ÖBÍ er mikilvægt afl Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar 12. október 2013 06:00 Öryrkjabandalag Íslands er mikilvægt afl í samfélaginu. Hlutverk þess sem regnhlífarsamtaka er að vera frumkvöðull og málsvari í málefnum fatlaðra, setja kúrsinn og vinna þétt með stjórnsýslunni til að tryggja hlut þeirra tuttugu og sjö þúsund einstaklinga sem standa að aðildarfélögum ÖBÍ. Um leið er bandalagið nauðsynlegur bakhjarl einstakra aðildarfélaga, smárra sem stórra, og vinnur með þeim að einstökum málefnum. Málefni öryrkja snerta enn fremur alla þjóðina. Það er allra hagur að einstaklingi sem vegna fötlunar þarf aðstoð á einn eða annan máta sé gert kleift að taka þátt í samfélaginu og skila sínu með stolti sem góður og gegn þjóðfélagsþegn. Annað brýtur gegn grundvallarmannréttindum og kostar samfélagið mun meira, hvort sem reiknað er í krónum eða með tilliti til samfélagslegra gilda. Um þessar mundir er verið að vinna úr gögnum viðhorfskönnunar sem ÖBÍ lét gera um sambandið. Tvennt stendur upp úr við fyrstu skoðun. Annars vegar sú neikvæða ímynd ÖBÍ sem birtist í samtölum við nokkra af okkar helstu tengiliðum innan stjórnsýslunnar. Þar kemur skýrt fram að viðmælendur vilja vinna náið með ÖBÍ en upplifa þess í stað fálæti og neikvætt viðmót. Hins vegar slær mig hversu litla samleið yngri félagsmenn telja sig eiga með bandalaginu. Haldi sú þróun áfram mun ÖBÍ einfaldlega veslast upp og deyja drottni sínum, fyrr en nokkurn grunar. Þessari þróun þarf að snúa við og það snarlega. Svo skýr skilaboð koma sjaldnast til af engu og forsagan hlýtur að teygja sig langt aftur. Yfirstjórn ÖBÍ og aðildarfélög þurfa að rýna djúpt í eigin rann af fullkominni einlægni. Hafa þor til að taka á erfiðum málum og leita lausna sem efla samtökin inn á við. Bandalagið þarf jafnframt að taka upp breytt vinnubrögð gagnvart hinu opinbera sem tryggja aðkomu þess að málefnum fatlaðra. Einungis lausnamiðuð vinnubrögð og samvinna geta tryggt að ekkert sé ákvarðað um okkar málefni án okkar aðkomu. Um leið fær ÖBÍ gullið tækifæri til að auka skilning almennings á málefnum bandalagsins og efla jafnframt sjálfsmynd skjólstæðinga sinna, ungra sem aldinna. Til þess að svo verði þarf öfluga og þróttmikla forystusveit sem getur unnið samhent að verkefninu. Skipta þarf út karlinum í brúnni og beita stíft án þess að skútan brotni. Með samhentu átaki getum við á skömmum tíma gert ÖBÍ sjóklárt og sett kúrsinn til betra samfélags með þátttöku, jafnræði og ábyrgð að leiðarljósi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vilhjálmur Hjálmarsson Mest lesið Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Traustur grunnur, ný tækifæri Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson skrifar Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Sjá meira
Öryrkjabandalag Íslands er mikilvægt afl í samfélaginu. Hlutverk þess sem regnhlífarsamtaka er að vera frumkvöðull og málsvari í málefnum fatlaðra, setja kúrsinn og vinna þétt með stjórnsýslunni til að tryggja hlut þeirra tuttugu og sjö þúsund einstaklinga sem standa að aðildarfélögum ÖBÍ. Um leið er bandalagið nauðsynlegur bakhjarl einstakra aðildarfélaga, smárra sem stórra, og vinnur með þeim að einstökum málefnum. Málefni öryrkja snerta enn fremur alla þjóðina. Það er allra hagur að einstaklingi sem vegna fötlunar þarf aðstoð á einn eða annan máta sé gert kleift að taka þátt í samfélaginu og skila sínu með stolti sem góður og gegn þjóðfélagsþegn. Annað brýtur gegn grundvallarmannréttindum og kostar samfélagið mun meira, hvort sem reiknað er í krónum eða með tilliti til samfélagslegra gilda. Um þessar mundir er verið að vinna úr gögnum viðhorfskönnunar sem ÖBÍ lét gera um sambandið. Tvennt stendur upp úr við fyrstu skoðun. Annars vegar sú neikvæða ímynd ÖBÍ sem birtist í samtölum við nokkra af okkar helstu tengiliðum innan stjórnsýslunnar. Þar kemur skýrt fram að viðmælendur vilja vinna náið með ÖBÍ en upplifa þess í stað fálæti og neikvætt viðmót. Hins vegar slær mig hversu litla samleið yngri félagsmenn telja sig eiga með bandalaginu. Haldi sú þróun áfram mun ÖBÍ einfaldlega veslast upp og deyja drottni sínum, fyrr en nokkurn grunar. Þessari þróun þarf að snúa við og það snarlega. Svo skýr skilaboð koma sjaldnast til af engu og forsagan hlýtur að teygja sig langt aftur. Yfirstjórn ÖBÍ og aðildarfélög þurfa að rýna djúpt í eigin rann af fullkominni einlægni. Hafa þor til að taka á erfiðum málum og leita lausna sem efla samtökin inn á við. Bandalagið þarf jafnframt að taka upp breytt vinnubrögð gagnvart hinu opinbera sem tryggja aðkomu þess að málefnum fatlaðra. Einungis lausnamiðuð vinnubrögð og samvinna geta tryggt að ekkert sé ákvarðað um okkar málefni án okkar aðkomu. Um leið fær ÖBÍ gullið tækifæri til að auka skilning almennings á málefnum bandalagsins og efla jafnframt sjálfsmynd skjólstæðinga sinna, ungra sem aldinna. Til þess að svo verði þarf öfluga og þróttmikla forystusveit sem getur unnið samhent að verkefninu. Skipta þarf út karlinum í brúnni og beita stíft án þess að skútan brotni. Með samhentu átaki getum við á skömmum tíma gert ÖBÍ sjóklárt og sett kúrsinn til betra samfélags með þátttöku, jafnræði og ábyrgð að leiðarljósi.
Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun