Þrír fílar Ólafur Þór Gunnarsson skrifar 19. september 2013 06:00 Í leiðara Fréttablaðsins sl. laugardag (14.9) ræðir Ólafur Stephensen um vanda Landspítalans og hvernig hann hljóti og verði að blasa við Kristjáni Þór Júlíussyni heilbrigðisráðherra. Margt hefur verið rætt og skrifað um vanda spítalans, einkum lyflækningasviðs, undanfarnar vikur og mánuði. Greining Ólafs er að mörgu leyti rétt, en fílarnir eru fleiri en einn. Að mínu mati eru fílarnir í postulínsbúðinni a.m.k. þrír og þeir eru allstórir. Sá fíll sem Ólafur nefnir er að mínu mati ekki sá mikilvægasti, þ.e.a.s. að íslenskt heilbrigðisstarfsfólk starfi á alþjóðlegum samkeppnismarkaði, og geti fengið betur borgaða vinnu nánast hvar sem er í hinum vestræna heimi. Vissulega skiptir þetta máli, en launakjör hafa aldrei verið það sem togað hefur íslenska lækna heim aftur að loknu sérnámi erlendis. Þar hafa meiru ráðið fjölskylduþættir og tækifæri til að byggja upp góða þjónustu. Fíll númer tvö er sú staðreynd að starfsfólk Landspítalans hefur sl. áratugi, allt frá því að undirritaður byrjaði að fylgjast þar með, ekki getað treyst því að spítalinn virði gerða kjarasamninga. Öll vafaatriði hafa alltaf verið túlkuð spítalanum í hag, yfirvinna greidd seint, illa eða ekki. Hvíldartími ekki virtur, frítökuréttur ekki virtur og þannig mætti lengi telja. Ef starfsmenn spítalans gætu alltaf treyst því að þeir fengju alla sína vinnu og framlag til spítalans greitt þá myndi viðhorf þeirra til spítalans sem vinnuveitenda sennilega breytast.Stærsti fíllinn En stærsti fíllinn er líklega spítalinn sjálfur. Aðstaðan sem starfsfólki er boðin upp á og aðstaðan sem er ætlast til að við sem starfsfólk bjóðum veiku fólki upp á er fyrir neðan allar hellur og langt frá því sem er ásættanlegt. Læknar sem hafa verið í sérnámi erlendis á vel búnum háskólasjúkrahúsum á góðum launum, með vinnuveitendur sem meta þá mikils, hafa ekki mikið að sækja á Landspítalann. Unglæknar sem fara utan í sérnám um þessar mundir kveðja ekki spítalann með söknuði. Alla þessa fíla þarf heilbrigðisráðherra að sjá og reka út úr búðinni. Um fíl nr. 1 verður líklega tekist á í kjarasamningum og ráðherra getur beitt sér til að samningamenn hans horfi þar á stöðuna eins og hún er. Fíll nr. 2 fellur líklega undir húsbóndavald ráðherrans gagnvart yfirstjórn spítalans og ætti að vera auðrekinn. Fíl nr. 3 þarf ráðherra hins vegar að koma út úr ríkisstjórnarherberginu. Hann þarf að koma ráðherrum ríkisstjórnarinnar í skilning um að án ákvörðunar um að byggja nýjan spítala eru allar hinar aðgerðirnar og inngripin bara tímabundinn plástur á sárin. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Þór Gunnarsson Mest lesið Læknar eru lífsbjörg: Tryggjum sérnám þeirra Halla Hrund Logadóttir Skoðun Halldór 06.12.25 Halldór Baldursson Halldór Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni Skoðun Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Framtíðarsýn Anton Már Gylfason Skoðun Netið er ekki öruggt Sunna Elvira Þorkelsdóttir Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar Skoðun Netið er ekki öruggt Sunna Elvira Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Valkvæð tilvitnun í Feneyjanefndina Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni skrifar Skoðun Læknar eru lífsbjörg: Tryggjum sérnám þeirra Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Fjárlögin 2026: Hvert stefnum við? Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Að deyja með reisn: hver ræður því hvað það þýðir? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tómstundamenntun sem meðferðarúrræði Brynja Dögg Árnadóttir skrifar Skoðun Partíið er búið – allir þurfa að fóta sig í breyttum heimi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Stuttflutt“ Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Íslenska til sýnis – Icelandic for display Matthías Aron Ólafsson skrifar Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson skrifar Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í blóma: Sókn og stöðugleiki Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið skrifar Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson skrifar Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Í leiðara Fréttablaðsins sl. laugardag (14.9) ræðir Ólafur Stephensen um vanda Landspítalans og hvernig hann hljóti og verði að blasa við Kristjáni Þór Júlíussyni heilbrigðisráðherra. Margt hefur verið rætt og skrifað um vanda spítalans, einkum lyflækningasviðs, undanfarnar vikur og mánuði. Greining Ólafs er að mörgu leyti rétt, en fílarnir eru fleiri en einn. Að mínu mati eru fílarnir í postulínsbúðinni a.m.k. þrír og þeir eru allstórir. Sá fíll sem Ólafur nefnir er að mínu mati ekki sá mikilvægasti, þ.e.a.s. að íslenskt heilbrigðisstarfsfólk starfi á alþjóðlegum samkeppnismarkaði, og geti fengið betur borgaða vinnu nánast hvar sem er í hinum vestræna heimi. Vissulega skiptir þetta máli, en launakjör hafa aldrei verið það sem togað hefur íslenska lækna heim aftur að loknu sérnámi erlendis. Þar hafa meiru ráðið fjölskylduþættir og tækifæri til að byggja upp góða þjónustu. Fíll númer tvö er sú staðreynd að starfsfólk Landspítalans hefur sl. áratugi, allt frá því að undirritaður byrjaði að fylgjast þar með, ekki getað treyst því að spítalinn virði gerða kjarasamninga. Öll vafaatriði hafa alltaf verið túlkuð spítalanum í hag, yfirvinna greidd seint, illa eða ekki. Hvíldartími ekki virtur, frítökuréttur ekki virtur og þannig mætti lengi telja. Ef starfsmenn spítalans gætu alltaf treyst því að þeir fengju alla sína vinnu og framlag til spítalans greitt þá myndi viðhorf þeirra til spítalans sem vinnuveitenda sennilega breytast.Stærsti fíllinn En stærsti fíllinn er líklega spítalinn sjálfur. Aðstaðan sem starfsfólki er boðin upp á og aðstaðan sem er ætlast til að við sem starfsfólk bjóðum veiku fólki upp á er fyrir neðan allar hellur og langt frá því sem er ásættanlegt. Læknar sem hafa verið í sérnámi erlendis á vel búnum háskólasjúkrahúsum á góðum launum, með vinnuveitendur sem meta þá mikils, hafa ekki mikið að sækja á Landspítalann. Unglæknar sem fara utan í sérnám um þessar mundir kveðja ekki spítalann með söknuði. Alla þessa fíla þarf heilbrigðisráðherra að sjá og reka út úr búðinni. Um fíl nr. 1 verður líklega tekist á í kjarasamningum og ráðherra getur beitt sér til að samningamenn hans horfi þar á stöðuna eins og hún er. Fíll nr. 2 fellur líklega undir húsbóndavald ráðherrans gagnvart yfirstjórn spítalans og ætti að vera auðrekinn. Fíl nr. 3 þarf ráðherra hins vegar að koma út úr ríkisstjórnarherberginu. Hann þarf að koma ráðherrum ríkisstjórnarinnar í skilning um að án ákvörðunar um að byggja nýjan spítala eru allar hinar aðgerðirnar og inngripin bara tímabundinn plástur á sárin.
Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson Skoðun
Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar
Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar
Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar
Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar
Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar
Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson Skoðun