Vettel segir keppinautana með hreðjarnar úti í sundlaug Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 7. október 2013 07:00 Vettel verður heimsmeistari í ár líkt og síðustu þrjú. Svo einfalt er það. Nordicphotos/Getty Sebastian Vettel hjá Red Bull vann sinn áttunda sigur í fjórtán keppnum tímabilsins í kappakstrinum í Suður-Kóreu um helgina. Vettel ræsti fyrstur og var honum í sjálfu sér aldrei ógnað út keppnina. Þjóðverjinn, sem hefur nú 77 stiga forskot á Fernando Alonso hjá Ferrari þegar fimm keppnum er ólokið á tímabilinu, vann þriðja árið í röð í Suður-Kóreu. Sigurinn var hans 34. á ferlinum og kemst enginn með tærnar þar sem hann hefur hælana í augnablikinu. Fátt getur komið í veg fyrir fjórða sigur hans í keppni ökuþóra í röð. Slök mæting á keppnina í Suður-Kóreu vekur spurningar um framtíð Formúlu 1 í landinu. Ekki var baulað á Vettel líkt og í undanförnum keppnum þegar hann hefur fagnað sigri. Skiptar skoðanir eru um réttmæti mótmælanna í garð Þjóðverjans. Þykir sumum Vettel of hrokafullur. „Á meðan aðrir hanga með hreðjarnar úti í sundlauginni á föstudögum vinnum við hörðum höndum til að auka sigurlíkur okkur í keppninni,“ sagði Vettel fyrir keppnina. Formúla Mest lesið Stefán benti á tattúið og minntist frænku sinnar Enski boltinn Neyddir til að spila í miðri þjóðarsorg Handbolti Útskýrði af hverju Burn var dekkaður af mun lægri manni Enski boltinn Players endar í einvígi: „Halda allir að hann vinni“ Golf „Rjóminn á kökuna fyrir okkur“ Íslenski boltinn Sjáðu Albert skora gegn Juventus Fótbolti Segir Arnór líta ruddalega vel út Fótbolti Staðráðinn í að spila aftur: „Ég var nálægt því að deyja“ Enski boltinn Hættu leik eftir að áhorfendur kveiktu í stúkunni Fótbolti Liverpool leiði kapphlaupið um Guehi Fótbolti Fleiri fréttir Lando Norris aðeins 0,8 sekúndum á undan heimsmeistaranum í markið „Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika“ McLaren með tvo fremstu menn á ráspól í fyrstu keppni ársins „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira
Sebastian Vettel hjá Red Bull vann sinn áttunda sigur í fjórtán keppnum tímabilsins í kappakstrinum í Suður-Kóreu um helgina. Vettel ræsti fyrstur og var honum í sjálfu sér aldrei ógnað út keppnina. Þjóðverjinn, sem hefur nú 77 stiga forskot á Fernando Alonso hjá Ferrari þegar fimm keppnum er ólokið á tímabilinu, vann þriðja árið í röð í Suður-Kóreu. Sigurinn var hans 34. á ferlinum og kemst enginn með tærnar þar sem hann hefur hælana í augnablikinu. Fátt getur komið í veg fyrir fjórða sigur hans í keppni ökuþóra í röð. Slök mæting á keppnina í Suður-Kóreu vekur spurningar um framtíð Formúlu 1 í landinu. Ekki var baulað á Vettel líkt og í undanförnum keppnum þegar hann hefur fagnað sigri. Skiptar skoðanir eru um réttmæti mótmælanna í garð Þjóðverjans. Þykir sumum Vettel of hrokafullur. „Á meðan aðrir hanga með hreðjarnar úti í sundlauginni á föstudögum vinnum við hörðum höndum til að auka sigurlíkur okkur í keppninni,“ sagði Vettel fyrir keppnina.
Formúla Mest lesið Stefán benti á tattúið og minntist frænku sinnar Enski boltinn Neyddir til að spila í miðri þjóðarsorg Handbolti Útskýrði af hverju Burn var dekkaður af mun lægri manni Enski boltinn Players endar í einvígi: „Halda allir að hann vinni“ Golf „Rjóminn á kökuna fyrir okkur“ Íslenski boltinn Sjáðu Albert skora gegn Juventus Fótbolti Segir Arnór líta ruddalega vel út Fótbolti Staðráðinn í að spila aftur: „Ég var nálægt því að deyja“ Enski boltinn Hættu leik eftir að áhorfendur kveiktu í stúkunni Fótbolti Liverpool leiði kapphlaupið um Guehi Fótbolti Fleiri fréttir Lando Norris aðeins 0,8 sekúndum á undan heimsmeistaranum í markið „Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika“ McLaren með tvo fremstu menn á ráspól í fyrstu keppni ársins „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira