Verður fjórða ævintýrið íslenskt? Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. nóvember 2013 00:01 Slóvenar fagnar eftir að þeir slógu Rússa út og komust á HM 2010. Mynd/AFP Íslenska karlalandsliðið í fótbolta er lægst setta landsliðið á styrkleikalista FIFA af þeim átta sem taka þátt í umspilinu fyrir HM í Brasilíu 2014. Fréttablaðið kannaði gengi þjóða í sömu sporum og það íslenska í umspili HM og EM frá árinu 1997. Sagan geymir þrjú eftirminnileg ævintýri minnsta liðsins í umspili fyrir stórmót. Íslensku strákarnir munu reyna að leika eftir afrek Slóveníu og Lettlands sem eru einu þjóðirnar sem hafa upplifað svona ævintýri. Fyrri leikurinn við Króata er á Laugardalsvelli eftir fjóra daga. Slóvenar hafa afrekað það tvisvar sinnum að fara inn á stórmót eftir að hafa komið inn í umspilið sem lægst setta liðið á FIFA-listanum. Slóvenía náði því bæði fyrir EM 2000 og HM 2010. Slóvenar voru í sömu stöðu og íslenska landsliðið fyrir fjórtán árum þegar þeir slógu út Úkraínu. Slóvenía var þá lægst setta þjóðin í umspili EM 2000 og hafði aldrei áður komist á stórmót. Úkraínska landsliðið hafði haft betur í baráttu við Ísland og Rússland í sínum riðli en datt óvænt út fyrir slóvenska liðinu. Slóvenar lentu undir í fyrri leiknum en tryggðu sér 2-1 heimasigur með tveimur mörkum í seinni hálfleik. Þeir komust síðan áfram á EM 2000 með því að jafna metin í 1-1, tólf mínútum fyrir lok seinni leiksins. Slóvenar fóru líka í gegnum umspilið fyrir HM 2002 en þá voru þeir ekki lægsta umspilsliðið á styrkleikalistanum. Það voru þeir aftur á móti þegar þeir skildu Rússa eftir heima fyrir HM 2010. Rússar komust í 2-0 í fyrri leiknum á heimavelli sínum en Nejc Pecnik minnkaði muninn tveimur mínútum fyrir leikslok og Zlatko Dedic skoraði eina markið í seinni leiknum sem skilaði Slóvenum áfram á HM í Japan og Suður-Kóreu á fleiri mörkum skoruðum á útivelli. Ævintýri Letta frá 2003 er síðan eitt það magnaðasta í sögu undankeppninnar. Lettar komu þá inn í umspilið í 69. sæti á styrkleikalista FIFA eða 61 sæti neðar en mótherjar þeirra frá Tyrklandi. Maris Verpakovskis tryggði Lettum 1-0 sigur í fyrri leiknum á heimavelli og þeir komust síðan áfram eftir 2-2 jafntefli í útleiknum. Tyrkir, bronsliðið frá HM ári fyrr, komust í 2-0 en Lettar jöfnuðu og tryggði sig inn á EM í Portúgal 2004. Árangur „minnsta“ liðsins í umspili fyrir síðustu stórmót hefur aftur á móti ýmist verið í ökkla eða eyra og í hin fjögur skiptin hefur útkoman ekki verið falleg. Eistland (EM 2012, 1-5 á móti Írlandi), Slóvakía (HM 2006, 2-6 á móti Spáni), Austurríki (HM 2002, 0-6 á móti Tyrklandi) og Ungverjaland (HM 1998, 1-12 á móti Júgóslavíu) áttu þannig aldrei möguleika í sínum umspilsleikjum. Það eru dæmi um öflugar knattspyrnuþjóðir sem hafa setið eftir á móti minni spámönnum og vonandi bætist íslenskt ævintýri við þau slóvensku og lettnesku. Hér fyrir neðan má sjá yfirlit yfir umspil í síðustu sjö skipti fyrir HM og EM eða frá því að þessi háttur var tekinn upp í undankeppni HM í Frakklandi 1998.Lettar fagna eftir að hafa komist á EM 2004 eftir sigur á Tyrkjum.Síðustu umspil fyrir stórmót og sæti þjóða á FIFA-listanumUmspil fyrir HM 2014 Portúgal (14. sæti) - mætir Svíþjóð Grikkland (15. sæti) - mætir Rúmeníu Króatía (18. sæti) - mætir Íslandi Úkraína (20. sæti) - mætir Frakklandi Frakkland (21. sæti) - mætir Úkraínu Svíþjóð (25. sæti) - mætir Portúgal Rúmenía (29. sæti) - mætir Grikklandi Ísland (46. sæti) - mætir KróatíuUmspil fyrir EM 2012 Króatía (7. sæti) - Komst á EM Portúgal (11. sæti) - Komst á EM Írland (13. sæti) - Komst á EM Tékkland (15. sæti) - Komst á EM Tyrkland (18. sæti) - Úr leik Bosnía (19. sæti) - Úr leik Svartfjallaland (35. sæti) - Úr leik Eistland (37. sæti) - Úr leik Tyrkland-Króatía 0-3 Eistland-Írland 1-5 Tékkland-Svartfjallaland 3-0 Bosnía-Portúgal 2-6Umspil fyrir HM 2010 Frakkland (9. sæti) - Komst á HM Portúgal (10. sæti) - Komst á HM Rússland (12. sæti) - Úr leik Grikkland (16. sæti) - Komst á HM Úkraína (22. sæti) - Úr leik Írland (34. sæti) - Úr leik Bosnía (42. sæti) - Úr leikSlóvenía (49. sæti) - Komst á HM Írland-Frakland 1-2 Portúgal-Bosnía 2-0 Grikkland-Úkraína 1-0 Rússland-Slóvenía 2-2 (Slóvenía, mörk á útivelli)Umspil fyrir HM 2006 Tékkland (4. sæti) - Komst á EM Spánn (8. sæti) - Komst á EM Tyrkland (12. sæti) - Úr leik Noregur (37. sæti) - Úr leik Sviss (38. sæti) - Komst á EM Slóvakía (45. sæti) - Úr leik Spánn-Slóvakía 6-2 Sviss-Tyrkland 4-4 (Sviss, mörk á útivelli) Noregur-Tékkland 0-2Umspil fyrir EM 2004 Spánn (3. sæti) - Komst á EM Holland (5. sæti) - Komst á EM Tyrkland (8. sæti) - Úr leik Króatía (20. sæti) - Komst á EM Rússland (28. sæti) - Komst á EM Slóvenía (29. sæti) - Úr leik Noregur (37. sæti) - Úr leik Skotland (58. sæti) - Úr leik Wales (59. sæti) - Úr leikLettland (69. sæti) - Komst á EM Lettland-Tyrkland 3-2 Skotland-Holland 1-6 Króatía-Slóvenía 2-1 Rússland-Wales 1-0 Spánn-Noregur 5-1Umspil fyrir HM 2002 - Úr leik Þýskaland (12. sæti) - Komst á HM Tékkland (14. sæti) - Úr leik Rúmenía (15. sæti) - Úr leik Belgía (26. sæti) - Komst á HM Slóvenía (31. sæti) - Komst á HM Úkraína (33. sæti) - Úr leik Tyrkland (34. sæti) - Komst á HM Austurríki (50. sæti) - Úr leik Belgia-Tékkland 2-0 Úkraína-Þýskaland 2-5 Austurríki-Tyrkland 0-6 Slóvenía-Rúmenía 3-2Umspil fyrir EM 2000 England (12. sæti) - Komst á EM Danmörk (17. sæti) - Komst á EM Skotland (20. sæti) - Úr leik Úkraína (24. sæti) - Úr leik Ísrael (27. sæti) - Úr leik Írland (35. sæti) - Úr leik Tyrkland (37. sæti) - Komst á EMSlóvenía (53. sæti) - Komst á EM Skotland-England 1-2 Ísrael-Danmörk 0-8 Slóvenía-Úkraína 3-2 Írland-Tyrkland 1-1úUmspil fyrir HM 1998 Ítalía (12. sæti) - Komst á HM Rússland (16. sæti) - Úr leik Króatía (33. sæti) - Komst á HM Júgóslavía (37. sæti) - Komst á HM Írland (42. sæti) - Úr leik Belgía (48. sæti) - Komst á HM Úkraína (52. sæti) - Úr leik Ungverjaland (71. sæti) - Úr leik Ítalía-Rússland 2-1 Króatía-Úkraína 3-1 