrslit Fótbolti Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Handbolti „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Lokaæfing fyrir EM tekin í þrumum og eldingum „Þetta er svekkjandi“ „Engar svakalegar reglur hér“ „Vonbrigði að komast ekki í úrslitin í fyrra“ Treyjan hans Bjarka í góðum höndum hjá Mainoo „Mitt persónulega markmið að kveikja í stuðningsmönnum Vals“ Trent lagði upp er Madrídingar komust í átta liða úrslit Biðjast afsökunar á kynningarmyndbandi „Þegar allir eru tilbúnir að gefa af sér þá gerast svona hlutir“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-1 | Valur í úrslit Innkoma Caulker jákvæð: „Tekið vel á varnarhlutanum“ Klár í erfiðan slag við Ísland: „Þær eru fljótar en við erum með svipað lið“ „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ Glódís alveg búin að kveðja meiðslin og allar klárar í slag við Finna Svona var fundurinn fyrir fyrsta leik Íslands á EM Þjálfari Finna segir sitt lið þurfa að varast Sveindísi „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Fjöldi Íslendinga á EM og Tólfan slær taktinn Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Orðnar vanar hitanum án loftkælingar en fannst rigningin góð Ætla skrefinu lengra: „Menn muna þá tilfinningu vel“ EM í dag: Ánægjuleg truflun og þungu fargi létt Opnaði Instagram og sá að hún væri á leiðinni á EM í Sviss Hefur haldið hreinu oftast allra og nálgast leikjametið „Ef þú vilt ekki vera hérna, farðu bara“ „Auðvitað á þetta að vera svona hjá KSÍ líka“ Bonmatí komin til móts við spænska landsliðið Efaðist en lagði allt í sölurnar fyrir EM: „Mörg gleðitár“ City úr leik eftir sjö marka spennutrylli gegn Al-Hilal Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Sjá meira
Guðbjörg Gunnarsdóttir fór mikinn í marki íslenska landsliðsins á Evrópumótinu í Svíþjóð. Guðbjörg spilar með Avaldsnes í norsku úrvalsdeildinni en liðinu hefur vegnað vel undanfarnar vikur. Liðið hefur unnið fimm leiki af síðustu sex og aðeins fengið á sig tvö mörk. Liðið er komið í 5. sæti eftir erfiða byrjun. „Við höfum verið öflugar fram á við allt tímabilið og alltaf líklegar til að skora. Skipulag í vörninni hefur ekki gengið jafnvel, sem er kannski skiljanlegt með svona marga útlendinga og ólíkan fótboltakúltúr,“ segir Guðbjörg. Auk Guðbjargar leika Hólmfríður Magnúsdóttir, Mist Edvardsdóttir og Þórunn Helga Jónsdóttir með liðinu, sem er nýliði í efstu deild. Greinilegt er að liðið ætlar sér stóra hluti enda fjöldi erlendra leikmanna mikill. „Ég held að það séu sautján útlendingar í liðinu,“ segir Guðbjörg en einnig eru norskar landsliðsstelpur í liðinu. „Það hefur verið erfitt að púsla þessu saman en við verðum betri með hverjum leiknum.“ Eins og gefur að skilja er mikil samkeppni um stöðu í byrjunarliðinu. „Við erum nýbúin að fá kanadískan markvörð þannig að ég er með jafnmikla samkeppni og aðrir. Það eru allir á tánum og ekki gefið að neinn spili,“ segir Guðbjörg. Máli sínu til stuðnings bendir hún á að ástralskur landsliðsmaður hafi ekki komist í leikmannahópinn á dögunum. Sú hafi þurft að gera sér sæti í stúkunni að góðu. „Það er mjög gaman að taka þátt í þessu og þetta er spennandi. Ég hef aldrei orðið vitni að jafnmiklu veldi í kvennafótbolta. Leikmenn eru keyptir hægri vinstri,“ segir Guðbjörg. Liðið fékk sex nýja leikmenn til liðsins í félagaskiptaglugganum. Þrjár landsliðskonur frá Brasilíu, tvo Þjóðverja og fyrrnefndan kanadískan markvörð. Sá hefur ekki enn spilað enda sjálfstraust Guðbjargar mikið í markinu eftir EM í Svíþjóð. Hún þekkir þó vel það hlutskipti að þurfa að dúsa á bekknum, sem er aldrei skemmtilegt. „Ég tek að sjálfsögðu mjög vel á móti henni. Ég er náttúrulega fyrirliði og reyni að koma fram við alla eins. Hún hefur tekið þessu ágætlega og væntanlega vitað út í hvað hún var að fara.“
Fótbolti Íslenski boltinn Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið „Engar svakalegar reglur hér“ Fótbolti Treyjan hans Bjarka í góðum höndum hjá Mainoo Fótbolti Lokaæfing fyrir EM tekin í þrumum og eldingum Fótbolti „Þetta er svekkjandi“ Fótbolti Biðjast afsökunar á kynningarmyndbandi Fótbolti „Vonbrigði að komast ekki í úrslitin í fyrra“ Fótbolti „Mitt persónulega markmið að kveikja í stuðningsmönnum Vals“ Fótbolti Trent lagði upp er Madrídingar komust í átta liða úrslit Fótbolti Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Handbolti „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Lokaæfing fyrir EM tekin í þrumum og eldingum „Þetta er svekkjandi“ „Engar svakalegar reglur hér“ „Vonbrigði að komast ekki í úrslitin í fyrra“ Treyjan hans Bjarka í góðum höndum hjá Mainoo „Mitt persónulega markmið að kveikja í stuðningsmönnum Vals“ Trent lagði upp er Madrídingar komust í átta liða úrslit Biðjast afsökunar á kynningarmyndbandi „Þegar allir eru tilbúnir að gefa af sér þá gerast svona hlutir“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-1 | Valur í úrslit Innkoma Caulker jákvæð: „Tekið vel á varnarhlutanum“ Klár í erfiðan slag við Ísland: „Þær eru fljótar en við erum með svipað lið“ „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ Glódís alveg búin að kveðja meiðslin og allar klárar í slag við Finna Svona var fundurinn fyrir fyrsta leik Íslands á EM Þjálfari Finna segir sitt lið þurfa að varast Sveindísi „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Fjöldi Íslendinga á EM og Tólfan slær taktinn Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Orðnar vanar hitanum án loftkælingar en fannst rigningin góð Ætla skrefinu lengra: „Menn muna þá tilfinningu vel“ EM í dag: Ánægjuleg truflun og þungu fargi létt Opnaði Instagram og sá að hún væri á leiðinni á EM í Sviss Hefur haldið hreinu oftast allra og nálgast leikjametið „Ef þú vilt ekki vera hérna, farðu bara“ „Auðvitað á þetta að vera svona hjá KSÍ líka“ Bonmatí komin til móts við spænska landsliðið Efaðist en lagði allt í sölurnar fyrir EM: „Mörg gleðitár“ City úr leik eftir sjö marka spennutrylli gegn Al-Hilal Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Sjá meira