Vildu ekki stúlku í aðalhlutverkið Sara McMahon skrifar 4. september 2013 23:00 Lily Collins fer með hlutverk Clary Fray í kvikmyndinni Mortal Instruments: City of Bones. Ævintýramyndin Mortal Instruments: City of Bones er byggð á samnefndri metsölubók rithöfundarins Cassöndru Clare, en bókin er sú fyrsta í bókaflokknum um skuggaveiðarann Clary Fray. Myndin segir frá unglingsstúlkunni Clary Fray sem býr ásamt móður sinni í Manhattan. Kvöld eitt ákveður hún að sækja skemmtistað ásamt besta vini sínum, Simon Lewis, og verður þar ein vitni að morði. Sama kvöld er móður Clary rænt og í kjölfarið kemst stúlkan að því að móðir hennar, og hún sjálf, tilheyra hópi svokallaðra skuggaveiðara. Skuggaveiðarar eru hópur fólks sem hefur það hlutverk að halda djöflum og öðrum yfirnáttúrulegum óvættum í skefjum. Skuggaveiðarinn Jace Wayland, sá er Clary sá deyða djöfulinn inni á skemmtistaðnum umrætt kvöld, leiðir hana í sannleikann um skuggaveiðarana og aðstoðar hana við að hafa uppi á móður sinni. Leikkonan Lily Collins fer með hlutverk Clary Fray og með önnur hlutverk fara leikararnir Jamie Campbell Bower, Robert Sheehan, Kevin Zegers og Lena Headey, sem mörg eru að stíga sín fyrstu skref innan leiklistarinnar. Leikstjóri myndarinnar er hinn norski Harald Zwart sem á að baki myndir á borð við sænsku hasarmyndina Hamilton frá árinu 1998 með Peter Stormare í aðalhlutverki og The Karate Kid með Jaden Smith og Jackie Chan í aðalhlutverkum. Zwart hefur einnig leikstýrt tveimur tónlistarmyndböndum hljómsveitarinnar a-ha. Leikstjórinn er þekktur fyrir að reyna að lauma kennimerkjum norska fótboltaliðsins Fredrikstad F.K. í kvikmyndir sínar.Vildu strák í aðalhlutverkið Cassandra Clare, höfundur bókanna um Clary Fray, átti í miklum erfiðleikum með að selja söguna til kvikmyndaframleiðenda. Fyrirtækin höfðu ekki áhuga á að framleiða kvikmynd þar sem höfuðrullan væri í höndum konu og óskuðu sum þeirra eftir því að kyn söguhetjunnar yrði breytt. Því neitaði Clare staðfastlega og úr varð að Clary fékk að halda sínu rétta kyni. Breski leikarinn Alex Pettyfer átti upphaflega að fara með hlutverk Jace Wayland en afþakkaði boðið. Alexander Ludwig, Ed Speleers, Xavier Samuel, Nico Tortorella, Max Irons, sonur leikarans Jeremy Irons og Douglas Booth, sem fer með hlutverk í stórmyndinni Noah, föluðust allir eftir hlutverki Wayland, en Bower hreppti loks hnossið. Myndin hefur fengið heldur slaka dóma frá gagnrýnendum vefsíðunnar Rottentomatoes, þeir gefa myndinni aðeins 12 prósent í einkunn. Hinn almenni áhorfandi er töluvert ánægðari með afraksturinn og gefur henni 71 prósent í einkunn.Ungir leikarar á uppleið *Lily Jane Collins, fædd þann 18. mars árið 1989, leikur Clary Fray. Hún er dóttir tónlistarmannsins Phils Collins og þekktust fyrir hlutverk sín í kvikmyndunum The Blind Side, Abduction og Mirror Mirror, þar sem hún fer með hlutverk Mjallhvítar. * James Metcalfe Campbell Bower, fæddur þann 22. nóvember 1988, fer með hlutverk Jace Wayland. Bower hefur áður farið með smærri hlutverk í myndum á borð við Sweeney Todd: The Demon Barber of Fleet Street, Twilight og Harry Potter and the Deathly Hallows – Part 1. * Robert Michael Sheehan er fæddur þann 7. janúar árið 1988 og leikur Simon Lewis. Hann er írskur og á móðurmálinu heitir hann Roibeárd Mícheál Ó Siodhacháin. Sheehan er þekktastur fyrir hlutverk sín í myndunum Misfits og Killing Bono. Mest lesið Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ Tónlist Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá Lífið „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Lífið Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe Lífið Stjörnulífið: Ár gellunnar Lífið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Leikirnir sem beðið er eftir Leikjavísir Fannar og Jói böðuðu hvor annan Lífið „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Lífið Fleiri fréttir Maðurinn sem vann með Elton John, ABBA og Donnu Summer Fáum við einn þátt í viðbót af Stranger Things? Blaðri því út um allan bæ að hann sé næsti Bond Béla Tarr er látinn Óttast að kvikmyndahús endi eins og djassklúbbar Játaði ást sína á Jenner Marvel-stjarna varð fyrir heilaskaða Enduðu Stranger Things í Þjórsárdal Fyrsta stiklan úr Íslandsstórvirki Nolan mætt á netið Wire-stjarna látin langt fyrir aldur fram Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2025 Framhald af Napóleonsskjölunum í vinnslu Enginn Óskar til Íslands 2026 Bestu myndir Robs Reiner Dick van Dyke á hundrað ára afmæli Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Nágrannar kveðja endanlega í dag Lawrence og Hutcherson snúa aftur í Hungurleikana Ósáttur við framhaldið: „Skildu ekki hvað gerði þá fyrstu sérstaka“ „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Yrsa, Hannes og Björg í eina sæng með Thule Sjá meira
Ævintýramyndin Mortal Instruments: City of Bones er byggð á samnefndri metsölubók rithöfundarins Cassöndru Clare, en bókin er sú fyrsta í bókaflokknum um skuggaveiðarann Clary Fray. Myndin segir frá unglingsstúlkunni Clary Fray sem býr ásamt móður sinni í Manhattan. Kvöld eitt ákveður hún að sækja skemmtistað ásamt besta vini sínum, Simon Lewis, og verður þar ein vitni að morði. Sama kvöld er móður Clary rænt og í kjölfarið kemst stúlkan að því að móðir hennar, og hún sjálf, tilheyra hópi svokallaðra skuggaveiðara. Skuggaveiðarar eru hópur fólks sem hefur það hlutverk að halda djöflum og öðrum yfirnáttúrulegum óvættum í skefjum. Skuggaveiðarinn Jace Wayland, sá er Clary sá deyða djöfulinn inni á skemmtistaðnum umrætt kvöld, leiðir hana í sannleikann um skuggaveiðarana og aðstoðar hana við að hafa uppi á móður sinni. Leikkonan Lily Collins fer með hlutverk Clary Fray og með önnur hlutverk fara leikararnir Jamie Campbell Bower, Robert Sheehan, Kevin Zegers og Lena Headey, sem mörg eru að stíga sín fyrstu skref innan leiklistarinnar. Leikstjóri myndarinnar er hinn norski Harald Zwart sem á að baki myndir á borð við sænsku hasarmyndina Hamilton frá árinu 1998 með Peter Stormare í aðalhlutverki og The Karate Kid með Jaden Smith og Jackie Chan í aðalhlutverkum. Zwart hefur einnig leikstýrt tveimur tónlistarmyndböndum hljómsveitarinnar a-ha. Leikstjórinn er þekktur fyrir að reyna að lauma kennimerkjum norska fótboltaliðsins Fredrikstad F.K. í kvikmyndir sínar.Vildu strák í aðalhlutverkið Cassandra Clare, höfundur bókanna um Clary Fray, átti í miklum erfiðleikum með að selja söguna til kvikmyndaframleiðenda. Fyrirtækin höfðu ekki áhuga á að framleiða kvikmynd þar sem höfuðrullan væri í höndum konu og óskuðu sum þeirra eftir því að kyn söguhetjunnar yrði breytt. Því neitaði Clare staðfastlega og úr varð að Clary fékk að halda sínu rétta kyni. Breski leikarinn Alex Pettyfer átti upphaflega að fara með hlutverk Jace Wayland en afþakkaði boðið. Alexander Ludwig, Ed Speleers, Xavier Samuel, Nico Tortorella, Max Irons, sonur leikarans Jeremy Irons og Douglas Booth, sem fer með hlutverk í stórmyndinni Noah, föluðust allir eftir hlutverki Wayland, en Bower hreppti loks hnossið. Myndin hefur fengið heldur slaka dóma frá gagnrýnendum vefsíðunnar Rottentomatoes, þeir gefa myndinni aðeins 12 prósent í einkunn. Hinn almenni áhorfandi er töluvert ánægðari með afraksturinn og gefur henni 71 prósent í einkunn.Ungir leikarar á uppleið *Lily Jane Collins, fædd þann 18. mars árið 1989, leikur Clary Fray. Hún er dóttir tónlistarmannsins Phils Collins og þekktust fyrir hlutverk sín í kvikmyndunum The Blind Side, Abduction og Mirror Mirror, þar sem hún fer með hlutverk Mjallhvítar. * James Metcalfe Campbell Bower, fæddur þann 22. nóvember 1988, fer með hlutverk Jace Wayland. Bower hefur áður farið með smærri hlutverk í myndum á borð við Sweeney Todd: The Demon Barber of Fleet Street, Twilight og Harry Potter and the Deathly Hallows – Part 1. * Robert Michael Sheehan er fæddur þann 7. janúar árið 1988 og leikur Simon Lewis. Hann er írskur og á móðurmálinu heitir hann Roibeárd Mícheál Ó Siodhacháin. Sheehan er þekktastur fyrir hlutverk sín í myndunum Misfits og Killing Bono.
Mest lesið Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ Tónlist Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá Lífið „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Lífið Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe Lífið Stjörnulífið: Ár gellunnar Lífið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Leikirnir sem beðið er eftir Leikjavísir Fannar og Jói böðuðu hvor annan Lífið „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Lífið Fleiri fréttir Maðurinn sem vann með Elton John, ABBA og Donnu Summer Fáum við einn þátt í viðbót af Stranger Things? Blaðri því út um allan bæ að hann sé næsti Bond Béla Tarr er látinn Óttast að kvikmyndahús endi eins og djassklúbbar Játaði ást sína á Jenner Marvel-stjarna varð fyrir heilaskaða Enduðu Stranger Things í Þjórsárdal Fyrsta stiklan úr Íslandsstórvirki Nolan mætt á netið Wire-stjarna látin langt fyrir aldur fram Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2025 Framhald af Napóleonsskjölunum í vinnslu Enginn Óskar til Íslands 2026 Bestu myndir Robs Reiner Dick van Dyke á hundrað ára afmæli Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Nágrannar kveðja endanlega í dag Lawrence og Hutcherson snúa aftur í Hungurleikana Ósáttur við framhaldið: „Skildu ekki hvað gerði þá fyrstu sérstaka“ „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Yrsa, Hannes og Björg í eina sæng með Thule Sjá meira