Biðin er óþolandi! Árni Stefán Jónsson skrifar 27. september 2013 06:00 Í síðustu viku fór fram umræða á Alþingi sem vakti athygli mína. Þar var rætt um launamun kynjanna og nytsemi hinna ýmsu aðferða til að afnema hann. Tilefnið var birting launakannana stéttarfélaganna undanfarnar vikur sem enn og aftur sýna kynbundinn launamun, ekki síst hjá ríkinu. Í umræðunni var m.a. rætt um aðferðir á borð við jafnlaunastaðal og jafnlaunapotta. Jafnlaunastaðallinn er nýr og því enn í mótun. Hann getur væntanlega virkað vel á hinum almenna markaði. Hins vegar er vandséð að hann muni virka á einstökum stofnunum ríkisins þar sem meirihluti starfsmanna er konur. Ef það ætti að vera mögulegt verður að skoða ríkið sem einn vinnustað. Fjármálaráðherra efaðist um það í málflutningi sínum að jafnlaunapottar skiluðu í reynd launajafnrétti. Hann sagði reynsluna vera þá að ef einn hópur væri hækkaður umfram aðra, þá eltu hinir. Það er óskiljanlegt hvernig fjármálaráðherra ætlar að jafna laun kynjanna án þess að hækka laun kvenna. Náms- og atvinnuval er oft nefnt sem ein ástæða launamunar, en þurfum við ekki að spyrja okkur að því hvers vegna laun í þeim störfum sem konur velja eru lægri? Þar liggur stærsti vandinn að okkar mati. SFR félagar eru fjölbreyttur hópur, þar eru konur 70% félagsmanna og margar vinna fyrir lægstu launin. Samkvæmt upplýsingum úr nýjustu launakönnun SFR eru þessir lægst launuðu hópar að hækka minnst á milli ára. Bilið er því að aukast og konurnar sitja eftir. Við hjá SFR stéttarfélagi höfum góða reynslu af jafnlaunapottum sem við viljum gjarnan deila með ráðherranum. Við minnum á að niðurstöður launakönnunar SFR nú í ár sýna mestan árangur í baráttunni gegn launamun kynjanna. Við þökkum það m.a. launapottum.Tími til að opna augun Í kjarasamningum 2011 var samið um sértækar hækkanir til tiltekinna faghópa á heilbrigðisstofnunum. Þetta eru störf lækna- og heilbrigðisritara ásamt lyfja- og matartækna, allt störf sem konur hafa svo til eingöngu unnið. Samið var um launapott og hann notaður til þriggja launaflokka hækkunar til þessara starfsstétta í stofnanasamningi, sem kom til framkvæmda í október 2011. Hækkunin skilaði þessum hópi mælanlega betri kjörum. Það sýna launakannanir og gögn frá ríkinu. Það er því auðvelt að sýna fram á að launapottar í formi sértækra hækkana lyfta kvennastéttum og jafna laun þeirra til samanburðar við aðrar starfsstéttir. Aðrir hópar hafa ekki elt og til samanburðar má geta þess að önnur kvennastétt, fulltrúar og skrifstofufólk á LSH sem ekki fékk sértækar launahækkanir, sat eftir og náði ekki meðaltalshækkun. Launakannanir SFR sýna okkur að mikil þörf er á sértækum aðgerðum af þessu tagi þar sem bæði grunn- og heildarlaun hinna svokölluðu kvennastétta (konur 75% starfsmanna eða meira) eru í nánast öllum tilfellum undir meðaltali launa SFR félagsmanna. Við erum sannarlega sammála fjármálaráðherra um það að kynbundinn launamunur sé óþolandi, en biðin eftir raunhæfum aðgerðum til að afnema hann er þó enn meira óþolandi. Í næstu kjarasamningum mun SFR því leggja mikla áherslu á sérstakar ráðstafanir til að leiðrétta launamun, m.a. í formi jafnlaunapotta, því við höfum séð að þeir virka. Ef fjármálaráðherra vill rýna betur í gögnin er hann velkominn til SFR hvenær sem er. Það er nefnilega ekki lengur nóg fyrir stjórnmálamenn að vísa til þess að það þurfi að gera kannanir og safna gögnum. Gögnin eru til staðar og tími til kominn að opna augun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Árni Stefán Jónsson Mest lesið Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gæði í uppbyggingu frekar en bara hraða og magn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kirkjan sem talar fallega – og spurningin sem fylgir HIlmar Kristinsson skrifar Skoðun Samstaða í ferðaþjónustu aldrei mikilvægari Halldór Óli Kjartansson skrifar Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Traust verður að endurspeglast í framkvæmd Sandra B. Franks skrifar Skoðun Það er leikur að læra fyrir suma Aðalheiður M. Steindórsdóttir skrifar Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Í síðustu viku fór fram umræða á Alþingi sem vakti athygli mína. Þar var rætt um launamun kynjanna og nytsemi hinna ýmsu aðferða til að afnema hann. Tilefnið var birting launakannana stéttarfélaganna undanfarnar vikur sem enn og aftur sýna kynbundinn launamun, ekki síst hjá ríkinu. Í umræðunni var m.a. rætt um aðferðir á borð við jafnlaunastaðal og jafnlaunapotta. Jafnlaunastaðallinn er nýr og því enn í mótun. Hann getur væntanlega virkað vel á hinum almenna markaði. Hins vegar er vandséð að hann muni virka á einstökum stofnunum ríkisins þar sem meirihluti starfsmanna er konur. Ef það ætti að vera mögulegt verður að skoða ríkið sem einn vinnustað. Fjármálaráðherra efaðist um það í málflutningi sínum að jafnlaunapottar skiluðu í reynd launajafnrétti. Hann sagði reynsluna vera þá að ef einn hópur væri hækkaður umfram aðra, þá eltu hinir. Það er óskiljanlegt hvernig fjármálaráðherra ætlar að jafna laun kynjanna án þess að hækka laun kvenna. Náms- og atvinnuval er oft nefnt sem ein ástæða launamunar, en þurfum við ekki að spyrja okkur að því hvers vegna laun í þeim störfum sem konur velja eru lægri? Þar liggur stærsti vandinn að okkar mati. SFR félagar eru fjölbreyttur hópur, þar eru konur 70% félagsmanna og margar vinna fyrir lægstu launin. Samkvæmt upplýsingum úr nýjustu launakönnun SFR eru þessir lægst launuðu hópar að hækka minnst á milli ára. Bilið er því að aukast og konurnar sitja eftir. Við hjá SFR stéttarfélagi höfum góða reynslu af jafnlaunapottum sem við viljum gjarnan deila með ráðherranum. Við minnum á að niðurstöður launakönnunar SFR nú í ár sýna mestan árangur í baráttunni gegn launamun kynjanna. Við þökkum það m.a. launapottum.Tími til að opna augun Í kjarasamningum 2011 var samið um sértækar hækkanir til tiltekinna faghópa á heilbrigðisstofnunum. Þetta eru störf lækna- og heilbrigðisritara ásamt lyfja- og matartækna, allt störf sem konur hafa svo til eingöngu unnið. Samið var um launapott og hann notaður til þriggja launaflokka hækkunar til þessara starfsstétta í stofnanasamningi, sem kom til framkvæmda í október 2011. Hækkunin skilaði þessum hópi mælanlega betri kjörum. Það sýna launakannanir og gögn frá ríkinu. Það er því auðvelt að sýna fram á að launapottar í formi sértækra hækkana lyfta kvennastéttum og jafna laun þeirra til samanburðar við aðrar starfsstéttir. Aðrir hópar hafa ekki elt og til samanburðar má geta þess að önnur kvennastétt, fulltrúar og skrifstofufólk á LSH sem ekki fékk sértækar launahækkanir, sat eftir og náði ekki meðaltalshækkun. Launakannanir SFR sýna okkur að mikil þörf er á sértækum aðgerðum af þessu tagi þar sem bæði grunn- og heildarlaun hinna svokölluðu kvennastétta (konur 75% starfsmanna eða meira) eru í nánast öllum tilfellum undir meðaltali launa SFR félagsmanna. Við erum sannarlega sammála fjármálaráðherra um það að kynbundinn launamunur sé óþolandi, en biðin eftir raunhæfum aðgerðum til að afnema hann er þó enn meira óþolandi. Í næstu kjarasamningum mun SFR því leggja mikla áherslu á sérstakar ráðstafanir til að leiðrétta launamun, m.a. í formi jafnlaunapotta, því við höfum séð að þeir virka. Ef fjármálaráðherra vill rýna betur í gögnin er hann velkominn til SFR hvenær sem er. Það er nefnilega ekki lengur nóg fyrir stjórnmálamenn að vísa til þess að það þurfi að gera kannanir og safna gögnum. Gögnin eru til staðar og tími til kominn að opna augun.
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun
Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty Skoðun
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun
Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty Skoðun