Þetta var risastór dagur fyrir mig Henry Birgir Gunnarsson skrifar 24. október 2013 06:15 Íslenski varnarmúrinn var öflugur á móti Finnum í Vodafonehöllinni í gær. Mynd/Valli „Þetta var risastór dagur fyrir mig. Mér leið vel í upphafi leiks enda hafði ég fundið fyrir miklu trausti frá þjálfurunum. Það var samt svolítið stress en það fór fljótt af mér,“ sagði Unnur Ómarsdóttir eftir leik en hún var að spila sinn fyrsta alvörulandsleik. Unnur fór beint í byrjunarliðið og stóð sig gríðarlega vel. Skoraði úr öllum sínum skotum og hefði líklega ekki getað fengið betri byrjun á landsliðsferlinum. Kom því ekki á óvart að hún brosti allan hringinn eftir leik. „Ég var rosalega fegin að öll skotin skyldu fara inn,“ sagði Unnur og hló. Finnska liðið er nú ekki það sterkasta í Evrópu og hafði tapað öllum níu leikjum sínum í undankeppni EM. Þar af hafði liðið tapað í tvígang fyrir Bretum í síðustu keppni en Bretar hafa ekki beint verið að skapa usla í evrópskum handknattleik til þessa. Það voru því allar líkur á því að íslenska liðið ætti náðugt kvöld í vændum. Það gekk eftir. Íslenska liðið tók verkefnið alvarlega strax frá upphafi og hið arfaslaka lið Finnlands átti ekki roð í það. Finnsku stelpurnar varla drifu á markið lengi vel. Leikstjórnandinn skrefaði í annað hvert skipti sem hún fékk boltann. Þær áttu eina ágæta skyttu, Cainberg, sem hélt liðinu á floti framan af. Svo var hún sett í hornið og á línuna. Afar furðulegt enda eina raunverulega ógnin frá henni. Sonja Koskinen var öflug í finnska markinu og bjargaði því sem bjargað varð. Varði fjölda skota úr dauðafærum. Engu að síður var tíu marka munur í leikhléi, 18-8. Jenný varði vel í íslenska markinu líka en þurfti ekki að glíma við erfiðustu skot sem hún hefur séð á ferlinum. Engu að síður einbeiting í lagi. Vörnin stóð vel lengstum og sóknarleikurinn flaut oft vel. Sérstaklega gekk línuspilið vel en nýtingin hjá íslenska liðinu hefði mátt vera betri. Þær klúðruðu allt of mörgum dauðafærum. Síðari hálfleikur var í raun formsatriði. Stelpurnar reyndu þó að keyra af krafti en nokkur klaufagangur var oft á sóknarleiknum. Sextán marka sigurinn var síst of stór. „Það var gott að ná að rúlla öllum mannskapnum og svo náðum við líka að vinna í 5-1 varnarleiknum okkar. Það gekk vel. Við fórum kannski illa með mörg færi en heilt yfir var þetta fagmennska hjá stelpunum að halda út allan leikinn,“ sagði Ágúst Þór Jóhannsson landsliðsþjálfari eftir leik. Íslenski handboltinn Handbolti Mest lesið Hádramatík í lokin á Villa Park Enski boltinn „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Handbolti „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Handbolti Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld Handbolti Heimir bjartsýnn eftir HM-drátt: „Þetta er riðill sem við getum unnið“ Fótbolti Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Íslenski boltinn Þriðji í röð án sigurs hjá Chelsea Enski boltinn Albert aftur í byrjunarliðið en martröðin heldur áfram Fótbolti „Ég mun ekki keppa við Rússa á meðan stríð er í gangi“ Sport Varnarmenn City í stuði og aðeins tvö stig í Arsenal Enski boltinn Fleiri fréttir Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Kærkomin pizza eftir endalaust hakk og spagettí á hótelinu „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Norsku stelpurnar halda áfram að rúlla þessu HM upp Valsmenn með flotta endurkomu í Kaplakrika Gott kvöld fyrir Viðarson-bræðurna úr Eyjum Arnór með stórleik í sænska handboltanum Eyjamenn með tvo sigra í röð í fyrsta sinn síðan í október Elín Klara kemur til greina sem besti ungi leikmaðurinn á HM Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Gott íslenskt kvöld og Magdeburg taplaust á toppnum Unnu fyrstir þýsku meistarana og Orri með taugarnar í lagi Horfir á dóttur sína á HM og soninn í Meistaradeildinni Elvar frábær í sigri á liðinu í öðru sæti Leik lokið: Ísland 23 - 30 Spánn | Hrun í síðari hálfleik Þýsku stelpurnar komust í 9-0 í milliriðli á HM Klaufaskapur og ótrúlegar lokasekúndur á HM „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ „Vorum orðnir súrir á löppunum“ Uppgjörið: Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Hannes tryggði sigurinn með tíunda markinu sínu Andrea mun ekki spila á HM „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ „Slepptum ræktinni í dag og fórum í sundleikfimi“ Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Þær þýsku of sterkar fyrir þær færeysku „Ekki sama leikgleði og hefur verið“ Sjá meira
„Þetta var risastór dagur fyrir mig. Mér leið vel í upphafi leiks enda hafði ég fundið fyrir miklu trausti frá þjálfurunum. Það var samt svolítið stress en það fór fljótt af mér,“ sagði Unnur Ómarsdóttir eftir leik en hún var að spila sinn fyrsta alvörulandsleik. Unnur fór beint í byrjunarliðið og stóð sig gríðarlega vel. Skoraði úr öllum sínum skotum og hefði líklega ekki getað fengið betri byrjun á landsliðsferlinum. Kom því ekki á óvart að hún brosti allan hringinn eftir leik. „Ég var rosalega fegin að öll skotin skyldu fara inn,“ sagði Unnur og hló. Finnska liðið er nú ekki það sterkasta í Evrópu og hafði tapað öllum níu leikjum sínum í undankeppni EM. Þar af hafði liðið tapað í tvígang fyrir Bretum í síðustu keppni en Bretar hafa ekki beint verið að skapa usla í evrópskum handknattleik til þessa. Það voru því allar líkur á því að íslenska liðið ætti náðugt kvöld í vændum. Það gekk eftir. Íslenska liðið tók verkefnið alvarlega strax frá upphafi og hið arfaslaka lið Finnlands átti ekki roð í það. Finnsku stelpurnar varla drifu á markið lengi vel. Leikstjórnandinn skrefaði í annað hvert skipti sem hún fékk boltann. Þær áttu eina ágæta skyttu, Cainberg, sem hélt liðinu á floti framan af. Svo var hún sett í hornið og á línuna. Afar furðulegt enda eina raunverulega ógnin frá henni. Sonja Koskinen var öflug í finnska markinu og bjargaði því sem bjargað varð. Varði fjölda skota úr dauðafærum. Engu að síður var tíu marka munur í leikhléi, 18-8. Jenný varði vel í íslenska markinu líka en þurfti ekki að glíma við erfiðustu skot sem hún hefur séð á ferlinum. Engu að síður einbeiting í lagi. Vörnin stóð vel lengstum og sóknarleikurinn flaut oft vel. Sérstaklega gekk línuspilið vel en nýtingin hjá íslenska liðinu hefði mátt vera betri. Þær klúðruðu allt of mörgum dauðafærum. Síðari hálfleikur var í raun formsatriði. Stelpurnar reyndu þó að keyra af krafti en nokkur klaufagangur var oft á sóknarleiknum. Sextán marka sigurinn var síst of stór. „Það var gott að ná að rúlla öllum mannskapnum og svo náðum við líka að vinna í 5-1 varnarleiknum okkar. Það gekk vel. Við fórum kannski illa með mörg færi en heilt yfir var þetta fagmennska hjá stelpunum að halda út allan leikinn,“ sagði Ágúst Þór Jóhannsson landsliðsþjálfari eftir leik.
Íslenski handboltinn Handbolti Mest lesið Hádramatík í lokin á Villa Park Enski boltinn „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Handbolti „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Handbolti Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld Handbolti Heimir bjartsýnn eftir HM-drátt: „Þetta er riðill sem við getum unnið“ Fótbolti Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Íslenski boltinn Þriðji í röð án sigurs hjá Chelsea Enski boltinn Albert aftur í byrjunarliðið en martröðin heldur áfram Fótbolti „Ég mun ekki keppa við Rússa á meðan stríð er í gangi“ Sport Varnarmenn City í stuði og aðeins tvö stig í Arsenal Enski boltinn Fleiri fréttir Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Kærkomin pizza eftir endalaust hakk og spagettí á hótelinu „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Norsku stelpurnar halda áfram að rúlla þessu HM upp Valsmenn með flotta endurkomu í Kaplakrika Gott kvöld fyrir Viðarson-bræðurna úr Eyjum Arnór með stórleik í sænska handboltanum Eyjamenn með tvo sigra í röð í fyrsta sinn síðan í október Elín Klara kemur til greina sem besti ungi leikmaðurinn á HM Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Gott íslenskt kvöld og Magdeburg taplaust á toppnum Unnu fyrstir þýsku meistarana og Orri með taugarnar í lagi Horfir á dóttur sína á HM og soninn í Meistaradeildinni Elvar frábær í sigri á liðinu í öðru sæti Leik lokið: Ísland 23 - 30 Spánn | Hrun í síðari hálfleik Þýsku stelpurnar komust í 9-0 í milliriðli á HM Klaufaskapur og ótrúlegar lokasekúndur á HM „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ „Vorum orðnir súrir á löppunum“ Uppgjörið: Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Hannes tryggði sigurinn með tíunda markinu sínu Andrea mun ekki spila á HM „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ „Slepptum ræktinni í dag og fórum í sundleikfimi“ Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Þær þýsku of sterkar fyrir þær færeysku „Ekki sama leikgleði og hefur verið“ Sjá meira