Auglýst eftir ábyrgð! Steingrímur J. Sigfússon skrifar 6. september 2013 06:00 Að undanförnu hafa stjórnarliðar fært fyrir því kostuleg rök að auðlegðarskattur hljóti nú að leggjast af. Þeir telja að sökum þess að lagaákvæði þar um hafi ekki ótímabundið gildi verði skatturinn að hverfa. Ekki er nú hátt risið á slíkum málflutningi þegar betur er að gáð. Nægur tími er til stefnu út þetta ár að gera fullnægjandi ráðstafanir hvað tekjuöflun á þessum forsendum eins og öðrum varðar, samhliða afgreiðslu fjárlaga fyrir árið 2014. Ekki hef ég heldur frétt af því að nýja ríkisstjórn skorti þingstyrk til að koma þeim málum fram sem hún vill og tengjast hag ríkisins. Viljinn til þess er allt annað mál og hann virðist skorta í þessu tilviki. Annaðhvort vilja menn eða vilja ekki framlengja það fyrirkomulag að nokkur þúsund efnuðustu einstaklingar og fjölskyldur samfélagsins leggi lítils háttar aukalega af mörkum á þessum erfiðu tímum og í samræmi við auð sinn. Ekki skorti þingstyrk þegar stjórnin kom þeim til hjálpar sl. vor sem hún augljóslega mat í mestri þörf fyrir ívilnandi ráðstafanir, sem eins og kunnugt er voru sjávarútvegurinn og ferðaþjónustan. Eins má spyrja hvort til standi að beita sömu röksemdum víðar og þannig t.d. ekki uppfæra til verðlags ýmsa tekjupósta bundna föstum krónutölum í lögum til árs í senn? Vonandi ekki og þar með hrynur málsvörnin. Ríkisstjórnin mun væntanlega leggja til við Alþingi í ráðstöfunarfrumvörpum eða í bandormi margs konar uppfærslur til verðlags, framlengingu ráðstafana með tímabundið gildi o.s.frv. Ábyrgðin á slíkum ráðstöfunum og meðferð ríkisfjármála í heild liggur hjá sitjandi ríkisstjórn og meirihluta hennar hverju sinni og hvergi annars staðar.Margs konar ráðstafanir með tímabundið gildi Auðlegðarskattar, stóreigna- eða eignaskattar eru vel þekkt fyrirbæri að gömlu og nýju. Skattandlagið er auður, þ.e. yfirleitt hreinar eignir fólks umfram skuldir, samkvæmt nánari skilgreiningu. Hér var valin sú leið að taka upp raunverulegan auðlegðar- eða stóreignaskatt þar sem einungis yrði greitt af hreinni eign ofan við tiltölulega há fjárhæðarmörk á íslenskan mælikvarða, enda greiðendurnir aðeins nokkur þúsund auðugustu einstaklingar og fjölskyldur landsins eins og áður sagði. Tiltölulega hliðstæður skattur er við líði í Noregi svo dæmi sé tekið og nefnist þar „formue“-skattur. Í mörgum öðrum löndum þar sem glímt hefur verið við efnahagserfiðleika hafa menn að undanförnu ýmist tekið upp einhverjar hliðstæður eða áforma að gera það. Auðlegðarskatturinn var innleiddur sem liður í fjölþættum og viðamiklum aðgerðum til að forða ríkissjóði Íslands frá gjaldþroti. Mjög margar þessara ráðstafana voru, a.m.k. í fyrstu, innleiddar til eins eða nokkurra ára í senn. Gilti það bæði um tekjuöflunaraðgerðir, sparnaðarráðstafanir og ívilnandi eða hvetjandi ráðstafanir. Má í þeim hópi nefna; kolefnisgjald (sem seinna var gert ótímabundið), auðlindagjald á orku, fjársýsluskatt á fjármálaþjónustu, 100% endurgreiðslu virðisaukaskatts vegna viðhalds og endurbóta á íbúðarhúsnæði og húsnæði sveitarfélaga („allir vinna“ átakið), heimild til úttektar séreignasparnaðar, minni frádráttarbærni vegna inngreiðslna í séreignarsjóði og þannig mætti áfram telja. Ýmsar ástæður voru fyrir þessu. Sumar voru nýmæli og því líklegt að einhverjar breytingar kynnu að vera gerðar samhliða framlengingu. Stundum var verið að innleiða breytingar í áföngum. Í öðrum tilvikum þótti með tímabundnu gildi ástæða til að undirstrika að viðkomandi ráðstöfunum væri ekki endilega ætlað að standa óbreyttum að eilífu og allt þetta auðvitað háð framvindu efnahags- og ríkisfjármálanna.Afnám auðlegðarskatts = 8-9 milljarða niðurskurður? Aðalatriði málsins er þó að allar þessar víðtæku aðgerðir voru og eru hluti af áætlun í ríkisfjármálum til meðallangs tíma. Fyrst áætlun í ríkisfjármálum 2009-2013, svo 2012-2015 (Herðubreið) og loks 2013-2016 (Keilir). Í þessum áætlunum eða ritum, sem og í greinargerðum með fjárlagafrumvörpum og víðar, hefur alltaf verið gerð grein fyrir því að viðkomandi ráðstafanir séu hluti af forsendum ríkisfjármálaáætlunarinnar. Með öðrum orðum, taki þær breytingum til lækkunar eða hverfi, þurfa aðrar jafngildar ráðstafanir að koma til á móti svo forsendur áætlunarinnar haldi. Það er undan þessum veruleika sem núverandi ríkisstjórn kemst ekki með útúrsnúningum. Ef mikilvægur tekjupóstur eins og auðlegðarskatturinn hverfur á einu bretti, tekjur upp á 8-9 milljarða króna, er stórt skarð höggvið í ríkisfjármálaáætlun næstu ára í viðbót við það sem fór fyrir borð í vor. Með því að breyta einu einasta ártali í lögum um tekju- og eignaskatt má framlengja auðlegðarskattinn til eins eða fleiri ára í senn. Ef stjórnarmeirihlutinn ræður ekki við það tæknilega má vera honum innan handar. Pólitíska ábyrgðin er meirihlutans hvernig sem fer. En hér er fyrst og fremst lýst eftir ábyrgð almennt. Ábyrgð og aftur ábyrgð í ríkisfjármálum er það sem gildir. Annað er landinu stórhættulegt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Steingrímur J. Sigfússon Mest lesið Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn, the party of hungry children Ian McDonald Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid Skoðun Ekki sprengja börn! Ellen Calmon Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson Skoðun Halldór 19.07.2025 Halldór Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson Skoðun Skoðun Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Sjá meira
Að undanförnu hafa stjórnarliðar fært fyrir því kostuleg rök að auðlegðarskattur hljóti nú að leggjast af. Þeir telja að sökum þess að lagaákvæði þar um hafi ekki ótímabundið gildi verði skatturinn að hverfa. Ekki er nú hátt risið á slíkum málflutningi þegar betur er að gáð. Nægur tími er til stefnu út þetta ár að gera fullnægjandi ráðstafanir hvað tekjuöflun á þessum forsendum eins og öðrum varðar, samhliða afgreiðslu fjárlaga fyrir árið 2014. Ekki hef ég heldur frétt af því að nýja ríkisstjórn skorti þingstyrk til að koma þeim málum fram sem hún vill og tengjast hag ríkisins. Viljinn til þess er allt annað mál og hann virðist skorta í þessu tilviki. Annaðhvort vilja menn eða vilja ekki framlengja það fyrirkomulag að nokkur þúsund efnuðustu einstaklingar og fjölskyldur samfélagsins leggi lítils háttar aukalega af mörkum á þessum erfiðu tímum og í samræmi við auð sinn. Ekki skorti þingstyrk þegar stjórnin kom þeim til hjálpar sl. vor sem hún augljóslega mat í mestri þörf fyrir ívilnandi ráðstafanir, sem eins og kunnugt er voru sjávarútvegurinn og ferðaþjónustan. Eins má spyrja hvort til standi að beita sömu röksemdum víðar og þannig t.d. ekki uppfæra til verðlags ýmsa tekjupósta bundna föstum krónutölum í lögum til árs í senn? Vonandi ekki og þar með hrynur málsvörnin. Ríkisstjórnin mun væntanlega leggja til við Alþingi í ráðstöfunarfrumvörpum eða í bandormi margs konar uppfærslur til verðlags, framlengingu ráðstafana með tímabundið gildi o.s.frv. Ábyrgðin á slíkum ráðstöfunum og meðferð ríkisfjármála í heild liggur hjá sitjandi ríkisstjórn og meirihluta hennar hverju sinni og hvergi annars staðar.Margs konar ráðstafanir með tímabundið gildi Auðlegðarskattar, stóreigna- eða eignaskattar eru vel þekkt fyrirbæri að gömlu og nýju. Skattandlagið er auður, þ.e. yfirleitt hreinar eignir fólks umfram skuldir, samkvæmt nánari skilgreiningu. Hér var valin sú leið að taka upp raunverulegan auðlegðar- eða stóreignaskatt þar sem einungis yrði greitt af hreinni eign ofan við tiltölulega há fjárhæðarmörk á íslenskan mælikvarða, enda greiðendurnir aðeins nokkur þúsund auðugustu einstaklingar og fjölskyldur landsins eins og áður sagði. Tiltölulega hliðstæður skattur er við líði í Noregi svo dæmi sé tekið og nefnist þar „formue“-skattur. Í mörgum öðrum löndum þar sem glímt hefur verið við efnahagserfiðleika hafa menn að undanförnu ýmist tekið upp einhverjar hliðstæður eða áforma að gera það. Auðlegðarskatturinn var innleiddur sem liður í fjölþættum og viðamiklum aðgerðum til að forða ríkissjóði Íslands frá gjaldþroti. Mjög margar þessara ráðstafana voru, a.m.k. í fyrstu, innleiddar til eins eða nokkurra ára í senn. Gilti það bæði um tekjuöflunaraðgerðir, sparnaðarráðstafanir og ívilnandi eða hvetjandi ráðstafanir. Má í þeim hópi nefna; kolefnisgjald (sem seinna var gert ótímabundið), auðlindagjald á orku, fjársýsluskatt á fjármálaþjónustu, 100% endurgreiðslu virðisaukaskatts vegna viðhalds og endurbóta á íbúðarhúsnæði og húsnæði sveitarfélaga („allir vinna“ átakið), heimild til úttektar séreignasparnaðar, minni frádráttarbærni vegna inngreiðslna í séreignarsjóði og þannig mætti áfram telja. Ýmsar ástæður voru fyrir þessu. Sumar voru nýmæli og því líklegt að einhverjar breytingar kynnu að vera gerðar samhliða framlengingu. Stundum var verið að innleiða breytingar í áföngum. Í öðrum tilvikum þótti með tímabundnu gildi ástæða til að undirstrika að viðkomandi ráðstöfunum væri ekki endilega ætlað að standa óbreyttum að eilífu og allt þetta auðvitað háð framvindu efnahags- og ríkisfjármálanna.Afnám auðlegðarskatts = 8-9 milljarða niðurskurður? Aðalatriði málsins er þó að allar þessar víðtæku aðgerðir voru og eru hluti af áætlun í ríkisfjármálum til meðallangs tíma. Fyrst áætlun í ríkisfjármálum 2009-2013, svo 2012-2015 (Herðubreið) og loks 2013-2016 (Keilir). Í þessum áætlunum eða ritum, sem og í greinargerðum með fjárlagafrumvörpum og víðar, hefur alltaf verið gerð grein fyrir því að viðkomandi ráðstafanir séu hluti af forsendum ríkisfjármálaáætlunarinnar. Með öðrum orðum, taki þær breytingum til lækkunar eða hverfi, þurfa aðrar jafngildar ráðstafanir að koma til á móti svo forsendur áætlunarinnar haldi. Það er undan þessum veruleika sem núverandi ríkisstjórn kemst ekki með útúrsnúningum. Ef mikilvægur tekjupóstur eins og auðlegðarskatturinn hverfur á einu bretti, tekjur upp á 8-9 milljarða króna, er stórt skarð höggvið í ríkisfjármálaáætlun næstu ára í viðbót við það sem fór fyrir borð í vor. Með því að breyta einu einasta ártali í lögum um tekju- og eignaskatt má framlengja auðlegðarskattinn til eins eða fleiri ára í senn. Ef stjórnarmeirihlutinn ræður ekki við það tæknilega má vera honum innan handar. Pólitíska ábyrgðin er meirihlutans hvernig sem fer. En hér er fyrst og fremst lýst eftir ábyrgð almennt. Ábyrgð og aftur ábyrgð í ríkisfjármálum er það sem gildir. Annað er landinu stórhættulegt.
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar