Heilbrigðiskerfið og fjárlögin Steingrímur J. Sigfússon skrifar 12. október 2013 06:00 Nú hafa þau undur og stórmerki gerst að áhrifamenn úr stjórnarflokkunum hafa gengið fram fyrir skjöldu og sagt að sú útreið sem heilbrigðiskerfið og þó einkum Landspítali – háskólasjúkrahús (LSH) fá í fjárlagafrumvarpi þeirra eigin ríkisstjórnar sé með öllu ótæk. Það vanti a.m.k. þrjá miljarða í viðbótarfjárveitingu til LSH o.s.frv. Hnjáliðir fjármálaráðherra eru þegar teknir að gefa sig í vörn fyrir frumvarpinu, enda er honum óhægt um vik með eigin flokksmenn hinum megin víglínunnar og rýting frá sjálfum forsætisráðherra í bakinu þegar hann talaði upp í flokksmenn sína fyrir norðan. Fjármálaráðherra má þó eiga að hann setur enn það skilyrði fyrir auknum útgjöldum að þau leiði ekki til þess að fjárlögunum verði lokað með halla. Hvað er þá til ráða? Á að skera enn meira niður annars staðar svo auka megi fjárveitingar til Landspítalans eða eru fleiri kostir í stöðunni? Nú er vandinn að vísu sá að víðar en á LSH er brýn þörf fyrir meira fé inn í heilbrigðiskerfið. Sjúkrahúsið á Akureyri (SA) er að langmestu leyti í sambærilegri stöðu og LSH. Þar er um að ræða hitt „stóra“ sérgreinasjúkrahúsið í landinu, varasjúkrahús samkvæmt almannavarnaskipulagi, miðstöð sjúkraflugs og móðurstöð sérhæfðrar heilbrigðisþjónustu fyrir norðan- og austanvert landið. Því verður að treysta að SA fái hlutfallslega sambærilega úrlausn sinna mála og LSH. Eftir standa þá aðrar heilbrigðisstofnanir og heilsugæslan sem sannarlega veitti ekki af einhverri viðbót þó tölur þar séu af annarri stærðargráðu og miklum mun lægri en í tilviki risans, LSH og litlusystur, SA.Hvað þarf til og hvernig? Er þá einhver leið að finna fjármuni til lífsnauðsynlegra úrbóta í heilbrigðismálum, sem víðtæk samstaða virðist hafa skapast um að þörf sé á, og án þess að fjárlögum fyrir árið 2014 verði lokað með halla? Lítum á dæmið: Landspítali – háskólasjúkrahús; + 3,000 m.kr. Sjúkrahúsið á Akureyri; + 500 m.kr. Aðrar heilbrigðisstofnanir og heilsugæslustöðvar; + 1,000 m.kr. Sem sagt, verkefnið er að finna 4,5 milljarða króna, 4.500 milljónir.Tekna mætti afla með eftirfarandi hætti: a) Fallið er frá helmingi fyrirhugaðrar lækkunar tekjuskatts í miðþrepi (25,8% verði 25,4% í stað 25%). Tekjuauki ríkissjóðs verður miðað við forsendur fjárlagafrumvarpsins 2.500 milljónir króna og við erum komin meira en hálfa leið í mark. b) Fallið verði frá fjölgun ráðherra og aðstoðarmanna. Það sparar útgjöld sem nemur 45,7 milljónum króna og afkoman batnar sem því nemur. c) Fallið verði frá 10 m.kr. hækkun til fasteigna forsætisráðuneytisins. Fallið verði frá 10 af 20 m.kr. hækkun til kröfugerðar og málareksturs þjóðlendumála hjá fjármálaráðuneytinu og hækkun til eflingar almennrar löggæslu hjá innanríkisráðuneytinu verði 465,7 m.króna í stað 500. Samtals bæta því stafliðir b og c afkomuna um 100 milljónir króna. d) Virðisaukaskattur á hótelgistingu hækki úr 7% í 14% 1. mars á næsta ári. Áætlaðar tekjur með hliðsjón af vaxandi umsvifum 1.900 milljónir króna. Þar með erum við komin að landi (2.500 + 100 + 1.900 = 4,500). Af þriggja milljarða króna viðbót til LSH gengju 200 milljónir til að falla frá fyrirhuguðum sjúklingasköttum í formi legugjalda. Skattar yrðu sem sagt lagðir á ferðamenn í stað sjúklinga. Af sjálfu leiðir að ýmsar fleiri útfærslur og blöndur tekjuöflunar- og sparnaðaraðgerða koma til greina. Hér er aðeins sett upp dæmi til að sýna að; vilji er allt sem þarf. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Steingrímur J. Sigfússon Mest lesið Kolbrún Pálsdóttir – Öflugur leiðtogi fyrir framtíð Háskóla Íslands Kristín Jónsdóttir,Þórdís Jóna Sigurðardóttir Skoðun Björn veit að þekking þrífst í samfélagi, ekki í einangrun Magnea Rut Gunnarsdóttir Skoðun Við erum ekki Rússland Sigmar Guðmundsson Skoðun Kjöt og krabbamein Hulda María Einarsdóttir,Jórunn Atladóttir,Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun Er ný ESB-langavitleysa íslenzkrar ríkisstjórnar í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Rektorskjör HÍ Soffía Auður Birgisdóttir Skoðun Silja Bára - öflugur málsvari sjálfbærni og loftslagsmála Íris Lind Sæmundsdóttir Skoðun Evrópusambandið og upplýsingalæsi Ægir Örn Arnarson Skoðun Af hverju veljum við Silju Báru? Auður Birna Stefánsdóttir,Pia Hansson Skoðun Íslendingar eru dónalegir, óhófsamir, þjófóttir villimenn Sif Sigmarsdóttir Fastir pennar Skoðun Skoðun Fjarkönnun og sjálfstæði þjóðar Karl Arnar Arnarson skrifar Skoðun Virðisaukaskattur og sveitarfélög – ekki er allt sem sýnist Helgi Már Jósepsson,Tina Paic skrifar Skoðun Græðgin, vísindin og spilakassarnir Kristján Jónasson,Alma Hafsteinsdóttir,Steinn Guðmundsson,Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Kjöt og krabbamein Hulda María Einarsdóttir,Jórunn Atladóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Rektorskjör HÍ Soffía Auður Birgisdóttir skrifar Skoðun Hagsmunir háskólanema í rektorskjöri Kolbrún Þ. Pálsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið og upplýsingalæsi Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Björn veit að þekking þrífst í samfélagi, ekki í einangrun Magnea Rut Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Silja Bára - öflugur málsvari sjálfbærni og loftslagsmála Íris Lind Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Af hverju veljum við Silju Báru? Auður Birna Stefánsdóttir,Pia Hansson skrifar Skoðun Við erum ekki Rússland Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Kolbrún Pálsdóttir – Öflugur leiðtogi fyrir framtíð Háskóla Íslands Kristín Jónsdóttir,Þórdís Jóna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ný ESB-langavitleysa íslenzkrar ríkisstjórnar í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Samskipti: Lykillinn að vellíðan og árangri í vinnuumhverfi Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Ríkisábyrgð á 1.490 milljarða króna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Davíð og Golíat, hugrekki og berskjöldun Dr. Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Hver reif kjaft við hvern? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Alþjóðlegt samstarf er forsenda öruggra landamæra Jón Pétur Jónsson,Íris Björg Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélag á tímamótum - Silja Bára sem næsti rektor HÍ Berglind Rós Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kjósum opnara grunnnám Toby Erik Wikström skrifar Skoðun Magnús Karl er hæfastur rektorsframbjóðenda Ástráður Eysteinsson skrifar Skoðun Betri starfsaðstæður og skilvirkari háskóli Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna styð ég Magnús Karl í kjöri til rektors Háskóla Íslands? Ingileif Jónsdóttir skrifar Skoðun Allt fyrir samansúrrað pólitískt og peningalegt vald? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Vopnakaup íslenska ráðamanna Friðrik Erlingsson skrifar Skoðun Samstaðan er óstöðvandi afl Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Kolbrún Þ. Pálsdóttir – rétti leiðtoginn fyrir Háskóla Íslands Hafliði Ásgeirsson,Eyjólfur Brynjar Eyjólfsson,Þorbjörg St. Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hegða sér eins og ofdekraðir unglingar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Af hverju ættu nemendur að kjósa Magnús Karl sem rektor HÍ? Eygló Sóley Hróðmarsdóttir Löve,Daníel Thor Myer skrifar Skoðun Við mótmælum nýbyggingum í Neðra Breiðholtinu Jökull Þór Sveinsson,Hlynur Ingi Jóhannsson skrifar Sjá meira
Nú hafa þau undur og stórmerki gerst að áhrifamenn úr stjórnarflokkunum hafa gengið fram fyrir skjöldu og sagt að sú útreið sem heilbrigðiskerfið og þó einkum Landspítali – háskólasjúkrahús (LSH) fá í fjárlagafrumvarpi þeirra eigin ríkisstjórnar sé með öllu ótæk. Það vanti a.m.k. þrjá miljarða í viðbótarfjárveitingu til LSH o.s.frv. Hnjáliðir fjármálaráðherra eru þegar teknir að gefa sig í vörn fyrir frumvarpinu, enda er honum óhægt um vik með eigin flokksmenn hinum megin víglínunnar og rýting frá sjálfum forsætisráðherra í bakinu þegar hann talaði upp í flokksmenn sína fyrir norðan. Fjármálaráðherra má þó eiga að hann setur enn það skilyrði fyrir auknum útgjöldum að þau leiði ekki til þess að fjárlögunum verði lokað með halla. Hvað er þá til ráða? Á að skera enn meira niður annars staðar svo auka megi fjárveitingar til Landspítalans eða eru fleiri kostir í stöðunni? Nú er vandinn að vísu sá að víðar en á LSH er brýn þörf fyrir meira fé inn í heilbrigðiskerfið. Sjúkrahúsið á Akureyri (SA) er að langmestu leyti í sambærilegri stöðu og LSH. Þar er um að ræða hitt „stóra“ sérgreinasjúkrahúsið í landinu, varasjúkrahús samkvæmt almannavarnaskipulagi, miðstöð sjúkraflugs og móðurstöð sérhæfðrar heilbrigðisþjónustu fyrir norðan- og austanvert landið. Því verður að treysta að SA fái hlutfallslega sambærilega úrlausn sinna mála og LSH. Eftir standa þá aðrar heilbrigðisstofnanir og heilsugæslan sem sannarlega veitti ekki af einhverri viðbót þó tölur þar séu af annarri stærðargráðu og miklum mun lægri en í tilviki risans, LSH og litlusystur, SA.Hvað þarf til og hvernig? Er þá einhver leið að finna fjármuni til lífsnauðsynlegra úrbóta í heilbrigðismálum, sem víðtæk samstaða virðist hafa skapast um að þörf sé á, og án þess að fjárlögum fyrir árið 2014 verði lokað með halla? Lítum á dæmið: Landspítali – háskólasjúkrahús; + 3,000 m.kr. Sjúkrahúsið á Akureyri; + 500 m.kr. Aðrar heilbrigðisstofnanir og heilsugæslustöðvar; + 1,000 m.kr. Sem sagt, verkefnið er að finna 4,5 milljarða króna, 4.500 milljónir.Tekna mætti afla með eftirfarandi hætti: a) Fallið er frá helmingi fyrirhugaðrar lækkunar tekjuskatts í miðþrepi (25,8% verði 25,4% í stað 25%). Tekjuauki ríkissjóðs verður miðað við forsendur fjárlagafrumvarpsins 2.500 milljónir króna og við erum komin meira en hálfa leið í mark. b) Fallið verði frá fjölgun ráðherra og aðstoðarmanna. Það sparar útgjöld sem nemur 45,7 milljónum króna og afkoman batnar sem því nemur. c) Fallið verði frá 10 m.kr. hækkun til fasteigna forsætisráðuneytisins. Fallið verði frá 10 af 20 m.kr. hækkun til kröfugerðar og málareksturs þjóðlendumála hjá fjármálaráðuneytinu og hækkun til eflingar almennrar löggæslu hjá innanríkisráðuneytinu verði 465,7 m.króna í stað 500. Samtals bæta því stafliðir b og c afkomuna um 100 milljónir króna. d) Virðisaukaskattur á hótelgistingu hækki úr 7% í 14% 1. mars á næsta ári. Áætlaðar tekjur með hliðsjón af vaxandi umsvifum 1.900 milljónir króna. Þar með erum við komin að landi (2.500 + 100 + 1.900 = 4,500). Af þriggja milljarða króna viðbót til LSH gengju 200 milljónir til að falla frá fyrirhuguðum sjúklingasköttum í formi legugjalda. Skattar yrðu sem sagt lagðir á ferðamenn í stað sjúklinga. Af sjálfu leiðir að ýmsar fleiri útfærslur og blöndur tekjuöflunar- og sparnaðaraðgerða koma til greina. Hér er aðeins sett upp dæmi til að sýna að; vilji er allt sem þarf.
Kolbrún Pálsdóttir – Öflugur leiðtogi fyrir framtíð Háskóla Íslands Kristín Jónsdóttir,Þórdís Jóna Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Virðisaukaskattur og sveitarfélög – ekki er allt sem sýnist Helgi Már Jósepsson,Tina Paic skrifar
Skoðun Græðgin, vísindin og spilakassarnir Kristján Jónasson,Alma Hafsteinsdóttir,Steinn Guðmundsson,Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar
Skoðun Björn veit að þekking þrífst í samfélagi, ekki í einangrun Magnea Rut Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Kolbrún Pálsdóttir – Öflugur leiðtogi fyrir framtíð Háskóla Íslands Kristín Jónsdóttir,Þórdís Jóna Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Samskipti: Lykillinn að vellíðan og árangri í vinnuumhverfi Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar
Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Davíð og Golíat, hugrekki og berskjöldun Dr. Sigurvin Lárus Jónsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegt samstarf er forsenda öruggra landamæra Jón Pétur Jónsson,Íris Björg Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélag á tímamótum - Silja Bára sem næsti rektor HÍ Berglind Rós Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Hvers vegna styð ég Magnús Karl í kjöri til rektors Háskóla Íslands? Ingileif Jónsdóttir skrifar
Skoðun Kolbrún Þ. Pálsdóttir – rétti leiðtoginn fyrir Háskóla Íslands Hafliði Ásgeirsson,Eyjólfur Brynjar Eyjólfsson,Þorbjörg St. Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju ættu nemendur að kjósa Magnús Karl sem rektor HÍ? Eygló Sóley Hróðmarsdóttir Löve,Daníel Thor Myer skrifar
Skoðun Við mótmælum nýbyggingum í Neðra Breiðholtinu Jökull Þór Sveinsson,Hlynur Ingi Jóhannsson skrifar
Kolbrún Pálsdóttir – Öflugur leiðtogi fyrir framtíð Háskóla Íslands Kristín Jónsdóttir,Þórdís Jóna Sigurðardóttir Skoðun