Úr stjórn RÚV Björg Eva Erlendsdóttir skrifar 8. nóvember 2013 06:00 Ókyrrð hefur verið um Ríkisútvarpið í fjölmiðlum síðustu vikurnar. Nýjust er deila um milljónaspilaþátt, beint ofan í umræður um niðurskurð, áður var það brotthvarf stjórnanda dagskrárdeildar útvarps og ráðning borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins í spjallþátt. Ráðið var eftir einkasímtal útvarpsstjóra við stjórnmálamanninn og vakti sú aðferð athygli margra. Eðlilega, því hún stangaðist á við öll gildi sem Ríkisútvarpið segist fylgja um faglegar ráðningar og starfsmannastefnu. Óhefðbundinni aðferð Páls Magnússonar útvarpsstjóra var reyndar best lýst af hinum nýráðna borgarfulltrúa sjálfum. En Gísli Marteinn Baldursson, sagði í viðtali stuttu síðar. „Páll einfaldlega bjallaði í mig og hann sagði það bara beint út, hann sá hvernig pólitíkin var að þróast. Þeir voru búnir að vera að leita að umsjónarmanni í staðinn fyrir Egil síðan í vor og meira að segja voru þeir búnir að spyrja mig hvort ég væri með einhverja hugmynd að mönnum,“ sagði Gísli. Á stjórnarfundi var skipst á ólíkum skoðunum um aðferð útvarpsstjóra. Og fjölmiðlar sem vakta Ríkisútvarpið birtu misnákvæmar frásagnir af umræðunum. Réttilega var sagt að tvær bókanir hefðu komið fram, en um innihaldið fór óskýrum sögum. Örfáir blaðamenn eða álitsgjafar, segja að nú sé gamla útvarpsráð uppvakið, með því að Björg Eva Erlendsdóttir og Pétur Gunnarsson reyni að hafa afskipti af mannaráðningum. Það er hraustleg túlkun á bókunum sem hvergi hafa birst og fjalla um meginreglur. Þess má geta að núverandi útvarpsstjórn skipa auk fyrrnefndra, þau Ingvi Hrafn Óskarson, Margrét Frímannsdóttir, Magnús Stefánsson, Guðrún Nordal, Úlfhildur Rögnvaldsdóttir, Magnús Geir Þórðarson, Sigurður Björn Blöndal og Sigríður Hagalín Björnsdóttir, fulltrúi starfsmanna. Hótað nær daglega Fátítt var í síðustu stjórn að átök um Ríkisútvarpið færu í fjölmiðla, þó gerðist það þegar áætlaðar uppsagnir á Rás eitt fyrir rúmu ári voru stöðvaðar. Ekkert samráð var við stjórn um þá stefnubreytingu sem fólst í uppsögnunum og stjórnin samþykkti þær því ekki. Málið fór í fjölmiðla. Annars voru álitamál yfirleitt rædd eftir þörfum, án stórátaka og lokið í sátt. Að því leyti var fyrri stjórn farsæl. Núverandi stjórnarformanni og útvarpsstjóra er vorkunn. Ríkisútvarpinu er hótað nær daglega af liðsmönnum ríkisstjórnarinnar og mörgum virtist útvarpsstjóri kyssa vöndinn, þegar hann „bjallaði“ í starfandi borgarfulltrúa og réð hann í spjallþátt í sjónvarpi, án faglegs ferlis eða auglýsingar. Stjórn Ríkisútvarpsins ber samkvæmt lögum að hafa eftirlit með stjórnun og rekstri, leiðbeina útvarpsstjóra og styðja í því að halda sig við faglega stjórnarhætti. Bókun, sem einhverjir virðast halda að sé heimskuleg pólitík og afskipti af ráðningu, var einmitt dæmi um nauðsynlegt aðhald og eftirlit með verklagi. Hún var ábending til framtíðar fyrir útvarpsstjóra, sem hafði misstigið sig og vikið frá faglegum starfsháttum. Gott er að byggja álit og fréttir á traustum heimildum. Blaðamenn og velunnarar Ríkisútvarpsins ættu að óska eftir því að fundargögn stjórnar, sem ekki varða samkeppnisrekstur, verði birt. Það er miklu betra en að blaðamenn á samkeppnismiðlum RÚV og álitsgjafar með ýmsan tilgang leggi út af gögnum sem þeir hafa ekki séð. Ekki má gleymast að Ríkisútvarpið eigum við öll og við megum krefjast upplýsinga um hvernig því er stjórnað og í hvað skattpeningarnir okkar fara. En órökstutt slúður og sleggjudómar verða Ríkisútvarpinu varla til góðs á erfiðum tímum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Björg Eva Erlendsdóttir Mest lesið Heimalestur – gæðastund en ekki grátur og gnístan tanna Svava Þ. Hjaltalín Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Frelsi til sölu Erling Kári Freysson Skoðun Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Ástæðan fyrir því að við þurfum möguleika á dánaraðstoð Ingrid Kuhlman Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason Skoðun Sterkara framhaldsskólakerfi Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Halldór 20.09.2025 Halldór Skoðun Skoðun Heimalestur – gæðastund en ekki grátur og gnístan tanna Svava Þ. Hjaltalín skrifar Skoðun Frelsi til sölu Erling Kári Freysson skrifar Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar Skoðun Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Viðreisn lætur verkin tala Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterkara framhaldsskólakerfi Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Ástæðan fyrir því að við þurfum möguleika á dánaraðstoð Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal skrifar Skoðun Lýðræðið tekið úr höndum nemenda í Lundarskóla Benedikt Már Þorvaldsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði er mannréttindamál Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar Skoðun Tími skyndilausna á húsnæðismarkaði er liðinn Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Lýðræði í mótvindi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson skrifar Sjá meira
Ókyrrð hefur verið um Ríkisútvarpið í fjölmiðlum síðustu vikurnar. Nýjust er deila um milljónaspilaþátt, beint ofan í umræður um niðurskurð, áður var það brotthvarf stjórnanda dagskrárdeildar útvarps og ráðning borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins í spjallþátt. Ráðið var eftir einkasímtal útvarpsstjóra við stjórnmálamanninn og vakti sú aðferð athygli margra. Eðlilega, því hún stangaðist á við öll gildi sem Ríkisútvarpið segist fylgja um faglegar ráðningar og starfsmannastefnu. Óhefðbundinni aðferð Páls Magnússonar útvarpsstjóra var reyndar best lýst af hinum nýráðna borgarfulltrúa sjálfum. En Gísli Marteinn Baldursson, sagði í viðtali stuttu síðar. „Páll einfaldlega bjallaði í mig og hann sagði það bara beint út, hann sá hvernig pólitíkin var að þróast. Þeir voru búnir að vera að leita að umsjónarmanni í staðinn fyrir Egil síðan í vor og meira að segja voru þeir búnir að spyrja mig hvort ég væri með einhverja hugmynd að mönnum,“ sagði Gísli. Á stjórnarfundi var skipst á ólíkum skoðunum um aðferð útvarpsstjóra. Og fjölmiðlar sem vakta Ríkisútvarpið birtu misnákvæmar frásagnir af umræðunum. Réttilega var sagt að tvær bókanir hefðu komið fram, en um innihaldið fór óskýrum sögum. Örfáir blaðamenn eða álitsgjafar, segja að nú sé gamla útvarpsráð uppvakið, með því að Björg Eva Erlendsdóttir og Pétur Gunnarsson reyni að hafa afskipti af mannaráðningum. Það er hraustleg túlkun á bókunum sem hvergi hafa birst og fjalla um meginreglur. Þess má geta að núverandi útvarpsstjórn skipa auk fyrrnefndra, þau Ingvi Hrafn Óskarson, Margrét Frímannsdóttir, Magnús Stefánsson, Guðrún Nordal, Úlfhildur Rögnvaldsdóttir, Magnús Geir Þórðarson, Sigurður Björn Blöndal og Sigríður Hagalín Björnsdóttir, fulltrúi starfsmanna. Hótað nær daglega Fátítt var í síðustu stjórn að átök um Ríkisútvarpið færu í fjölmiðla, þó gerðist það þegar áætlaðar uppsagnir á Rás eitt fyrir rúmu ári voru stöðvaðar. Ekkert samráð var við stjórn um þá stefnubreytingu sem fólst í uppsögnunum og stjórnin samþykkti þær því ekki. Málið fór í fjölmiðla. Annars voru álitamál yfirleitt rædd eftir þörfum, án stórátaka og lokið í sátt. Að því leyti var fyrri stjórn farsæl. Núverandi stjórnarformanni og útvarpsstjóra er vorkunn. Ríkisútvarpinu er hótað nær daglega af liðsmönnum ríkisstjórnarinnar og mörgum virtist útvarpsstjóri kyssa vöndinn, þegar hann „bjallaði“ í starfandi borgarfulltrúa og réð hann í spjallþátt í sjónvarpi, án faglegs ferlis eða auglýsingar. Stjórn Ríkisútvarpsins ber samkvæmt lögum að hafa eftirlit með stjórnun og rekstri, leiðbeina útvarpsstjóra og styðja í því að halda sig við faglega stjórnarhætti. Bókun, sem einhverjir virðast halda að sé heimskuleg pólitík og afskipti af ráðningu, var einmitt dæmi um nauðsynlegt aðhald og eftirlit með verklagi. Hún var ábending til framtíðar fyrir útvarpsstjóra, sem hafði misstigið sig og vikið frá faglegum starfsháttum. Gott er að byggja álit og fréttir á traustum heimildum. Blaðamenn og velunnarar Ríkisútvarpsins ættu að óska eftir því að fundargögn stjórnar, sem ekki varða samkeppnisrekstur, verði birt. Það er miklu betra en að blaðamenn á samkeppnismiðlum RÚV og álitsgjafar með ýmsan tilgang leggi út af gögnum sem þeir hafa ekki séð. Ekki má gleymast að Ríkisútvarpið eigum við öll og við megum krefjast upplýsinga um hvernig því er stjórnað og í hvað skattpeningarnir okkar fara. En órökstutt slúður og sleggjudómar verða Ríkisútvarpinu varla til góðs á erfiðum tímum.
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason Skoðun
Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar
Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar
Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal skrifar
Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar
Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar
Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar
Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar
Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason Skoðun