Belgía-Írland 3-2 Júgóslavía-Ungverjaland 12-1 Fótbolti Íslenski boltinn HM 2014 í Brasilíu Mest lesið Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Körfubolti Barði sig til blóðs eftir tap á HM Sport Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Enski boltinn Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron Körfubolti Í beinni: Manchester United - Bournemouth | Enski boltinn „Auðvitað var þetta sjokk“ Körfubolti Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Handbolti „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Enski boltinn Leik lokið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Manchester United - Bournemouth | Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Rodgers á leið til Sádi-Arabíu Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Keyptu nýjan leikvang fyrir Glódísi og Bayern-konurnar Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Brasilísk samvinna færði Real lífsnauðsynlegan sigur Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Mikael Egill og félögum tókst ekki að stoppa toppliðið Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin Hákon fann skotskóna í fyrsta sinn síðan í október „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Glódís fékk hvíld og leiðir liðið bráðum út á nýjan heimavöll Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Eigendur Juventus vildu ekki selja og nú þurfa leikmenn að sanna sig Þjálfari Orra Steins látinn fara Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö David Silva: Ég var sá fyrsti sem Beckham vildi fá til Inter Miami Sjá meira
Íslenska karlalandsliðið í fótbolta er lægst setta landsliðið á styrkleikalista FIFA af þeim átta sem taka þátt í umspilinu fyrir HM í Brasilíu 2014. Fréttablaðið kannaði gengi þjóða í sömu sporum og það íslenska í umspili HM og EM frá árinu 1997. Sagan geymir þrjú eftirminnileg ævintýri minnsta liðsins í umspili fyrir stórmót. Íslensku strákarnir munu reyna að leika eftir afrek Slóveníu og Lettlands sem eru einu þjóðirnar sem hafa upplifað svona ævintýri. Fyrri leikurinn við Króata er á Laugardalsvelli eftir fjóra daga. Slóvenar hafa afrekað það tvisvar sinnum að fara inn á stórmót eftir að hafa komið inn í umspilið sem lægst setta liðið á FIFA-listanum. Slóvenía náði því bæði fyrir EM 2000 og HM 2010. Slóvenar voru í sömu stöðu og íslenska landsliðið fyrir fjórtán árum þegar þeir slógu út Úkraínu. Slóvenía var þá lægst setta þjóðin í umspili EM 2000 og hafði aldrei áður komist á stórmót. Úkraínska landsliðið hafði haft betur í baráttu við Ísland og Rússland í sínum riðli en datt óvænt út fyrir slóvenska liðinu. Slóvenar lentu undir í fyrri leiknum en tryggðu sér 2-1 heimasigur með tveimur mörkum í seinni hálfleik. Þeir komust síðan áfram á EM 2000 með því að jafna metin í 1-1, tólf mínútum fyrir lok seinni leiksins. Slóvenar fóru líka í gegnum umspilið fyrir HM 2002 en þá voru þeir ekki lægsta umspilsliðið á styrkleikalistanum. Það voru þeir aftur á móti þegar þeir skildu Rússa eftir heima fyrir HM 2010. Rússar komust í 2-0 í fyrri leiknum á heimavelli sínum en Nejc Pecnik minnkaði muninn tveimur mínútum fyrir leikslok og Zlatko Dedic skoraði eina markið í seinni leiknum sem skilaði Slóvenum áfram á HM í Japan og Suður-Kóreu á fleiri mörkum skoruðum á útivelli. Ævintýri Letta frá 2003 er síðan eitt það magnaðasta í sögu undankeppninnar. Lettar komu þá inn í umspilið í 69. sæti á styrkleikalista FIFA eða 61 sæti neðar en mótherjar þeirra frá Tyrklandi. Maris Verpakovskis tryggði Lettum 1-0 sigur í fyrri leiknum á heimavelli og þeir komust síðan áfram eftir 2-2 jafntefli í útleiknum. Tyrkir, bronsliðið frá HM ári fyrr, komust í 2-0 en Lettar jöfnuðu og tryggði sig inn á EM í Portúgal 2004. Árangur „minnsta“ liðsins í umspili fyrir síðustu stórmót hefur aftur á móti ýmist verið í ökkla eða eyra og í hin fjögur skiptin hefur útkoman ekki verið falleg. Eistland (EM 2012, 1-5 á móti Írlandi), Slóvakía (HM 2006, 2-6 á móti Spáni), Austurríki (HM 2002, 0-6 á móti Tyrklandi) og Ungverjaland (HM 1998, 1-12 á móti Júgóslavíu) áttu þannig aldrei möguleika í sínum umspilsleikjum. Það eru dæmi um öflugar knattspyrnuþjóðir sem hafa setið eftir á móti minni spámönnum og vonandi bætist íslenskt ævintýri við þau slóvensku og lettnesku. Hér fyrir neðan má sjá yfirlit yfir umspil í síðustu sjö skipti fyrir HM og EM eða frá því að þessi háttur var tekinn upp í undankeppni HM í Frakklandi 1998.Lettar fagna eftir að hafa komist á EM 2004 eftir sigur á Tyrkjum.Síðustu umspil fyrir stórmót og sæti þjóða á FIFA-listanumUmspil fyrir HM 2014 Portúgal (14. sæti) - mætir Svíþjóð Grikkland (15. sæti) - mætir Rúmeníu Króatía (18. sæti) - mætir Íslandi Úkraína (20. sæti) - mætir Frakklandi Frakkland (21. sæti) - mætir Úkraínu Svíþjóð (25. sæti) - mætir Portúgal Rúmenía (29. sæti) - mætir Grikklandi Ísland (46. sæti) - mætir KróatíuUmspil fyrir EM 2012 Króatía (7. sæti) - Komst á EM Portúgal (11. sæti) - Komst á EM Írland (13. sæti) - Komst á EM Tékkland (15. sæti) - Komst á EM Tyrkland (18. sæti) - Úr leik Bosnía (19. sæti) - Úr leik Svartfjallaland (35. sæti) - Úr leik Eistland (37. sæti) - Úr leik Tyrkland-Króatía 0-3 Eistland-Írland 1-5 Tékkland-Svartfjallaland 3-0 Bosnía-Portúgal 2-6Umspil fyrir HM 2010 Frakkland (9. sæti) - Komst á HM Portúgal (10. sæti) - Komst á HM Rússland (12. sæti) - Úr leik Grikkland (16. sæti) - Komst á HM Úkraína (22. sæti) - Úr leik Írland (34. sæti) - Úr leik Bosnía (42. sæti) - Úr leikSlóvenía (49. sæti) - Komst á HM Írland-Frakland 1-2 Portúgal-Bosnía 2-0 Grikkland-Úkraína 1-0 Rússland-Slóvenía 2-2 (Slóvenía, mörk á útivelli)Umspil fyrir HM 2006 Tékkland (4. sæti) - Komst á EM Spánn (8. sæti) - Komst á EM Tyrkland (12. sæti) - Úr leik Noregur (37. sæti) - Úr leik Sviss (38. sæti) - Komst á EM Slóvakía (45. sæti) - Úr leik Spánn-Slóvakía 6-2 Sviss-Tyrkland 4-4 (Sviss, mörk á útivelli) Noregur-Tékkland 0-2Umspil fyrir EM 2004 Spánn (3. sæti) - Komst á EM Holland (5. sæti) - Komst á EM Tyrkland (8. sæti) - Úr leik Króatía (20. sæti) - Komst á EM Rússland (28. sæti) - Komst á EM Slóvenía (29. sæti) - Úr leik Noregur (37. sæti) - Úr leik Skotland (58. sæti) - Úr leik Wales (59. sæti) - Úr leikLettland (69. sæti) - Komst á EM Lettland-Tyrkland 3-2 Skotland-Holland 1-6 Króatía-Slóvenía 2-1 Rússland-Wales 1-0 Spánn-Noregur 5-1Umspil fyrir HM 2002 - Úr leik Þýskaland (12. sæti) - Komst á HM Tékkland (14. sæti) - Úr leik Rúmenía (15. sæti) - Úr leik Belgía (26. sæti) - Komst á HM Slóvenía (31. sæti) - Komst á HM Úkraína (33. sæti) - Úr leik Tyrkland (34. sæti) - Komst á HM Austurríki (50. sæti) - Úr leik Belgia-Tékkland 2-0 Úkraína-Þýskaland 2-5 Austurríki-Tyrkland 0-6 Slóvenía-Rúmenía 3-2Umspil fyrir EM 2000 England (12. sæti) - Komst á EM Danmörk (17. sæti) - Komst á EM Skotland (20. sæti) - Úr leik Úkraína (24. sæti) - Úr leik Ísrael (27. sæti) - Úr leik Írland (35. sæti) - Úr leik Tyrkland (37. sæti) - Komst á EMSlóvenía (53. sæti) - Komst á EM Skotland-England 1-2 Ísrael-Danmörk 0-8 Slóvenía-Úkraína 3-2 Írland-Tyrkland 1-1úUmspil fyrir HM 1998 Ítalía (12. sæti) - Komst á HM Rússland (16. sæti) - Úr leik Króatía (33. sæti) - Komst á HM Júgóslavía (37. sæti) - Komst á HM Írland (42. sæti) - Úr leik Belgía (48. sæti) - Komst á HM Úkraína (52. sæti) - Úr leik Ungverjaland (71. sæti) - Úr leik Ítalía-Rússland 2-1 Króatía-Úkraína 3-1 Belgía-Írland 3-2 Júgóslavía-Ungverjaland 12-1
Fótbolti Íslenski boltinn HM 2014 í Brasilíu Mest lesið Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Körfubolti Barði sig til blóðs eftir tap á HM Sport Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Enski boltinn Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron Körfubolti Í beinni: Manchester United - Bournemouth | Enski boltinn „Auðvitað var þetta sjokk“ Körfubolti Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Handbolti „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Enski boltinn Leik lokið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Manchester United - Bournemouth | Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Rodgers á leið til Sádi-Arabíu Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Keyptu nýjan leikvang fyrir Glódísi og Bayern-konurnar Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Brasilísk samvinna færði Real lífsnauðsynlegan sigur Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Mikael Egill og félögum tókst ekki að stoppa toppliðið Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin Hákon fann skotskóna í fyrsta sinn síðan í október „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Glódís fékk hvíld og leiðir liðið bráðum út á nýjan heimavöll Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Eigendur Juventus vildu ekki selja og nú þurfa leikmenn að sanna sig Þjálfari Orra Steins látinn fara Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö David Silva: Ég var sá fyrsti sem Beckham vildi fá til Inter Miami Sjá meira