Hryllingsmyndin Frost seld til 56 landa Freyr Bjarnason skrifar 22. október 2013 09:30 Hryllingsmyndin hefur verið seld til 56 landa. Mynd/bjarni gríms „Það er búið að selja myndina til 56 landa. Það er með því meira sem gerist með íslenskar bíómyndir,“ segir Ingvar Þórðarson, annar af framleiðendum Frosts. Hryllingsmyndin tók þátt í hinni árlegu hryllingsmyndahátíð Screamfest sem var haldin í Los Angeles en tókst ekki að hreppa sigurlaunin sem kallast Gyllta hauskúpan. „Ég var að koma þarna í annað sinn og það er mjög ánægjulegt að vera þarna. Þarna eru allir hryllingsmeistararnir í heiminum,“ segir Ingvar, sem ræddi við ýmsa aðila varðandi Frost. Hann er mjög ánægður með hversu mörg lönd hafa keypt sýningarréttinn á myndinni. „Sci-fi hryllingsmyndageirinn er mjög sérhæfður en hann er risastór. Það er líka alþjóðlegur áhugi fyrir íslenskum myndum varðandi sölu á þeim erlendis.“ Viðræður hafa verið uppi í eitt ár um bandaríska endurgerð á Frosti. Fari svo að ráðist verði í það verkefni er ætlunin að gera nokkrar myndir. „Það er hugmyndin og þeim líst vel á það þarna úti.“ Mest lesið Vann ekki úr nauðguninni og skaddaðist á mænu Lífið Kim mældist með „litla heilavirkni“ Lífið Fagnaði 35 árum með stæl í Kólumbíu Lífið Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Menning Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Menning Stjörnulífið: Ólétta og ást í 23 ár Lífið Radiohead frestar tónleikum sínum í Köben Lífið „Besta byrjun á desember sem hægt var að hugsa sér“ Lífið Nýtt lúxushótel við svarta strönd býður upp á kyrrð og fegurð Lífið samstarf Er hægt að njóta kynlífs þrátt fyrir mikla áfallasögu? Lífið Fleiri fréttir Sagði „frost í greininni“ og krafði Loga um breytingar Þrýstingur Trump dugði til að fá Rush Hour 4 í gegn Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Udo Kier er látinn Helga Margrét tekur við af Króla Framleiða keflvískan krimma sem gerist á hápunkti kalda stríðsins Æstur aðdáandi óð í Grande Hafnar ásökunum um dónamyndir og segir þveröfugt farið Sópa til sín verðlaunum um heim allan Íslenskur Taskmaster kemur í vor Hannes í víking með gamansama glæpamynd Snýr aftur í leiklistina eftir sjö ára fjarveru Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Sjá meira
„Það er búið að selja myndina til 56 landa. Það er með því meira sem gerist með íslenskar bíómyndir,“ segir Ingvar Þórðarson, annar af framleiðendum Frosts. Hryllingsmyndin tók þátt í hinni árlegu hryllingsmyndahátíð Screamfest sem var haldin í Los Angeles en tókst ekki að hreppa sigurlaunin sem kallast Gyllta hauskúpan. „Ég var að koma þarna í annað sinn og það er mjög ánægjulegt að vera þarna. Þarna eru allir hryllingsmeistararnir í heiminum,“ segir Ingvar, sem ræddi við ýmsa aðila varðandi Frost. Hann er mjög ánægður með hversu mörg lönd hafa keypt sýningarréttinn á myndinni. „Sci-fi hryllingsmyndageirinn er mjög sérhæfður en hann er risastór. Það er líka alþjóðlegur áhugi fyrir íslenskum myndum varðandi sölu á þeim erlendis.“ Viðræður hafa verið uppi í eitt ár um bandaríska endurgerð á Frosti. Fari svo að ráðist verði í það verkefni er ætlunin að gera nokkrar myndir. „Það er hugmyndin og þeim líst vel á það þarna úti.“
Mest lesið Vann ekki úr nauðguninni og skaddaðist á mænu Lífið Kim mældist með „litla heilavirkni“ Lífið Fagnaði 35 árum með stæl í Kólumbíu Lífið Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Menning Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Menning Stjörnulífið: Ólétta og ást í 23 ár Lífið Radiohead frestar tónleikum sínum í Köben Lífið „Besta byrjun á desember sem hægt var að hugsa sér“ Lífið Nýtt lúxushótel við svarta strönd býður upp á kyrrð og fegurð Lífið samstarf Er hægt að njóta kynlífs þrátt fyrir mikla áfallasögu? Lífið Fleiri fréttir Sagði „frost í greininni“ og krafði Loga um breytingar Þrýstingur Trump dugði til að fá Rush Hour 4 í gegn Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Udo Kier er látinn Helga Margrét tekur við af Króla Framleiða keflvískan krimma sem gerist á hápunkti kalda stríðsins Æstur aðdáandi óð í Grande Hafnar ásökunum um dónamyndir og segir þveröfugt farið Sópa til sín verðlaunum um heim allan Íslenskur Taskmaster kemur í vor Hannes í víking með gamansama glæpamynd Snýr aftur í leiklistina eftir sjö ára fjarveru Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Sjá meira