Væntingar á veikum grunni Halldóra Þorsteinsdóttir skrifar 19. september 2013 06:00 Í síðustu viku birtist grein eftir Sigríði Rut Júlíusdóttur hrl. sem bar heitið „Skuldaniðurfellingarloforð og réttmætar væntingar“. Í greininni er því haldið fram að yfirlýsingar Framsóknarflokksins um að leiðrétta eigi höfuðstólshækkun verðtryggðra lána kunni að hafa myndað réttmætar væntingar og að einstaklingar geti átt lögvarinn rétt til þess að sköpuð verði sú aðstaða sem loforðið kvað á um. Reglan um réttmætar væntingar er óskráð meginregla í íslenskum rétti. Hana má orða þannig að borgarar geti undir ákveðnum kringumstæðum vænst þess að visst ástand muni haldast óbreytt eða að þeir fái sér til handa tiltekin réttindi á grundvelli réttmætra væntinga. Þrátt fyrir að gjarnan sé talað um „réttmætar væntingar“ sem sérstaka reglu er ljóst að hugtakið er einnig notað til þess að lýsa tilkalli okkar til tiltekinna réttinda sem við eigum samkvæmt stjórnarskrá, lögum, stjórnsýsluframkvæmd, samningi eða öðrum heimildum. Þannig höfum við t.d. réttmætar væntingar til þess að tjáningarfrelsi okkar og friðhelgi einkalífs samkvæmt 71. og 73. gr. stjórnarskrárinnar séu virt. Sömuleiðis höfum við réttmætar væntingar til þess að fá afhenta bifreið sem við höfum gert kaupsamning um og réttmætar væntingar til þess að börnunum okkar sé tryggð skólavist, enda kveðið á um þá skyldu hins opinbera í lögum. Við höfum hins vegar ekki réttmætar væntingar til einhvers sem við eigum ekki rétt á.Verulegur vafi Þrátt fyrir að nálgun Sigríðar sé óneitanlega áhugaverð og vel til þess fallin að skapa skemmtilegar umræður leikur verulegur vafi á því hvort umræddar yfirlýsingar kunni að hafa stofnað til eignarréttar sem njóti verndar 72. gr. stjórnarskrárinnar. Slík lögskýring er raunar svo langsótt að það má teljast næsta glæfralegt að setja hana fram án þess að gera skýrlega grein fyrir þeim fjölmörgu fyrirvörum sem á henni eru. Í fyrsta lagi hafa kosningaloforð hingað til ekki verið talin þess eðlis að borgarar geti byggt á þeim beinan rétt. Þvert á móti er alþekkt að frambjóðendur lofi skattalækkunum, vaxtabreytingum eða öðrum ívilnunum án þess að slík loforð séu skuldbindandi að lögum. Í öðru lagi rennir enginn þeirra dóma Mannréttindadómstóls Evrópu sem Sigríður vitnar til stoðum undir að yfirlýsingar líkt og þær sem hér um ræðir geti skapað eignarétt samkvæmt 72. gr. stjórnarskrárinnar eða 1. gr. 1. viðauka Mannréttindasáttmála Evrópu. Í málunum er annars vegar fjallað um réttmætar væntingar til þess að njóta réttinda sem kveðið er á um í lögum og hins vegar réttmætar væntingar sem stofnast hafa á grundvelli samnings. Dómarnir eru hins vegar á engan hátt til þess fallnir að styðja ályktun Sigríðar. Auk framangreinds hlýtur að þurfa að velta fyrir sér á hvaða grundvelli hugsanleg skaðabótakrafa yrði reist. Sigríður virðist miða við að krafan verði reist á skaðabótum „innan samninga“ eins og sagt er, eða svokallaðri samningsábyrgð. Skaðabótaskyldan hafi þannig stofnast vegna brota á þeim bindandi samningi eða samningsígildi sem yfirlýsingar Framsóknarflokksins hafa falið í sér. Það er rótgróin meginregla í samninga- og kröfurétti að einstaklingur getur ekki ráðstafað eign eða verðmætum sem hann á ekki nema hafa til þess fullnægjandi umboð.Kynni sér málið Jafnvel þótt litið yrði svo á að kröfuréttur almennings á grundvelli loforða Framsóknarflokksins gæti talist eign í skilningi 72. gr. stjórnarskrárinnar liggur í öllu falli ljóst fyrir að flokknum var óheimilt að ráðstafa þessari eign upp á sitt einsdæmi án þess að hafa til þess heimild úr fjárlögum. Um slíkar skuldbindingar ríkissjóðs verður enda ekki samið í Kastljósi eða kosningabæklingi. Ef skaðabótakrafan verður hins vegar reist á skaðabótum „utan samninga“, eða sakarreglunni, mun málsóknin byggja á því að íslenska ríkið hafi með saknæmum og ólögmætum hætti bakað sér bótaskyldu vegna yfirlýsinga stjórnvalda. Hin ætlaða ólögmæta háttsemi fælist þá í því athafnaleysi íslenska ríkisins að efna ekki kröfur sem skapast hefðu vegna réttmætra væntinga í kjölfar yfirlýsinga stjórnvalda. Sú niðurstaða er einnig hæpin svo ekki sé sterkar að orði kveðið. Að síðustu er rétt að benda á að væntingar manna, sem hljóta öðrum þræði að byggja á huglægu mati, eru eðli málsins samkvæmt ólíkar. Væri t.d. hægt að líta svo á að eingöngu kjósendur Framsóknarflokksins hafi réttmætar væntingar til þess að lán þeirra verði lækkuð eða á það líka við um þá sem tóku yfirlýsingunum með fyrirvara og kusu Vinstri græna? Ég hef t.d. ekki gert mér neinar væntingar í þessum efnum. Þýðir það þá að mín verðtryggðu lán verði ekki lækkuð eins og hjá Jóni sem hefur hvergi hvikað frá þeirri sannfæringu sinni að lánin verði stórlega lækkuð? Þessar spurningar eru einungis hluti af mörgum álitaefnum sem á reynir í tengslum við það hvort íslenskir borgarar geti byggt á réttmætum væntingum fyrir dómi í skaðabótamáli gegn íslenska ríkinu. Ég hvet því alla sem á annað borð íhuga slíkt dómsmál að kynna sér málið gaumgæfilega áður en þeir halda af stað. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Halldóra Þorsteinsdóttir Mest lesið Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Alvotech og Arion banki stofna grunnskóla Haraldur Freyr Gíslason Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Nýr kafli í sögu ESB Michael Mann Skoðun Skoðun Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Í síðustu viku birtist grein eftir Sigríði Rut Júlíusdóttur hrl. sem bar heitið „Skuldaniðurfellingarloforð og réttmætar væntingar“. Í greininni er því haldið fram að yfirlýsingar Framsóknarflokksins um að leiðrétta eigi höfuðstólshækkun verðtryggðra lána kunni að hafa myndað réttmætar væntingar og að einstaklingar geti átt lögvarinn rétt til þess að sköpuð verði sú aðstaða sem loforðið kvað á um. Reglan um réttmætar væntingar er óskráð meginregla í íslenskum rétti. Hana má orða þannig að borgarar geti undir ákveðnum kringumstæðum vænst þess að visst ástand muni haldast óbreytt eða að þeir fái sér til handa tiltekin réttindi á grundvelli réttmætra væntinga. Þrátt fyrir að gjarnan sé talað um „réttmætar væntingar“ sem sérstaka reglu er ljóst að hugtakið er einnig notað til þess að lýsa tilkalli okkar til tiltekinna réttinda sem við eigum samkvæmt stjórnarskrá, lögum, stjórnsýsluframkvæmd, samningi eða öðrum heimildum. Þannig höfum við t.d. réttmætar væntingar til þess að tjáningarfrelsi okkar og friðhelgi einkalífs samkvæmt 71. og 73. gr. stjórnarskrárinnar séu virt. Sömuleiðis höfum við réttmætar væntingar til þess að fá afhenta bifreið sem við höfum gert kaupsamning um og réttmætar væntingar til þess að börnunum okkar sé tryggð skólavist, enda kveðið á um þá skyldu hins opinbera í lögum. Við höfum hins vegar ekki réttmætar væntingar til einhvers sem við eigum ekki rétt á.Verulegur vafi Þrátt fyrir að nálgun Sigríðar sé óneitanlega áhugaverð og vel til þess fallin að skapa skemmtilegar umræður leikur verulegur vafi á því hvort umræddar yfirlýsingar kunni að hafa stofnað til eignarréttar sem njóti verndar 72. gr. stjórnarskrárinnar. Slík lögskýring er raunar svo langsótt að það má teljast næsta glæfralegt að setja hana fram án þess að gera skýrlega grein fyrir þeim fjölmörgu fyrirvörum sem á henni eru. Í fyrsta lagi hafa kosningaloforð hingað til ekki verið talin þess eðlis að borgarar geti byggt á þeim beinan rétt. Þvert á móti er alþekkt að frambjóðendur lofi skattalækkunum, vaxtabreytingum eða öðrum ívilnunum án þess að slík loforð séu skuldbindandi að lögum. Í öðru lagi rennir enginn þeirra dóma Mannréttindadómstóls Evrópu sem Sigríður vitnar til stoðum undir að yfirlýsingar líkt og þær sem hér um ræðir geti skapað eignarétt samkvæmt 72. gr. stjórnarskrárinnar eða 1. gr. 1. viðauka Mannréttindasáttmála Evrópu. Í málunum er annars vegar fjallað um réttmætar væntingar til þess að njóta réttinda sem kveðið er á um í lögum og hins vegar réttmætar væntingar sem stofnast hafa á grundvelli samnings. Dómarnir eru hins vegar á engan hátt til þess fallnir að styðja ályktun Sigríðar. Auk framangreinds hlýtur að þurfa að velta fyrir sér á hvaða grundvelli hugsanleg skaðabótakrafa yrði reist. Sigríður virðist miða við að krafan verði reist á skaðabótum „innan samninga“ eins og sagt er, eða svokallaðri samningsábyrgð. Skaðabótaskyldan hafi þannig stofnast vegna brota á þeim bindandi samningi eða samningsígildi sem yfirlýsingar Framsóknarflokksins hafa falið í sér. Það er rótgróin meginregla í samninga- og kröfurétti að einstaklingur getur ekki ráðstafað eign eða verðmætum sem hann á ekki nema hafa til þess fullnægjandi umboð.Kynni sér málið Jafnvel þótt litið yrði svo á að kröfuréttur almennings á grundvelli loforða Framsóknarflokksins gæti talist eign í skilningi 72. gr. stjórnarskrárinnar liggur í öllu falli ljóst fyrir að flokknum var óheimilt að ráðstafa þessari eign upp á sitt einsdæmi án þess að hafa til þess heimild úr fjárlögum. Um slíkar skuldbindingar ríkissjóðs verður enda ekki samið í Kastljósi eða kosningabæklingi. Ef skaðabótakrafan verður hins vegar reist á skaðabótum „utan samninga“, eða sakarreglunni, mun málsóknin byggja á því að íslenska ríkið hafi með saknæmum og ólögmætum hætti bakað sér bótaskyldu vegna yfirlýsinga stjórnvalda. Hin ætlaða ólögmæta háttsemi fælist þá í því athafnaleysi íslenska ríkisins að efna ekki kröfur sem skapast hefðu vegna réttmætra væntinga í kjölfar yfirlýsinga stjórnvalda. Sú niðurstaða er einnig hæpin svo ekki sé sterkar að orði kveðið. Að síðustu er rétt að benda á að væntingar manna, sem hljóta öðrum þræði að byggja á huglægu mati, eru eðli málsins samkvæmt ólíkar. Væri t.d. hægt að líta svo á að eingöngu kjósendur Framsóknarflokksins hafi réttmætar væntingar til þess að lán þeirra verði lækkuð eða á það líka við um þá sem tóku yfirlýsingunum með fyrirvara og kusu Vinstri græna? Ég hef t.d. ekki gert mér neinar væntingar í þessum efnum. Þýðir það þá að mín verðtryggðu lán verði ekki lækkuð eins og hjá Jóni sem hefur hvergi hvikað frá þeirri sannfæringu sinni að lánin verði stórlega lækkuð? Þessar spurningar eru einungis hluti af mörgum álitaefnum sem á reynir í tengslum við það hvort íslenskir borgarar geti byggt á réttmætum væntingum fyrir dómi í skaðabótamáli gegn íslenska ríkinu. Ég hvet því alla sem á annað borð íhuga slíkt dómsmál að kynna sér málið gaumgæfilega áður en þeir halda af stað.
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun