Í sókn á norðurslóðum Gunnar Bragi Sveinsson skrifar 11. október 2013 06:00 Breið samstaða er á Alþingi um að hagsmunir Íslands á norðurslóðum séu eitt af forgangsmálum utanríkisstefnunnar. Á þeim rúmu tveimur árum sem liðin eru síðan Alþingi samþykkti einróma stefnu í norðurslóðamálum hefur verið unnið ötullega að þessum málum í utanríkisráðuneytinu. Þróunin í okkar heimshluta er hröð. Siglingar eftir norðaustursiglingaleiðinni hafa margfaldast á fáum árum, uppbygging tengd olíuleit heldur áfram og áform Grænlendinga um auðlindanýtingu taka á sig skýrari mynd. Á pólitíska sviðinu fer mikilvægi Norðurskautsráðsins vaxandi. Starfsemi ráðsins hefur verið styrkt meðal annars með opnun fastaskrifstofu sem stýrt er af ráðagóðum framkvæmdastjóra, Magnúsi Jóhannessyni. Þá voru ný áheyrnarríki boðin velkomin til þátttöku í störfum ráðsins á ráðherrafundi þess fyrr á árinu. Í þeim hópi eru öll helstu efnahagsveldi Asíu, sem undirstrikar áhuga fjarlægra ríkja á okkar heimshluta og skapar ný sóknarfæri til samstarfs.Tækifæri og áskoranir Fram undan eru mörg tækifæri fyrir Ísland. Hæst ber olíuleit á Drekasvæðinu og möguleika sem tengjast auknum samgöngum á norðurslóðum. Í báðum tilfellum er mikið verk að vinna og skynsamlegt að stilla væntingum í hóf. Uppbygging á Drekanum er sýnd veiði en ekki gefin en fyrirliggjandi forsendur gefa fullt tilefni til að kanna til hins ýtrasta hvort olíu sé þar að finna í vinnanlegu magni. Stefna nýrrar stjórnar í Noregi hefur ekki áhrif á þessi áform Íslands. Í samgöngumálum hafa íslensk fyrirtæki í skipaflutningum og flugþjónustu þegar hafist handa við að tengjast betur samgöngu- og flutninganetum norðursins. Með því ryðja þau brautina fyrir ný tækifæri til sóknar fyrir útflutning á vörum og þjónustu. Þá eru áform þýska fyrirtækisins Bremenports staðfesting þess að umfangsmikil hafnarstarfsemi á Norðausturlandi kann að verða raunverulegur valkostur í atvinnuuppbyggingu. Til að mæta auknum viðskiptatækifærum hefur hið íslenska norðurslóðaviðskiptaráð tekið til starfa en það mun tengjast alþjóðlegu viðskiptaráði undir hatti Norðurskautsráðsins. Stjórnvöld og viðskiptalífið hafa í sameiningu unnið af krafti að þessum verkefnum undanfarið og ég er sannfærður um að íslensk fyrirtæki munu nýta sér þennan vettvang til að skapa ný viðskiptatækifæri. Samvinna á vísindasviðinu er sem fyrr hornsteinn í starfi norðurskautsríkjanna og hún hefur aukið mjög þekkingu okkar á umhverfi og félagslegri þróun norðurslóða. Sjálfbærni, skynsamleg nýting og verndun viðkvæms lífríkis eru leiðarljós í öllu okkar starfi. Þá hefur nýleg skýrsla loftslagsnefndar Sameinuðu þjóðanna undirstrikað hversu brýnt það er að Norðurskautsráðið haldi áfram að beita sér fyrir rannsóknum og aðgerðum vegna áhrifa loftslagsbreytinga í okkar heimshluta.Skarpari norðurslóðastefna Breytingarnar sem nú eiga sér stað kalla á skarpari sýn stjórnvalda í norðurslóðamálum. Af því tilefni hefur ríkisstjórnin ákveðið að skipa ráðherranefnd um málefni norðurslóða undir forystu forsætisráðherra. Við munum þannig tryggja betur hagsmunagæslu Íslands með aukinni samhæfingu á æðsta stigi stjórnsýslunnar. Norðurslóðastefnan sem Alþingi samþykkti árið 2011 er leiðarstef norðurslóðastarfsins og framkvæmd hennar verður nú í forgrunni. Við leggjum áherslu á öflugt samstarf við norðurskautsríkin, leiðandi hlutverk Norðurskautsráðsins, mikilvægi Hafréttarsamnings Sameinuðu þjóðanna, öryggishagsmuni Íslands og málafylgju í alþjóðastarfi. Þá hef ég kynnt í ríkisstjórn þau áhersluatriði sem verða sett sérstaklega á oddinn á komandi misserum. Mikilvægt hlutverk viðskiptalífsins hefur þegar verið nefnt. Þá verður áfram unnið að tillögugerð um þróun viðbragðs- og þjónustumiðstöðvar á Íslandi. Hagsmunir Íslands felast í því að horfa til framtíðar hvað varðar leit og björgun og viðbrögð við umhverfisvá í ljósi aukinna efnahagsumsvifa og umferðar á norðurslóðum. Með opnun aðalræðisskrifstofu Íslands á Grænlandi skapast tækifæri til að efla vestnorrænt samstarf og við munum leita leiða til að styrkja enn frekar tengslin við Nuuk og Þórshöfn. Sérstöku verkefni um jafnréttismál á norðurslóðum hefur verið ýtt úr vör, sem verður meðal áherslumála okkar innan Norðurskautsráðsins. Þá munum við kynna norðurslóðastefnu og áherslur Íslands í Asíuríkjum með viðskiptatækifæri að leiðarljósi og samhliða því efla samskiptin við ESB, sérstaklega hvað varðar samgöngu- og umhverfismál hér á norðurslóðum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gunnar Bragi Sveinsson Norðurslóðir Mest lesið Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir Skoðun Milljarðar evra streyma enn til Pútíns Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson Skoðun Skoðun Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson skrifar Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Milljarðar evra streyma enn til Pútíns Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson skrifar Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Breið samstaða er á Alþingi um að hagsmunir Íslands á norðurslóðum séu eitt af forgangsmálum utanríkisstefnunnar. Á þeim rúmu tveimur árum sem liðin eru síðan Alþingi samþykkti einróma stefnu í norðurslóðamálum hefur verið unnið ötullega að þessum málum í utanríkisráðuneytinu. Þróunin í okkar heimshluta er hröð. Siglingar eftir norðaustursiglingaleiðinni hafa margfaldast á fáum árum, uppbygging tengd olíuleit heldur áfram og áform Grænlendinga um auðlindanýtingu taka á sig skýrari mynd. Á pólitíska sviðinu fer mikilvægi Norðurskautsráðsins vaxandi. Starfsemi ráðsins hefur verið styrkt meðal annars með opnun fastaskrifstofu sem stýrt er af ráðagóðum framkvæmdastjóra, Magnúsi Jóhannessyni. Þá voru ný áheyrnarríki boðin velkomin til þátttöku í störfum ráðsins á ráðherrafundi þess fyrr á árinu. Í þeim hópi eru öll helstu efnahagsveldi Asíu, sem undirstrikar áhuga fjarlægra ríkja á okkar heimshluta og skapar ný sóknarfæri til samstarfs.Tækifæri og áskoranir Fram undan eru mörg tækifæri fyrir Ísland. Hæst ber olíuleit á Drekasvæðinu og möguleika sem tengjast auknum samgöngum á norðurslóðum. Í báðum tilfellum er mikið verk að vinna og skynsamlegt að stilla væntingum í hóf. Uppbygging á Drekanum er sýnd veiði en ekki gefin en fyrirliggjandi forsendur gefa fullt tilefni til að kanna til hins ýtrasta hvort olíu sé þar að finna í vinnanlegu magni. Stefna nýrrar stjórnar í Noregi hefur ekki áhrif á þessi áform Íslands. Í samgöngumálum hafa íslensk fyrirtæki í skipaflutningum og flugþjónustu þegar hafist handa við að tengjast betur samgöngu- og flutninganetum norðursins. Með því ryðja þau brautina fyrir ný tækifæri til sóknar fyrir útflutning á vörum og þjónustu. Þá eru áform þýska fyrirtækisins Bremenports staðfesting þess að umfangsmikil hafnarstarfsemi á Norðausturlandi kann að verða raunverulegur valkostur í atvinnuuppbyggingu. Til að mæta auknum viðskiptatækifærum hefur hið íslenska norðurslóðaviðskiptaráð tekið til starfa en það mun tengjast alþjóðlegu viðskiptaráði undir hatti Norðurskautsráðsins. Stjórnvöld og viðskiptalífið hafa í sameiningu unnið af krafti að þessum verkefnum undanfarið og ég er sannfærður um að íslensk fyrirtæki munu nýta sér þennan vettvang til að skapa ný viðskiptatækifæri. Samvinna á vísindasviðinu er sem fyrr hornsteinn í starfi norðurskautsríkjanna og hún hefur aukið mjög þekkingu okkar á umhverfi og félagslegri þróun norðurslóða. Sjálfbærni, skynsamleg nýting og verndun viðkvæms lífríkis eru leiðarljós í öllu okkar starfi. Þá hefur nýleg skýrsla loftslagsnefndar Sameinuðu þjóðanna undirstrikað hversu brýnt það er að Norðurskautsráðið haldi áfram að beita sér fyrir rannsóknum og aðgerðum vegna áhrifa loftslagsbreytinga í okkar heimshluta.Skarpari norðurslóðastefna Breytingarnar sem nú eiga sér stað kalla á skarpari sýn stjórnvalda í norðurslóðamálum. Af því tilefni hefur ríkisstjórnin ákveðið að skipa ráðherranefnd um málefni norðurslóða undir forystu forsætisráðherra. Við munum þannig tryggja betur hagsmunagæslu Íslands með aukinni samhæfingu á æðsta stigi stjórnsýslunnar. Norðurslóðastefnan sem Alþingi samþykkti árið 2011 er leiðarstef norðurslóðastarfsins og framkvæmd hennar verður nú í forgrunni. Við leggjum áherslu á öflugt samstarf við norðurskautsríkin, leiðandi hlutverk Norðurskautsráðsins, mikilvægi Hafréttarsamnings Sameinuðu þjóðanna, öryggishagsmuni Íslands og málafylgju í alþjóðastarfi. Þá hef ég kynnt í ríkisstjórn þau áhersluatriði sem verða sett sérstaklega á oddinn á komandi misserum. Mikilvægt hlutverk viðskiptalífsins hefur þegar verið nefnt. Þá verður áfram unnið að tillögugerð um þróun viðbragðs- og þjónustumiðstöðvar á Íslandi. Hagsmunir Íslands felast í því að horfa til framtíðar hvað varðar leit og björgun og viðbrögð við umhverfisvá í ljósi aukinna efnahagsumsvifa og umferðar á norðurslóðum. Með opnun aðalræðisskrifstofu Íslands á Grænlandi skapast tækifæri til að efla vestnorrænt samstarf og við munum leita leiða til að styrkja enn frekar tengslin við Nuuk og Þórshöfn. Sérstöku verkefni um jafnréttismál á norðurslóðum hefur verið ýtt úr vör, sem verður meðal áherslumála okkar innan Norðurskautsráðsins. Þá munum við kynna norðurslóðastefnu og áherslur Íslands í Asíuríkjum með viðskiptatækifæri að leiðarljósi og samhliða því efla samskiptin við ESB, sérstaklega hvað varðar samgöngu- og umhverfismál hér á norðurslóðum.
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun
Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar
Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun
Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun