Stöndum vörð um skapandi atvinnugreinar Kolbrún Halldórsdóttir skrifar 3. september 2013 06:00 Ekki líður á löngu þar til fyrsta fjárlagafrumvarp nýrrar ríkisstjórnar lítur dagsins ljós. Þess er nú beðið með eftirvæntingu í opinberum stofnunum og meðal þeirra sem reiða sig á opinber framlög til samfélagslegra verkefna af fjölbreyttum toga. En eftirvæntingin er lituð óróleika vegna óvissu um niðurstöðuna. Ríkisstjórnin hefur boðað niðurskurðaraðgerðir og hefur falið sérskipuðum hópi að gera tillögur að hagræðingu í ríkisrekstri. Í umfjöllun fjölmiðla um væntanlegar hagræðingaraðgerðir hefur þriggja ára fjárfestingaráætlun fyrri ríkisstjórnar gjarnan borið á góma og því haldið fram að hún sé í uppnámi að meira eða minna leyti. Sú áætlun var fyrst kynnt á vordögum 2012 og á fjárlögum yfirstandandi árs eru liðlega tíu milljarðar merktir verkefnum sem tilheyra áætluninni. Tekjuhlið áætlunarinnar hefur verið umdeild og ljóst að sá hluti hennar sem tengdur var auknum arði af veiðigjaldi mun ekki ganga eftir og óljóst hvað verður með þann hluta sem tengdur var arði af eignasölu. Fjárfestingaráætluninni var ætlað að fjármagna viðamikil verkefni á vettvangi samgangna auk byggingar nýs fangelsis og húss íslenskra fræða, einnig gerði hún ráð fyrir auknum stuðningi við rannsóknir og tækniþróun, uppbyggingu ferðamannastaða og friðlýstra svæða auk ýmissa verkefna á sviði græna hagkerfisins. Þá eru ótalin verkefni á vettvangi lista og skapandi greina, en þau eru einmitt tilefni þessa pistils. 190 milljarða velta Á undanförnum árum hefur talsverð vinna verið lögð í kortlagningu skapandi greina, m.a. gerð rannsókn á hagrænum áhrifum þeirra, sem leiddi í ljós að árleg velta greinanna nemur um 190 milljörðum króna og að þær skapa um 10.000 ársstörf. Um þessar mundir starfa fjögur ráðuneyti saman að því að skilgreina stjórnsýslu greinanna og framtíðarstefnu á grundvelli skýrslu sem gefin var út á haustdögum 2012. Með fjárfestingaráætlun fyrri ríkisstjórnar voru sett fram áform til þriggja ára um aukin framlög til verkefnatengdra sjóða á vettvangi lista og sköpunar. Í krafti hennar var framlag til Kvikmyndasjóðs tvöfaldað auk þess sem stofnaðir voru fjórir nýir sjóðir, sem nokkuð lengi hafði verið beðið eftir, þ.e. Hönnunarsjóður, Myndlistarsjóður, Útflutningssjóður tónlistar og Handverkssjóður. Þá var sett aukið fjármagn til sjóða á sviði bókmennta, til starfsemi atvinnuleikhópa og til Tónlistarsjóðs. Í heildina er hér um að ræða stuðning við skapandi atvinnulíf upp á 720 milljónir króna, þar af 470 milljónir til Kvikmyndasjóðs og 250 milljónir í aðra sjóði. Þessir fjármunir eru til staðar í fjárlögum 2013 og augljóst að ef þeirra nýtur ekki við í fjárlögum 2014 mun það koma hart niður á uppbyggingu þeirra atvinnugreina sem byggja á starfi listamanna og hönnuða. Mikið í húfi Forsvarsmenn aðildarfélaga BÍL – Bandalags íslenskra listamanna, sem eru 14 talsins og hafa innan sinna vébanda um 4.000 félagsmenn; listamenn og hönnuði, hafa undanfarið gengið á fundi ráðherra í ríkisstjórninni til að gera grein fyrir þessari stöðu og óskað eftir áframhaldandi stuðningi við uppbyggingu skapandi atvinnugreina. Mikilvægi þessara greina er t.d. sýnilegt í ferðaþjónustu, sem um þessar mundir er sú atvinnugrein sem er í örustum vexti hér á landi. Þegar erlendir ferðamenn eru spurðir að því hvað hafi ráðið því að þeir völdu Ísland sem áfangastað kemur í ljós að næst íslenskri náttúru hafa menning og listir mest aðdráttarafl. Gefandi samstarf hefur þróast milli ferðaþjónustunnar og skapandi greina, t.d. með þátttöku í stefnumótun Íslandsstofu og einnig með kraftmiklu samstarfi við menningar- og ferðamálasvið Reykjavíkurborgar. Sú staðreynd að Listaháskóli Íslands útskrifar á hverju ári fjölda listamanna og hönnuða vegur að sjálfsögðu þungt í þessum efnum. Aðrir háskólar hafa einnig aukið vægi skapandi greina, má þar t.d. nefna námsbrautir í hagnýtri menningarmiðlun af ýmsu tagi. Þá hafa sveitarfélögin á landsbyggðinni lagt á það áherslu að byggja upp atvinnutækifæri tengd listum og skapandi greinum. Nægir að nefna fjölbreytta flóru hátíða í bæjarfélögum víðsvegar um landið, uppbyggingu handverks- og listamiðstöðva, auk markvissara samstarfs á vettvangi sveitarfélaga t.d. á Austurlandi með sameinandi afli Austurbrúar. Með menntuðu og hugmyndaríku fólki og nýjum leiðum til samstarfs, opnast ótal möguleikar á að framkvæma skapandi hugmyndir, oft í samstarfi við aðrar atvinnugreinar, jafnvel sjávarútveg og landbúnað. Það er því mikið í húfi og mikil sú ábyrgð sem hvílir á herðum þeirra sem undirbúa fjárlagatillögur fyrir næstu ár. Listamenn og hönnuðir hafa lagt fram þá frómu ósk að ráðamenn standi vörð um gríðarlega möguleika skapandi atvinnugreina á næstu árum, greina sem hafa sannað sig sem einn öflugasti vaxtarsprotinn í íslensku atvinnulífi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbrún Halldórsdóttir Tengdar fréttir Óttaslegnir listamenn Kolbrún Halldórsdóttir, forseti BÍL- Bandalags íslenskra listamanna, hefur verulegar áhyggjur af því að listir og menning beri skarðan hlut frá borði þegar fyrsta fjárlagafrumvarp nýrrar ríkisstjórnar lítur dagsins ljós. 3. september 2013 08:29 Vill niðurskurð útgjalda til lista og menningar Grímur Gíslason, miðstjórnarmaður í Sjálfstæðisflokknum, segist gera þá kröfu á hendur sínum mönnum í ríkissjórn að þeir skeri niður fjárframlög til menningarmála. Vigdís Hauksdóttir, formaður fjárlaganefndar, segir að það muni liggja fyrir 1. október hver hnífurinn fer á loft. 3. september 2013 12:32 Sjón hraunar yfir Vestmannaeyinga Telur besta fólkinu hafa verið rænt af Tyrkjum og restina sitja eftir við útgerðarmannadekur og brekkusöng. 3. september 2013 16:15 Mest lesið Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Meira fyrir eldri borgara Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic skrifar Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Samvera er heilsuefling Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Skuldaskellir, nýr jólasveinn sveitarfélaga? Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fullveldi á okkar forsendum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Gagnaver – reynsla frá Danmörku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir skrifar Skoðun Fræðsla, forvarnir og lög gegn stafrænu ofbeldi Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hvaða öryggistæki á daginn í dag? Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Er RÚV, BBC okkar Íslendinga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Meira fyrir eldri borgara Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Opin Þjóðkirkja í sókn Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Áform sem ógna hagsmunum sveitarfélaga Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Aðvörunarorð Rutte, framkvæmdastjóra NATO Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Ekki stimpla mig! Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Karlar gegn kynbundnu ofbeldi Þorgerður J. Einarsdóttir,Ingólfur Á. Jóhannesson skrifar Skoðun 3.860 börn í Reykjavík nýttu ekki frístundastyrkinn Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aldrei gefast upp Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Að búa til eitthvað úr engu Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Stafrænt ofbeldi: Ógn sem fylgir þolendum hvert sem þeir fara Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Mikilvægt að taka upp keflið og byrja að baka Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Sakborningurinn og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Vinnum hratt og vinnum saman Jóhanna Hlín Auðunsdóttir skrifar Skoðun Er líf karlmanns 75% af virði lífi konu? Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Ekki líður á löngu þar til fyrsta fjárlagafrumvarp nýrrar ríkisstjórnar lítur dagsins ljós. Þess er nú beðið með eftirvæntingu í opinberum stofnunum og meðal þeirra sem reiða sig á opinber framlög til samfélagslegra verkefna af fjölbreyttum toga. En eftirvæntingin er lituð óróleika vegna óvissu um niðurstöðuna. Ríkisstjórnin hefur boðað niðurskurðaraðgerðir og hefur falið sérskipuðum hópi að gera tillögur að hagræðingu í ríkisrekstri. Í umfjöllun fjölmiðla um væntanlegar hagræðingaraðgerðir hefur þriggja ára fjárfestingaráætlun fyrri ríkisstjórnar gjarnan borið á góma og því haldið fram að hún sé í uppnámi að meira eða minna leyti. Sú áætlun var fyrst kynnt á vordögum 2012 og á fjárlögum yfirstandandi árs eru liðlega tíu milljarðar merktir verkefnum sem tilheyra áætluninni. Tekjuhlið áætlunarinnar hefur verið umdeild og ljóst að sá hluti hennar sem tengdur var auknum arði af veiðigjaldi mun ekki ganga eftir og óljóst hvað verður með þann hluta sem tengdur var arði af eignasölu. Fjárfestingaráætluninni var ætlað að fjármagna viðamikil verkefni á vettvangi samgangna auk byggingar nýs fangelsis og húss íslenskra fræða, einnig gerði hún ráð fyrir auknum stuðningi við rannsóknir og tækniþróun, uppbyggingu ferðamannastaða og friðlýstra svæða auk ýmissa verkefna á sviði græna hagkerfisins. Þá eru ótalin verkefni á vettvangi lista og skapandi greina, en þau eru einmitt tilefni þessa pistils. 190 milljarða velta Á undanförnum árum hefur talsverð vinna verið lögð í kortlagningu skapandi greina, m.a. gerð rannsókn á hagrænum áhrifum þeirra, sem leiddi í ljós að árleg velta greinanna nemur um 190 milljörðum króna og að þær skapa um 10.000 ársstörf. Um þessar mundir starfa fjögur ráðuneyti saman að því að skilgreina stjórnsýslu greinanna og framtíðarstefnu á grundvelli skýrslu sem gefin var út á haustdögum 2012. Með fjárfestingaráætlun fyrri ríkisstjórnar voru sett fram áform til þriggja ára um aukin framlög til verkefnatengdra sjóða á vettvangi lista og sköpunar. Í krafti hennar var framlag til Kvikmyndasjóðs tvöfaldað auk þess sem stofnaðir voru fjórir nýir sjóðir, sem nokkuð lengi hafði verið beðið eftir, þ.e. Hönnunarsjóður, Myndlistarsjóður, Útflutningssjóður tónlistar og Handverkssjóður. Þá var sett aukið fjármagn til sjóða á sviði bókmennta, til starfsemi atvinnuleikhópa og til Tónlistarsjóðs. Í heildina er hér um að ræða stuðning við skapandi atvinnulíf upp á 720 milljónir króna, þar af 470 milljónir til Kvikmyndasjóðs og 250 milljónir í aðra sjóði. Þessir fjármunir eru til staðar í fjárlögum 2013 og augljóst að ef þeirra nýtur ekki við í fjárlögum 2014 mun það koma hart niður á uppbyggingu þeirra atvinnugreina sem byggja á starfi listamanna og hönnuða. Mikið í húfi Forsvarsmenn aðildarfélaga BÍL – Bandalags íslenskra listamanna, sem eru 14 talsins og hafa innan sinna vébanda um 4.000 félagsmenn; listamenn og hönnuði, hafa undanfarið gengið á fundi ráðherra í ríkisstjórninni til að gera grein fyrir þessari stöðu og óskað eftir áframhaldandi stuðningi við uppbyggingu skapandi atvinnugreina. Mikilvægi þessara greina er t.d. sýnilegt í ferðaþjónustu, sem um þessar mundir er sú atvinnugrein sem er í örustum vexti hér á landi. Þegar erlendir ferðamenn eru spurðir að því hvað hafi ráðið því að þeir völdu Ísland sem áfangastað kemur í ljós að næst íslenskri náttúru hafa menning og listir mest aðdráttarafl. Gefandi samstarf hefur þróast milli ferðaþjónustunnar og skapandi greina, t.d. með þátttöku í stefnumótun Íslandsstofu og einnig með kraftmiklu samstarfi við menningar- og ferðamálasvið Reykjavíkurborgar. Sú staðreynd að Listaháskóli Íslands útskrifar á hverju ári fjölda listamanna og hönnuða vegur að sjálfsögðu þungt í þessum efnum. Aðrir háskólar hafa einnig aukið vægi skapandi greina, má þar t.d. nefna námsbrautir í hagnýtri menningarmiðlun af ýmsu tagi. Þá hafa sveitarfélögin á landsbyggðinni lagt á það áherslu að byggja upp atvinnutækifæri tengd listum og skapandi greinum. Nægir að nefna fjölbreytta flóru hátíða í bæjarfélögum víðsvegar um landið, uppbyggingu handverks- og listamiðstöðva, auk markvissara samstarfs á vettvangi sveitarfélaga t.d. á Austurlandi með sameinandi afli Austurbrúar. Með menntuðu og hugmyndaríku fólki og nýjum leiðum til samstarfs, opnast ótal möguleikar á að framkvæma skapandi hugmyndir, oft í samstarfi við aðrar atvinnugreinar, jafnvel sjávarútveg og landbúnað. Það er því mikið í húfi og mikil sú ábyrgð sem hvílir á herðum þeirra sem undirbúa fjárlagatillögur fyrir næstu ár. Listamenn og hönnuðir hafa lagt fram þá frómu ósk að ráðamenn standi vörð um gríðarlega möguleika skapandi atvinnugreina á næstu árum, greina sem hafa sannað sig sem einn öflugasti vaxtarsprotinn í íslensku atvinnulífi.
Óttaslegnir listamenn Kolbrún Halldórsdóttir, forseti BÍL- Bandalags íslenskra listamanna, hefur verulegar áhyggjur af því að listir og menning beri skarðan hlut frá borði þegar fyrsta fjárlagafrumvarp nýrrar ríkisstjórnar lítur dagsins ljós. 3. september 2013 08:29
Vill niðurskurð útgjalda til lista og menningar Grímur Gíslason, miðstjórnarmaður í Sjálfstæðisflokknum, segist gera þá kröfu á hendur sínum mönnum í ríkissjórn að þeir skeri niður fjárframlög til menningarmála. Vigdís Hauksdóttir, formaður fjárlaganefndar, segir að það muni liggja fyrir 1. október hver hnífurinn fer á loft. 3. september 2013 12:32
Sjón hraunar yfir Vestmannaeyinga Telur besta fólkinu hafa verið rænt af Tyrkjum og restina sitja eftir við útgerðarmannadekur og brekkusöng. 3. september 2013 16:15
Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Stafrænt ofbeldi: Ógn sem fylgir þolendum hvert sem þeir fara Jenný Kristín Valberg skrifar
Skoðun Mikilvægt að taka upp keflið og byrja að baka Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar