Harry Potter-kynslóðin farin að skrifa Friðrika Benónýsdóttir skrifar 15. nóvember 2013 12:00 "Það sem er nýtt í þessu núna eru þessar framtíðar-distópíusögur í stíl Hungurleikanna,“ segir Sigþrúður. Fréttablaðið/Pjetur Meirihluti barna- og unglingabóka sem koma út í ár eru fantasíur eða ævintýrabækur. Sigþrúður Gunnarsdóttir, ritstjóri hjá Forlaginu, segir ekkert benda til þess að sú bylgja sé í rénun. „Þessar vinsældir fantasíunnar hafa nú varað í nokkur ár,“ segir Sigþrúður Gunnarsdóttir, ritstjóri hjá Forlaginu, spurð hvað valdi því að sífellt stærri hluti útgefinna barna- og unglingabóka er fantasíur og ævintýrabækur. „Sumir vilja kenna Harry Potter um þessa bylgju, en vinsældir fantasíunnar hófust nú alls ekki með honum, heldur löngu áður.“ Sigþrúður segir skýringuna á fjölda útgefinna bóka í greininni að hluta til vera þá að þær nái til breiðari aldurshóps en sögur sem séu niðurnjörvaðar í hversdagsleikann. En ástæðurnar séu fleiri. „Kynslóðin sem var enn þá börn eða unglingar þegar Harry Potter kom út er farin að skrifa og það hefur kannski einhver áhrif.“ Hefurðu engar áhyggjur af þessum veruleikaflótta hjá unga fólkinu? „Nei, því það er náttúrulega alltaf verið að takast á við hversdagsleg vandamál í þessum sögum: samskipti, tryggð, svik, ástir og allt það. Þannig að sumu leyti er verið að fjalla um hluti sem krakkar rekast á og glíma við dagsdaglega á forsendum ævintýrisins, bara eins og gömlu ævintýrin gerðu.“ Sigþrúður segir flestar þessar sögur hafa tengingu inn í daglegan veruleika unglinga, þrátt fyrir fantasíuelementin. „Það sem er nýtt í þessu núna eru þessar framtíðar-distópíusögur í stíl Hungurleikanna. Þær eru gjörólíkar Harry Potter og Hringadróttinssögu, svo dæmi séu nefnd.“ Oft eru í þessum sögum skilaboð um það að við verðum að læra af fortíðinni til þess að leysa vandamál framtíðarinnar og Sigþrúður segir það einmitt aðal þessara sagna að þær tengi saman ólíka tíma. „En auðvitað eru þær mistengdar veruleikanum, sumar gerast í okkar heimi, bara með ævintýraverum í hversdeginum, en aðrar gerast í algjörlega ímyndaðri veröld sem byggist reyndar stundum á þeirri heimsmynd sem við þekkjum.“ Spurð hvort það séu ekki bara allar barnabækur orðnar fantasíur núorðið neitar Sigþrúður því staðfastlega. „Nei, sem betur fer er það ekki svo. Það eru alltaf krakkar sem langar frekar til að lesa raunsæjar sögur og þeir hafa kannski ekki fengið alveg nógu mikið fyrir sinn snúð undanfarin ár. En það er ekkert sem bendir til þess að fantasíubylgjan sé í rénun, hvorki hér né erlendis.“ Menning Mest lesið Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Lífið Illa bruggaðar Guðaveigar Gagnrýni Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið „Þetta er svo ósanngjarnt og enn mjög óraunverulegt fyrir okkur fjölskylduna“ Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Flugfélag bregst við vegna kómískrar frásagnar Katrínar Lífið Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Meirihluti barna- og unglingabóka sem koma út í ár eru fantasíur eða ævintýrabækur. Sigþrúður Gunnarsdóttir, ritstjóri hjá Forlaginu, segir ekkert benda til þess að sú bylgja sé í rénun. „Þessar vinsældir fantasíunnar hafa nú varað í nokkur ár,“ segir Sigþrúður Gunnarsdóttir, ritstjóri hjá Forlaginu, spurð hvað valdi því að sífellt stærri hluti útgefinna barna- og unglingabóka er fantasíur og ævintýrabækur. „Sumir vilja kenna Harry Potter um þessa bylgju, en vinsældir fantasíunnar hófust nú alls ekki með honum, heldur löngu áður.“ Sigþrúður segir skýringuna á fjölda útgefinna bóka í greininni að hluta til vera þá að þær nái til breiðari aldurshóps en sögur sem séu niðurnjörvaðar í hversdagsleikann. En ástæðurnar séu fleiri. „Kynslóðin sem var enn þá börn eða unglingar þegar Harry Potter kom út er farin að skrifa og það hefur kannski einhver áhrif.“ Hefurðu engar áhyggjur af þessum veruleikaflótta hjá unga fólkinu? „Nei, því það er náttúrulega alltaf verið að takast á við hversdagsleg vandamál í þessum sögum: samskipti, tryggð, svik, ástir og allt það. Þannig að sumu leyti er verið að fjalla um hluti sem krakkar rekast á og glíma við dagsdaglega á forsendum ævintýrisins, bara eins og gömlu ævintýrin gerðu.“ Sigþrúður segir flestar þessar sögur hafa tengingu inn í daglegan veruleika unglinga, þrátt fyrir fantasíuelementin. „Það sem er nýtt í þessu núna eru þessar framtíðar-distópíusögur í stíl Hungurleikanna. Þær eru gjörólíkar Harry Potter og Hringadróttinssögu, svo dæmi séu nefnd.“ Oft eru í þessum sögum skilaboð um það að við verðum að læra af fortíðinni til þess að leysa vandamál framtíðarinnar og Sigþrúður segir það einmitt aðal þessara sagna að þær tengi saman ólíka tíma. „En auðvitað eru þær mistengdar veruleikanum, sumar gerast í okkar heimi, bara með ævintýraverum í hversdeginum, en aðrar gerast í algjörlega ímyndaðri veröld sem byggist reyndar stundum á þeirri heimsmynd sem við þekkjum.“ Spurð hvort það séu ekki bara allar barnabækur orðnar fantasíur núorðið neitar Sigþrúður því staðfastlega. „Nei, sem betur fer er það ekki svo. Það eru alltaf krakkar sem langar frekar til að lesa raunsæjar sögur og þeir hafa kannski ekki fengið alveg nógu mikið fyrir sinn snúð undanfarin ár. En það er ekkert sem bendir til þess að fantasíubylgjan sé í rénun, hvorki hér né erlendis.“
Menning Mest lesið Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Lífið Illa bruggaðar Guðaveigar Gagnrýni Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið „Þetta er svo ósanngjarnt og enn mjög óraunverulegt fyrir okkur fjölskylduna“ Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Flugfélag bregst við vegna kómískrar frásagnar Katrínar Lífið Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira