Ekki missa vonina Dagur B. Eggertsson skrifar 2. september 2013 11:26 Við erum aftur orðin svartsýn samkvæmt könnunum. Hættum því. Ég skil hrollinn í einhverjum eftir loforðaflaum vorsins. En munum lærdóminn af hruninu: sígandi lukka er best. Þannig vinnur Reykjavík. Árið 2010 sögðum við að það tæki um fimm ár að ná sömu tekjum og við höfðum 2008. Þetta er að ganga eftir. Það hefur tekið á að koma sér fyrir í þrengri stakki en það hefur tekist með samstilltu átaki. Sumt gengur vonum framar. Börnum á skólaaldri líður betur. Þau ná meiri árangri þrátt fyrir niðurskurð og sparnað (hver hefði trúað því?). Jöfnuður eykst og glæpum fækkar. Við hreyfum okkur meira, hjólum og göngum sem aldrei fyrr. Atvinnuleysið er óvinur nr. 1. En góðu fréttirnar eru að atvinna hefur aukist meira og hraðar í Reykjavík en að meðaltali á Íslandi. Ferðaþjónustan blómstrar. Skapandi greinar og kvikmyndagerð veita fleiri og meira spennandi tækifæri en nokkru sinni. Stórtíðinda er að vænta af fjárfestingu í þekkingariðnaði í hjarta borgarinnar. Til að tryggja fulla atvinnu og öruggari hagvöxt þarf einmitt fjárfestingar. Ég hef því fundað með byggingaraðilum og lóðahöfum um alla borg til að heyra þeirra hugmyndir og leggja á ráðin um spennandi verkefni. Eftir þessa fundi er ég bjartsýnn. Reykjavík vantar íbúðir. Þær eru víða komnar í byggingu: kringum Hlemm, í Mánatúni, á Lýsisreit og í Vatnsmýri. Hafnarsvæðið, Úlfarsárdalurinn og Hlíðarendasvæðið fylgja fast á eftir. Við viljum fleiri litlar og meðalstórar íbúðir miðsvæðis, ekki síst fyrir erfiðan leigumarkaðinn. Við viljum líka byggja í holunni við Hörpu. Við viljum byggja við höfnina, við Laugaveginn og í Vísindagörðunum. Við viljum þó líka greiða leið fyrir nýja tónleikastaði og annað sem tryggir skemmtilega borg. Ég vil vera bjartsýnn á að nýja ríkisstjórnin eyði óvissu um verkefni fjárfestingaráætlunar fyrri ríkisstjórnar. Þar þarf bara að finna græna takkann. Grunnurinn að Húsi íslenskra fræða má ekki verða Gröf íslenskra fræða (á þjóðmenningarvaktinni). Fangelsið og Landspítalinn eru löngu tímabær framfaramál og Náttúruminjasafn í Perlunni getur orðið ómótstæðilegur viðkomustaður, lyftistöng fyrir raunvísindakennslu sem stendur undir sér með aðgangseyri ferðamanna. Reykjavík er á uppleið og getur gert enn betur ef við róum samtaka í sömu átt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dagur B. Eggertsson Mest lesið Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun Vannæring er aftur komin í tísku Guðrún Nanna Egilsdóttir Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir Skoðun Inga Sæland Árný Björg Blandon Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson Skoðun Við þurfum betri döner í Reykjavík Björn Teitsson Skoðun Um tvo frídaga að vetri: Annan nýjan, hinn eldri Guðmundur D. Haraldsson Skoðun Klappstýrur iðnaðarins Árni Pétur Hilmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Lýðræðisveisla Guðný Birna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mótmæli bænda í ESB náðu eyrum þingsins í Strassborg Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg framtíðarinnar Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Um tvo frídaga að vetri: Annan nýjan, hinn eldri Guðmundur D. Haraldsson skrifar Skoðun Viðhaldsstjórnun Sveinn V. Ólafsson skrifar Skoðun Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Inga Sæland Árný Björg Blandon skrifar Skoðun Afnám lagaskyldu til jafnlaunavottunar er gott - en gullhúðað Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson skrifar Skoðun Hver leyfði aðgangsgjald að náttúruperlum? Runólfur Ólafsson,Breki Karlsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Klappstýrur iðnaðarins Árni Pétur Hilmarsson skrifar Skoðun Af hverju ætti ungt fólk að flytja heim eftir nám? Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar allir fá rödd — frá prentvél til samfélagsmiðla Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Við þurfum betri döner í Reykjavík Björn Teitsson skrifar Skoðun Vannæring er aftur komin í tísku Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Lykilár í framkvæmdum runnið upp skrifar Skoðun Hitamál Flatjarðarsinna Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af þessu tvennu, er mikilvægast að gera réttu hlutina Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Afburðakonuna Steinunni Gyðu í 2. sætið! Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Leghálsskimun – lítið mál! Vala Smáradóttir skrifar Skoðun SFS „tekur“ umræðuna líka Elías Pétur Viðfjörð Þórarinsson skrifar Skoðun Að standa með sjálfum sér Snorri Másson skrifar Skoðun Hvar er unga jafnaðarfólkið í Ráðhúsinu? Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í farsælli framtíð Líf Lárusdóttir skrifar Skoðun Krúnuleikar Trumps konungs Kristinn Hrafnsson skrifar Skoðun Stuðningur við lista- og menningarstarf í höfuðborginni Magnea Marinósdóttir skrifar Sjá meira
Við erum aftur orðin svartsýn samkvæmt könnunum. Hættum því. Ég skil hrollinn í einhverjum eftir loforðaflaum vorsins. En munum lærdóminn af hruninu: sígandi lukka er best. Þannig vinnur Reykjavík. Árið 2010 sögðum við að það tæki um fimm ár að ná sömu tekjum og við höfðum 2008. Þetta er að ganga eftir. Það hefur tekið á að koma sér fyrir í þrengri stakki en það hefur tekist með samstilltu átaki. Sumt gengur vonum framar. Börnum á skólaaldri líður betur. Þau ná meiri árangri þrátt fyrir niðurskurð og sparnað (hver hefði trúað því?). Jöfnuður eykst og glæpum fækkar. Við hreyfum okkur meira, hjólum og göngum sem aldrei fyrr. Atvinnuleysið er óvinur nr. 1. En góðu fréttirnar eru að atvinna hefur aukist meira og hraðar í Reykjavík en að meðaltali á Íslandi. Ferðaþjónustan blómstrar. Skapandi greinar og kvikmyndagerð veita fleiri og meira spennandi tækifæri en nokkru sinni. Stórtíðinda er að vænta af fjárfestingu í þekkingariðnaði í hjarta borgarinnar. Til að tryggja fulla atvinnu og öruggari hagvöxt þarf einmitt fjárfestingar. Ég hef því fundað með byggingaraðilum og lóðahöfum um alla borg til að heyra þeirra hugmyndir og leggja á ráðin um spennandi verkefni. Eftir þessa fundi er ég bjartsýnn. Reykjavík vantar íbúðir. Þær eru víða komnar í byggingu: kringum Hlemm, í Mánatúni, á Lýsisreit og í Vatnsmýri. Hafnarsvæðið, Úlfarsárdalurinn og Hlíðarendasvæðið fylgja fast á eftir. Við viljum fleiri litlar og meðalstórar íbúðir miðsvæðis, ekki síst fyrir erfiðan leigumarkaðinn. Við viljum líka byggja í holunni við Hörpu. Við viljum byggja við höfnina, við Laugaveginn og í Vísindagörðunum. Við viljum þó líka greiða leið fyrir nýja tónleikastaði og annað sem tryggir skemmtilega borg. Ég vil vera bjartsýnn á að nýja ríkisstjórnin eyði óvissu um verkefni fjárfestingaráætlunar fyrri ríkisstjórnar. Þar þarf bara að finna græna takkann. Grunnurinn að Húsi íslenskra fræða má ekki verða Gröf íslenskra fræða (á þjóðmenningarvaktinni). Fangelsið og Landspítalinn eru löngu tímabær framfaramál og Náttúruminjasafn í Perlunni getur orðið ómótstæðilegur viðkomustaður, lyftistöng fyrir raunvísindakennslu sem stendur undir sér með aðgangseyri ferðamanna. Reykjavík er á uppleið og getur gert enn betur ef við róum samtaka í sömu átt.
Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun
Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar
Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun