Nú væri hiti undir vellinum fljótur að borga sig Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 23. október 2013 00:01 Englendingar hafa nýtt búnaðinn á þjóðarleikvangi sínum í Lundúnum þegar kalt hefur verið í veðri. Mynd/Sports & Stadia „Við veltum ýmsum hugmyndum fyrir okkur en vandamálið var alltaf það sama. Völlurinn er ekki upphitaður,“ segir Jóhann Gunnar Kristinsson, vallarstjóri á Laugardalsvelli. Karlalandslið Íslands mætir Króötum í fyrri viðureign þjóðanna í umspili um laust sæti hér á landi föstudagskvöldið 15. nóvember. Töluverðar áhyggjur hafa verið vegna ástands vallarins um miðjan nóvember og sumir rifjað upp kvennalandsleik Íslands og Írlands í umspili um sæti á EM haustið 2008. Þá var réttilega hægt að líkja Laugardalsvelli við skautasvell, en leikurinn fór fram 30. október. Koma þarf í veg fyrir að frost komist í jörðu líkt og þá. Niðurstaðan er sú að KSÍ hefur ákveðið að nýta sér lausn sem breska fyrirtækið MacLeod býður upp á. Um er að ræða stóran og mikinn dúk en undir honum er stór pylsa. Í pylsuna er dælt heitu lofti sem heldur dúknum uppi. Myndband sem útskýrir lausnina má sjá neðst í fréttinni. „Það koma fjórir menn með búnaðinn, setja þetta upp og munu halda þessu gangandi þann tíma sem þarf,“ segir Jóhann. Eina mögulega vandamálið snýr að því hvernig dúknum verður haldið niðri. Þar hjálpi hlaupabrautin ekki til enda ekki hægt að festa í hana. Jóhann telur líklegast að notaðar verði vegstoðir til þess að halda dúknum niðri. „Þær geta verið allt að eitt og hálft tonn að þyngd,“ segir Jóhann.Mynd/Sport & StadiaTilbúnir með sprey á leikdegi Mennirnir mæta til landsins þann 7. nóvember og daginn eftir verður búnaðurinn settur upp. „Áður en þeir mæta munum við slá völlinn, mála hann og gera eins kláran og hægt er,“ segir Jóhann. Búnaðurinn á að halda hitastigi í grasinu í þremur til fjórum gráðum en þó er hætta á að frost komist í grasið þegar taka þarf dúkinn af. Það þarf að gera daginn fyrir leik þegar bæði landslið eiga rétt á æfingu á vellinum. Að æfingum loknum er þó hægt að setja búnaðinn aftur upp og starfsmenn geta hugað að skemmdum á vellinum. Augljóslega verður búnaðurinn tekinn niður á leikdegi en það þarf að gerast um þremur tímum fyrir leik. Því er sú á hætta á ferðinni að grasið geti frosið á nokkrum klukkustundum verði svo kalt þann daginn. Jóhann hefur hugsað fyrir því. „Þá erum við tilbúnir með efnablöndu sem seinkar því að völlurinn frjósi þótt hún komi ekki í veg fyrir það. Við gætum þá spreyjað völlinn bæði fyrir leik og í hálfleik.“ Búnaðurinn frá Englandi verður leigður en ljóst er að kostnaður Knattspyrnusambandsins er töluverður og hleypur á milljónum.Mynd/Sports & Stadia„Við skulum segja að þetta sé fokdýrt. Kostnaður hleypur á milljónum,“ segir Jóhann. Hann vildi þó ekki staðfesta hvort kostnaðurinn væri innan við tug milljóna eða meiri. „Auðvitað er þetta dýr lausn. Við erum að leigja menn og flytja til landsins. Nú væri hiti undir vellinum fljótur að borga sig,“ segir Jóhann. Vaknar sú spurning hvers vegna ekki hafi verið farið í að koma fyrir hitakerfi undir Laugardalsvelli á undanförnum árum. „Stofnkostnaðurinn væri auðvitað tugir milljóna en kæmi að notum allan ársins hring,“ segir Jóhann. Afar dýrt sé þó að kynda vatnið sem þarf fyrir svo stóran flöt. Þar sem Jóhann þekkir til erlendis sé aðeins kynt í þá örfáu daga sem reiknað er með frosti. Ekki sé verið að hugsa um að örva vöxt grassins heldur einfaldlega að hafa leikfleti frostlausa og hættulausa. Untitled from Blayney Partnership on Vimeo. Fótbolti Íslenski boltinn HM 2014 í Brasilíu Mest lesið Rauðu djöflarnir verja ekki bikarinn Enski boltinn Tilkynnti að hún væri hætt í hjartnæmu viðtali Handbolti Píla festist í fæti keppanda Sport Sjáðu Benóný stimpla sig inn hjá stuðningsmönnum Stockport Enski boltinn Orri Steinn og félagar steinlágu í Katalóníu Fótbolti Orðinn þjálfari Galdurs eftir að hafa verið rekinn í beinni Fótbolti Munu taka hart á því hversu lengi markvörður heldur á boltanum Fótbolti Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Golf Kenndi hárvörum um í umdeildu jafntefli Sport Welbeck skaut Brighton áfram Enski boltinn Fleiri fréttir Kristian Nökkvi með mark og stoðsendingu Chelsea tapaði óvænt stigum á meðan Hlín tapaði fyrir Rauðu djöflunum Rauðu djöflarnir verja ekki bikarinn Kristianstad byrjar vel í bikarnum Orri Steinn og félagar steinlágu í Katalóníu Pedersen með tvö og Valsmenn í undanúrslit Draumainnkoma Dags Welbeck skaut Brighton áfram Sjáðu Benóný stimpla sig inn hjá stuðningsmönnum Stockport Orðinn þjálfari Galdurs eftir að hafa verið rekinn í beinni Munu taka hart á því hversu lengi markvörður heldur á boltanum Sjáðu: Glæsilegt sigurmark Jóhanns Bergs gegn Ronaldo Mateta líður vel þrátt fyrir tæklingu í andlitið Hákon Arnar kom inn af bekknum í erfiðum leik í París Real Madríd varð af mikilvægum stigum í titilbaráttunni Jafnt í toppslagnum á Ítalíu Man City sterkari í síðari hálfleik og komið áfram „Nýja hetjan“ Benóný Breki tryggði sigurinn með sínum fyrstu mörkum Venezia hélt jöfnu gegn Atalanta Fyrrverandi markvörður Hattar lagði upp mark í toppslagnum Fólskulegt brot markvarðar Milwall þegar Palace fór áfram Annað bikarævintýri hjá Júlíusi? „Þakka Alberti frá dýpstu hjartarótum“ Auðun tekur við Þrótti Vogum Messi var óánægður hjá PSG „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Hefur Amorim bætt Man United? Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Asensio skaut Villa áfram Albert kom við sögu í naumum sigri Sjá meira
„Við veltum ýmsum hugmyndum fyrir okkur en vandamálið var alltaf það sama. Völlurinn er ekki upphitaður,“ segir Jóhann Gunnar Kristinsson, vallarstjóri á Laugardalsvelli. Karlalandslið Íslands mætir Króötum í fyrri viðureign þjóðanna í umspili um laust sæti hér á landi föstudagskvöldið 15. nóvember. Töluverðar áhyggjur hafa verið vegna ástands vallarins um miðjan nóvember og sumir rifjað upp kvennalandsleik Íslands og Írlands í umspili um sæti á EM haustið 2008. Þá var réttilega hægt að líkja Laugardalsvelli við skautasvell, en leikurinn fór fram 30. október. Koma þarf í veg fyrir að frost komist í jörðu líkt og þá. Niðurstaðan er sú að KSÍ hefur ákveðið að nýta sér lausn sem breska fyrirtækið MacLeod býður upp á. Um er að ræða stóran og mikinn dúk en undir honum er stór pylsa. Í pylsuna er dælt heitu lofti sem heldur dúknum uppi. Myndband sem útskýrir lausnina má sjá neðst í fréttinni. „Það koma fjórir menn með búnaðinn, setja þetta upp og munu halda þessu gangandi þann tíma sem þarf,“ segir Jóhann. Eina mögulega vandamálið snýr að því hvernig dúknum verður haldið niðri. Þar hjálpi hlaupabrautin ekki til enda ekki hægt að festa í hana. Jóhann telur líklegast að notaðar verði vegstoðir til þess að halda dúknum niðri. „Þær geta verið allt að eitt og hálft tonn að þyngd,“ segir Jóhann.Mynd/Sport & StadiaTilbúnir með sprey á leikdegi Mennirnir mæta til landsins þann 7. nóvember og daginn eftir verður búnaðurinn settur upp. „Áður en þeir mæta munum við slá völlinn, mála hann og gera eins kláran og hægt er,“ segir Jóhann. Búnaðurinn á að halda hitastigi í grasinu í þremur til fjórum gráðum en þó er hætta á að frost komist í grasið þegar taka þarf dúkinn af. Það þarf að gera daginn fyrir leik þegar bæði landslið eiga rétt á æfingu á vellinum. Að æfingum loknum er þó hægt að setja búnaðinn aftur upp og starfsmenn geta hugað að skemmdum á vellinum. Augljóslega verður búnaðurinn tekinn niður á leikdegi en það þarf að gerast um þremur tímum fyrir leik. Því er sú á hætta á ferðinni að grasið geti frosið á nokkrum klukkustundum verði svo kalt þann daginn. Jóhann hefur hugsað fyrir því. „Þá erum við tilbúnir með efnablöndu sem seinkar því að völlurinn frjósi þótt hún komi ekki í veg fyrir það. Við gætum þá spreyjað völlinn bæði fyrir leik og í hálfleik.“ Búnaðurinn frá Englandi verður leigður en ljóst er að kostnaður Knattspyrnusambandsins er töluverður og hleypur á milljónum.Mynd/Sports & Stadia„Við skulum segja að þetta sé fokdýrt. Kostnaður hleypur á milljónum,“ segir Jóhann. Hann vildi þó ekki staðfesta hvort kostnaðurinn væri innan við tug milljóna eða meiri. „Auðvitað er þetta dýr lausn. Við erum að leigja menn og flytja til landsins. Nú væri hiti undir vellinum fljótur að borga sig,“ segir Jóhann. Vaknar sú spurning hvers vegna ekki hafi verið farið í að koma fyrir hitakerfi undir Laugardalsvelli á undanförnum árum. „Stofnkostnaðurinn væri auðvitað tugir milljóna en kæmi að notum allan ársins hring,“ segir Jóhann. Afar dýrt sé þó að kynda vatnið sem þarf fyrir svo stóran flöt. Þar sem Jóhann þekkir til erlendis sé aðeins kynt í þá örfáu daga sem reiknað er með frosti. Ekki sé verið að hugsa um að örva vöxt grassins heldur einfaldlega að hafa leikfleti frostlausa og hættulausa. Untitled from Blayney Partnership on Vimeo.
Fótbolti Íslenski boltinn HM 2014 í Brasilíu Mest lesið Rauðu djöflarnir verja ekki bikarinn Enski boltinn Tilkynnti að hún væri hætt í hjartnæmu viðtali Handbolti Píla festist í fæti keppanda Sport Sjáðu Benóný stimpla sig inn hjá stuðningsmönnum Stockport Enski boltinn Orri Steinn og félagar steinlágu í Katalóníu Fótbolti Orðinn þjálfari Galdurs eftir að hafa verið rekinn í beinni Fótbolti Munu taka hart á því hversu lengi markvörður heldur á boltanum Fótbolti Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Golf Kenndi hárvörum um í umdeildu jafntefli Sport Welbeck skaut Brighton áfram Enski boltinn Fleiri fréttir Kristian Nökkvi með mark og stoðsendingu Chelsea tapaði óvænt stigum á meðan Hlín tapaði fyrir Rauðu djöflunum Rauðu djöflarnir verja ekki bikarinn Kristianstad byrjar vel í bikarnum Orri Steinn og félagar steinlágu í Katalóníu Pedersen með tvö og Valsmenn í undanúrslit Draumainnkoma Dags Welbeck skaut Brighton áfram Sjáðu Benóný stimpla sig inn hjá stuðningsmönnum Stockport Orðinn þjálfari Galdurs eftir að hafa verið rekinn í beinni Munu taka hart á því hversu lengi markvörður heldur á boltanum Sjáðu: Glæsilegt sigurmark Jóhanns Bergs gegn Ronaldo Mateta líður vel þrátt fyrir tæklingu í andlitið Hákon Arnar kom inn af bekknum í erfiðum leik í París Real Madríd varð af mikilvægum stigum í titilbaráttunni Jafnt í toppslagnum á Ítalíu Man City sterkari í síðari hálfleik og komið áfram „Nýja hetjan“ Benóný Breki tryggði sigurinn með sínum fyrstu mörkum Venezia hélt jöfnu gegn Atalanta Fyrrverandi markvörður Hattar lagði upp mark í toppslagnum Fólskulegt brot markvarðar Milwall þegar Palace fór áfram Annað bikarævintýri hjá Júlíusi? „Þakka Alberti frá dýpstu hjartarótum“ Auðun tekur við Þrótti Vogum Messi var óánægður hjá PSG „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Hefur Amorim bætt Man United? Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Asensio skaut Villa áfram Albert kom við sögu í naumum sigri Sjá meira