Mætti með skopparabolta á blaðamannafund Kolbeinn Tumi Daðason í Ósló skrifar 14. október 2013 07:30 Frá æfingu norska landsliðsins á Ullevaal-leikvanginum í gær. Mynd/Vilhelm Blaðamenn frá Íslandi notuðu augu meir en eyru á fundi með Per-Mathias Högmo, þjálfara norska landsliðsins, í Ósló í gær. Norskir blaðamenn spurðu spurninga sem Högmo svaraði að bragði. Það var ekki fyrr en Högmo tók upp skopparabolta sem fulltrúar Íslands skildu um hvað var rætt. 3-0 tap á útivelli gegn Slóveníu var ekki óskabyrjunin sem þeir norsku vonuðust eftir. Sjálfstraust leikmanna er lítið og vonleysi stuðningsmanna lýsir sér í hve illa miðasala gengur á leikinn. Með boltanum vildi nýi landsliðsþjálfarinn sýna fram á að þótt liðið væri langt niðri núna gætu hlutirnir breyst á skömmum tíma. Líkt og þegar skopparabolti lendir og kastast um leið upp á ný. Nokkrir blaðamenn brostu en enginn hló. „Við eigum marga góða unga leikmenn og staða okkar er ekki ósvipuð og hjá íslenska liðinu fyrir tveimur árum,“ sagði Högmo. Vísaði sá norski í þann kjarna íslenska liðsins sem komst á Evrópumót 21 árs landsliða í Danmörku fyrir tveimur árum. „Íslenska liðið ætti að vera innblástur fyrir Noreg og aðrar minni þjóðir,“ bætti Högmo við. Aðspurður hvort það væri innblástur fyrir leikinn að vita að sigur gæti gert út um vonir Íslands um sæti á HM sagði Högmo: „Það er í sjálfu sér ekki markmið að eyðileggja fyrir Íslandi. Hins vegar viljum við eðlilega vinna leikinn.“ Norðmenn hafa að engu að keppa í sjálfu sér. Tapi liðið getur það hafnað í fimmta sæti í riðlinum vinni Albanir sigur á Kýpur. Árangurinn yrði sá versti í undankeppni síðan fyrir Evrópumótið í Vestur-Þýskalandi 1988. „Auðvitað erum við vonsviknir að geta ekki farið á HM. Þú færð hins vegar bara tíu leiki með landsliðinu á ári og því er auðvelt að gíra sig upp fyrir þá,“ sagði fyrirliðinn Brede Hangeland við Fréttablaðið í gær. Miðvörðurinn stæðilegi var um tíma liðsfélagi Eiðs Smára Guðjohnsen hjá Fulham. Mohammed Abdellaoue, sem skoraði sigurmark þeirra norsku úr vítaspyrnu í viðureign liðanna í undankeppni EM 2012 fyrir sléttum tveimur árum, er meðvitaður um hve sterkt íslenska liðið er. „Á heimavelli eigum við hins vegar að vera ákveðnir. Við höfum trú á okkur og stefnum ótrauðir á þrjú stig,“ sagði Moa. Hann skilur vel viðhorf íslenskra stuðningsmanna að þeirra landslið sé ekki síðra og mögulega betur mannað en það norska. Það gæti hins vegar hjálpað að pressan á liðinu sé lítil enda möguleikinn á sæti á HM úti. „Við höfum ekki að neinu að keppa nema heiðrinum þannig að við verðum bara að fara út á völl, skemmta okkur og klára dagsverkið. Það skiptir máli að gefa tóninn fyrir næstu undankeppni.“ Fótbolti Íslenski boltinn HM 2014 í Brasilíu Mest lesið Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Handbolti Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Handbolti Stærsta stund strákanna okkar Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Handbolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Körfubolti Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Handbolti Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Fótbolti Fleiri fréttir Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Salah klúðraði vítaspyrnu er Nígería tók þriðja sætið Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Ísaki fórnað í langþráðum sigri Kölnar Birta hetja Genoa í frumrauninni Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Mbappé á skotskónum í fyrsta sigrinum undir stjórn Arbeloa Draumabyrjun hjá Carrick KR fær tvo unga Ganverja „Stoltur að fá þetta tækifæri og tek því ekki sem sjálfsögðum hlut“ Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Hákon horfði upp á tap er PSG tók toppsætið Líklegra að Vinícius Jr. framlengi við Real Madrid eftir brottför Xabi Alonso Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Gamla Íslendingafélagið gæti breytt aftur um nafn Breytingar hjá Breiðabliki Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Albert fær liðsfélaga frá Leeds Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap Sjá meira
Blaðamenn frá Íslandi notuðu augu meir en eyru á fundi með Per-Mathias Högmo, þjálfara norska landsliðsins, í Ósló í gær. Norskir blaðamenn spurðu spurninga sem Högmo svaraði að bragði. Það var ekki fyrr en Högmo tók upp skopparabolta sem fulltrúar Íslands skildu um hvað var rætt. 3-0 tap á útivelli gegn Slóveníu var ekki óskabyrjunin sem þeir norsku vonuðust eftir. Sjálfstraust leikmanna er lítið og vonleysi stuðningsmanna lýsir sér í hve illa miðasala gengur á leikinn. Með boltanum vildi nýi landsliðsþjálfarinn sýna fram á að þótt liðið væri langt niðri núna gætu hlutirnir breyst á skömmum tíma. Líkt og þegar skopparabolti lendir og kastast um leið upp á ný. Nokkrir blaðamenn brostu en enginn hló. „Við eigum marga góða unga leikmenn og staða okkar er ekki ósvipuð og hjá íslenska liðinu fyrir tveimur árum,“ sagði Högmo. Vísaði sá norski í þann kjarna íslenska liðsins sem komst á Evrópumót 21 árs landsliða í Danmörku fyrir tveimur árum. „Íslenska liðið ætti að vera innblástur fyrir Noreg og aðrar minni þjóðir,“ bætti Högmo við. Aðspurður hvort það væri innblástur fyrir leikinn að vita að sigur gæti gert út um vonir Íslands um sæti á HM sagði Högmo: „Það er í sjálfu sér ekki markmið að eyðileggja fyrir Íslandi. Hins vegar viljum við eðlilega vinna leikinn.“ Norðmenn hafa að engu að keppa í sjálfu sér. Tapi liðið getur það hafnað í fimmta sæti í riðlinum vinni Albanir sigur á Kýpur. Árangurinn yrði sá versti í undankeppni síðan fyrir Evrópumótið í Vestur-Þýskalandi 1988. „Auðvitað erum við vonsviknir að geta ekki farið á HM. Þú færð hins vegar bara tíu leiki með landsliðinu á ári og því er auðvelt að gíra sig upp fyrir þá,“ sagði fyrirliðinn Brede Hangeland við Fréttablaðið í gær. Miðvörðurinn stæðilegi var um tíma liðsfélagi Eiðs Smára Guðjohnsen hjá Fulham. Mohammed Abdellaoue, sem skoraði sigurmark þeirra norsku úr vítaspyrnu í viðureign liðanna í undankeppni EM 2012 fyrir sléttum tveimur árum, er meðvitaður um hve sterkt íslenska liðið er. „Á heimavelli eigum við hins vegar að vera ákveðnir. Við höfum trú á okkur og stefnum ótrauðir á þrjú stig,“ sagði Moa. Hann skilur vel viðhorf íslenskra stuðningsmanna að þeirra landslið sé ekki síðra og mögulega betur mannað en það norska. Það gæti hins vegar hjálpað að pressan á liðinu sé lítil enda möguleikinn á sæti á HM úti. „Við höfum ekki að neinu að keppa nema heiðrinum þannig að við verðum bara að fara út á völl, skemmta okkur og klára dagsverkið. Það skiptir máli að gefa tóninn fyrir næstu undankeppni.“
Fótbolti Íslenski boltinn HM 2014 í Brasilíu Mest lesið Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Handbolti Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Handbolti Stærsta stund strákanna okkar Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Handbolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Körfubolti Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Handbolti Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Fótbolti Fleiri fréttir Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Salah klúðraði vítaspyrnu er Nígería tók þriðja sætið Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Ísaki fórnað í langþráðum sigri Kölnar Birta hetja Genoa í frumrauninni Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Mbappé á skotskónum í fyrsta sigrinum undir stjórn Arbeloa Draumabyrjun hjá Carrick KR fær tvo unga Ganverja „Stoltur að fá þetta tækifæri og tek því ekki sem sjálfsögðum hlut“ Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Hákon horfði upp á tap er PSG tók toppsætið Líklegra að Vinícius Jr. framlengi við Real Madrid eftir brottför Xabi Alonso Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Gamla Íslendingafélagið gæti breytt aftur um nafn Breytingar hjá Breiðabliki Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Albert fær liðsfélaga frá Leeds Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap Sjá meira