Vettel segir keppinautana með hreðjarnar úti í sundlaug Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 7. október 2013 07:00 Vettel verður heimsmeistari í ár líkt og síðustu þrjú. Svo einfalt er það. Nordicphotos/Getty Sebastian Vettel hjá Red Bull vann sinn áttunda sigur í fjórtán keppnum tímabilsins í kappakstrinum í Suður-Kóreu um helgina. Vettel ræsti fyrstur og var honum í sjálfu sér aldrei ógnað út keppnina. Þjóðverjinn, sem hefur nú 77 stiga forskot á Fernando Alonso hjá Ferrari þegar fimm keppnum er ólokið á tímabilinu, vann þriðja árið í röð í Suður-Kóreu. Sigurinn var hans 34. á ferlinum og kemst enginn með tærnar þar sem hann hefur hælana í augnablikinu. Fátt getur komið í veg fyrir fjórða sigur hans í keppni ökuþóra í röð. Slök mæting á keppnina í Suður-Kóreu vekur spurningar um framtíð Formúlu 1 í landinu. Ekki var baulað á Vettel líkt og í undanförnum keppnum þegar hann hefur fagnað sigri. Skiptar skoðanir eru um réttmæti mótmælanna í garð Þjóðverjans. Þykir sumum Vettel of hrokafullur. „Á meðan aðrir hanga með hreðjarnar úti í sundlauginni á föstudögum vinnum við hörðum höndum til að auka sigurlíkur okkur í keppninni,“ sagði Vettel fyrir keppnina. Formúla Mest lesið Stefán benti á tattúið og minntist frænku sinnar Enski boltinn Neyddir til að spila í miðri þjóðarsorg Handbolti Players endar í einvígi: „Halda allir að hann vinni“ Golf „Rjóminn á kökuna fyrir okkur“ Íslenski boltinn Sjáðu Albert skora gegn Juventus Fótbolti Hættu leik eftir að áhorfendur kveiktu í stúkunni Fótbolti Útskýrði af hverju Burn var dekkaður af mun lægri manni Enski boltinn Liverpool leiði kapphlaupið um Guehi Fótbolti Ari afmælisbarn búinn að semja við Elfsborg Íslenski boltinn „Vil ekki fara að sofa því mér líður eins og mig sé að dreyma“ Enski boltinn Fleiri fréttir Lando Norris aðeins 0,8 sekúndum á undan heimsmeistaranum í markið „Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika“ McLaren með tvo fremstu menn á ráspól í fyrstu keppni ársins „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira
Sebastian Vettel hjá Red Bull vann sinn áttunda sigur í fjórtán keppnum tímabilsins í kappakstrinum í Suður-Kóreu um helgina. Vettel ræsti fyrstur og var honum í sjálfu sér aldrei ógnað út keppnina. Þjóðverjinn, sem hefur nú 77 stiga forskot á Fernando Alonso hjá Ferrari þegar fimm keppnum er ólokið á tímabilinu, vann þriðja árið í röð í Suður-Kóreu. Sigurinn var hans 34. á ferlinum og kemst enginn með tærnar þar sem hann hefur hælana í augnablikinu. Fátt getur komið í veg fyrir fjórða sigur hans í keppni ökuþóra í röð. Slök mæting á keppnina í Suður-Kóreu vekur spurningar um framtíð Formúlu 1 í landinu. Ekki var baulað á Vettel líkt og í undanförnum keppnum þegar hann hefur fagnað sigri. Skiptar skoðanir eru um réttmæti mótmælanna í garð Þjóðverjans. Þykir sumum Vettel of hrokafullur. „Á meðan aðrir hanga með hreðjarnar úti í sundlauginni á föstudögum vinnum við hörðum höndum til að auka sigurlíkur okkur í keppninni,“ sagði Vettel fyrir keppnina.
Formúla Mest lesið Stefán benti á tattúið og minntist frænku sinnar Enski boltinn Neyddir til að spila í miðri þjóðarsorg Handbolti Players endar í einvígi: „Halda allir að hann vinni“ Golf „Rjóminn á kökuna fyrir okkur“ Íslenski boltinn Sjáðu Albert skora gegn Juventus Fótbolti Hættu leik eftir að áhorfendur kveiktu í stúkunni Fótbolti Útskýrði af hverju Burn var dekkaður af mun lægri manni Enski boltinn Liverpool leiði kapphlaupið um Guehi Fótbolti Ari afmælisbarn búinn að semja við Elfsborg Íslenski boltinn „Vil ekki fara að sofa því mér líður eins og mig sé að dreyma“ Enski boltinn Fleiri fréttir Lando Norris aðeins 0,8 sekúndum á undan heimsmeistaranum í markið „Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika“ McLaren með tvo fremstu menn á ráspól í fyrstu keppni ársins „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira