Frestum ekki framtíðinni Árni Páll Árnason skrifar 4. október 2013 06:00 Nýtt fjárlagafrumvarp hefur litið dagsins ljós. Um það má eitt gott segja: Það er lagt fram á þann veg að jöfnuður náist í ríkisrekstri á næsta ári. Í því er hins vegar engin framtíðarsýn. Gripið er til allra handa smáskammtalækninga til að ná jöfnuði í ríkisfjármálum. Skorið er niður hjá öllum heilbrigðisstofnunum, öllum framhaldsskólum og öllum háskólum. Ekkert var skorið niður í heilbrigðismálum á síðasta ári hjá fyrri ríkisstjórn, því við töldum að komið væri nóg. Við bættum við fjárveitingum til tækjakaupa. Þær eru nú teknar til baka. Er einhver sem trúir að heilbrigðisstofnanir séu aflögufærar nú? Hagvöxtur er lítill og störfum fjölgar ekki hjá fólki með starfsmenntun. Mun færri Íslendingar eru með framhaldsmenntun en í nálægum löndum. Þess vegna þarf átak í tækniþróun til að auka verðmætin sem við sköpum. Þess vegna jukum við gríðarlega framlög í rannsóknarsjóði og tækniþróunarsjóð. Þorri þeirra framlaga er nú tekinn út. Þess vegna settum við fé í sérstakt starfsmenntaátak. Allt það fé er tekið út. Þess vegna settum við fé í skapandi greinar og græna atvinnusköpun. Þorri þess fjár er tekinn út. Svo lýsir forsætisráðherra andúð á erlendri fjárfestingu og trú þeirri stefnumörkun tekur ríkisstjórnin út allt – ég endurtek allt – fé sem ætlað var til að kynna Ísland sem fjárfestingarkost á erlendum vettvangi. Til að bíta höfuðið af skömminni er svigrúm í ríkisfjármálum nýtt í þágu stórútgerðar, stóriðju og ferðaþjónustu, sem hafa notið ríkulegar af gengishruni og kjaraskerðingu almennings í landinu en nokkrar aðrar greinar. Þetta fjárlagafrumvarp ber vitni algerum skorti á framtíðarsýn. Hvernig á að fjölga verðmætum störfum? Hvernig á að byggja betra samfélag? Við þeim spurningum á þessi kyrrstöðuríkisstjórn engin svör. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Árni Páll Árnason Mest lesið Halldór 24.05.2025 Halldór #blessmeta - önnur grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Hvers virði er lambakjöt? Hafliði Halldórsson Skoðun Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Nú þurfa foreldrar að vera hugrakkir Jón Pétur Zimsen Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun #blessmeta - önnur grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er lambakjöt? Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Þjóðareign, trú og skattar Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar máltíðir fyrir leikskólabörn Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Næstu sólarhringar á Gaza skipta sköpum Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Huglæg réttlætiskennd og skattar á verðmætasköpun Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Loksins fær þyrlan heimili fyrir norðan Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnvalda Elín Ýr Arnar Hafdísardóttir skrifar Skoðun Við skuldum þeim að hlusta Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða í umhverfi fréttamiðla Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza BIrgir Finnsson skrifar Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Æfingin skapar meistarann! Sigurjón Már Fox Gunnarsson skrifar Skoðun 140 sinnum líklegra að verða fyrir eldingu Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Traust í húfi Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Verðmætasköpun án virðingar Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur við náttúruna og sjálfbæra þróun Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Aðgerðir gegn mansali í forgangi Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Framtíðin fær húsnæði Ingunn Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Nýtt fjárlagafrumvarp hefur litið dagsins ljós. Um það má eitt gott segja: Það er lagt fram á þann veg að jöfnuður náist í ríkisrekstri á næsta ári. Í því er hins vegar engin framtíðarsýn. Gripið er til allra handa smáskammtalækninga til að ná jöfnuði í ríkisfjármálum. Skorið er niður hjá öllum heilbrigðisstofnunum, öllum framhaldsskólum og öllum háskólum. Ekkert var skorið niður í heilbrigðismálum á síðasta ári hjá fyrri ríkisstjórn, því við töldum að komið væri nóg. Við bættum við fjárveitingum til tækjakaupa. Þær eru nú teknar til baka. Er einhver sem trúir að heilbrigðisstofnanir séu aflögufærar nú? Hagvöxtur er lítill og störfum fjölgar ekki hjá fólki með starfsmenntun. Mun færri Íslendingar eru með framhaldsmenntun en í nálægum löndum. Þess vegna þarf átak í tækniþróun til að auka verðmætin sem við sköpum. Þess vegna jukum við gríðarlega framlög í rannsóknarsjóði og tækniþróunarsjóð. Þorri þeirra framlaga er nú tekinn út. Þess vegna settum við fé í sérstakt starfsmenntaátak. Allt það fé er tekið út. Þess vegna settum við fé í skapandi greinar og græna atvinnusköpun. Þorri þess fjár er tekinn út. Svo lýsir forsætisráðherra andúð á erlendri fjárfestingu og trú þeirri stefnumörkun tekur ríkisstjórnin út allt – ég endurtek allt – fé sem ætlað var til að kynna Ísland sem fjárfestingarkost á erlendum vettvangi. Til að bíta höfuðið af skömminni er svigrúm í ríkisfjármálum nýtt í þágu stórútgerðar, stóriðju og ferðaþjónustu, sem hafa notið ríkulegar af gengishruni og kjaraskerðingu almennings í landinu en nokkrar aðrar greinar. Þetta fjárlagafrumvarp ber vitni algerum skorti á framtíðarsýn. Hvernig á að fjölga verðmætum störfum? Hvernig á að byggja betra samfélag? Við þeim spurningum á þessi kyrrstöðuríkisstjórn engin svör.
Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun
Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar
Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar
Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar
Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar
Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar
Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun